This topic contains 46 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 21 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Mér datt í hug að velta þessu upp á spjallinu og sjá hvort menn hafa skoðun á þessu máli, sem kannski virðist ekki skipta miklu máli við fyrstu sýn, en er þó að sumu leiti grundvallaratriði þegar betur er að gáð.
„Hvað er slóði?“ Er kominn slóði þegar bíll hefur ekið um landið einu sinni – tíu sinnum – hundrað eða þúsund sinnum? Skiptir það kannski engu máli? Þarf leiðin að hafa verið ekin um tiltekið tímabil, t.d. 10 ár? Þarf hún að vera ákveðið greinileg/sýnileg? Þarf hún að vera til á korti? Þarf hún að vera stikuð? Skiptir kannski ekkert af ofangreindu máli ef slóð/för liggja á svo kjánalegum stað að aldrei verði hægt að samþykkja það sem slóða af náttúruverndar sjónarmiðum? (t.d. um mýrar eða votlendi eða hjá eða á náttúruperlum)
Þetta er praktískt mál, þar sem til er fólk sem leggur ofuráherslu á að loka slóðum/förum/leiðum sem áður hafa verið eknir (sem kann að vera réttlætanlegt í ákveðnum tilfellum) og ég tel það mikið hagsmunamál fyrir okkur að marka leiðina um það hvað sé rétt og eðlilegt í þeim efnum.
Lífleg og málefnaleg umræða um þetta kynni að verða stjórn og umhverfisnefnd innblástur í þessu máli.
Ferðakveðja,
BÞV
You must be logged in to reply to this topic.