This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 18 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Það hefur svolítið verið rætt um talstöðvar og standbylgju (SWR) undanfarið hérna á þessum vef, og sýnist mér
að það sé ekki vanþörf á að setja saman smá fróðleik um þetta, þar sem margir virðast halda að allt standi eða
falli með standbylgjunni.Hvað er þá þessi standbylgja. Í stuttu máli sagt, þá er það hlutfallið milli útsendrar orku frá sendi og þess sem
endurkastast til baka frá loftneti til sendis. Þetta endurkast verður vegna þess að sendirinn, sem er gerður til að
sjá 50 Ohm álag, er að sjá eitthvað annað en 50 Ohm, oftast vegna þess að loftnetið er ekki af réttri lengd fyrir þá
tíðni sem við viljum nota. Það skal tekið fram að það er mjög erfitt að ná Standbylgju 1:1 og eiginlega engin ástæða
til að reyna það. En hámarks afl flutningur verður þegar sendir (50 Ohm) sér 50 Ohm álag, þ.e. bæði í kapli og loftneti.SWR 1:1 gefur 100% flutning afls frá talstöð til loftnets.
SWR 2:1 gefur 89% flutning afls frá talstöð til loftnets.
SWR 3:1 gefur 75.1% flutning afls frá talstöð til loftnets.
SWR 4:1 gefur 64% flutning afls frá talstöð til loftnets.Þegar menn eru að bera saman sendiorku mismunandi stöðva, er gott að hafa í huga að lágmarks aflaukning sem
er heyranleg, er tvöföldun. Sem sagt, það er engin leið að greina á milli stöðva sem senda út 25w eða 45w.
Það er fyrst hægt að greina mun þegar sú aflmeiri er með tvöfalda orku á við hina.Á þessu sést að það hefst lítið uppúr því að vera að reyna að lækka SWR, meðan hún er ekki hærri en 2.5:1.
Það sem mestu máli skiptir er að
1. kapallinn sé í lagi, þ.e. að ekki hafi komist vatn eða raki í hann og tenglar séu í lagi.
2. Jarðsamband loftnets við bretti, eða bílþak sé í lagi.Varðandi bandbreidd loftneta, er held ég, nokkuð ljóst að því sverari sem leiðandi hluti loftnetsins er, því bandbreiðara
er loftnetið.Þessi pistill er bara hugsaður sem smákynning á SWR og stiklað mjög á stóru, en vonandi að einhverjir hafi gagn af þessu.
Kv GísliÓ
You must be logged in to reply to this topic.