FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hvað er svona V6 bíll að eyða í ferð?

by Atli Eggertsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Hvað er svona V6 bíll að eyða í ferð?

This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Gísli Sverrisson Gísli Sverrisson 20 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 23.02.2005 at 19:31 #195557
    Profile photo of Atli Eggertsson
    Atli Eggertsson
    Participant

    Nú er allt breytt, maður er kominn úr Dísel í Bensín.

    Hvað ætli svona V6 4Runner sé að eyða í helgarferð?

    Frúin er að fara í kvennaferð inn í Setur og ég hef ekki hugmind hvort að ég þurfi að hengja aftan í hana bensínkálf eða hvort maður sleppi með eitthvað minna.

    Reynslusögur um svona mál væru vel þegnar.

    Bíllinn er en bara með orginal tankinn og ekkert spennandi að vera með mikið bensín inn í bíl.

    Kv. Atli

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 23 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 23.02.2005 at 19:49 #517640
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    Sendu kellu með eina 60 lítra af hreium mjöð með, það ætti að duga.

    Hvað varð um Dísel vélina hjá þér ertu kominn með bensín ofaní hjá þér???

    Kv.
    Benni





    23.02.2005 at 20:01 #517642
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    Þ.e 60 lítra auka í brúsa eða samtals ca 120 lítra.
    Þetta dugaði heila helgi á mínum rönner forðum daga.

    Kv.
    Benni





    23.02.2005 at 20:09 #517644
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    120 l þá hefði ég oft verði dreginn til byggða, ég var með 165 l tankarými og tók stundum með mér 40 lítra í brúsum.
    Þessir 165 l fóru nú venjulega í löngum túrum.





    23.02.2005 at 20:27 #517646
    Profile photo of Atli Eggertsson
    Atli Eggertsson
    Participant
    • Umræður: 220
    • Svör: 1627

    Sæll Benni.

    Nei, ég seldi víst Hiluxinn (en með tárin í augunum)

    kv. Atli

    p.s. hvað er annars stór tankur í Runnernum?





    23.02.2005 at 20:50 #517648
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Er það ekki 60-65 lítrar, eitthvða fáránlega miðað við vélarstærð, eyðslu og miðið við að þetta eigi að vera jeppi.

    Jónas





    23.02.2005 at 20:59 #517650
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Minn bíll var að eyða ca 34 lítrum á hundraði í snjófærð og í lága drifinu en hann ætti að sleppa með kannski 27-30 ef ekki er farið of geist þannig að það þarf slatta af bensíni með að setrinu





    23.02.2005 at 21:04 #517652
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Fljótur á mér eins og svo oft áður,

    tankurinn er um 60-65 lítrar minnir mig, ekki nema það sé fariðað slá saman.

    Taka 150 lítra með, er það ekki flott. held það

    Jónas





    23.02.2005 at 23:02 #517654
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    150 lítrar og málið dautt…

    það er ekkert að marka eiðsluna hjá ofsa á þeim bænum er bara ein ríkisstilling og hún er allt í botn brumm brumm…

    Kv.
    Benni





    23.02.2005 at 23:46 #517656
    Profile photo of Axel Sigurðsson
    Axel Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 55
    • Svör: 1116

    ég er nú ekki alveg sammála þessum eyðslutölum eins og ég sagði í pósti hérna ekki fyrir svo löngu síðan, síðast þegar ég fór á runnernum mínum þá var bíllinn í gangi í 14 klukkutíma og var keyrt 215 kílómetra í þungri færð og þá fór ég með 55 lítra, þessi kvennaferð er nú ekki svo löng að það þurfi 150 lítra …. ég trúi því nú ekki, konurnar keyra nú yfirleitt ekki með allt í botni eins og ofsi… ég hefði haldið að ef hún tankar á síðustu bensínstöð áður en lagt er á hálendið að þá hefði ég nú talið að það væri nóg að taka 60 lítra aukalega… en þú finnur eitthvað út úr þessu…

    kv. Axel Sig…





    24.02.2005 at 09:45 #517658
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Að eyða 55 lítrum á 215km leið á 14 tímum í þungu færi, þetta er ca 1,5 lítrara á klukkutíma. Það er ekki séns að það sé hægt að trúa svona bulli. Ég er að giska á að Pattinn hjá mér eyði 1 líter á klukkutíma í hægagangi, svo þessar eyðslutölur hjá þér eru út í hött.

    Góðar stundir





    24.02.2005 at 09:57 #517660
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Samkvæmt mínum reikningi gera 55 lítrar á 14 tímum rétt um 4 lítra á klukkustund. Mér finnst það alls ekki fráleitt fyrir bensínvél sem er í lagi. Ég á von á því að færið sé frekar gott núna, líklega keyra konurnar mest í förum eftir hverja aðra.

    Annars er miklu auðveldara að spá um eyðslu á dieselbílum því eldsneytisnotkun bensínbíla er miklu háðari aðstæðum og aksturslagi. Með smá heppni sé eg ekki hversvegna bensínbíll ætti ekki að komast á 60 lítra tanki fram og til baka milli Hrauneyja og Seturs. Annað eins ætti að duga sem varaforði.

    -Einar





    24.02.2005 at 10:01 #517662
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Eyðir í þungu færi nálægt 1 líter á kílómeter, eða 100 lítrum á hundraðið.
    130 lítrar eru lámark í helgarferð, 160 lítrar er betra. Almennt séð þá virðist ég fara með nokkurnvegin einn tank (50-60 lítra) á meðal degi á fjöllum, eða tæplega 10 lítra á klukkutímann.

    V6 bíll eyðir örugglega meiru.

    Vél undir fullu átaki eyðir X lítrum á klukkutímann, óháð þeirri vegalengd sem farin er. Ytri aðstæður (færi, landslag, þyngd, ….) stýra því svo hvað bílnum skilar mikið áfram undir fullu álagi. Einfallt ekki satt :)

    kv
    Rúnar.





    24.02.2005 at 10:21 #517664
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Smá reiknings mistök með eyðsluna.

    Góðar stundir





    24.02.2005 at 11:00 #517666
    Profile photo of Elvar Níelsson
    Elvar Níelsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 649

    Hvernig datt þér þetta í hug, Ég á ekki til orð….

    Elvar





    24.02.2005 at 11:42 #517668
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 942

    Það er rétt að bensínbílar eru mjög háðir aðstæðum hvað eyðslu varðar.

    Ég notaði eitthvað þessu líkt þegar ég planaði forðann fyrir ferðir á V6 4Runnernum mínum:

    Malbik / ruddir vegir: 20-25 l eftir lestun/þyngd bílsins.
    Létt snjóhark: 30-40 l
    Þungt færi (eða milliþungt og maður að flýta sér): allt að líter á kílómeter.

    Ég treysti t.d. ekki á einn tank frá Geysi að Hveravöllum eða frá Hveravöllum og yfir í Húsafell. Það gengur stundum… en ekki alltaf.

    Kannski hjálpar þetta?

    Það er ekkert mál að vera með bensín í skottinu ef það er í vatns- og loftheldum umbúðum (eins og ölgerðarbrúsunum). Eini gallinn er að líklega þarf að sækja bensínið inn um afturhlerann og hann verður auðvitað algjört æði í frosti og ofankomu…

    Kv.
    Einar Elí





    24.02.2005 at 15:12 #517670
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæl, ég fór í helgarferð upp í Setur á mínum Cherokee 4.0L jeppa. Veður var gott á föstudag og á leikdag laugardag, rigning og krapi á heimleið sunnudag. Tankaði bílínn í Hrauneyjum, 70 lítrar cirka. Tók með mér um 100 lítra í skottið í brúsum og kom heim með um 50 lítra enn í brúsum plús það sem var enn á tankinum um 1/4.

    Þannig að 70 lítrar á tank + 50 lítrar í brúsum gerir 120 lítra sem virtist duga mér í þessari ferð. Hugsa að 60-80 lítrar aukalega í brúsum eigi alveg að duga í svona túr. Fer alveg eftir keyrslu.

    Kv. Gunnar





    24.02.2005 at 15:24 #517672
    Profile photo of Atli Eggertsson
    Atli Eggertsson
    Participant
    • Umræður: 220
    • Svör: 1627

    Það hlýtur þá að duga einn tankur fullur frá Hrauneyjum (ca.60L.) og 80L í brúsum.

    Já Elvar, það er víst :-/ hann er seldur :-(

    Kv. Atli E.

    p.s. þetta er svaka fjárfesting að fara á fjöll orðið samkvæmt þessum tölum.





    24.02.2005 at 20:17 #517674
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það þýðir ekkert að spyrja menn að þessari spurningu svörin eru jafn mörg og menn eru margir, sjalfur atti eg 2 manna hilux 38" for a honum i grímsvötn gegnum jökulheima for fullur fra rvk og þurftað fylla hann i hrauneyjum því hann var að verða tomur, var með 270 litra a pallinum og komst a seinustu litrunum aftur i hrauneyjar færið var þokkalegt og keyrt frekar greitt og beint a milli skála þessi bill var beinskiptur

    kv Agnar





    27.02.2005 at 20:26 #517676
    Profile photo of Atli Eggertsson
    Atli Eggertsson
    Participant
    • Umræður: 220
    • Svör: 1627

    Jæja, þá er frúin kominn heim og bensínið dugði vel, hún fór með sér 140L. og kom með heim 38L. sem þíðir 102L. í þessa ferð. Ég núllstilti km.teljaran á GPS tækinu og var búið að keyra akkurat 416km. þegar heim var komið.

    Sem gerir:
    102L. / 416km. = 0.2451L./km.
    eða 24.5L. á 100km.

    Þetta kom mér bara þægilega á óvart, reyndar var færið mjög gott, skilst mér, en ég átti samt von á hærri tölum.

    Þetta er bara ekkert mikið meira en 3.0tdi er að eyða í svona ferð.

    Kv. Atli E.





    28.02.2005 at 02:09 #517678
    Profile photo of Ragnar Páll Jónsson
    Ragnar Páll Jónsson
    Participant
    • Umræður: 12
    • Svör: 84

    Ég hélt alltaf að eyðsla á fjöllum væri mæld í tímum. það er að segja lítrar pr. klukkutíma. Ég átti Toyota Hilux disel sem eyddi 92 lítrum á hundraðið frá Hveravöllum að Geysi. Nokkuð gott. En ég var 27 tíma á þessari leið. Svo að Hilux með 2,4 disel ætti að taka með sér hvað 600 lítra af olíu til að komast fram og til baka?





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 23 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.