This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 20 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.11.2004 at 12:38 #194777
alltaf þegar maður er að svara einhverjum þráðum hérna, skrifar í smástund og sendir svo svarið fær maður einhverjar svona villur :
Microsoft OLE DB Provider for ODBC Drivers error ‘80040e14’
[Microsoft][ODBC Microsoft Access Driver] Syntax error (missing operator) in query expression ‘NumerNotanda =’.
/vefspjall/skrifapost.asp, line 161
Þetta er aaaaaaalveg óþolandi, maður þarf alltaf að skrifa allt nokkrum sinnum, sem þýðir náttúrulega það að maður nennir ekki að svara fyrirspurnum þar sem maður þó veit svör.
kv
-reynir.net -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.11.2004 at 12:49 #507640
Það virðast vera tímamörk á login-inu. Ágætis regla er að ef maður ætlar að skrifa langan póst, að skrifa hann bara í notepad eða álíka fornriti og þegar textinn er tilbúinn að gera ‘Svara þessum …’ og copy/paste.
-haffi (þetta lagast náttúrulega allt saman með nýjum vef
02.11.2004 at 16:20 #507642
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er rétt hjá Haffa að það eru tímamörk á því hversu lengi þú getur hangið inni á ritþórnum (editor) – Annað hvort þarftu að vera fljótari að skrifa eða (sem er betra) að dkrifa textann í t.d. Notepad eða Word og færa textann síðan yfir á ritþórinn í spjallinu með COPY+PASTE.
Ég tek undir með Haffa og vona að þetta lagist með nýjum vef.
Vefstjóri.
02.11.2004 at 17:38 #507644Ég var ekki lengi að skrifa, í allra mestalagi 10 mín, venjuleg vefsvæði eru með 30 mínútna session timeout. t.d. er default stilling í httpd (apache vefþjónum) er annað hvort 20 eða 30, man ekki hvort.
En, það skiptir í raun ekki máli, ef ég væri lengi að skrifa, væri þetta bara ennþá meiri skaði fyrir mig að lenda í þessu í sífellu (3 svar í dag), þar sem ég nennti ekki að endurskrifa allavega eitt svar. En hin tvö voru í copy bufferinum hjá mér.
02.11.2004 at 17:51 #507646Málið er að Hringiðan (og Castor Miðlun) nota ekki Apache heldur Microsoft draslið með öllu sem því fylgir. Það er bjartsýni að búast við að ástandið skáni með "nýju" vefsíðunni sem Emil lofaði að færi í loftið í dag.
-Einar
02.11.2004 at 17:58 #507648alltaf þegar ég lendi í þessu, geri ég bara back, copy greinina mína logga mig inn og paste hana…
02.11.2004 at 18:21 #507650Fljótlegast hefur verið hjá mér að gera CTRL-N og fá upp nýjan glugga með old.f4x4.is logga sig inn og gera svo BACK og SENDA í hinum. Þá tapar maður engu sem maður hefur skrifað og getur athugað hvort að svarið hafi sloppið í gegn. Ekkert eins leiðinlegt og að svara 2svar.
02.11.2004 at 20:08 #507652[b:332w8b0u]Eik skrifaði:[/b:332w8b0u]
[i:332w8b0u],,Málið er að Hringiðan (og Castor Miðlun) nota ekki Apache heldur Microsoft draslið með öllu sem því fylgir. Það er bjartsýni að búast við að ástandið skáni með "nýju" vefsíðunni sem Emil lofaði að færi í loftið í dag.[/i:332w8b0u]´´Þýðir það ekki bara að við fáum sömu villu með nýju looki?
03.11.2004 at 10:42 #507654Er ekki IIS vs Apache debate svolítið svona "out of scope" á þessum vef ???
Toyota vs Nissan er reyndar orðið svolítið þreytt.
Japanst vs Amerískt er eins og Apple vs Pc, 99.9% af notendum er löngu búinn að sjá ljósið, þó svo að nokkrir berji hausnum ennþá við steininn.Það er eiginlega farið að vera skortur á almennilegum umræðuefnum til að rífast yfir….
kv.
Einn sem langar í rifrildi.
03.11.2004 at 11:12 #507656Það er rétt hjá Rúnari að það er tæplega raunhæft að fá niðurstöðu um verðleika einstakra vefjóna á þessum vettvangi.
Það sem skiptir máli hér, er að Emil og co virðast hafa gugnað á því að gera "nýja vefsíðu". Síðan er áfram hjá Hringiðunni (nema forsíðan), og byggir áfram á ASP. Það er því ekki við miklum breytingum að búast, á hvorn veginn sem er. Það þarf í sjálfu sér ekki að vera svo slæmt, í heila þá hefur vefur klúbbsins virkað mjög vel.
Í hvert sinn sem Emil hefur fjallað um síðuna í fundum klúbbsins, þangað til í þessari viku, hefur firsta skrefið í vefmálum átt að vera að skipta um hýsingaraðila. Það helsta sem virðist hafa gerst í gær, er að það var skipt um mynd á forsíðunni og yfirlit yfir auglýsingar og spjall voru fjarlægð.
-Einar
03.11.2004 at 11:15 #507658Kannski en þetta er einhvað sem hefur verið að angra félagsmenn og alltaf spurning hvort meistar [i:3fq1m8yj]Bill[/i:3fq1m8yj] gerist ekki sponsor að þessu.
Mér skilst nú á patról mönnum að japanskt sé ekki gott nema það sé ætlað fyrir Ástralíumarkað.
Spruning hvort ekki meigi koma klakanum á kortið sem svona ,,Lifir hann af hér?´´ landi.
En þetta með hamborgar vs. hrísgrjón finnst mér menn oftast bera willys "76 saman við 2002 patrol eða 1999 toyotur.
Ef þú vilt bera saman bíla settu þá í sama þyngdar/útbúnaðarflokk og aldursflokk.
Svo er grútur bara fyrir dráttarvélar…
OG hana nú!!!
Kveðja Fastur
ps. Þessi pirringur er bara af því ég fær ekki frí til að skoða gosið.
03.11.2004 at 12:20 #507660Sælir,
Má lofa þeim sem standa í þessari vinnu að klára hana áður en menn byrja rífa sig. Mér finnst óviðeigandi að rífa kjaft áður.
Ekki að ég ætli að verja þá sem standa í þessu, né heldur að hallmæla þeim. Er þetta ekki meira og minna gert í sjálfboðavinnu.
Stjórn klúbbsins tekur eflaust afstöðu til þess á yfirvegaðan máta um hvað skal gera í vefmálum.
Þeir sem telja sig hafa þekkingu til að þeir geti sagt að svona eigi að gera þetta frekar en hinsegin ættu heldur að bjóða fram þjónustu sína til að stuðla að því að góður vefur verði betri. Það er þó skárra heldur hamborgarar vs hrísgrjón
Sýnið smá þolinmæði.
Elvar
03.11.2004 at 13:35 #507662
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Satt og rétt sem Elvar segir, en þó finnst mér rétt að geta þess að eik bauð fram sína þjónustu í þessu og kom með uppástungur. Við þurftum að velja milli ýmis konar lausna og tilboða og ljóst að ekki eru allir sammála um kosti og galla hinna ýmsu lausna sem í boði eru. ég er kominn á það að trúarbrögð í jeppamennsku eru bara hálfgerð hjátrú miðað við það sem gerist í þessum bransa! Stjórnin hins vegar hafði þann kaleik að taka ákvörðun og tók ákveðna stefnu í þessu máli og stöndum við hana. Ég vona að hún eigi eftir að nýtast vel í framtíðinni þegar allt verður að fullu komin í gagnið og það verði innan ekki langs tíma.
Kv – Skúli
03.11.2004 at 13:37 #507664
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er ekki allt í lagi hérna hjá sumum. Held það sumir ættu að hafa sig hæga. Þetta teur allt tíma og það verður að leyfa þessu að gerast. Það gerist ekki allt á einni nóttu þó það hafi kannski skeð hjá sumum seinustu nótt hahah
Nei svona í alvöru, leyfa hlutunum að gerast og ganga áður en menn fara rífa kjaft.
Takk fyrir
Jónas
03.11.2004 at 13:41 #507666Vinna við vefsíðuna er ekki unnin í sjálfboðavinnu, samkvæmt því sem Emil sagði á mánudagsfundi í Október, þá borgar klúbburinn Castor Miðlun tæplega 700 þúsund fyrir verkið. Eftir því sem ég fæ næst komist hefur öll aðkoma sjálfboðaliða verið afþökkuð.
Afstaða Emils kemur m.a. fram í þessri klausu úr tölvupósti sem ég fékk frá honum þann 14 október.
[i:3tgyl3hg]…akkúrat þessi hlutur að notandi, í þessu tilfelli vefstjóri/vefnefnd geti bætt við einingum eða breytt útliti og uppsetningu eftir eigin geðþótta er ekki okkur þóknanlegt. Vel má vera að í uppsetningu og um einhvern tíma reynist það vel, en þegar nýjir menn með ólíkar skoðanir taka svo við umsjánni, hvað gerist þá? Þá hugsun langar mig ekki að hugsa til enda.[/i:3tgyl3hg]Við sama tækifæri var sagt að vinnan væri vel á veg komin, menn geta dæmt um það, hver fyrir sig.
Á landsfundi var sagt að á næsta aðalfundi yrði KOSIN fullskipuð nefnd til að sjá um vefsíðuna. Eftir þessu að dæma virðist Emil stefna að því þá verði búið að búa svo um hnútana að hvorki verði hægt að hnika til útliti né virkni síðunnar.
-Einar
03.11.2004 at 14:15 #507668
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það var tekin sú ákvörðun að þessi vinna væri ekki keyrð á sjálfboðaliðastarfi og því aldrei óskað eftir henni. Það sjálfboðaliðastarf sem Oddur hefur unnið á undanförnum árum við viðhald og umsjón vefsíðunnar er gríðarlega mikið og má segja að það sé fyrst og fremst þrautseigja Odds sem gerði það að verkum að þetta gekk allan þennan tíma. Við veltum verulega fyrir okkur þeim möguleika að hóa saman hóp klúbbfélaga sem myndu vinna þetta í sjálfboðaliðastarfi, en mátum það svo að þetta væri of umfangsmikið verk til að það væri skynsamlegt og forsvaranlegt miðað við þær kröfur sem við vildum geta gert til vefsins. EF það kemur í ljós þegar allt er komið til skila að vefurinn stenst ekki þær kröfur sem við gerum höfum við skýra kröfu á verktaka um að bæta þar úr. Það hefðum við ekki haft ef þetta væri unnið í sjálfboðaliðastarfi og raunar mjög lítið í hendi fyrirfram um hvernig verkið hefði þróast.
Sjálfboðaliðastarf innan klúbbsins er mikilvægt og eitt af lykilatriðum í starfi hans, en það geta komið upp verkefni sem betra er að haga með öðrum hætti.
Kv – Skúli
03.11.2004 at 14:27 #507670Ég ætla bara árétta að ég var ekki með neina óþolinmæði gagnvart þessari uppfærslu, heldur bara pirraður að tína svörunum mínum. Uppfærlsan á forsíðunni var heldur ekki komin inn fyrr en ég var búinn að senda þetta inn, og kom reyndar ekki fyrr en seinna um kvöldið.
Ég hafði heldur ekki í hyggju að fara að metast um tækniumhverfi, ASP eða perl, Java eða .NET. Ég ætlaði bara að benda á að sessiontimeout væri frekar stutt, og það er mjög lítið mál að lengja þann tíma, fyrir þá sem stjórna tæknilegum hliðum á vefsvæðinu.
Þessi þráður fór semsagt langt út fyrir það sem ég skrifaði í upphafi, sem var ekki skrifað í neinni bræði yfir einhverjum uppfærslum heldur bara því að þetta var ekki að virka eins og til skildi.
Hafandi margra ára reynslu í vefsmíðum get ég sagt að hvað sjálfboðastarf í þessu varðar, henntar það yfirleitt ákaflega illa við uppsetningu svona vefsvæðis. Sjálfboðar eiga aftur á móti á seinni stigum að geta komið að efnis-innsetningu, skrifað greinar, bætt við veftréið og svoleiðis, mun frekar en að vera að hringla í útliti vefsvæðisins. Útlit vefsvæðisins þarf bara að vera sveigjanlegt og byggt upp með það til hliðsjónar að hægt sé að stækka veftré á alla mögulega kannta.
í stuttu máli sagt: áherslum félagsins má koma til skila í gegn um efnið á vefsvæðinu, ef það byggir á réttum grunni, þ.e. sveigjanlegu kerfi og útliti.
Það að skipta um einhverja mynd í haus eða gera einhverjar smávægilegar útlitsbreytingar ætti ekki að vera mikið mál, en það er ákveðið öryggi í því að svoleiðis breytingar fari í gegn um þann aðilla sem samið var við um samvinnu í þessu þ.e. Castor.
03.11.2004 at 14:50 #507672Það eru hægt að færa rök bæði með og móti því að byggja á sjálfboðaliðastarfi, í mínum huga er ekkert einfalt svar við þeirri spurningu.
En ég sé ekki að kröfur á hendur "verktaka" sem er lítið meira en kennitala séu mikils virði. Castor Milðlun er "fyrirtæki" sem hefur aldrei haft starfsmann í fullri vinnu, forritarar "fyrtækisins" eru annaðhvort í námi eða fullri vinnu annarsstaðar. Símanúmerið sem gefið er upp á vefsíðunni er ótengt og símanúmerið í símaskránni er í reynd gsm sími eins forritarans.
-Einar
03.11.2004 at 17:59 #507674Ég hef ásamt syni mínum séð um vefsíðuna sl. 6 ár og höfum við þróað síðuna með tilliti til óska félagsmanna hverju sinni, eins hægt hefur verið. Þannig hefur vefspjallið (og auglýsingar ofl) orðið til og verið aðlagað kröfum félagsmanna. Í þeim vandræðagangi sem vefsíðan lenti í sl. vetur og í sumar hjá Hringiðunni, m.a. vegna uppfærslu á vefþjónum, þá var ljóst að grípa yrði til varanlegri ráðstafana bæði hvað varðaði hýsingaraðila og framtíðar vefsíðugerð síðunnar.
Á fundi með stjórn klúbbsins nú í sumar lét ég þá skoðun mína í ljós að ég teldi vefsíðu klúbbsins best borgið í sveigjanlegu og nútímalegu vefumsjónarkerfi. Þegar margir koma að vefsíðugerð einnar vefsíðu þá er það eina lausnin og krefst góðrar aðgangsstýringar þeirra sem vinn síðuna. Um þetta atriði held ég að allir séu sammála um. Mín skoðun er einnig sú (og ég ætla ekki að fara út í deilur um tæknileg atriði og þó EIK sé mér ekki sámmála) að kerfi sem sniðin eru fyrir ASP.NET henti þessum tilgangi lang best.
Allir geta verið sammála um að nauðsynlegt sé að skipta um hýsingaraðila vefsins ? Hringiðan hefur staðið sig vel að mörgu leyti en vefsíða klúbbsins er það mikið sótt að þörf er á að hýsa síðuna hjá mun stærri og öflugri aðila en Hringiðan er.
En ég hlýt að taka undir orð Einars að mér finnst val stjórnar á hugbúnaðaraðila til að sjá um gerð nýrrar vefsíðu orka verulegs tvímælis, einkum í ljósi þeirra krafna sem upphaflega var lagt af stað með.
Eftir að ?nýja vefsíðan? leit dagsins ljós lét ég í ljós áhyggjur mínar við stjórn klúbbsins ? og ég ligg ekkert á þeirri skoðun minni að mér finnst vinna Castor Miðlunar í 6-8 vikur afar léleg og ég stórlega efa það að þeir ráði við jafn kerfjandi verk og smíði vefsíðu Ferðaklúbbsins er. Ef það tekur 6 vikur að koma jafn einföldum hlut og fréttakerfi í gang (með Copy og Paste) þá tekur mánuði eða ár að koma upp Vefspjalli, Auglýsingum og Myndaalbúmi með sama framgangsmáta.
Ef ég væri verkkaupi í þessu tilfelli væri ég búinn að rifta samningi og snúa mér annað. Sonur minn hefur reyndar boðið klúbbnum að endurhanna síðuna með nýju vefumsjónarkerfi, en ég er ekki að ?agitera? fyrir því hér ? heldur hitt að eftir 6 ára umsjón og þróun vefsíðu finnst mér stórgrætilegt að sjá hana fara niður á þvílíkt lágkúrulegt plan eins og virðist í uppsiglingu.
Oddur
05.11.2004 at 09:47 #507676Ég samála flestu því sem Oddur segir hér að ofan. En eins og framboð er á hugbúnaðar lausnum nú til dags, þá sé ég ekki hvernig hann getur verið svo viss um að kerfi byggð á ASP .NET henti þessu viðfangsefni betur enn allar aðrar lausnir sem til eru. Ég efast ekki um að það væri hægt að gera mjög góðan vef með ASP.NET, en það líka til gríðalega mikið af góðum vefjum sem nota aðrar aðferðir.
Ég er kominn á þá skoðun að fyrir 4×4 sé besti kosturinn að halda áfram, a.m.k um sinn, að nota blandað kerfi (spjallið og aulýsingarnar nota ASP, myndaalbúmið PHP). Og ég sé ekki þörfina fyrir finna hjólið upp á nýtt og skrifa ný kerfi fyrir þessa hluti frá grunni.
Ég sammála því að það sé undirstöðuatriði að það sé svegjanleg aðgangsstýring, vegna þess að það eru margir aðilar sem þurfa að koma að því að sjá um hina ýmsu hluta vefsins. [url=http://en.wikipedia.org/wiki/Drupal:gkp2ew10]Drupal kerfið[/url:gkp2ew10] er dæmi um vefkerfi með mjög svegjanlegt og öflugt aðgangsstýringar kerfi, sem ekki notar .NET.-Einar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.