Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Hvað er slóði?
This topic contains 46 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 21 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.05.2003 at 08:32 #192615
Sælir félagar.
Mér datt í hug að velta þessu upp á spjallinu og sjá hvort menn hafa skoðun á þessu máli, sem kannski virðist ekki skipta miklu máli við fyrstu sýn, en er þó að sumu leiti grundvallaratriði þegar betur er að gáð.
„Hvað er slóði?“ Er kominn slóði þegar bíll hefur ekið um landið einu sinni – tíu sinnum – hundrað eða þúsund sinnum? Skiptir það kannski engu máli? Þarf leiðin að hafa verið ekin um tiltekið tímabil, t.d. 10 ár? Þarf hún að vera ákveðið greinileg/sýnileg? Þarf hún að vera til á korti? Þarf hún að vera stikuð? Skiptir kannski ekkert af ofangreindu máli ef slóð/för liggja á svo kjánalegum stað að aldrei verði hægt að samþykkja það sem slóða af náttúruverndar sjónarmiðum? (t.d. um mýrar eða votlendi eða hjá eða á náttúruperlum)
Þetta er praktískt mál, þar sem til er fólk sem leggur ofuráherslu á að loka slóðum/förum/leiðum sem áður hafa verið eknir (sem kann að vera réttlætanlegt í ákveðnum tilfellum) og ég tel það mikið hagsmunamál fyrir okkur að marka leiðina um það hvað sé rétt og eðlilegt í þeim efnum.
Lífleg og málefnaleg umræða um þetta kynni að verða stjórn og umhverfisnefnd innblástur í þessu máli.
Ferðakveðja,
BÞV
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.06.2003 at 15:39 #473828
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Út frá orðskýringu SiggaH er líklega rétt að fara að temja sér að kvengera slóðina. Persónulega finnst mér líka skemmtilegra að fara um "þær" en "þá" þannig að þetta er hið besta mál!
Ef ég er að skilja málið rétt er reglugerðin frekar opin og raunar opnari en ég hélt þar sem hún hefur þennan fyrirvara "…þar sem náttúruspjöll geta af hlotist…". Lög um náttúruvernd eru hins vegar aðeins þrengri þar sem þar segir aðeins "Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega." og svo kemur undanþágan okkur um akstur á snævi þakinni og frosinni jörð.
Nú veit ég ekki hvort eitthvað meira sé til í lögum sem skiptir máli í þessu samhengi.
Það sem ég les útúr póstunum hér að ofan er annars vegar spurningin um að tryggja að við megum áfram aka á þeim slóðum sem nú eru opnir og svo hins vegar spurningin um að klúbburinn hafi frumkvæði að því að skilgreina hvað er slóð og hvað ekki og þá ekki síst með náttúruvernd í huga og til að koma í veg fyrir endalausa slóðamyndun.
Hins vegar finnst mér það athyglisverður punktur hjá Einari að núverandi orðalag reglugerðarinnar opnar beinlínis á þann möguleika að aka eftir áreyrum og á stöðum þar sem náttúran sér um að afmá öll ummerki. Þetta gerir t.d. kleyft að aka að sumarlagi eftir Blautukvíslareyrum í átt að Þjórsárverum.
Kv – Skúli H.
03.06.2003 at 11:38 #473830Ég held að sterkasti leikurinn fyrir okkur í þessari stöðu, sé að við höldum því frumkvæði sem við höfum tekið með ferlun og stikun slóða, og merkjum þær slóðir sem við teljum rétt að verði farnar. Mikið starf hefur þegar verið unnið við ferlun slóða og þau gögn hafa verið notuð við gerð korta á vegum Máls og Menningar og Landsvirkjunar. Næsta skref er að gera þessi gögn aðgengileg á vefnum.
Það stendur ekkert í reglugerðinni um það hvaða aðilar séu til þess bærir að [url]merkja slóðir[/url] þar sem opinberir aðilar hafa ekki staðið sig í þessu, þá er þarna tækifæri fyrir okkur.
[url=http://um44.klaki.net/stiku02.html:33xdyi11]Stikun[/url:33xdyi11] slóða er mjög mikilvæg í þessu samhengi. Það væri mjög gott ef landsbyggðadeildir tækju að sér að stika slóðir á sínum svæðum.
03.06.2003 at 11:40 #473832
03.06.2003 at 14:12 #473834
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sammála Einari að nauðsynlegt sé að klúbburinn haldi þarna vissu frumkvæði. Þar munum við m.a. njóta góðra verka GPS-ferilhóps Bessa og væntanlegri slóðabók Jóns Snæland.
En síðan hefst næsti kapítuli:
Hvernig förum við með þessi gögn ? Hver tekur af skarið með það hvaða slóðir séu þarfar og hverjar beinlínis til skaða ?
Eða eins og Einar segir hér á undan: … ?merkjum þær slóðir sem við teljum rétt að verði farnar?.Hverjir erum ?við?, sem tökum þetta úrskurðarvald í eigin hendur ?
Tæpast er það okkar einna í F-4×4, jafnvel þótt sumum þyki sem opinberir aðilar hafi ekki hafa staðið sína plikt sem skyldi.Fyrr í spjallinu hefur m.a. verið getið um tilvist vafasamra slóða.
Hvernig verður þetta gert vitlega og með lýðræðislegum hætti ?
03.06.2003 at 16:09 #473836Tek undir með þeim sem sagt hafa hér að framan að það sé brýnt af okkur að taka frumkvæðið. Það virðist svo að annaðhvort nenni aðrir því ekki eða kinoki sér við að taka frumkvæðið. Þótt við komum ekki öllum okkar áhugamálum á kortið, þá er mikilvægt að það sem fer inn verði sem mest af því sem okkur finnst eigi þarna heima.
Ég hef sjálfur lagt hönd á plóg við stikun leiða, bæði á vegum Ferðafélagsins, 4×4 deildarinnar hér og einnig voru björgunarsveitarmenn með visst átak í þessu efni á þeim árum sem ég fékk að taka þátt í þeirra starfi. Björgunarsveitirnar hér í Skagafirði og Húnavatnssýslum stikuðu t.d. fyrir hálfum öðrum áratug eða svo leiðina frá Ingólfsskála vestur um að vaðinu á Blöndu austan Rjúpnafells. Þetta var ekki vanþörf á að gera, því nokkuð mikið var um að menn álpuðust út um allar trissur þarna, því leiðin var á þeim tíma fremur sjaldan farin og margar villuslóðir að auki eftir gangnamenn. Nú er alllangt um liðið síðan ég hef farið þetta öðru vísi en á snjó og veit því ekki í hvaða ástandi þessar stikur eru, en óttast að þær hafi gengið úr sér og þessu frumkvæði hafi ekki verið fylgt eftir með viðhaldi. Gallinn er sá, að einmitt þetta, sem ég minnist þarna á, allskyns aukaslóðir eftir gangnamenn, eru talsverður orsakavaldur í þessu efni öllu. Gangnamenn telja sig nefnilega ekki vera selda undir nein lög önnur en þau, sem þeir sjálfir setja. Svo elta allskyns aular þessar slóðir og síðan hver eftir öðrum. Ekki eru erlendu ferðamennirnir barnanna bestir í þeim efnum, enda þeim vorkunn. Við þurfum því að fylgja þessu máli eftir og það fast, svo hægt sé að gefa út kort með leyfðum leiðum, sem hægt er svo að sjá til þess að þeir sem koma akandi með ferjunni fái í hendur og geti þá ekki borið fyrir sig ókunnugleika.
kv.
Þorkell G.
03.06.2003 at 17:14 #473838Ég sé það fyrir mér að félagar í 4×4, t.d. umhverfisnefnd, merki þær slóðir sem þeim finnst þörf á að merkja. Það þýðir ekki að aðrir aðilar geti ekki gert slíkt hið sama, t.d. gangnamenn. Þetta er ekki endanlegt verkefni, viðmiðanir sem stuðst er við þegar slóðir eru valdar til merkingar, eða til þess að fjarlæga merkingar, munu verða í stöðugri þróun. Því er ekki, og verður ekki, til endanleg skilgreining á slóð, eins og Björn Þorri var e.t.v að auglýsa eftir.
Hugsanlega verður til eitthver aðili sem fær það hlutverk að samræma þetta starf, en það er ekki nauðsynlegt að bíða eftir því. Þegar farið hefur verið í stikuferðir hefur ekki verið spurt leyfis til að stika tiltekna leið.
Einar Kjartansson
07.06.2003 at 12:37 #473840Sælir félagar.
Ég er alveg sammála því að stikun slóða og reyndar einnig merkingar inná kort er góð aðferð til að varðveita leiðir. Ég held samt að einhverskonar vitræn skilgreining í þessu efni sé bráðnauðsynleg, þar sem við vitum að það eru átök og andstæð sjónarmið uppi varðandi þessi mál. Ég er hins vegar sammála Einari um að seint munu allir sammála slíkri skilgreiningu og auðvitað kann hún að breytast í áranna rás. Það væri þó klárlega jákvætt innlegg í þessa umræðu að fyrir lægi vitræn almenn skilgreining, þannig að úrtölumenn og þeir sem vilja helst láta loka meira og minna öllum slóðum á hálendinu, sjái að okkar hugmynd í málinu byggist á ígrundaðri og ábyrgri skilgreiningu.
Ef menn hirða ekki um að koma slíku á blað en drífa sig bara með kerrur fullar af stikum á fjöll, þá er hættan einfaldlega sú að andstæðingarnir útbúi sig á sama hátt, nema að þeir færu þá með tómar kerrur en kæmu með þær fullar til baka… Það mætti meira að segja sjá fyrir sér að umhverfisnefndin færi þá í ferðir til að taka niður stikur sem einhverjir sem okkur þættu óábyrgir í þessum efnum hefðu komið fyrir (hefðu t.d. stikað villuslóð eftir einn bíl um mýrlendi).
Ég held að "bókvitið" verði nefnilega að einhverju leyti "í askana látið" í þessu efni.
Ferðakveðja,
BÞV
10.06.2003 at 12:26 #473842
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er farinn að sjá fyrir mér að við verðum að fara að vígbúast í þessu slóðastríði þar sem barist verður af hörku með stikur að vopni! Það kemur mér reyndar alltaf á óvart hvað menn eru í slæmum "félagssköpum" utan félagsins, því persónulega þekki ég lítt til þeirra jeppamannaandstæðinga sem ég sé víða vitnað til. Ekki nema einstaka sinnum að ég heyri jeppamenn gagnrýnda fyrir glæfralegan akstur ef menn hafa lent í að mæta 4 Patrollum eða Krúserum af fullri stærð á mjóum malarvegi á 110 eða séð þá svína illilega hér í umferðinni í bænum. Jú og svo þessi klassíski söngur þegar menn lenda í einhverju óláni og slæmu veðri, en sem betur fer gefst jeppamönnum oftast gæfa til að bjarga sér á eigin kostnað. En þessi vanþekking mín á hugarheim andstæðinganna stafar ugglaust af því að ég umgengst lítið hörðustu kverúlantanna og þekki lítt til hinna sönnu "innivistarmanna"
En þetta er aukaatriði. Ef við teflum fram slíkri skilgreiningu á slóð sem hugsanlega yrði notuð til viðmiðunar við skilgreiningu í lögum (sem hlýtur að vera fullnaðarsigur), þá þarf hún að vera býsna vel útfærð. Það væri verra ef við töpum út skemmtilegum og góðum og gildum leiðum af því við skilgreindum þær sjálf út, þ.e. þær uppfylla ekki skilyrðin sem við settum. Jón Snæland var með ágætt innlegg hérna að ofan þ.e. að slóð sé "stytting milli staða, eða að náttúruperlum, línuvegir, smalaleiðir, veiðileiðir eða gamlar þjóðleiðir". Hægt væri að hugsa sér upphaf skilgreiningarinnar eitthvað í þessa vegu, hljómar hreint ekki illa, en þá vaknar spurningin hvort allar slóðir sem við viljum varðveita séu örugglega eitthvað af þessu. Síðan kæmu væntanlega einhver nánari skilyrði. Setjum við t.d. það fram sem skilyrði að það séu greinileg hjólför sem hægt er að fylgja? Þá er gamla Gæsavatnaleiðin úti (og fleiri góðar leiðir) þar sem maður er á kafla einfaldlega að finna færa leið í grjótinu á milli stika. Og þegar tekið hefur verið tillit til allra hugsanlegra leiða sem við viljum halda inni þynnist skilgreiningin út. Skotheld og góð slóðaskilgreining gæti örugglega verið gagnlegt hjálpartæki bæði fyrir okkur og náttúruverndaryfirvöld sem þurfa stundum að stoppa nýmyndun slóða á viðkvæmum stöðum, en mér sýnist þetta vera afskaplega vandasamt og varasamt og svona skilgreining þyrfti að vera "raunveruleikaprófuð" í langan tíma áður en hún yrði sett fram (s.s. við þyrftum að gefa okkur langan tíma í að bera hana saman við raunveruleikann). Ég er í sjálfu sér ekki að segja að þetta sé ekki hægt, en ef við viljum ekki að þetta frumkvæði snúist í höndunum á okkur en sé samt að gera eitthvað gagn, þarf textinn að vera snilldarvel útfærður.
Kv – Skúli H. Skúlason
10.06.2003 at 13:23 #473844Góð og málefnaleg skrif hjá ykkur Skúli og BÞV. Nú dettur manni í hug – kannski of lítið hugsað – að fyrir haustfundinn í Setrinu verði allar deildir skikkaðar til að koma með örstutta lýsingu á þeim slóðum, sem þeir vilja halda til haga. Ekki hvað síst eigi þetta við þær landsbyggðardeildir, sem hafa skilgreind félagssvæði. Það er nú reyndar svo, að oft þekkja ferðalangar af höfuðborgarsvæðinu þessi svokölluðu heimasvæði betur en þeir sem búa á landsbyggðinni, og því brýnt, að móðurfélagið komi með þær skilgreiningar, sem eru þeim ofarlega í huga. Gott væri ef menn kæmu sér saman um þarna á þessum landsfundi (nú er eins og maður sé að tala um stjórnmálaflokk) heildstæða tillögu um þessi mál, sem eru greinilega bæði aktuelt mál að leysa og kannski of high importance fyrir framtíðina. Skilgreining slóða? Ein tillaga til þessa að tæta í sig: "Leið, sem notuð hefur verið til að komast milli áfangastaða eða að áhugaverðum áfangastöðum ferðafólks (sem endastöð.) Einnig leiðir, sem tengja saman aðrar slóðir. Þó skal þess jafnan gætt, að slíkar ferðaleiðir takmarki ekki aðgang að náttúruperlum eða öðrum áhugaverðum stöðum, né heldur valdi skaða á slíkum stöðum. Forðast skal að leggja eða halda við slíkum slóðum þar sem verulegar líkur eru á að náttúruspjöll verði af eða tjón á vatnsbólum, gróðri eða öðrum náttúruauðlindum. Hjá Vegagerð Ríkisins skal varðveittur gagnagrunnur um slíkar viðurkenndar ferðaleiðir. Sameiginleg fimm manna nefnd, skipuð einum nefndarmanni tilnefndum af hverjum aðila, skilgreini nýjar leiðir eða felli út eldri og viðhaldi gagnagrunninum á árlegum fundi. Nefndina skipi einn fulltrúi frá Ferðafélagi Íslands og Útivist sameiginlega, einn frá ferðaklúbbunum 4×4 og LÍV sameiginlega, einn frá samtökum ferðaþjónustunnar og tveir frá Umhverfisstofu."
10.06.2003 at 13:26 #473846Líklega var það fljótfærni af mér að hafa fulltrúana tvo frá UST, Vegagerðin ætti að vera með þann fimmta og hann þá formaður.
kv.
10.06.2003 at 17:27 #473848
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Vilja menn fá yfir sig slóðanefnd hins opinbera? Kannski er þetta skynsamleg hugmynd, en hún virkar samt svolítið ógnvekjandi í fyrstu sýn. Við erum þegar komin með góða byrjun í slóðagagnagrunn, nú þarf bara að gera hann aðgengilegan og mjög góð hugmynd að landhlutadeildirnar yfirfari hann fyrir sitt svæði. Sumstaðar má efalaust grisja og annars staðar bæta við. En það er auðvitað rétt að svona grunnur þarf að vera í sífelldri endurskoðun og kannski er opinber nefnd ekki verri til þess en hvað annað. En það virðist alveg klárt að frelsið er meira eins og málum háttar í dag heldur en ef við neglum þetta svona niður, þ.e. reglugerðin segir aðeins að óleyfilegt sé að aka utan vega og merktra slóða þar sem náttúruspjöll geta hlotist af.
Kv – Skúli H. Skúlason
10.06.2003 at 18:01 #473850Sælir félagar.
Það er alls ekki svo að við eigum að grínast neitt með það eða að vera hrædd við að játa þeirri staðreynd, að það hefur verið, er og verður barátta að fá að aka bílum um óbyggðir þessa lands, hvort heldur sem er að sumri eða vetri. Einmitt þess vegna er stöðugur áróður og málefnaleg umræða nauðsynleg til að tryggja og varðveita þann rétt sem við höfum. Auðvitað þurfum við jeppamenn svo að standa undir því frelsi og þeim heimildum sem við höfum og gæta okkar á því að ganga þannig um landið á ferðum okkar að ekki sjáist nein sérstök ummerki eftir okkur. Ferðaklúbburinn 4×4 hefur haldið uppi öflugum áróðri gegn utanvegaakstri og náð miklum árangri, enda heyrir slíkt tiltæki til algerra undantekninga nú, þrátt fyrir gríðarlega fjölgun jeppa á síðustu árum.
Við erum ekki að "búa okkur til óvini" í þessu efni Skúli, þeir sjá alveg um það sjálfir. Ég lít ekki á þetta sem drullukast milli tveggja andstæðra fylkinga. Þessi barátta og átök eru eifaldlega eðlileg, enda byggja þeir sem vilja banna akstur sem víðast á nákvæmlega sömu rökum og sjónarmiðum og við sjálf, þ.e. því að það þurfi að vernda landið og gæta þess að spilla ekki náttúrunni. Þetta er bara spurning um það hve langt við viljum ganga í þeirri viðleitni okkar.
Mér finnst stundum að sumir átti sig ekki á því að þau réttindi sem við búum við í dag eru ekki sjálfgefin. Það kostaði þá sem á undan fóru mikla baráttu, blóð, svita og tár að fá að breyta jeppum. Það kostaði líka mikla vinnu og marga fundi, greinargerðir, útskýringar og röksemdir að fá að aka á snævi þakinni jörð. Með því að gera lítið úr nauðsyn þess að "vera á tánum" í þessu efni, finnst mér að varðliðar okkar séu svolítið að sofa á verðinum.
Náttúruverndarsinnar, hverjir eru það? Ég held að allir hugsandi menn séu náttúruverndarsinnar. Það sem skilur á milli áherslna er í megindráttum ástríða manna og sú markalína sem þeir draga varðandi það hve langt á að ganga í verndun náttúrunnar. Jeppamenn eru náttúruverndarsinnar og koma fram sem slíkir, bæði í umræðu og umgengni við landið. Öfgar og öfgahugmyndir í þessu efni eru óheppilegar og ekki líklegar til að skapa sátt.
Ferðakveðja,
BÞV
10.06.2003 at 20:48 #473852Ég get ekki sagt að ég sé alveg sáttur við hugmyndir Ólsarans, og þá vegna þess að mér þykir svolítið valtað yfir þá sem standa í slóða ferlun, skálaskráningu, punktasöfnum, kortagerð og fleiru slíku tengdu, og þá hvernig, jú td með hugmyndum þínum um slóðaráðstefnu á landsfundinum í Setrinu, margir af okkar helstu sérfræðingum í slóðamálum eru ekki gjaldgengir á landsfundinn, einfaldlega vegna þess að þeir eru ekki í stjórnum eða nefndum klúbbsins. Og því vil ég í því sambandi nefna menn sem Gísla Ólaf Pétursson eða Sverri Kr Bjarnarsson og fleiri og fleiri. Einnig finns mér sem menn haldi að ekkert sé verið að gera í þessum málum. En því vil ég enn benda á Ferilsöfnum Bessa og einnig það að ferlun er ekki eingöngu það að hafa kveikt á tölfuni heldur fylgir þessu oft skýrslugerð um viðkomandi slóð td um það hvort viðkomandi ökumanni þyki slóðinn þjóni einhverjum tilgangi, hverskonar undirlagi sé ekið á, hvaða tíma árs sé ekið ofl í þeim dúr. Síðan fara ferlarnir til Hans í Hnit og eru setti á kort og síðan niður í Mál Menningu þar sem við prófarkar lesum kortið, bætum inn skálum og merkjum þá með nafni og GPS punti, fjölgum vaðamerkingum og síðan er settir inn GPS punktar á óljós gatnamót á hálendinu. Einnig þjónar það vissum tilgangi að koma þessum leiðum í bók, og eru komnar 82 leiðir í hana, en misjafnlega merkilegar að sjálfsögðu einsog gengur. En hluti af tilganginum var að reina að festa leiðarnar í sessi. En sóðar á íslandi skipta að vísu þúsundum ef öll hjólför eru talinn. Ég held að farið hafi verið varlega í því að setja leiðirnar á kort og leiðirnar hafi flestar tilgang, semsagt séu til þess gerðar að tengja saman landshluta, leiðir að markverðum stöðum, leiðir séu gamlar þjóðleiðir, leiðirnar eru einnig sögufrægar einhverra hluta vegna. Að framansögðu finnst mér ekki hægt að henda þeim út í horn sem hafa verið að vinna í þessum málum og setja inn nýtt lið.
Það er búið að reina þessa aðferð í Póllandi, þar skiptist Soledarnos og harðlínu vinstrimenn á að stjórna til skiptis, byggja upp, rífa niður, byggja upp, rífa niður. Þess vegna þurfum við að styrkja þá sem fyrir eru og samhæfa krafta okkar og þá sérilægi
Fá landsbyggðardeildirnar til þess að taka meiri þátt í svona vinnu, en því miður er mjög erfitt að afla sér upplýsingar um slóðir frá heimamönnum því þeir líta oft á þær sem einka eign. Nóg í bili enda orðinn langorður sem fleiri og gleymdi því að spurningin var hvað er slóði ? ( hef ekki hugmynd um það ) .Slóðríkur.
10.06.2003 at 22:28 #473854Sælir félagar.
Margt af því sem fram er komið í þessum þræði er á þann veg, að upphafsspurningin hefur vakið menn til umhugsunar, enda var það jú tilgangurinn.
Ég tek undir með Jóni Snæland, ef menn ætla að fara að ræða um hluti eins og þetta á fundi/fundum, þá verður að tryggja að þeir menn sem hafa látið þessa hluti sig hvað mest verða að vera þar, til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, bæði hvað varðar skilgreiningar, hugmyndir og einstakar leiðir.
Annars sakna ég þess að sjá ekki komment frá "frumherjunum" og eldri félögum í þessu sporti hér á þessum þræði eins og t.d. Birgi Brynjólfssyni (stofnfélagi, súper-náttúruverndarmaður fram í fingurgóma og þrautreyndur jeppamaður), Árna Brynjólfssyni, Ólafi Ólafssyni, Friðriki Halldórssyni, Oddi Einarssyni, Sigurgeir Þórarinssyni, Þórarni Guðmundssyni, Kristínum Jónsdætrum, Vilhjálmi Frey Jónssyni, Snorra Ingimarssyni, Sigþóri Karlssyni, Edvald Geirssyni, meira frá Sigurði Helgasyni o.fl. o.fl. o.fl. (þetta er sko langt langt frá því að vera tæmandi…). Þetta er allt hugsandi fólk og hefur klárlega velt þessum málum fyrir sér.
Ég ítreka aftur að ég fellst fullkomlega á þau sjónarmið að við munum seint ná að setja saman skilgreiningu sem allir eru sammála um og lifa mun um ókomna tíð. Umræðu er samt þörf!
Að lokum lýsi ég því yfir með Jóni Snæland, að hann veit sko ekkert hvað fellst í slóðahugtakinu… 😉
Ferðakveðja,
BÞV
10.06.2003 at 22:32 #473856Gleymdi líka að nefna til sögunnar Hlyn Snæland (og reyndar marga fleiri), en hann þekkir sem LANGFERÐABÍLSTJÓRI bæði á Vatnajökli og víðar…, sjónarmið jeppamanna, túrista og leiðsögumanna. Hvar ertu Hlynur???
10.06.2003 at 23:11 #473858Hvað segir BÞV um skilgreiningu OGUD á slóð, ef hægt væri að fínpússa þá skilgreiningu, þá værum við í góðum málum.
Og hvað þarf til, til þess að myndist "hefð" eða er það kannski breytilegt eftir því hvað um er að ræða hverju sinni ?. Ég vildi ekki byrja á lengri upptalningu á Slóðríkum mönnum en ég er sammála þér að þeir eru margir í 4×4 sem búa yfir mikilli þekkingu á hálendinu, og Hlynur er einskonar endurfæddur Vatna-Brandur þrátt fyrir að Brandur sé ekki allur.
11.06.2003 at 00:27 #473860Sælir.
Skilgreining Ólafs Guðgeirssonar á slóð/slóða er að mínu viti mjög góð tillaga í þessu efni, enda maðurinn bráðskarpur og tölvugúrú að auki! Ég sá reyndar spurningu hans til mín um daginn, en ætlaði að sjá hvaða tillögur kæmu áður en ég færi að þreyta menn um of með skrifum mínum, svo gleymdi ég því…
Almennt eru menn 20 ár skv. lögum að vinna hefð yfir fasteign, hvort sem um er að ræða eignarrétt eða nýtingarrétt (land er fasteign í skilningi laganna) og hér erum við væntanlega að tala um nýtingarrétt, þ.e. umferðarrétt. Svo eru ýmis önnur skilyrði þess að hefð geti unnist, s.s. að nýtingin sé fyrir allra augum (almennt þekkt), látin átölulaus af hefðarþola (landeiganda eða öðrum þeim sem hefur með forsjá landsins að gera) og óslitin (þ.e. samfelld nýting).
Nú svo er spurning hvort menn eru endilega að skírskota til hugtaksins "hefð" í þessari merkingu eða hvort ekki væri rétt að álykta sem svo að t.d. 5 – 10 eða 15 ára nýting með þessum hætti væri "hefð" skv. skilgreiningu Ólafs.
Hefðar-ferðakveðja,
BÞV
11.06.2003 at 06:24 #473862Ég held nú að Jón Snæland hafi verið að misskilja mig illilega, ef hann hefur skilið mitt innslag þannig að ég væri að gera lítið úr því, sem gert hefur verið í ferlun og skráningu slóða, síður en svo. Það hlýtur þá að liggja í því að ég hafi ekki orðað mitt mál nógu greinilega, nema þarna komi til árátta sumra manna að búa sér til óvini, sem ég vona satt að segja að komi ekki þarna við sögu. Mín hugmynd, sem ég hugsaði nú bara sem hugmynd og vinkil á málið, byggir einmitt á því að í einhvern opinberlega skráðan gagnagrunn sé safnað því sem til er og skráð. Hitt er kannski sjónarmiðið, sem ég var að skírskota til að það er ekki nóg að einhver einstaklingur, hversu vandaður og góður sem hann er, skrái slóðirnar, heldur þarf að fá einhverja viðurkenningu og staðfestingu á tilvistarrétti þeirra. Til þess þarf apparat, sem allir taki mark á. En BÞV, hvað ertu að kvarta yfir því að "gömlu mennirnir" komi ekki hér við sögu? Við Biggi Brynjólfs erum nú jafnaldrar og höfum líklega báðir byrjað að jeppast (opinberlega, óopinberlega báðir eitthvað fyrr!) árið 1958 "and still going strong" eins og Jón á röltinu!
11.06.2003 at 09:19 #473864Sæll ólsarinn.
Ég nefndi þig nú ekki til sögunnar, þar sem þú hefur góðu heilli tekið virkan þátt í umræðunni. Mér finnst hins vegar vanta að heyra meira frá ykkur sem eldri eruð og þekkið "tímana tvenna" í þessum málum. Við hinir sem yngri erum (ég byrjaði í þessu um 1990) þekkjum lítt til þess ástands sem var uppi fyrir daga Ferðaklúbbsins, þó hann sé nú ekki nema rétt 20 ára í ár!
Ég hef t.d. haft mjög gaman af því að heyra frá Snorra Ingimarssyni af öllu því stappi og málavafstri sem þurfti til að fá heimild til að breyta bílum á níunda áratug síðustu aldar. Það gerðist sko langt í frá af sjálfu sér!
Ferðakveðja í Skagafjörðinn,
BÞV
11.06.2003 at 23:12 #473866Þetta er nú hin besta lesning þessi þráður og allir eru nú sammála um það að við verðum að standa á okkar hlut þegar kemur að því að láta ekki loka á alla slóða sem menn hafa verið að keyra geggnum árin. Mjög fróðlegt er að lesa bækur frumkvöðlanna sem voru fyrstir til að fara á bílum um hálendið og oft voru menn að elta gamlar þjóðleiðir eða voru bara að prufa hvað þeir kæmust langt en í öllu falli virðist könnunaráráttan hafa verið nokkuð sterk hjá þessum mönnum sem fyrstir fóru á bílum á fjöll. Ef menn vilja kynna sér þessar bækur mæli ég með þessum. Hálendið heillar eftir Loft Guðmundsson, Áfram sköltir hann þó… sem er ævisaga Páls Arasonar, Vadd´útí sem er ævisaga Sigurjóns Rist Vatnabrandur sem er ævisaga Vatna Brands, Hrakningar og heiðarvegir öll bindin eftir Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson og árbækur ferðafélagsins en sérstaklega þær eldri því þá var venjulega öllum slóðum lýst sem til voru á þeim svæðum sem voru til umfjöllunar. Ekki má heldur gleima Öræfaleiðum sem Sigurjón Rist skráði og lýsti öllum helstu fjallaslóðum en þær má skoða á heimasíðu Gísla góp-ara.
Ef maður horfir á vegi og slóðir á hálendinu þá er ferðaþjónustan að kalla eftir betri vegum enda hefur mynstur ferðamanna breyst mikið á seinustu tuttugu- þrjátíu árum, þegar flestir ferðamenn komu 14 til 20 daga ferðir sem flestar voru fjallaferðir með tjaldgistingu en núna eru styttri hringferðir með góðri hótelgistingu það sem virðist ganga helst í sumarleyfisfarþega eða bílaleigubíll og ekki eru þeir til stórræða í torfærum slóðum. Það er nokkuð ljóst að með betri vegum verður aukin umferð eins og best sést á Kjalvegi en þar er maður kannski að mæta tíu Toyotu Yaris bílaleigubílum sem hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum.
Fyrir mína parta finnst mér öfgar hjá sumum sem vinna við landvörslu og skálavörslu vera komnir út fyrir allt velsæmi og þegar þetta fólk er farið að loka slóðum upp á sitt eindæmi og jafnvel taka niður skilti er manni nóg boðið.
Það verður nú alltaf eitthvað til af fólki sem kemur til að upplifa algjöra kyrrð og það er nóg pláss á landinu fyrir þetta fólk sem vill bara arka um með bakpoka eða hjóla um og borða pasta sem það tekur með að heiman og vill helst ekki eyða nokkurri krónu á landinu. Síðan skammast þetta fólk yfir rykinu sem kemur af bílum þegar það er að hjóla eða ganga á vegunum sem eru lagðir fyrir bensíngjald og þungaskatt sem bifreiðaeigendur borga og helst vill þetta fólk banna alla umferð bíla á hálendinu.Nenni ekki að pikka lengur
Hlynur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.