Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Hvað er Jeppi og hvað ekki
This topic contains 48 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 18 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.11.2006 at 22:28 #198882
Ég fékk email sem fjallaði um að Litladeildin ætti að endurskoða stöðu sýna varðandi dekkjastærð i ferðum og stærri en 35″ ættu ekki að fá að fara með því það að mati bréfritara útilokaði jepplinga frá ferðum,þetta er athyglisvert mail og ekki síst fyrir það að bréfritari telur okkur vera á rangri leið með að hleypa stærri bílum með í ferðir.
Hvað er Þá jeppi????
ég lagði þessa spurningu fyrir Einar Sól í gærkveldi og hann sagði mér að ,,jepplingar“væru skráðir sem fólksbílar og væru þar af leiðandi ekki jeppar,alment virðast menn miða við að skilgreiningin jeppi sé miðuð við að ökutækið hafi hátt og lágt drif,nú ættla ég ekki að dæma um hvort sé rétt eða rangt,heldur leggja út frá akstri í snjó og þeirri einföldu staðreynd að í vetrarferðum er það grunnurinn að hægt sé að hleypa úr dekkjum til að auka flot, ef það er ekki hægt vegna þess að drifbúnaður leyfir það ekki hvað þá ??,óbreyttir ,,jeppar“ komast ótrúlega mikið einmitt vegna þess að drifbúnaðurinn leyfir úrhleypingar og lágadrifið þyngra átak.og aftur og aftur í ferðum Litlunefndar sannast þessi staðreynd,þegar óbreyttir jeppar með klára ökumenn eru að keyra djöfsa ráðalausann.
Ég set þetta hérna til að fá umræður um þessi mál,bæði með og á móti,og nú er um að gera að segja sína skoðun.
Kv Klakinn -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.11.2006 at 15:31 #566528
bbbb
04.11.2006 at 15:57 #566530Reyndu þá að hafa meira vit í skrifum en komið hefur fram,og notaðu alla þína félagsreynslu til að fjalla málefnalega um það sem verið er að fjalla um,þetta snýst ekki um mína persónu,heldur email sem ég fékk,ef þú ekki skilur það gef ég lítið fyrir alla þína aksturs og félagsreynslu,og ættla mér ekki að svara þér meir í þessum dúr.
Kveðja Klakinn
04.11.2006 at 20:59 #566532
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn!
Nei í alvöru afhverju getur littladeildinn ekki sett takmörk eins og hinn hlutinn alltsvo þegar 44"+ ferðir eru farnar þá heyrir maður ekki 38" kallana væla og skæla þeir fara bara í aðra ferð. Eins með smábílana, sumar ferðir henta bara 33" og uppúr og sumar fyrir alla.
En ef það eru enginn takmörk á gerð og búnaði þá þíðir ekkert að vera að grenja yfir því að hafa minni bíla í togi.
Svo nú er bara timi fyrir Rav gaurinn að skella sér á einn fullorðins, brenna í fyrsta snjóskafl og sína aksturshæfni sína.
Með 4hjóla drifskveðju.
Siggi g
05.11.2006 at 01:15 #566534ein lausn,þar að segja ef við gerum nokkuð í því að breyta okkar vinnureglum,það ætti að vera hverjum þeim sem kemur í ferðir með okkur á jeppling nokkuð ljóst hvort hann telji bílinn vera færann um þetta eftir eina ferð,eins og Gunnar Már segir líka í öðrum pistli,snjór að hausti er töluvert erfiðari að þæfa í gegnum heldur en vel frosin og þéttur snjór í jan og seinna,svo er alltaf möguleiki á að gera sér ferð fyrir svona bíla eins og komið hefur fram,það eru jú sér kvennaferðir,nýliðaferðir eru skiptar upp í mismunandi efiðar leiðir,spurningin er bara þessi hvort við eigum að draga mörk og þá hvar.????
Kv Klakinn
05.11.2006 at 06:10 #566536;->
05.11.2006 at 13:26 #566538Leiðarljós Litludeildarinnar.
Koma á formuðum félagsskap (undirdeild) sem miðast við getu 4×4 bíla lítið sem ekki breyttum. Hópurinn skal vera opinn öllum, óháð dekkjastærð, og leitast við að hafa góða samvinnu innann 4×4. Leitast við að koma á samskonar deildum í öllum 4×4 deildum um land allt.
Var þetta ekki upphafið??
Tel að Litludeildarferðir séu mjög góður vettfangur fyrir alla sem vilja prófa þessar aðstæður, stækkar fólk ekki hjá sér ef það vill og getur? Ég byrjaði á 29,5" og er kominn uppí 36".
Ef menn geta ekki hleypt úr vegna hitavandamála, þarf bara að lagfæra það. Ég beintengdi aðra viftuna hjá mér í fyrra í einni ferðinni og lagaði svo vandamálið þegar ég kom heim.29"++++kveðja.
SÞL
05.11.2006 at 20:45 #566540Þarf þetta nokkuð að vera svo flókið. Litla deildin gegnir ákveðnu hlutverki eins og lýst er hérna fyrir ofan og sinnir því ágætlega. Það er samt ekkert að því að hún standi fyrir ferðum þar sem setja þarf einhver tiltekin skilyrði fyrir þátttöku ef aðstæður kalla á það, hvort sem það er dekkjastærð, hátt og lágt drif (semsagt skilyrði að bílarnir séu [b:10dpir1a]jeppar[/b:10dpir1a]), eða eins og eik leggur til að það sé skilyrði að hleypa úr sem er jú auðvitað ‘the name of the game’ við snjóakstur og eitt af grundvallaratriðinum sem litla deildin er að kenna fólki. Stundum er mikið eða alfarið verið að aka á auðu og þá þarf kannski ekki þessi skilyrði. En það er fararstjóranna í hverri ferð að ákveða hvaða skilyrði þeir setja, ábyrgðin er jú þeirra.
Varðandi þá hugmynd að stofna jepplingadeild eða sérferðir fyrir þá sem eru svona búnir, þá vaknar spurningin hvort raunverulega sé þörf á því. Er þetta nema einn bíll? Það væri frekar einmannaleg deild.
Kv – Skúli
05.11.2006 at 20:58 #566542Þetta er markmið Litlunefndar og hefur greinilega náð tilættluðum árangri,en mér finnst mér eiginlega bera skylda til að koma af stað umræðu um málið,ekki það engin sem starfar í okkar ferðum hefur gert athugasemdir eða talið eftir sér að aðstoða alla þá sem koma í ferðir með okkur og á ég ekki von á að verði breyting á,því við einfaldlega höfum svo gaman af þessum ferðum.
En við værum einfaldlega ekki að standa okkur ef við værum ekki að skoða þessi mál,stöðnun í þessu er ekki góð,en miðað við viðbrögðin hérna þá erum við á réttri leið.
En ættla þú ekki að koma í ferð með okkur fljótlega rbon.????Kv Klakinn
ps það er rétt hjá Skúla fararstjóri í hverri ferð ræður hverjir eða hvernig búnir bílar koma með og trúlega er málið í bestum farvegi þannig óbreytt.
06.11.2006 at 08:16 #566544Það er ekki til einfalt svar við því hvað er jeppi og hvað ekki. Á [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/2082:2h08lfob]þessum þræði[/url:2h08lfob] voru ýmsar skilgreiningar prófaðar.
Það er mín sannfæring, bygggð á nokkurri reynslu, að í öllum jeppaferðum verði að ætlast til þess að þátttakendur fari að fyrirmælum fararstjóra um þrýsting í hjólbörðum, ef menn sætta sig ekki við þetta, þá geta þeir setið heima. Þetta er ekki bara spurning um að komast áfram á snjó, þetta er snýst líka um að lágmarka hættu á náttúru- og vegasekemmdum.
-Einar
06.11.2006 at 08:55 #566546Það sem þarf helst að (endur)skoða fyrir þessar ferðir þó það séu dagsferðir að bílarnir séu látnir skrá sig í ferðina einum eða tveim dögum áður þannig að maður sjái hvernig bílar eru að fara í ferðina. Þó svo að einhverjum detti í hug að skella sér um morguninn þá getur hann komið en helt over að maður hafi yfirlit yfir stærð og fjölda bíla.
Þá ætti líka að koma í ljós hvort að það þurfi að biðja einhvern að sitja ferðina af sér í það skiptið.kv. stef…eftirfari….
06.11.2006 at 10:21 #566548Í lögum félagsins (2005 hósthóst…) er talað um "fjórhjóladrifsbifreiðum" og breiddin í þeim flokki er talsverð. Jepplingar og "jeppar" eru skráðir í sama ökutækjaflokk hjá US (M1) svo ekki er hægt að nota bjúrókratana til að hjálpa sér við að greina á milli.
Ég fór í mína fyrstu ferð með Litludeildinni en ég hafði tekið þá ákvörðun að stökkva dálítið út í djúpu laugina (eins og svo oft áður…) og fór í þá ferð á 38". Ef mér hefði verið bannað að fara í þá ferð sökum stærðar hefði mjög fátt verið í boði fyrir mig til að byrja á.
Ef það á að fara að takmarka eitthvað í hvorn endann sem það er þá er það mjög erfitt og eina sem hljómar vitrænt er að fararstjóri í hverri ferð geti byggt á eigin dómgreind óskað eftir að ákveðnir bílar sitji hjá. Ég er líka sammála því að það sé ágætt að hafa "meldingar" um ferðir bæði til að fararstjóri geti vitað betur hverju hann á von á í fjölda og stærð. Ef fjöldinn er mikill gæti þurft fleiri til að halda utan um hópinn og ef hópurinn er bara 38" og yfir má etv velja sér aðeins aðra leið heldur en ef öll breiddin er með í för.
Það mætti jafnvel setja ferðir í þyngdar/erfiðleikaflokka eins og hjá Útivist sem eru með ágætis töflu:
[img:1mq3jahf]http://www.utivist.is/utivist/upload/images/templates/vidmidunartafla-jeppar.gif[/img:1mq3jahf]
Erfiðleikastig jeppaferða:
* Lítið. Harðfenni, dregið í skafla á stöku stað. Þéttur og þjappaður snjór.
* Meðal. Þéttur snjór lítið um púðursnjó eða erfiða skafla, nokkuð um skarir.
* Mikið. Jöklar, nýfallinn djúpur snjór. (sjá [url=http://www.utivist.is/ferdaaaetlun/:1mq3jahf]Útivist[/url:1mq3jahf]).Svo væri einnig hægt að sérmerkja ferðir þar sem aksturinn væri ekki í fyrsta sæti og gæti t.d. hentað þeim sem vilja taka alla fjölskylduna með.
06.11.2006 at 11:01 #566550Nú verð ég bara að sitja heima. Þar sem ég á bara óbreyttan bíl, og má bara fara þegar það er harðfeni og skaflar á stöku stað. Árans.
iss piss
skrúfu á kúluna ….blue submarine eftir skipaskurðunum.
Já en sammála er ég því að það verða að vera takmörk
svo einfaldara sé fyrir fararstjóra að "útiloka bíla eða beina annað" sem eru ekki næginlega vel útbúnir fyrir vetrarferðir.
Tryggvi ertu þú ekki bara á 38" skurðarskífum ?
06.11.2006 at 11:16 #566552Jú vonandi kemst ég í næstu ferð, var að eignast 4 barnið núna rétt fyrir síðustu ferð (þ.e 18/10) og ákvað að bíða til þeirrar næstu og sinna heimilinu í staðinn.
Reyni að koma galvaskur með í næstu ferð:)
kv.Svavar.
06.11.2006 at 12:17 #566554Jú jú MMC ég er það víst svo ekki er ég í eiginhagsmunapoti með þessu 😉 Það eru samt aðgerðir á teikniborðinu sem opna ýmsa möguleika hjá mér á næstunni 😉 Ætli það verði ekki framvegis að 38" (og minna) fái ekki að fara upp á fjöll milli 1. sept og 1. júní nema í fylgd með alvöru 49" amerískum fjallabílum.
Annars finnst mér þessi tafla Útivistar ágæt því hún gefur tvær víddir (erfiðleikaflokk ferðar OG þyngd bíls) í staðinn fyrir einvíðu flokkunina sem er í þyngdartöflunni góðu sem svo oft hefur verið vitnað í og rifist um hér á vefnum.
06.11.2006 at 12:29 #566556Útivistar taflan er alls ekki svo galin. Hún hefur þó tvo galla, tölurnar í þyngdardálkinum eru nær eiginþyngd heldur en heildarþyngd, þó dálkurinn sé merktur sem slíkur. Einnig er ekki gert ráð fyrir 36" dekkjum.
Ef menn vilja fá nákvæmari samanburð, sem tekur tillit til þyngdardreifingar, breiddar og þvermáls felgu og breiddar dekks, þá er hægt að mæla mesta mögulega flot beint, eins og ég [b:3evwyz4k][url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/8365:3evwyz4k]lýsi hér[/url:3evwyz4k][/b:3evwyz4k].
-Einar (sem er sjaldnast gjaldgengur í ferðir 4×4 vegna skósmæðar)
06.11.2006 at 13:10 #566558Hér hafa menn gleymt uppruna sínum og til hvers var stofnað þegar litladeildin var sett á laggirnar.
Litladeildin var stofnuð til að félagsmenn og aðrir aðilar sem ekki hafa yfir torfærubílum að ráða geti ferðast í skipulögðum ferðum Ferðaklúbbs 4X4, þannig að þeir þurfi ekki að ofbjóða bílum sínum með úrhleypingum og/eða að hanga aftan í sér útbúnum jeppum. Nú er það svo að forráðamenn litludeildarinnar, allavega formaðurinn, er á “jeppa !“ sem getur vissulega haft áhrif á leiðarval.
Þess vegna er mín ráðlegging til forráðamanna Litludeildarinnar “látið þá sem eru á litlu bílunum skipuleggja ferðirnar“, ekki búa til einhver regluverk eða viðmið sem engin nennir að fara eftir. Látið þá setja reglurnar fyrir hverja ferð, eins og vindbelgir segja “lágmark 44“ í þessa ferð“. Þá geta þeir sem skipuleggja litludeildarferðir sagt “hámark 32“ í þessa ferð“ en það verða tveir 38“ bílar með til öryggis, eða hvað sem skipuleggjendum dettur í hug.
Það er óþarfi að gera einfalda hluti flókna.
Kv. vals.
06.11.2006 at 13:27 #566560Nú er ég eiginlega alveg hægt að skilja nokkuð hlut.
Enda ,,vitlaus,, með eindæmum og ,,asshole,, í þokkabót.
—
Ég get ekki séð að það komi því við hvernig dekkjastærð fyrirfari litludeildarinnar er á, komi málinu við. Ferðirnar sem hafa verið farnar eru miðaðar út frá litlu jeppunum og hefur það bara gengið vel hingað til…
…
Ég skil ekki heldur af hverju á að takmarka fjölda stóru bílana þetta snýst ekki um það heldur…
Margir þeirra konur/menn eru óvön bílunum sínum og er þetta rétti vettvangurinn að kynnast þeim, læra af öðrum og að hjálpast að í ferðum…
Málið snýst um að í vetraferð er frumskilyrði að geta hleypt úr…
Ég held að þeir litlu bílar sem eru að koma í ferðirnar séu ekki að biðja um fylgd á þjóðveginum enda eru flestir þeirra fullfærir um að komast það.
…Einhver staðar verður að setja mörkin fyrir vetraferðirnar og það er málið. Er of mikils til ætlast að menn geti hleypt úr dekkjunum…
kv. stef.
sem ætlar aldrei aftur í vetrarferð ef hún þarf að fara hleypa lofti úr fínu dekkjunum sínum…sem hún var að setja í.
06.11.2006 at 13:40 #566562Nú er ég eignlega alveg sammála Val – þegar farið var af stað með þessa deild þá var þetta hugmyndin – að ferðirnar væru fyrir minna breytta bíla og það yrðu allataf einhverjir 38"+ með til öryggis.
Ég var með í þessu í upphafi og fór nokkrar ferðir með deildinni, m.a. minnir mig að ég hafi verið eini 38" bíllinn sem fór inn í Landmannalaugar, og á Mýrdalsjökli vorum við örfá á 38" bílum. En í báðum ferðum fór ég fremstur – m.a. af því að það þurfti einhvern með öll siglingatæki og ferla í lagi (og kunnáttu til að nota þau).
Og það er nú oftar þannig að við sem erum á meira breyttu bílunum erum búnir að ferðast töluvert og þekkjum leiðir og eigum ferla. Það þarf því ekki alltaf að vera vegna færis sem stærri bílarnir lenda fremstir.
En Litladeildin er og verður sá vetvangur innan 4×4 sem margir líta á sem góðan upphafspunkt innan klúbbsins – ég byrjaði sjálfur þar á 35" bíl.
Þess vegna tel ég að það eigi ekki að setja neinar takmarkanir í þessar ferðir nema að færi gefi tilefni til og þá er það fararstjórinn sem ákveður það. Þannig er ekkert að því að fara með Rav inn á jökul í góðu færi og veðri – á sama hátt á slíkur bíll lítið erindi inn á hálendið í dag.
Það sama má segja um stærri bílana – það eru líka óreyndir aðilar á svoleiðis bílum sem þurfa að fara léttari ferðir með reyndari aðilum til að læra. T.d. fór konan mín sína fyrstu ferð ein í fyrra – þá fór hún í kvennaferð litludeildar – á 44" bíl með öllu sem hægt er að setja í svoleiðis bíl…. En hún var það óvön og þekkti fáa að hún treysti sér ekki í stóru kvennaferðina.
Þannig sé ég ekki að það þurfi að gera neinar breytingar á deildinni og ég tel hana vera á réttri leið í dag – þó er eitt framkvæmdaratriði sem þarf að skoða og það er að skrá í dagsferðir, eins og Stefanía bendir á – öðruvísi geta fararstjórar ekki haft þá yfirsýn sem þarf.
Benni
06.11.2006 at 15:51 #566564Verð ég þá ekki að vera ósammála vals ;)? Litladeildin hefur líka verið meira í dagsferðum sem eru "litlar" þó það komi dekkjastærð ekkert við. Svo er alltaf spurning hvort dekkjaverðbólga sé ekki búin að vera það mikil síðustu ár að það myndi ekki takast að manna ferð sem væri með hámarksdekkjastærð 😉
En svona að öllu gríni slepptu þá finnst mér gott mál að Litladeildin sé að velta þessu fyrir sér og pæla í sínum málum. Ekkert nema gott um það að segja og skráning fyrir dagsferðir ætti að gefa fararstjórum meiri upplýsingar til að geta skipulagt ferðir í samræmi við hópinn.
07.11.2006 at 11:49 #566566Svona til að upplýsa um vinnureglur okkar í Litlunefnd,þá er það eftir spjall fram og til baka um leiðir og færð og annað sem viðkemur dagsferð,þá er eitthverjum 1-2 falið að taka að sér ferðina og ráða þeir alfarið hvaða leið og hvert er farið án afskipta annara í nefndinni,en alltaf er leiðarval miðað við minnstu dekkjastærðir,eins er þeim sem eru með ferðina í sjálfsvald sett hvort ferð er blásin af vegna frétta af færð eða snúið við við vegna færðar,sú vinnuregla hefur einnig verið tekin upp eftir athugasemdir,að það er ekki settur spotti í bíl nema ökumaður óski eftir því,því oft eru félagar saman í ferð á 2 bílum og vilja vera sem mest sjálfbjarga,og bara gott mál,oft er það eina sem þarf er að gefa ráð um loftmagn í dekkjum eða eitthvert annað sem dugar til að viðkomandi þarf ekki neina hjálp,hvað varðar mig þar sem enn og aftur er bent á að ég er á 38" og það stjórni leiðarvali,þá er ég undantekningarlaust aftasti bíll,og hef sem slíkur það eina hlutverk að tryggja að allir séu með og hæga á hópnum ef bil á milli bíla lengist óhóflega,það er einn 35" bíll í nefndinni ef þannig má að orði komast og einn 33" og er 35" bíllinn alltaf fremstur í ferðum sem hann fer í,Stefán og Kjartan hafa verið mest fararstjórar og ég fullyrði að þeir leggja sig alla fram um að velja leiðir sem örugglega eru fyrir alla,og þeir báðir ásamt öllum sem starfað hafa í nefndinni með mér leggja mikið á sig til að hver og ein ferð gangi upp og allir séu ánægðir og eftir ummælum hér á vefnum hefur þeim tekist vel upp,þó alltaf megi halda vöku sinni og við vinnum stöðugt í að auka öryggi í ferðum og hvernig best sé að koma fræðslu til skila í hverri ferð,en eitt er rangt hjá þér Vals og það er varðandi úrhleypingar,á þær er hverig minst,heldur að gera öllum jeppamönnum kleyft að ferðast með í vetrarferðum.
Við í nefndinni eigum eftir að fara yfir þessi mál og ég get ekkert sagt um hver niðurstaðan verður,en allar athugasemdi sem komið hafa fram verða skoðaðar,en fararstjóri hverrar ferðar fyrir sig verður sá sem hefur allaf síðasta orðið um hverja ferð.
Kveðja Klakinn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.