Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Hvað er slóði?
This topic contains 46 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 21 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.05.2003 at 08:32 #192615
Sælir félagar.
Mér datt í hug að velta þessu upp á spjallinu og sjá hvort menn hafa skoðun á þessu máli, sem kannski virðist ekki skipta miklu máli við fyrstu sýn, en er þó að sumu leiti grundvallaratriði þegar betur er að gáð.
„Hvað er slóði?“ Er kominn slóði þegar bíll hefur ekið um landið einu sinni – tíu sinnum – hundrað eða þúsund sinnum? Skiptir það kannski engu máli? Þarf leiðin að hafa verið ekin um tiltekið tímabil, t.d. 10 ár? Þarf hún að vera ákveðið greinileg/sýnileg? Þarf hún að vera til á korti? Þarf hún að vera stikuð? Skiptir kannski ekkert af ofangreindu máli ef slóð/för liggja á svo kjánalegum stað að aldrei verði hægt að samþykkja það sem slóða af náttúruverndar sjónarmiðum? (t.d. um mýrar eða votlendi eða hjá eða á náttúruperlum)
Þetta er praktískt mál, þar sem til er fólk sem leggur ofuráherslu á að loka slóðum/förum/leiðum sem áður hafa verið eknir (sem kann að vera réttlætanlegt í ákveðnum tilfellum) og ég tel það mikið hagsmunamál fyrir okkur að marka leiðina um það hvað sé rétt og eðlilegt í þeim efnum.
Lífleg og málefnaleg umræða um þetta kynni að verða stjórn og umhverfisnefnd innblástur í þessu máli.
Ferðakveðja,
BÞV
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.05.2003 at 09:42 #473788
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Spurningin um hvað er slóði og hvað er ekki slóði hefur plagað okkur jeppamenn í talsverðan tíma, án þess að okkur hafi tekist að koma saman skilgreiningu á þessu. Ég held að það væri verðugt verkefni fyrir okkur að koma þessari skilgreiningu á hreint og beita okkur svo fyrir því að slóðar verði nafgreindir, merktir og kortlagðir til að tryggt sé að þeim verði ekki lokað af þeim sem hvergi vilja sjá jeppa.
Ég man eftir umræðum um þetta málefni innan nefndar sem einu sinni var til á vegum klúbbsins og kölluð var Skipulagsnefnd. Nefndin átti að fjalla um skipulagsmál á hálendinu og áhrif þess á frjálsa ferðamennsku, en lognaðist útaf bæði vegna þess að sumum fannst verksviðið skarast eitthvað við verksvið Umhverfisnefndar en þó frekar vegna þess að tveir okkar sem þarna áttum að starfa stóðum í húsbyggingum……
Þetta myndi hafa verið 1994 eða 1995 ef ég man rétt.Það er spurning hvort ekki væri tilefni til að taka upp að minnsta kosti hluta af því starfi sem þarna fór lítillega af stað með það að markmiði að skilgreina hvað er slóði og koma upp áætlun um hvernig klúbburinn stuðlar að því að slóðar haldist opnir.
Amerískar bensínkveðjur
Ólafur
29.05.2003 at 10:29 #473790Þessu verður ekki auðsvarað en ef ég á að segja mitt álit á þessu að þá mundi ég telja slóða vera veg sem keyrður hefur verið það mikið að varanlegur skaði hefur orðið á landinu t.d. ef það margir hafa keyrt "slóðann" að ekki er lengur gras í hjólförunum (þar sem gras er) þá mundi ég telja þann veg vera slóða þ.e. ef að þessi tiltekni slóði leiðir eitthvert t.d. á stað sem enginn vegur liggur að en er ekki bara tætingur út í loftið. Slóðar sem er greinilega búið að keyra nokkrum sinnum en ekki það mikið að gras og mosi hafa rifnað upp tel ég ekki vera slóða og ég mundi ekki fást til að keyra svoleiðis slóða…
Ég gæti aldrei talið slóða vera hjólför sem liggja upp á Dímon eða eitthvað slíkt þó að þar sé kominn varanlegur skaði, svoleiðis hjólför eru hrein og bein eyðilegging á landinu og ætti frekar að reyna að græða upp. Ef mönnum langar upp á Dímon geta þeir bara labbað þangað.
úff það er erfitt að koma þessu frá sér, maður lendir í öfugmælum við sjálfann sig.
jæja ég ætla að hugsa þetta aðeins betur
kveðja
Axel Sig…
29.05.2003 at 10:56 #473792Í flestur tilfellum eru slóðar lagðar í einhverjum tilgangi, td stytting milli staða, eða að náttúru perlum, línuvegir, smalaleiðir, veiðileiðir eða gamlar þjóðleiðir. Á þessari upptalningu má sjá að það eru sennilega mörg sjónarmið á því hvað sé slóð.
Því ekki er vist að bændur, hestamenn, veiðimenn og borgarbörn af malbikinu leggi sömu merkinguna í það.
Einn flokkur þessara slóða eru gamlar þjóðleiðir sem myndast hafa í aldanna rás, af göngufólki, hestum síðan kerrum og að lokum bílum, kannski má segja að slík slóð sé ?slóð? og þá vegi kannski ekki eins þungt hversu greinileg hún sé.Í öðrum flokki eru sögulegar leiðir og má þá kannski nefna leiðina um Áfangagil sem dæmi, en hún var notuð til þess að komast í Fiskivötn um Bjalla vað og síðar kom leiðin um Hófsvað sem einnig þykir söguleg hjá áhugamönnum um upphaf fjallaferða, Þessar leiðir eru í þannig landslagi að þær nánast hverfa að vetri. Og ekki er hægt að láta slíkar slóðir gjalda fyrir það hversu illgreinarlegar þær séu. Undir þennan flokk mætti setja fjöldann alla af leiðum svo sem Bárðargötu, Vatnahjallaleið, ofl ofl.
Um það hvort leið sé kominn á kort eður ei, þá þykir mér það nokkuð léttvægt vegna þess að margar leiðir hafa horfið af kortum Landmælinga eingöngu vegna þess að einhver bóndinn, þjóðgarðsvörðurinn, landvörður eða skálaeigandinn hefur farið að væla yfir einhverjum slóðanum, og hafa þessir slóðar þá einfaldlega verið strikaðir út í næstu prentun.
PS Samkvæmt Íslensku orðabókinni er sá maður SLÓÐI sem lítt fer á fjöll, og haft er eftir konu austan af landi, að Hún hafi í sínu ungdæmi heyrt slíka menn kallaða Þorra. ( tilvitnun líkur).
Jón Snæland.
29.05.2003 at 11:43 #473794Menn eru svo snöggir að svar og koma með komennt , að ég tók ekki eftir pistlunum frá Muffin og OGUD. En varðandi vangaveltur Ogud þá er reyndar verið að vinna í kortagerð á hálendinu. Er Það Mál og Menning, Hnit þar sem Hans H Hansen fer fremstur í flokki, og umhverfisnefnd 4×4 þar sem Bessi Aðalsteinsson hefur haldið utanum leiðarferla og hefur fjöldinn allur af félögum 4×4 lagt þessu lið kortið mun síðan koma út í júní. Á kortinu er fjöldinn allur af ný ferluðum leiðum sem ekki hafa verið á kortum áður en hafa verið þekktar af jeppamönnum um langt skeið. Einnig er að koma út ný hálendisbók í júní þar sem lögð hefur verið áhersla á að gefa nafnlausum leiðum nafn eða festa þau í sessi sem notuð hafa verið af Sverri Kr Bjarnasyni í hans punktasafni.
Muffin Ekki get ég verið alveg samála þér með það að ef kominn sé einhver gróður í hjólförin, að þá megi ekki aka þær. Það eru til svo margar fá farnar slóðir sem gleymast kannski í 1-2 ár og gróa þá upp. En samála er ég þér í því að ekki eigi að aka óvarlega um ýmsar náttúru perlur, en við skulum ekki gleyma þeim heldur sem ekki geta gengið langt því það fólk hlýtur að eiga sinn rétt á að njóta landsins, rétt einsog við hin.Jón Snæland.
29.05.2003 at 13:45 #473796ok smá misskilningur á ferðinni en réttum úr því, mín ábending var með fjallið eða hólinn Dímon sem stendur við Gjábakkaveg, finnst þér í alvöru Jón að bara þó að einhver komist ekki alveg ferða sinna fótgangandi þangað upp að þá eigi bara að fá sér willys með 350 og tæta upp á hólinn… og skemma þar með í leiðinni hólinn. en minni á að mitt dæmi átti bara við um Dímon, það er pottþétt að það er hægt að finna aðra staði þar sem hægt er að réttlæta þetta… en í þessu ákveðna dæmi sé ég ekki réttlætingu fyrir því.
kveðja Axel Sig…
29.05.2003 at 14:28 #473798Nei ér er samála þér Muffin, ég á ekki við að mér fynnist það í lagi að spóla og spæna hvar sem er. En ég var meira að hugsa um staði sem Öskjuvatn og fleiri slíka staði þar sem er langur gangur að ýmsum náttúruperlum, þar mætti kannski gera aðgengið betra. Og einnig átti ég við ýmsa slóða sem hefur verið lokað svo sem slóð inn í Hvergil og Biskpaleið sem dæmi. Því við meigum ekki gleyma því að það er bara lítil hluti þjóðarinnar sem getur vaðið á og klifið fjöll.
Jón Snæland.
29.05.2003 at 15:02 #473800þá erum við sammála.
kveðja Axel Sig…
29.05.2003 at 17:40 #473802
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er rétt sem segir að ofan að það er auðvelt að komast í þversögn við sjálfan sig í tilraun til að skilgreina slóða. Ég legg til að við horfum ekki á slóða eingöngu sem bílveg, hér getur líka verið um að ræða gönguslóða eða reiðslóða.
Eftirfarandi skilgreining gæti verið eitthvað til að byggja á: "Slóði er leið sem hefð er fyrir að sé notuð af gangandi, ríðandi eða akandi ferðafólki."
Svo má velta fyrir sér hvað þurfi til að hefð hafi myndast; er nóg að bóndinn á næsta bæ hafi farið þessa leið tvisvar á ári frá aldamótum eða hvað þarf til? Það er sem sé ekki slóð, samkvæmt þessari skilgreiningu, ef einn af okkur jeppaköllum tætir uppá hól og býr til för – það myndu vera náttúruspjöll. Ef hins vegar jeppamenn, bændur eða aðrir hafa farið ákveðna leið til dæmis frá þjóðvegi og að skipsflaki í fjöruborðinu í þeim tilgangi að skoða flakið, þá væri komin hefð og bæri að merkja slóðann, stika og kortleggja.
Hvað segja menn um þetta, er þetta byrjun á skilgreiningu? Hvað segir Björn Þorri, er þetta eitthvað sem gæti haldið gagnvart lagabókstaf?
Óli G.
30.05.2003 at 04:30 #473804Sælir lesendur! Þetta er góð umræða og að mörgu leiti mjög snúin. Að framanverðu hafa komið fram mjög góðir punktar um þetta mál og hafa þeir vissulega vakið mann til umhugsunnar.
Ég held að ekki komist nein einhlít skilgreining á orðinu "SLÓÐI". Það er svo margbreytilega túlkað og eins og fleiri orð í íslensku með margræða merkingu.
Einn slóða stikaði umhverfisnefnd ásamt góðu föruneyti í fyrra sem lengi þurfti að leita að, en var til í hugskoti nokkurra okkar. Eins hef ég keyrt slóða sem kom undan vatni þegar minnkaði í Kleifarvatni fyrir tveim árum síðan, en sá slóði er austanmeginn við vatnið og er ekki uppúr lengur að ég held.
Í mínu hugskoti er því "slóði", og þá er ég að tala í merkingunni vegur, greinileg för/leið sem er ekki almennt notaður, en er markaður í landið samt sem áður.
Til útskýringar eru t.a.m. til illfærir jeppavegir, kinda- og göngugötur ofl. sem ekki myndu teljast sem slóðar.
Réttmæti margra slóðanna er stórt spurningarmerki en það er efni í annan þráð. Hefðarspursmálið er mjög teygjanlegt og líka efni í annan þráð.
Engann slóðaskap hér takk fyrir.
Bestu kveðjur
Magnús
R-2136
30.05.2003 at 15:17 #473806
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef ferðast um slóða þessa lands nokkuð samfellt í tuttugu ár og velt þessari spurningu fyrir mér nú í seinni tíð, en hef ekkert einfalt svar fundið. Mest hefur maður verið að ferðast um sömu slóðana aftur og aftur, en alltaf sperrt eyrun þegar fréttist af nýjum slóða til að kanna og þá er þessi spurning áleytin.
Í gegnum tíðina hefur maður reynt að meta aðstæður með tilliti til hugsanlegra spjalla, hættu, ávinnings og reynt út frá heilbrigðri skynsemi að ákveða hvort fara skuli tiltekinn slóða eða ekki, einn möguleikinn er jú alltaf sá að snúa við og gera eitthvað annað. Sem sagt ákveðið þetta út frá eigin brjóstviti frekar en lagabókstaf, þó í framíðinni stefni í að maður þurfi að taka meir tillits til hans og þegar lagabókstafurinn er orðin allsráðandi eins og víða í nágrannalöndunum hættir maður ferðamennsku og fer til Spánar.En aftur að spurningunni, upp í mínum huga kemur:
Slóði er leið mörkuð í landið oft ógreinileg og torfær, sem menn og skepnur hafa notað til að komast á tiltekinn stað eða á milli staða í einhverjum tilgangi.Slóðar eru mjög mismunandi og ræður þar mestu undirlag og landslag þar sem slóðinn liggur. Sumir slóðar eru eingöngu færir eða nothæfir án spjalla á vissum tímum ársins, einnig getur t.d. mikil vætutíð valdið því að umferð um þá er óæskileg. September og Október er oft skemmtilegur ferðatími á fjöllum sem fáir nýta sér þó, þetta fer þó eftir tíðarfari.
Dæmið hér að ofan um Dímon er að sjálfsögðu náttúruspjöll og ekkert annað, þetta má sjá víðar og yfirleitt eftir kynslóðina hans Ómars Ragnarssonar. Sem betur fer er lítið um þetta í seinni tíð, menn hafa fengið útrás fyrir þessar hvatir á snjó eftir tilkomu stóru radial-dekkjanna, þó er alltaf einn og einn svartur sauður í hópnum.
Nú á tímum forsjárhyggju og þar sem allt þarf að skipuleggja og skilgreina út í hörgul, er mikilvægt fyrir ferðamen (á hestum, mótorhjólum og jeppum) að hugtök eins og slóði séu vandlega skilgreind í lögum. Því þegar í hart fer skiptir mestu máli hvað lagatextinn segir, en ekki huglægt mat og skoðanir. Slæmt er ef niðurstaðan yrði sú að sá slóði sem ekki til á korti sé fyrir lögunum ekki til, sem mundi þýða það að t.d. jeppi á slóða greinilegum í landinu væri brotlegur ef sá slóði væri ekki til á korti og því hægt að kæra fyrir utanvegaakstur.
ÓE …landlaus íslendingur.
30.05.2003 at 17:54 #473808
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
(Með tilvísan í 87. póst Ofsa)
Ef við ætlum að leggja slóða á alla þá staði sem hreyfihamlaða langar að fara, og gangfæra langar að aka, hvar endar þá slóðagerð ?
Auðvitað eiga hreyfihamlaðir og aldnir alla okkar samúð (vísast verða mörg okkar fyrr en síðar í þeirra sporum) – en við megum EKKI ota þessum hópi fram til að afsaka okkar eigin leti til gangs. – Hvernig er það annars, milli Hljóðakletta í Vesturdal eru aðeins gönguslóðar, þar er ?réttur? hreyfihamlaðra fyrir borð borinn, er ekki svo ? Og þannig má lengi telja dæmin.
Ég stóðst ekki mátið að rífa mig ögn þegar ég sá hugmynd um akveg inní Öskju.
Þarf þá ekki líka togvír niður í Víti, pulsubar uppi á brún, og akveg fjallahringinn allan ?Lesið þið nú t.d. bókina Ísafold – Ferðamyndir frá Íslandi, eftir Inu von Grumbkow (Haraldur Sigurðsson íslenskaði; útgef.: bókaklúbbur Arnar og Örlygs, 1982), og þá skynjið þið, trúi ég, firringuna.
Láglendisvæðingar-ákafa okkar Íslendinga linnir seint sýnist mér ? hvað er orðið um sálarhróið okkar, félagar góðir ?
En, ökuslóða hvar? – það var víst spurning dagsins.
Ökuslóða þarf að skilgreina með GPS-ferlun, auk þess með stikum þar sem lítt markar í land og textalýsingu, m.a. hvaða hluti leiðar liggur um ógróið svæði eða gróið (og meta líkur á gróðurskemmdum og hvernig megi hindra þær), svo og lýsingum á vöðum og hvernig vatn getur þar orðið mest. Með þeim hætti skal festa slóðana í sessi.
Tilgangur með slóðum á að vera sá að riða með skipulögðum hætti hæfilega þétt net um hálendið svo bærilega auðvelt sé að kanna möskvana nánar t.d. á göngu. Og vitaskuld spillir ekki að slóðar fari um víðsýn svæði !
En akstur skal umfram allt takmarka við merkta slóða, þótt á ógrónu landi sé.Ég tek undir lof annarra á starfi Bessa og félaga að GPS-ferlun slóða, svo og frábæru framtaki Ofsa sem lítur dagsins ljós í bókarformi nú í júní, en hvort tveggja verður gagnlegur grunnur að sýn okkar á það hvaða slóða skuli varðveita og hvar æskilegt sé að bæta við nýjum.
31.05.2003 at 08:58 #473810Lálendisvæðing Það er ekki málið, heldur það að fá að halda áfram að aka þá slóða sem fyrir eru. Einsog ég sagði í pistli mínum, þá er að okkur sótt víða í þeim málum og benti ég á dæmi um það. Dæmi eru um það miklu víðar td hjá ýmsum hópum sem halda það að þeir hafi eitthvað einkaleyfi á hálendinu, nú segir sennilega einhver að ég sjái óvini í öllum hornum, en því miður er það svo og ætla ég ekki að tíunda þá hér. En þetta með fatlaða þá er það kannski ósmekklegt að nota þá sem skjöld en veltið fyrir ykkur hvað það eru stórir hópar í þjóðfélaginu sem ekki geta gengið langar leiðir. En þeir geta fengið að njóta hálendisins einsog við ef ekki verður þrengt meir að okkur en þegar er orðið. Og þess vegna er svo mikilvægt fyrir okkur að fá skilgreiningu á orðinu slóð og fleiru því tengdu. OGUD kom með snilldar hugmynd um hver gæti verið skilgreining á slóð, en til þess að hægt sé að vinna meir í því máli þarf að kanna lagalegu hliðar þess og einnig hver sé hefðarréttur og hversu langan tíma það taki að koma hefð á ýmsa hluti, því það hlýtur að vera margbreytilegt , held ég þó að með stikun slóða komi fyrr hefð á þá samanber viðhald skála. Auglýsi ég eftir áliti lögfróðs fólks á HEFÐ. Og einnig auglýsi ég eftir fleiri umsögnum frá umhverfisnefnd.
ASKJA það sem ég átti við um Öskju var það að bílastæðið er mjög langt frá Víti og þannig háttar til þarna að ekkert mál er að hafa það nær og eina sem þyrfti til eru kannski málaðir steinar sem myndu afmarka leiðina.
Og þá veist þú hug minn Siggi til lálendisvæðingarhálendisins, þú veist að mér hryllir við þeim hugmyndum að brúa allar á inn í Þórsmörk og malbika síðan veginn. En þessi áform eru upp víða td á Fjallabaksleið Nyrðri, eða þá hin afleita hugmyndin um þjóðgarð norðan jökla, þar sem allt yrði malbikað og bílastæði með útsýnisstöðum við alla markverða staði, Vörður við Hafrakvamma sem tæki við aðgangseyri og seldi okkur póstkort af Töfrafoss ( heitnum ). En nú er ég heldur betur kominn út fyrir efnið svo ég læt þessu lokið.Jón Snæland.
31.05.2003 at 13:26 #473812Sæll Jón
Aðgengi að náttúruauðlindum líkt og Öskju, Öskjuvatni og víti er takmarkað með því að hafa þessa göngu leið. Menn verða einmit að hugsa hvað er átt við með því að njóta náttúrunnar og vernda staði gegn ágangi. Ef ég fengi að aka alla leið ofan í víti væri búið að draga úr upplifuninni sem er að labba þarna eftir gígnum og horfa á hraun gangana og þetta mikla umhverfi. Síðan að horfa yfir þetta stóra vatn og sjá þennan flotta stað víti þar sem Það að setja veg inn að víti finnst mér eins og leggja veg inn eldgjá þar sem það er ekkert mál en myndi eyðileggja upplifunina.
Það eru einnig til mörg dæmi um ágæti slóða en við sem fyrirmyndar ferðafólk á landi voru ísa ættum að sýna almenningi að við séum ekki húðlatir jeppa karlar sem vilja keyra upp á öll fjöll og fyrnindi til sjá og séum jafnvel of latir til að fara út úr bílnum til að skoða náttúrperlur.
Þessi umræða er mjög þörf en við eyðileggjum allt of mikið fyir okkur sjálfum með því að fara út úr slóðum ef þeir eru orðinir slæmir og myndum nýjan slóða við hliðina á þeim gamla. Ég spyr til hvers erum við þá þessum jeppum ef við getum ekki ekið um slæmann veg?
En haldgóða skilgreiningu á slóða þurfum vér.
Kveðja Fastur
31.05.2003 at 15:52 #473814Fastur mér þykir það skjóta nokkuð skökku við að ég sé orðinn málsvari Lálendingsvæðingu hálendisins, þegar ég sagði að ég vildi ekki malbik á Þórsmerkurleið, Fjallabak Nyrðra eða Þjóðgarð norðan jökla og að ég vildi halda sem flestum slóðum í óbreyttri mynd og þetta held ég að við flestir getum verið samála um.
ELDGJÁ reynda liggur slóð spottakorn inn í Eldgjá og einnig ofan við Eldgjá að austanverðu en það er önnur saga.
LETI ég skil nú ekki alveg hvað þú ert að fara ? ég held að jeppamenn sé svona eins og flestir aðrir bæði latir og duglegir, Ég held að hinn venjulegi jeppamaður þurfi ekki að sanna neitt sérstaklega fyrir þjóðinni að hann sé eitthvað duglegri en aðrir. Þó ég viti vel að þér þyki skemmtilegast að fara erfiðar leiðir og þar erum við líkir, en við getum samt ekki gleyma öllum hinum sem eru með smá börn með sér, gamlir, veikir, fatlaðir eða eitthvað annað sem gerir þeim erfitt um vik, ég er ekki að tala um að brúa og malbika fyrir þetta fólk heldur að fá að hald í það slóða kerfi sem við þegar höfum, og þá í sem minnst breyttri mynd, því einmitt þetta fólk er kannski fært um að aka 38? jeppa en ekki ganga langar leiðir. Og í því sambandi vil ég minn á fatlaða jaxlinn sem lét breyta Barbí fyrir sig svo hann kæmist á fjöll ? Húrra fyrir honum?
En höfuð atriðið er á fá skilgreiningu á því hvað er slóð ? og hversu lengi eða hversu oft fæst HEFÐ.Jón Snæland.
PS og ekki orð um meir um sjoppu áform mín í Öskju nema þið viljið kaupa hlutabréf.
31.05.2003 at 15:53 #473816Fastur mér þykir það skjóta nokkuð skökku við að ég sé orðinn málsvari Lálendingsvæðingu hálendisins, þegar ég sagði að ég vildi ekki malbik á Þórsmerkurleið, Fjallabak Nyrðra eða Þjóðgarð norðan jökla og að ég vildi halda sem flestum slóðum í óbreyttri mynd og þetta held ég að við flestir getum verið samála um.
ELDGJÁ reynda liggur slóð spottakorn inn í Eldgjá og einnig ofan við Eldgjá að austanverðu en það er önnur saga.
LETI ég skil nú ekki alveg hvað þú ert að fara ? ég held að jeppamenn sé svona eins og flestir aðrir bæði latir og duglegir, Ég held að hinn venjulegi jeppamaður þurfi ekki að sanna neitt sérstaklega fyrir þjóðinni að hann sé eitthvað duglegri en aðrir. Þó ég viti vel að þér þyki skemmtilegast að fara erfiðar leiðir og þar erum við líkir, en við getum samt ekki gleyma öllum hinum sem eru með smá börn með sér, gamlir, veikir, fatlaðir eða eitthvað annað sem gerir þeim erfitt um vik, ég er ekki að tala um að brúa og malbika fyrir þetta fólk heldur að fá að hald í það slóða kerfi sem við þegar höfum, og þá í sem minnst breyttri mynd, því einmitt þetta fólk er kannski fært um að aka 38? jeppa en ekki ganga langar leiðir. Og í því sambandi vil ég minn á fatlaða jaxlinn sem lét breyta Barbí fyrir sig svo hann kæmist á fjöll ? Húrra fyrir honum?
En höfuð atriðið er á fá skilgreiningu á því hvað er slóð ? og hversu lengi eða hversu oft fæst HEFÐ.Jón Snæland.
PS og ekki orð um meir um sjoppu áform mín í Öskju nema þið viljið kaupa hlutabréf.
01.06.2003 at 00:24 #473818Það er smá umfjöllun í föstudagsmogganum (á miðopnu) um vandamál vegna utanvegaaksturs mótorhjóla og jeppa á Reykjanesi.
Þar er meðal annars viðtal við mann sem heitir Hjörtur L. Jónsson sem er "gamalreyndur mótorhjólamaður og umsjónarmaður enduro-keppna Vélíþróttaklúbbsins"
Hann segir meðal annars:
"Hjörtur bendir á víða séu slóðir sem hverfi nánast alveg undir sand, milli þess sem þ.ær eru eknar og margir álíti ranglega [!?!?!] að það sé utanvegaakstur. Þessar leiðir fari jeppamenn engur síður en mótorhjólamenn [!!]""Hjörtur telur einnig að í lögum sé heimilað að aka gamlar þjóðleiðir, s.s. Prestastíg milli Grindavíkur og Hafna og Biskupabraut milli Þingvalla og Skálholts. Lögregla hafi ekki amast við slíkum akstri hingað til. Aðspurður segist hann telja að þetta sé jafnvel heimilt þó að hin forna þjóðleið hafi aldrei áður verið ekin"
Ég veit ekki hvort ég er að misskilja eitthvað hér, en ég túlka þessi orð sem svo að það sé allt í lagi að keyra utanvega ef þar er bara sandur. Einnig að það sé í lagi að keyra yfir móa og mýrar, ef leiðin er skilgreind sem gömul þjóðleið, jafnvel þó að þar marki varla fyrir svo mikið sem gamalli gönguleið lengur ?!?!
Eigum við ekki bara að þakka fyrir að við eigum ekki svona talsmann (eða ég vona að svo sé) – þetta getur ekki verið neinum klúbb til framdráttar að láta hafa svona eftir sér??
kv.
Arnór
01.06.2003 at 01:09 #473820Ég hef séð of oft til mótorhjólamanna tæta og trilla út um allt og verð nú að segja að umræða um utanvegaakstur hjá þeim virðist nú ekki vera á háu plani. Þegar vatnið lækkaði í Kleifarvatni fór ég stundum suðurfyrir það og sá þá oft til hjólamanna sem tættu upp öll fjöll og bara út um allt á þessu svæði sem er frekar fáfarið en svo hefur maður líka séð til hjólamanna á fjallabaki sem tæta út um allt og sumir hafa verið svo grófir að keyra Laugavegin frá Hrafntinnuskeri að veginum við Álftavatn. Verðum við ekki að vona að þetta séu bara svörtu sauðirnir í þeirra röðum.
Hlynur
02.06.2003 at 10:54 #473822
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég sé að umhverfismálin eru orðin vinsælt umræðuefni hér á spjallinu, sem er gott mál. Eins og fram hefur komið hérna snýst þetta um tvennt, annars vegar að tryggja það að akstur eftir þeim slóðum sem til eru sé viðurkenndur og teljist ekki til utnavegaaksturs og svo líka um það hvaða slóðar meiga að ósekju hverfa og gleymast, þeir sem liggja á kjánalegum stöðum eins og BÞV orðar það.
Ef vel er að gáð er möskvastærðin á slóðanetinu á hálendinu víða minni en maður gæti ætlað. Ég sá t.d. ferlasafn hjá honum Bessa sem náði yfir svæðið austan Sprengisands og kringum Jökulheima og það var ótrúlegur fjöldi slóða sem þar fannst. Einhverjir þessara slóða hafa sjálfsagt afskaplega lítinn tilgang og spurning hvort þeir megi ekki týnast, aðrir hafa kannski einhverja sögulega þýðingu sem fornar leiðir og enn aðrir mikilvægir til að tengja saman leiðir eða að þeir liggi að athyglisverðum stöðum. En það er örugglega ekkert einfalt að flokka þetta niður og ákveða hvað eigi að halda sér og hvað ekki. Menn virðast hins vegar vera nokkuð sammála um að för upp einhverja hóla og fjöll megi gjarnan hverfa enda oft mikill lýtir á landslaginu.
Ég er þeirrar skoðunar að það sé í góðu lagi að til séu athyglisverðir staðir sem ekki sé hægt að komast á án þess að labba aðeins. Þannig finnst mér það hafa verið rétt ákvörðun að loka Öskju, þó svo það þýði að menn þurfi að taka stuttan labbitúr til að skoða Víti (þetta er ekki langur gangur og engum ofviða sem á annað borð geta hreyft sig). Þetta er einn magnaðasti staður landsins, en bílatraffík þarna inn myndi draga úr upplifuninni. Sama gildir að mínu mati um Strútslaug, einhver slóðaómynd var til þangað inn en hún er á góðri leið með að gleymast og týnast. Svæðið er gróðursælt en viðkvæmt og bílaumferð þangað myndi fljótlega setja áberandi mark á þennan annars ágæta stað. Ég ber fulla virðingu fyrir "ofsa"legri umhyggju fyrir fötluðum sem hér hefur komið fram, en ég held að fatlaðir verði að sætta sig við ákveðnar takmarkanir, við getum ekki lagt hjólastólaskáa upp um öll fjöll.
Ferlunarverkefnið hans Bessa held ég sé góð leið til að koma slóðunum á kortið (í tvöfaldri merkingu). Bessi er kominn með mikið safn, en nú er kannski komið að því að taka einhverja stefnu í þessu, á að kortleggja og reyna að fá viðurkennd öll hugsanleg hjólför eða er hægt að setja einhverja viðmiðun.
Kv – Skúli H.
02.06.2003 at 11:44 #473824Það kemur mér á óvart hvað margir nota karlkynsorðið slóði frekar en kvenkynsorðið slóð. Þetta kemur í sama stað niður þegar farið er eftir mörgum slóðum en mér fellur það betur að fara eftir einni tiltekinni slóð fekar en eftir eitthverjum slóða.
Annars er ég sammála flestu því sem fram hefur komið á þessum þræði. Þetta er ekki einföld spurning og ég hef reyndar efasemdir um að það þjóni okkar hagsmunum að til verði fast afmörkuð skilgreining á merktri slóð, þar sem aka má eftir, og hvergi annarsstaðar.
Önnur grein [url=http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/619-1998:3ccv8sg1]reglugerðar um akstur í óbygðum[/url:3ccv8sg1] hljóðar svo:
[i:3ccv8sg1]Allur akstur utan vega og merktra slóða þar sem náttúruspjöll geta af hlotist er bannaður.[/i:3ccv8sg1]Mér sýnist að þetta megi túlka sem svo að það sé heimilt að aka þar sem tryggt er að varanleg náttúruspjöll hjótist ekki af t.d. á foksandi eða áreyrum, þar sem náttúran sér um að afmá öll ummerki á hverju ári. Slíkar leiðir væri mjög æskilegt að stika til þess að þær týnist ekki.
Einar Kjartansson, umhverfisnefnd 4×4.
02.06.2003 at 13:35 #473826
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Málfars-ábending Einars er ágæt; en karlkyns- (kk) og kvenkyns- (kvk) myndirnar eru þó jafn-réttháar.
Slóð (kvk) merkir: feril (eftir spor), (troðinn) stígur, slóð; ummerki á jörð sem hægt er að rekja sig eftir, sbr. rekja slóð.
Slóði (kk) merkir: ferill eða slóð, göngu- eða götuslóði; herfi (landbúnaðarverkfæri); skussi, duglítill maður, ónytjungur.Ég segi því:
Slóð hæfir þeim sem una hæfilega þéttriðnu neti slóða, og kanna möskvana nánar á göngu !!!
Slóði er þeirra sem ekkert nenna að ganga !!!Auk þessa hef ég efasemdir um ágæti þess að slóðir skuli með öllu óskilgreindar.
Eins og fram kom hjá BÞV í upphafi þá má spyrja, hvenær verður slóð að viðurkenndri leið ?
Ekki þarf annað en að einhver taki það upp hjá sjálfum sér að aka tiltekna áður ómarkaða leið án vel grundaðrar ástæðu. Þeir sem síðar koma að vegamótum slíkrar slóðar vita ekki endilega að svo er og fylgja förum. Á þessu yrði síður hætta ef til er ?viðurkenndur? slóða-vísir, t.d kort eða handbók.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.