Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › hvað er svona gott við þetta 4-link???
This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 20 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
31.10.2004 at 10:42 #194757
Núna er ég að fara að stilla upp gormafjöðrun að aftan í bílnum hjá mér og eftir að hafa legið aðeins í þessu þá er ég nú bara kominn á þaðað henda þessum 4link plöttum og öllu því drasli sem ég var búin að safna í þetta og setja bara 3-link.
Er það ekki alveg eins gott og eithvað annað?
Gefur sú uppsetning mér ekki betri fjöðrun heldur en 4 linkið. allavegana fynnst mér eins og ég eigi að fá lengri fjöðrun útur þessu heldur en hinuA.T.H ég er að breyta bílnum mínum í utanvega bíl ekki malbiksbíl.
Látið nú ljós ykkar skína þið sem vitið allt.
Kveðja Bæring
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
31.10.2004 at 11:11 #507446
Aðalmunurinn tæknilega séð er að með 4 link er hásingin alltaf
í sama flútti miðað við millikassann þannig að hjöruliðskrossarnir tveir á afturskaftinu eru alltaf með sama
hornið og útiloka þannig titring ef báðir eru enfaldir krossar.
Með 3-link er þetta alltaf að breytast þannig að það verður alltaf einhver titringur í afturskaftinu.
Þó er hægt að smíða þetta þannig að það sé tvöfaldur liður uppi við
millikassa en enfaldur niðri við hásingu, og þá er möguleiki á að útiloka titring, en það er afar vandasamt því að skaftið og fjaðraslárnar verða að vera með sama halla gegnum allt fjöðrunarsviðið.
31.10.2004 at 12:06 #507448Það eru í raun til tvær gerðir af 3 link, og þær eru báðar undir bílum frá breska heimsveldinu. 3 link eins og jon lýsir er að framan og 3link (með 4link eiginleikum) að aftan.
Aftari útgáfuna hafa svo margir útfært með venjulegri stífu frá drifkúlu og upp í grind + þverstífu. (breska útgáfan er með einhverju A-brakketti sem sameinar verkun þessara 2ja)
-haffi
31.10.2004 at 12:56 #507450
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ein útgáfan af 3-link eru gömlu Bronco stífurnar. Ég var með framstífur af Bronco undir Runnernum á sínum tíma og var ekki hrifinn, fannst hreyfisviðið of lítið. Mér sýndist þverstífan vilja hindra hreyfingar á hásingunni. En þetta breska system A-stífunni svínvirkar, enda þá laus við þverstífuna. Mér hefur líka heyrst þeir sem hafa farið í 4-link gefa því góða einkunn, en átta mig ekki á því afhverju sama vandamál með hreyfanleika kemur ekki til þar.
Kv – Skúli
31.10.2004 at 12:57 #507452allavegana er ég ekki að sjá fegurðina í þessu 4link að aftan.
En á ég þá ekki að nota original range rover stífur að framan í gormana??? á ég kanski frekar að nota 4linkinn þar???
En svo er það annað. Á ég að nota runner hásinguna að aftan hún er 10 sm breiðari. og ætti druslan þessvegna ekki að velta eins auðveldlega. Er það þess virði ef maður hugsar þetta aðeins lengra þá þarf maður að redda einhverjum spacerum eða einhverju álíka til að hásingaranar spori eins.
Eru þessir 10 sm þess virði að þurfa alltaf að vera með legur og fleira í höndunum 3-4 sinnum á ári?
31.10.2004 at 12:58 #507454Var þverstífan ekki bara með of miklum halla???
31.10.2004 at 13:01 #507456svo líka annað með 4 linkinn hann vindur svo mikið uppá hásinguna. Félagar mínir sem hafa þetta undir hjá sér hafa þurft að vera að sjóða í stífu festingarnar og fleira (vilja kenna málmgalla um) en ég held þetta sé bara vitlaust uppsett.
31.10.2004 at 13:28 #507458Það sam flestir kalla 4-link er í raun 5 stífur ( 2 sitt hvoru megin og ein þversun). Með þessu fyrirkomulagi getur myndast þvingun, þar sem það þarf aðeins 4 stífur til að halda við hásinguna. Í kerfinu sem eru notað á Isuzu er ekki möguleiki á þvingun, það er ein stífa sitthvorumegin neðan úr hásingu og fram í grind, ein lagsum undir miðjum bíl og ein þversum. Sama má segja um Rover kerfið þar sem er ein stífa sitt hvoru megin og A-armur sem tengist ofan á drifkúluna.
Í þriggjastífu útfærslun myndast þvingun þar sem langstífurnar eru festar við hásinguna á tveimur stöðum.-Einar
31.10.2004 at 13:40 #507460Þetta izusu kerfi er það sem ég kalla 3 link. og var það það sem ég var að hugsa um.
31.10.2004 at 20:45 #507462Ég mæli með RR stýfum að framan, enda hefur þetta verið í þeim bílum í hvað, 30 ár? Þetta er eins og er í Patrol frá því hann byrjaði á gormum (líka í litla krúser, sá er reindar með þetta eins að aftan og framan). LC80 er nánast eins nema að við grind er stífan eiginlega á löm, sem etv getur teygt sig betur niður en RR og patrol. Bronco (66-79) að framan hefur nánast eins eiginleika og RR og Patrol.
Að aftan kalla flestir 4link það þegar 2 stífur eru við hvort hjólið og ein þverstífa. Þetta er mjööööög algengt í bílum í dag. Pathfinder, Terrano, 4runner (89-), LC80/90/100/120, Patrol síðan hann fór á gorma omfl.
Pajero held ég að hafi verð með sama kerfi og litli krúser (þeas. nánast RR framstýfur) að aftan síðan hann fór að koma á gormum og þangað til að hann fór yfir í IFS ap aftan (eins og BÞV er á).
Einhverjir hafa talað um að Isuzu hafi verið með þetta 3link að aftan (ein við hvort hjól og ein í miðju + þverstýfa). Þetta vissi ég ekki. Það eina sem ég sé að þessu er að þetta myndi ekki henta þyngri bílum, sérstaklega við þær aðstæður t.d. ef bíllinn er með læsingu virka og allt átakið fer í annað afturhjólið, þá geti undið verulega upp á hásinguna og reynt mikið á fóðringar. Ég hef þó engin dæmi um að þetta sé eitthvað veikara en ella.
-haffi (sófaspekingur, er að standsetja bílinn fyrir "veturinn")
01.11.2004 at 03:08 #507464Að nota RR framstýfur að aftan er ekki sérlega beysin fjöðrun sem er að mínu mati frekar þvinguð og frek á fóðringar.
P.s.
Svo er það IRS að aftan og IFS að framan.
01.11.2004 at 08:43 #507466IRS, hárrétt, stundum hugsar maður ekki hvað maður er að skrifa.
-haffi
01.11.2004 at 18:22 #507468Það er ágætt að allir vita núna hvort er 3-link og hvort er 4-link.
nú er kominn tími til að þið ákveðið ykkur.
Núna verður gripið næsta kvöld sem ég er í fríi í að sjóða draslið undir. Og þá þarf ég að vita hvort ég á að nota 4 link eða 3 link.
ok 4 linkið fynnst öllum voða sætt og fallegt og ágætis hugmynd en menn eru nú samt sammála um að það þvingi og snúi full mikið uppá hásinguna.
Og svo er það 3 linkið sem að menn eru líka sammála um að sé nú góður búnaður menn virðast þó vera eithvað ósammála um það hvort þetta hafi einhverntíman verið notað í Izusu.
Allavegana fyrir mér er spurningin í rauninni sú.
Á ég að nota 4 link = Artic trucks nota það óspart, og aðriri menn segja að það sé svaka gott fyrir drifskaft, en þá erum við að tala um það að ég snúi hásinguna í sundur ef ég stend bílinn í gegnum hringtorg, og þarf þessvegna alltaf að vera að skoða allar suður og stífuplatta.
Eða á ég að nota 3 link. = Hefur hugsanlega verið notað í izusu og alveg pottþétt í rangerover.
Menn eru eithvað hræddir við drifskaftið en ég sé ekki afhverju. En þá virðist aðal álagspunkturinn vera ofaná hásingunni miðri og man ég eftir því að bílar hafi verið að brjóta stífu plattann af hásingunni á fjöllum, (það hafa mindast sprungur í hásingunni þar sem plattinn er soðinn á kúluna.)Og svo skifta þessir 10 sm að aftan svona miklu máli að ég eigi að fara út í það að setja runner hásingu undir hann.
(ATH skifta 10 sm svona milu máli uppá að velta druslunni?)
Strákar svarið þessu nú og komið með svör ekki einhverja visku um það hvað hafi verið notað hvenær og hvar.
HVORT ER BETRA??????
Kveðja Bæring
01.11.2004 at 23:26 #507470Ef suður eru að springa er annaðhvort illa soðið eða vitlaust uppsettur búnaður. Ég valdi 4 linkið því að ég vildi ekki smíða einhverja fjöðrun sem ég þyrfti síðan að þvinga með balance stöngum svo jeppin yrði ekki eins og seglskúta (bíllinn hallar eftir vindátt). Betra að vera með góða fjöðrun án balance stanga.
Kveðja Magnús.
02.11.2004 at 00:31 #507472Strákar, þið vitið allir að Range Rover fjöðrun er besta fjöðrun sem er til. Og ef menn vilja góða fjöðrun setja menn hana undir.
kv.. Villi
02.11.2004 at 09:05 #507474Rétt upp settur 4-link þvingar hásinguna ekki neitt (allavega ekki með venjulegu fjöðrunarsviði). Það eru meiri líkur á að drifskaftið snúi upp á hásinguna með 4-link heldur en 3-link, en á móti meiri líkur á að bremsurnar snúi upp á hásinguna með 3-link en 4-link. Líkurnar á að þetta gerist yfir höfuð eru hinsvegar hverfandi (eða veit einhver um dæmi þess?). Isuzu, Rover, Suzuki, Grand Cherrokee eru (eða hafa verið með) svona 3-link eða útfærslu af því án vandræða. Enn fleiri bílar koma með 4-link.
Hvaða útfærslu þú notar skiptir ekkert svo miklu máli, bara svo lengi sem þú lætur stífurnar ekki halla neitt að ráði. Halli á stífunum veldur því að afturhásingin fer að taka þátt í að beygja bílnum þegar hann misfjaðrar eða leggst í beyjum.
Annars hafa stífurnar fleiri hlutverk en bara að halda hásingunni á sínum stað, en það er allt önnur ella….
kv
Rúnar.
02.11.2004 at 09:23 #507476Samkvæmt þessari [url=http://www.off-road.com/prerocker/glossary.html:3mayco9e]síðu[/url:3mayco9e] þá heitir fjöðrunin sem er að aftan á Ranger Rover og Suzuki Vitara, 3 – link og það sem er notað á Isuzu 4 – link. Þessar tvær aðferðir eiga það sameginlegt þær valda ekki þvingun. Þar sem festipunktar við hásinguna eru 5 eða fleiri getur komið þvingun t.d. þegar bíllinn misfjaðrar. Þetta á við um allar þær útfærslur sem ég hef séð notaðar að framan.
Samkvæmt þessu er það rangnefni að kalla þetta sem Arctic Trucks smíða 4-link, nær væri að kalla það 5-link.
-Einar, með 4-link loftpúða að aftan, 5-link gorma að framan.
02.11.2004 at 13:11 #507478Ég er að velta fuyrir mér hvernig kæmi út að setja unimog útfærsluna undir jeppa, jafnvel að framan.
Fyrir þá sem ekki vita þá er það kerfi bara með 2 festipunkta per hásingu og algerlega þvingunarlaust, það væri næstum hægt að snúa hásingunni við án þess að það myndaðist þvingun. Ein þverstífa (hefðbundin) sér um hliðarhreyfinguna og fram/aftur hreyfingin er tekin með einum punkti ca fyrir aftan (framan) miðja hásingu, í nokkurri fjarlægð (70 – 100 cm). Restin er bara soðið/ boltað.
Veit einhver til þess að þetta hafi verið smíðað umdir bíl?
kv
Grímur
02.11.2004 at 13:25 #507480
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það kemur mér á óvart að Runner hásingin sé breiðari. Á gamla Runner (2 dyra ’85) var hásingin jafnbreið Hilux hásingunni en talsvert grennri og burðarminni. Ég braut mína og setti Hilux rör í staðin en öxlar og drif úr gömlu hásingunni gengu beint á milli án vandamála.
Kv – Skúli
02.11.2004 at 13:27 #507482Ég hef ekki skoðað Unimog, en ég veit um eina kerru er með loftpúða fjöðrun og kerfi eyns og lýst er hér að ofan. Ég ég smíða eitthverntíman kerrum með loftpúða eða gormafjöðrun, þá býst ég við að nota þessa útfærslu.
-Einar
02.11.2004 at 14:54 #507484Afturhásingin breikkaði 1986 þegar toy kom með ifs að framan. Þar munar um 3". Double cabbar sem komu með hásingu síðar (87-88) og dísel doublecabbar 89-> eru með styttra rörið en bensín (ifs) double-cabar með lengra.
-haffi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.