Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Hvað er Jeppi og hvað ekki
This topic contains 48 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 18 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.11.2006 at 22:28 #198882
Ég fékk email sem fjallaði um að Litladeildin ætti að endurskoða stöðu sýna varðandi dekkjastærð i ferðum og stærri en 35″ ættu ekki að fá að fara með því það að mati bréfritara útilokaði jepplinga frá ferðum,þetta er athyglisvert mail og ekki síst fyrir það að bréfritari telur okkur vera á rangri leið með að hleypa stærri bílum með í ferðir.
Hvað er Þá jeppi????
ég lagði þessa spurningu fyrir Einar Sól í gærkveldi og hann sagði mér að ,,jepplingar“væru skráðir sem fólksbílar og væru þar af leiðandi ekki jeppar,alment virðast menn miða við að skilgreiningin jeppi sé miðuð við að ökutækið hafi hátt og lágt drif,nú ættla ég ekki að dæma um hvort sé rétt eða rangt,heldur leggja út frá akstri í snjó og þeirri einföldu staðreynd að í vetrarferðum er það grunnurinn að hægt sé að hleypa úr dekkjum til að auka flot, ef það er ekki hægt vegna þess að drifbúnaður leyfir það ekki hvað þá ??,óbreyttir ,,jeppar“ komast ótrúlega mikið einmitt vegna þess að drifbúnaðurinn leyfir úrhleypingar og lágadrifið þyngra átak.og aftur og aftur í ferðum Litlunefndar sannast þessi staðreynd,þegar óbreyttir jeppar með klára ökumenn eru að keyra djöfsa ráðalausann.
Ég set þetta hérna til að fá umræður um þessi mál,bæði með og á móti,og nú er um að gera að segja sína skoðun.
Kv Klakinn -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.11.2006 at 15:35 #566568
Ég hef ekki haft tök á því að svara þessum þræði fyrr en nú þar sem ég hef verið erlendis og er nýkominn. Hér hefur verið minnst á lítið breytta bíla og mikið breytta. Ég hef verið í ferðum og ekki séð bíla Patrola, Cruser eða aðra stærri bíla á 31 eða 33 t. sl. ferðum hjá Litludeild, hvað veldur veit ég ekki en ekki er óvitlaust að reyna að ná til þessara bíla sem eru að ferðast. Þeir sem hafa farið í þessar ferðir hafa allir verið á 35t eða stærra. Vitna ég hér í pistla sem ég hef sent inn og þurrkað út en set hluta af þeim hér inn aftur með athugasemdum.
Klaki
Ég fékk email sem fjallaði um að Litladeildin ætti að endurskoða stöðu sýna varðandi dekkjastærð i ferðum og stærri en 35t ættu ekki að fá að fara með því það að mati bréfritara útilokaði jepplinga frá ferðum,þetta er athyglisvert mail og ekki síst fyrir það að bréfritari telur okkur vera á rangri leið með að hleypa stærri bílum með í ferðir.
Orðrétt
Mér finnst, hvað varðar ferðir að vetri til hjá Litludeild, að hún ætti að takmarka dekkjastærðir og binda sig við 35t hjá stórum bílum ekki minni .Undantekning að Suzuki eða Grand bílar geta verið á 33 ekki minni.Aðrir bílar eiga enga möguleika í þessar ferðir og hef ég reynslu af því. Vitna ég hér með í ferð sem var farin á Gjábakkaleið, hefðu stærri bílarnir verið á 31-33 t þá hefðu þeir ekki komist nema hálfa leið og setið þar fastir og þurft að kalla út hjálparsveit á stórum dekkjum til að hjálpa þeim til byggða. Tel mig dómbæran á það.Fyndist mér að litla deildin ætti að endurskoða ferðir að vetritil ef þeir ætla sér að hafa litla bíla með í för. eins og hefur komið i ljós þá hef ég verið sá eini með í ferðum, að vísu bara á jeppling og hef komist ótrúlega langt í sumarferðum. hefur það ekki komið að sök en hvað vetrarferðir varðar tel ég það liðna tíð.
( Með virðingu fyrir öllum sem standa að ðessum ferðum og eiga þakkir skilið og meira til )
Útskýring
( þegar er átt við ekki minni þá er átt við lágmarkstærð)
( Stærri bílar á 31 eða 33 Patrol og Cruser eða Ford 350
ekki farið langt í þessari ferð )
Stefanía
Ég trúi því alveg að eigandinn hafi ekki verið sérstaklega ánægður með för sína en reyndum við að gera gott úr þessu og hafa gaman af. þetta snýst líka um að hjálpast að. þessi bíll hefur ferðast með litlu nefndinni í sumarferðum og bara gengið vel en ég fullyrði það að hann er ekki bíll til að fara í vetrarferðir
Svar
Ferðin var skemmtileg þó svo ég þurfti að hanga í spotta aftaní þér og þyggja hjá þér þennan góða drátt sem mér var gefinn.( færð þú þakkir fyrir )
Tvær útskýringar frá eiganda…
drifbúnaðurinn þolir það ekki og að
hann lækkar þá enn meira heldur en hann er.
Eins og fram kemur í sögu hans á myndasíðunni… meðan stóru bílarnir hleyptu úr þá gerði hann það ekki.
Menn verða að þekkja sín takmörk
Úr 31 niður í 29
Ég má ekki hleypa úr nema niður í 16 pund sem þjónar engu þar sem drifið þolir ekki meira né sjálfskiftinginn: Hann gerir ekki meira en þola dekkin í þeirri stærð sem ég er á, ég hef prufað að hleypa meira úr og skiftingin fó að hitna. (þessi bíl fær ekki að fara meira á fjöll og er kominn á minni dekk, núna er hann bæjarjepplingur,)
Virðingarfyllst
MHN
07.11.2006 at 16:48 #566570Jæja ræðum aðeins málin.
,,Aðrir bílar eiga enga möguleika í þessar ferðir og hef ég reynslu af því. Vitna ég hér með í ferð sem var farin á Gjábakkaleið, hefðu stærri bílarnir verið á 31-33 t þá hefðu þeir ekki komist nema hálfa leið og setið þar fastir og þurft að kalla út hjálparsveit á stórum dekkjum til að hjálpa þeim til byggða. Tel mig dómbæran á það… MHN.,,
….
ég er kannski ekki alveg sammála því að þó að maður festi litla bíla að það þurfi að koma hjálparsveit að bjarga þeim… vísa ég í m.a. auglýstan staðalbúnað fyrir ferðina sem var m.a. skófla.
…
ég fór oft og iðulega einbíla á minni lödu sport (henni Perlu) í denn tíð og ef ég festi mig … þá tók ég fram skófluna og mokaði mig lausa… það tekur að vísu lengri tíma heldur en að fá bíl til að kippa í sig en þetta er partur af funninu.
…
Litlir bílar geta líka dregið litla bíla.
….
Ég ítreka það að ef að það hefði verið eitthvað vesen í ferðinn þá hefði ekki verið haldið áfram. Það er bara í góðu lagi að sitja fastur, moka og draga. markmiðið í þessum ferðum er ekki að komast frá A-B heldur að hafa gaman af ferðunum og læra af þeim.
…
kv. stef.
07.11.2006 at 17:30 #566572Það er spurning hvort menn ættu að skoða það að fjölga deildum og ferðum. Litladeildin hefur verið að fara í ferðir með 30 – 40 bíla á 30" – 44" dekkjum. Þetta er mikil breydd og verður að teljast líklegt að það sem er erfitt fyrir þá minnstu geti verið auðvelt fyrir þá stæstu.
Einnig hefur verið þónokkuð um það að fólk sé að koma með Litludeildinni í sína fyrstu ferð á nokkuð vel útbúnum fullbreittum jeppum.
Það er kanski eitthvað sem mætti skoða að vera með skipulagðar ferðir fyrir fleiri hópa, t.d.
1. Jepplingar og stærri. Auðveldar ferðir þar sem ekki þarf að hleypa úr dekkjum.
2. Allir jeppar. Búast má við að þurfa að hleypa vel úr dekkjum og láta reyna vel á bílinn.
3. 35" og stærri. Erfiðari ferðir með reyndum mönnum.
Mér finnst persónulega vera þörf fyrir það sem ég kalla hóp 3 þar sem bilið er soldið stórt úr Litludeildinni yfir í erfiðar vetrarferðir og kanski erfitt fyrir menn að ná sér í þekkingu og reynslu.
Allveg er ljóst að það þyrfti góðan mannskap til að geta staðið fyrir þessu og þá er komin sú spurning hvort einhverjir séu tilbúnir í slíkar nefndir og störf.
Þetta eru bara mínar vangaveltur og gaman væri að heyra ykkar skoðanir.
Kv, Óli
07.11.2006 at 22:07 #566574Ég vil byrja á því að óska MHN til hamingju með þá ákvörðun að taka Ravinn ekki meira á fjöll og þá geri ég það í þeirri vissu að fljótlega verði hann kominn á vel frambærilegan jeppa í ferðum klúbbsins. Það mun örugglega auka enn á ánægju hans af fjallaferðum.
Hins vegar er ég ekki sammála honum um það að minna breyttir bílar gangi ekki í vetrarferðum (skil orð hans þannig, kannski er ég að misskilja eitthvað). Það er engin spurning í mínum huga að minna breyttir jeppar komast ýmislegt, en þá þarf tvennt. Það þarf að hleypa úr og sýna loftinu í dekkjunum enga væntumþykju og það þarf lágt drif. Það kemur ekki á óvart að erfiðlega hafi gengið þegar hvortveggja vantaði. Sérstaklega hefur það valdið óþægindum á Ravinum að ekki væri hægt að hleypa úr, en lágt drif hefði líklega leyst þetta hitavandamál.
Alltaf gott að tala út frá dæmum. Ég hef í nokkur skipti farið um hávetur inn í Þórsmörk með óbreyttan Cherokee með í för og stundum í þungum snjó. Þá vorum við yfirleitt fjórir bílar saman, tveir á 38, einn á 33 og svo þessi óbreytti Jóki. Með því að 38 tommu bílarnir gerðu för og góðri úrhleypingu á Jóka komst hann hreint ótrúlega áfram og glettilega lítið sem þurfti að nota spottann. Hann hefði ekki farið þetta án okkar fylgdar en hins vegar var þetta ekkert vandamál. Ég hef fleiri dæmi, m.a. 2 tonna bíl á orginal dekkjum í fyrrahaust í færi þar sem ég þurfti að hjakka til að ryðja för, en aðalatriðið er að lítið breyttir bílar komast ýmislegt. Það tekur bara lengri tíma og það er grundvallaratriði að hægt sé að hleypa úr. Eins og ég sagði hér að ofan, í okkar sporti eru úrhleypingar hreinlega ‘the name of the game’.
Á hinn bóginn er hlutverk fararstjóra í 4×4 ferðum mikið ábyrðgarhlutverk og þeir þurfa að meta það hvort þeir séu þokkalega öruggir um að koma öllum hópnum til byggða án teljandi vandræða. Auðvitað aldrei neitt sem heitir 100% í þeim efnum, en menn þurfa að meta þetta miðað við normal aðstæður. Þess vegna eru það alltaf fararstjórarnir sem þurfa að eiga síðasta orðið um það hvaða eða hvernig bílar fá að koma með.
Það er svo hinsvegar spurning hvers vegna hlutfall stærri jeppa er hátt í ferðum litlu deildarinnar. Hugsanlega er það vegna þess að þeir sem hafa áhuga á svona vetrarferðamennsku eru fljótir til að kaupa sér búnað sem hentar, rétt eins og í öllu öðru sporti. Ég held reyndar að þetta sé ekkert slæmt, svo fremur sem þessir stóru séu meðvitaðir um það að þeir eru að ferðast með litlu deildinni og ferðahraði þarf að miðast við minnsta bíl.
Óli, þetta er fín greining hjá þér en ég held að það megi segja að klúbburinn bjóði upp á ágætan valkost fyrir 3. flokkinn sem eru nýliðaferðirnar. Iðulega hefur a.m.k. ein þeirra verið sniðin að 35 tommu bílum, en eftirspurn úr þeim stærðarflokki oft verið minni en efni stóðu til.
.
Vildi bara bæta við einni langloku enn, enda er það sérsvið okkar Ofsa.Kv – Skúli
07.11.2006 at 23:56 #566576Frábært framtak hjá Litlu-Deildinni að standa fyrir ferðum fyrir lítið breytta jeppa, það er nauðsynlegt fyrir okkar að sinna nýliðum og ná þeim með í okkar góða hóp (f4x4).
Það er alveg hægt að ferðast að vetri á minna breyttum bílum, menn verða bara að ætla sér minna og hafa betur gát á aðstæðum.
það er eðlileg þróun að jeppadekkin stækki hjá þeim sem byrja að ferðast að ráði. þeri sem byrja í Litlu-Deildinni og fá brennandi áhuga, fá sér stærri dekk og breyta meira, eru þeir enn í LitluDeildinni ?
Skiptir ekki máli, f4x4 á að mínu mati að rúma alla og sinna öllum.Nöfn á deildum og skilgreiningar á stærðarflokkum skiptir ekki máli.
Heppilegt er að þeir sem ferðast saman séu með svipaða drifgetu en þarf þó ekki að vera regla. Stærra atriði er að allir ferðafélagar séu samhentir og njóti þess að ferðast saman.
Þeir sem ekki njóta þess að feraðst samna, ættu hins vegar ekki að gera það, jafnvel þó að sér sé á eins bílum !
Útbreiddur misskilningur er að það þýði ekki að fara á fjöll nema á 38" og stærra og með "climat control" ;
Menn ættu bara að vita hvernig græjur við félagarnir vorum með á árunum ’78-’83, og hvað þær kostu okkur, þá blanka námsmenn.
Fyrstu jepparnir sem fóru t.d. í Grímsvötn voru Diesel Hilux á 33" og Jeep CJ5 350Cid á 38,5" diagonal "GumboMonsterMudder". Það var 17. júní 1984. Þá sagði Guðmundur Jónasson að nú væri búið að eyðileggja Vatnajökul. Í janúar 1985 var farið næst og þá á JeepCJ5 455Cid á 37" Armstrong og Landcriuiser FJ-eitthvað 360Cid á 38,5 Mudder. Vorum með verulega frumlega gerð af Loran, hann sýndi ekki einu sinni lengd og breidd bara tímamismun á púlsum frá Lorandsendum. Sýni kannski myndir seinna nýliðum til hvatningar.
Þetta er allt hægt ef menn hafa gaman af þessu, einhversstaðar verða menn að byrja.
Ferðakveðjur
Snorri.
R16
08.11.2006 at 00:20 #566578Bara rétt að skjóta því að af því að bæði Skúli og Óli minnast á það að þá er Trúðaferðin um næstu helgi opin fyrir 35" +. En þó með þeim skilyrðum að menn hleypi úr dekkjum þegar þarf og séu tilbúnir að skilja bílana eftir og fá far með stærri bílum ef fararstjórar ákveða að þess sé þörf.
Í fyrra fóru einmitt einn 35" og einn 37" bílar með okkur af stað en þegar við vorum hálfnaðir sáum við að þetta myndi aldrei ganga og því voru þeir bílar bara skildir eftir og haldið áfram á 38" og 44" bílum – allir komust í Setrið og var bara gaman. Hinir bílarir voru svo sóttir á sunnudegi.
Ég fór sjálfur í nýliðaferð á 35" bíl og þar voru bara þrír á þeirri stærð þrátt fyrir að þá hefðu verið miklar yfirlýsingar a vefnum um nauðsyn ferða fyrir minna breytta. Þessi ferð var í lok nóvember og var farið á Hveravelli – allir 35" bílarnir komust á leiðarenda en þurftu að sjálfsögðu oft aðstoð.
Benni
08.11.2006 at 01:16 #566580. . . kannski er þetta innslag eins og skrattinn úr sauðaleggnum . . . . en ég nenni ekki að lesa þetta spjaldanna á milli.
Snild þessi ferð sem Benedikt lýsir hér á undan. Er þessi félagsskapur ekki einmitt það sem þetta gengur út á. Allir velkomnir og þeir sem komast ekki lengra fá bara far.
Persónulega finnst mér ekki skipta máli hvernig bílum menn aka um á. Ef félagskapurinn er góður verður ferðin góð.
Meðan dósin gengur og sæti er laust eru ferðafélagar velkomnir í minn bíl.
08.11.2006 at 07:28 #566582Það er rétt að árétta að í hverri einustu ferð okkar í Litludeildinni hafa óbreyttir bílar verið með í för og satt best að segja hafa eigendur og ökumen þessara bíla verið að sanna trekk í trekk að þessir bílar eiga fullt erindi inn á fjöll allann ársins hring,og þó að Magnús tali um þessa einu ferð þar sem hann var einn á 30"þá í sömu ferð var fullvaxin ameriskur pikup á 35" ætli svoleiðis bíll sé ekki um 2-2,5 tonn og var bara gaman hjá honum.
En hleypa úr dekkjum er réttilega grunnurinn að því að ferðast að vetrarlagi.
Litlanefndin er með 8 ferðir ef Slúttið er tekið með,yfir veturinn,í öllum þessum ferðum er gert ráð fyrir óbreyttum bílum og í öllum þessum ferðum eru nýliðar á stórum bílum með,í öllum ferðum eru stóru bílarnir að festa sig ekkert síður en litlu þessu til staðfestingar mætti telja upp atvik úr hverri einustu ferð,óbreytt Masta flaut um allan langaskafl með 6p í dekkjum,Toyjota á 29"þæfðí í gegnum alla skafla á leið í Árbúðir,óbreyttur Cerokee þurfti litla sem enga hjálp á leiðinni í Landmannalaugar,samskonar bíl fór í Árbúðir og þurfti litla hjálp þar sem 44" bílar voru í mesta basli,svona dæmi má telja upp úr hverri einustu ferð,Í þessum ferðum hafa allir sem einn verið að hafa gaman af þessu og enginn verið að spyrja um dekkjastærð ef aðstoð vantar,ég einfaldlega segi að hafir þú áhuga á að koma í vetrarferð með 4×4 þá finnur þú örugglega ferð sem hentar þínum jeppa og ert 100% öruggur um að þér verður veitt öll sú aðstoð sem þarf og lærir um leið á bílinn þinn,og eftir 1-2 ferðir átt þú að vera nægilega fróður um að velja það færi sem hentar þér og melda þig í þær ferðir sem falla að því,en af 8 skipulögðum vetrarferðum hlýtur ein eða tvær að henta þinni gerð af jeppling/jeppa,og ef ferðaplan klúbbsins er skoðað þá er varla ein laus helgi allann vetrurinn og ef einstaklingar geta ekki fundið sér eitthvað við hæfi þá er úr vöndu að ráða og frekar ill við að gera að finna pláss fyrir slíka ferð.
Erum við ekki komin aftur að því að spyrja hvað er jeppi og hvað ekki?????
Kveðja Klakinn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.