Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Hvað er Jeppi og hvað ekki
This topic contains 48 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 18 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.11.2006 at 22:28 #198882
Ég fékk email sem fjallaði um að Litladeildin ætti að endurskoða stöðu sýna varðandi dekkjastærð i ferðum og stærri en 35″ ættu ekki að fá að fara með því það að mati bréfritara útilokaði jepplinga frá ferðum,þetta er athyglisvert mail og ekki síst fyrir það að bréfritari telur okkur vera á rangri leið með að hleypa stærri bílum með í ferðir.
Hvað er Þá jeppi????
ég lagði þessa spurningu fyrir Einar Sól í gærkveldi og hann sagði mér að ,,jepplingar“væru skráðir sem fólksbílar og væru þar af leiðandi ekki jeppar,alment virðast menn miða við að skilgreiningin jeppi sé miðuð við að ökutækið hafi hátt og lágt drif,nú ættla ég ekki að dæma um hvort sé rétt eða rangt,heldur leggja út frá akstri í snjó og þeirri einföldu staðreynd að í vetrarferðum er það grunnurinn að hægt sé að hleypa úr dekkjum til að auka flot, ef það er ekki hægt vegna þess að drifbúnaður leyfir það ekki hvað þá ??,óbreyttir ,,jeppar“ komast ótrúlega mikið einmitt vegna þess að drifbúnaðurinn leyfir úrhleypingar og lágadrifið þyngra átak.og aftur og aftur í ferðum Litlunefndar sannast þessi staðreynd,þegar óbreyttir jeppar með klára ökumenn eru að keyra djöfsa ráðalausann.
Ég set þetta hérna til að fá umræður um þessi mál,bæði með og á móti,og nú er um að gera að segja sína skoðun.
Kv Klakinn -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.11.2006 at 22:40 #566488
Er ekki einfaldast fyrir nefndina að passa bara upp á það að hlutfall mikið breyttra jappa fari ekki upp fyrir vist hlutfall þátttakenda hverju sinni t,d væri hægt að miða við 25% þátttakenda mætti vera á 38 tommu +. Því að það hlítur að vera gott að hafa nokkra stærri jeppa með í ferðum.
03.11.2006 at 23:06 #566490Ætli menn séu að óska eftir smábíladeild.
Svo ég skjóti nú á einn ónefdan. "þá er gott að hafa skynsemina með í för" Þeas maður fer ekki á jökul á nánast óbreyttum bíl að öllu jöfnu. Nema það sé 15° frost og harðfeni.
Það er erfitt að gera öllum til geðs.
Hvernig væri að þeir sem eru á wannabe jeppum hópi sig saman og fari td á úlfarsfell. Eða keyri jafnvel Heiðmerkurhringinn þegar það er kominn smásnjór 😉
Ég skal koma með á fíatinum mínum.
.
En að öllu gamni slepptu er þá ekki bara hægt að skipta hópnnum í litludeildinni í 2 hópa…. (þaes ef færið verður það erfitt)
þeas 1 hópur stærri bíla og svo þeir minni saman ásamt ca 2-4 38" bílum til að draga þegar á þarf að halda.
.
Það er stór hópur sem er að fara í sínar fyrstu ferðir á breyttum 38" jeppum og tilvalið að fá að fara með litludeildinni til að byrja með. Því er ég ósammála því að
takmarka 38" jeppa í þeim ferðum.
03.11.2006 at 23:15 #566492Mín skoðun er sú að það eigi ekki að takmarka þessar ferðir við bíla af tiltekinni gerð, eða við tilteknar stærðir hjólbarða.
Fyrir daga Litludeilarinnar stóð Umhverfisnefnd að 3 nýliðaferðum, í öllum þessum ferðum var farið á jökul að vetri til. Ekki voru gerðar sérstakar kröfur um dekkjastærð, en það var tilskylið að menn væru tilbúnir að hleypa úr níður í 3 psi, og þar með bíllinn væri nægilega léttur miðað við dekkjastærð, til þess að það væri hægt. Ef ökumaður er ekki tilbúinn til þess að sleppa loftinu úr dekkjum, þá á sá hinn sami ekkert erindi í vetrar eða jöklaferðir, óháð því hvernig bíllinn er búinn að öðru leyti.Talan sem ég nefndi er ekki heilög, í styttri ferðir og þegar færi er gott mætti miða við 5-6 psi, eða jafnvel 8-10. Þar með hafa alveg óbreyttir bílar möguleika á að koma með.
Þetta með millikassann er misskilningur, ef hleypt er úr í akstri á snjó, þá reynir það minna drif og vélbúnað heldur en reynt er að keyra á harðpumpuðu. Það er alltaf kostur að hafa lágt drif, en það er hægt að komast helling án þess. Mest af því sem ég fer á mínum núverandi bíl, keyri ég í háadrifinu, m.a. vegna þess að hann er það lágt gíraður að maður ekur lítið fyrir 50 km/klst í lágadrifinu.
-Einar
03.11.2006 at 23:23 #566494Mín skoðun er sú að litla nefndin sé fyrir jeppa óháð dekkjastærð og þá sem eru að byrja í sportinu. Það eru margir á 38" bílum sem hafa enga reynslu og vilja byrja einhvers staðar, mér finnst ekki rétt að útiloka þá. Hins vegar þurfa þeir að sætta sig við að komast kannski ekki áætlaða leið á enda ef að litlu bílarnir eru í miklum vandræðum. Sbr. var gert á Langjökli sl. febrúar þá var hætt við að fara áfram upp á jökul og haldið niður í Slunkaríki og gekk það bara vel og allir sáttir. Í ferðinni sem var farin sl. laugardag voru engin af óbreyttum/minna breyttum jeppum í vandræðum eftir að stórir bílar voru settir fyrir framan. Ef að það hefðu komið upp vandamál þá hefði einfaldlega verið leikið sér á staðnum og snúið svo við sennilega sömu leið og gert eitthvað gott úr deginum. Það var hins vegar með í för það sem ég kýs að kalla jepplingur og að sögn eiganda átti hann ekki tök á að hleypa neinu lofti úr dekkjunum þó að hann væri á 31". Held ég að þar með sé grunnurinn fyrir vetrarferðum sé brostinn. Ef hann fór fyrir eigin vélarafli þá bara spólaði hann. Átti að breyta ferðaáætlun 21 bíls út af 1 bíl sem varla telst falla undir skilgreininguna jeppi eða gera eins og gert var taka hann í tog yfir erfiðustu hjallana og halda áfram för og allir með. Ég trúi því alveg að eigandinn hafi ekki verið sérstaklega ánægður með för sína en reyndum við að gera gott úr þessu og hafa gaman af. Þetta snýst líka um að hjálpast að. Þessi bíll hefur ferðast með litlu nefndinni í sumarferðum og bara gengið vel en ég fullyrði það að hann er ekki bíll til að fara í vetrarferðir nema að miklar frosthörkur hafi verið dagana á undan því eins og áður segir þá getur hann ekki hleypt einu pundi úr dekkjunum… það segir sig sjálft.
kv. stef.
03.11.2006 at 23:32 #566496Það að takmarka fjölda bíla á stærri dekkjum er eins og að útiloka for(d)manninn úr ferðum af því að hann er á miklu stærri dekkjum en hinir bílarnir. Málið er ofureinfalt … það eru minni jepparnir sem stjórna hversu langt er farið. En við verðum að takmarka bílana við JEPPA.
kv. stef.
03.11.2006 at 23:36 #566498Af hvaða ástæðum gat þessi maður ekki hleypt úr 31" dekkjum? Ég hef hleypt lofti úr dekkjum á fólksbílum til að ná betra gripi í snjó með ágætum árangri. ??? Svona léttur bíll á 31" ætti að geta ýmislegt þó að hann vanti væntanleg tilfinnanlega lægri gírun.
03.11.2006 at 23:40 #566500Það held ég að sé alveg klárt að Jepplingar,eru ekki Jeppar í vetrarferðar inná hálendi.
En það má líka fara ferðar sem þeir komast með.Jóhannes
03.11.2006 at 23:40 #566502Tvær útskýringar frá eiganda…
drifbúnaðurinn þolir það ekki og að
hann lækkar þá enn meira heldur en hann er.
Eins og fram kemur í sögu hans á myndasíðunni… meðan stóru bílarnir hleyptu úr þá gerði hann það ekki.
Menn verða að þekkja sín takmörk… þess vegna skildi ég minn bíl eftir heima og fór á lánsbíl.Þar sem ég er einn af þessum wannabe jeppaeigendum þá var minn fyrsti jeppi (hinn jeppinn ;->) lada sport og setti ég 30" dekk undir hann og fór heilan helling… og ef hann komst ekki lengra þá fór ég bara út með skófluna og hjálpaði honum… en n.b. ég hleypti líka loftinu úr dekkjunum.
…kv. stef.
04.11.2006 at 07:12 #566504Ég hef verið að velta þessu fyrir mér og í ljósi þess er við í litlunefndinni höfum verið að gera og einnig hvernig upphafið að Litlunefndinni var tilkomið,eins og komið hefur fram þá eru margir sem eru að byrja sína jeppamensku á stærri dekkjum og hafa ferðir okkar verið að mínu mati ákjósanlegur vettvangur til slíks,þar sem ferðin snýst í raun um að hafa gaman af þessu ekki endileg að komast sem lengst,heldur prufa bílinn og læra á hann og hvað hann getur,þetta er nákvæmlega það sem félagar á óbreyttum bílum eru líka að gera og eins og Stefanía bendir réttilega á þá er bara snúið við ef færið er of erfitt og allir ánægðir.Eik bendir á að það létti á drifbúnaði þegar hleypt er úr dekkjum,það er rétt en færið þyngist og jafnvel stórir bílar byrja að hita sig ef ekki er skipt í lágadrifið,marg oft hef ég bent mönnum á að setja bílinn í lága þegar viðkomandi kvartar um að bíllinn er farinn a ðhita sig og þá hverfur það vandamál.
Ég er ekki í vafa um að það sé ekki vandamál að hleypa úr til að bjarga sér yfir skafl á planinu heima,málið getur verið erfiðara þega keyra á kanske með 4-6p í dekkjum heilann dag.Er ekki málið að þessir jepplingar eru einfaldlega ekki í stakk búnnir til að takast á við ferðir sem slíkar???? á að snúa við vegna þess að 1 bíll af 10-20-30 er ekki fær um að komast yfir smæstu fyrirstöður og geta ekki ekið á úrhleyptu,og þess vegna í spotta meira og minna frá upphafi ferða til loka.Hvar á að draga mörkin????? Ég hallast að því að eigendur jepplinga verði að skoða þann möguleika,að skipuleggja ferðir sjálfir eða velja bara að fara þegar færið er Subarufært.
Jóhannes hefur minn mig á að þega við fórum okkar fyrstu ferð áður en Litladeildin var til þá fóru sumir á Skjaldbreið sumir fóru ekki lengra en í hlíðarnar og allir voru sáttir við daginn,Lada sport fór á toppinn en nota bene þá er hún með hátt og lágt drif og læsingu í millikassa.Er ekki málið að hérna verði bara að draga mörkin.??? Ég hallast að því að svo sé,sér ferð fyrir svona jepplinga er að mínu mati ekki svo galið dæmi,fréttir af færð berast reglulega yfir veturinn og því létt mál að koma slíkri ferð á þegar færið gefur kost á slíku.Ég tel af og frá að fara að takmarka þáttöku stærri dekkja,og eins og hefur verið bennt á þá eru óbreyttir bílar sem geta ekið á úrhleyptu að spjara sig flott eins og dæmin sanna,Ég hallast meira og meira að þessu marki.
Kv Klakinn
04.11.2006 at 07:22 #566506Í þessu tilfelli sem nefnt var hér að ofan þá var það bílstjórinn, ekki bíllinn sem var takmarkandi. Svona léttur bíll, á 31" dekkjum getur alveg farið niður í 3-4 psi, og byrjar ekki að lækka neitt sem heitir fyrr en komð er niður fyrir 10 psi.
Ég hef oft heyrt sögur úr ferðum, þar sem ferðafélagarnir þurftu að minnki loftið í dekkjum, meðan eigandinn sá ekki til, til þess að menn kæmust eitthvað áfram. Þetta er greinilega ennþá til, þá það sé orðið sjaldgæfara.Ég held að menn ættu vara sig á að láta aðra gjalda fyrir sérvisku eins manns.
Í ferðum þar sem ólíkir bílar ferðast saman er mikilvægt menn séu samstíga í úrhleypingum. Stóru bílarnir geta oft komist lengra með hart í dekkjum en þeir minni, en þá gera þeir svo djúp hjólför að það er hætt við því að minni bílar setjist á kviðinn.
-Einar
04.11.2006 at 08:09 #566508Mér finnst vanta svolítið að eigendur eða ökumenn jepplinga segi sína skoðun á þessu máli.
Hvað varðar þennann bíl sem Stefanía talar um þá er það einföld staðreynd að hann er búinn að koma með á jökul og nokkrar aðrar ferðir,þannig að ég trúi honum þegar hann segir að bíllinn hiti sig þegar ekið er á úrhleyptu,en ég vildi gjarnan fá fleirri en hann á svona bílum til að tjá sig.
Hvað varðar sérvisku eins mans þá er verið að ræða málin og fá fram sjónarmið sem annað hvort styðja það sem hann segir eða eru á móti því,í öllu falli finnst mér að það eigi að ræða málin og skoða niðurstöður áður en eitthvað verður gert eða ekki gert.Kv Klakinn
04.11.2006 at 08:36 #566510bbbj
04.11.2006 at 08:58 #566512Ef þú hefur lesið póstana hér fyrir ofan þá er ekki verið að tala um að fólk þurfi að vera á stórum jeppa en …
engu að síður þá þarf það að vera á jeppa og vera tilbúið til að hleypa úr.
Hvort einhver keyrir strætó eða ekki sé ég ekki hvað komi málinu við.kv. stef.
04.11.2006 at 09:28 #566514bbbbbj
04.11.2006 at 10:06 #566516gera á fjöllum á svo illa búnum bíl, ef ekki er hægt að hleypa úr dekkjunum á þess að bíllinn hiti sig á sá sami ekki að fara í ferðir sem þess getur þuft. Held að fordmaður væri búinn að henda frodinum ef að hann gæti ekki hleyp úr til að halda í við hina á minni dekkjunum. Bæjarloft á heima í bænum og það er spurning hvort eigi ekki að tilkynna það áður en farið er í ferð að þess gætu þurft.
04.11.2006 at 13:57 #566518Ég get nú ekki sagt annað en að mín reynsla í jeppaferðum er engin, þar sem ég komst aðeins eina ferð síðasta vetur þá á Hilux á 31" sem var jafnframt mín fyrsta ferð út fyrir möl og malbik, og þótti mér fjandi gaman. Svo asnaðist ég til að fá mér 38" jeppa daginn fyrir Litludeildar ferðina og ákvað að skella mér með ásamt fjölskyldunni, þar að leiðandi mín önnur jeppaferð. Mér hafa þótt báðar ferðirnar verið skemmtilegar og sérstaklega góð byrjun fyrir mann sem veit nánast ekkert um jeppa eða fjallaferðir. Ég hafði nú góða von að ég gæti farið flestar Litludeildar ferðir þrátt fyrir dekkjastærð bæði út af mig vantar mikið í reynslubankann og þarna hefur verið gott fólk á ferð, sem hefur ekki legið á upplýsingum þegar þeirra hefur verið óskað.
04.11.2006 at 14:15 #566520Þetta er heldur betur athyglisverð umræða. Eins og margir vita þá fékk ég mér jeppa í vor, óbreyttan Terrano á 31" sem átti að duga mér í nokkur ár áður en ég keypti stærri…..
Ég fór allt sem mig langaði að fara í sumar á honum, Gæsavatnaleið, Laugafell og Skagfirðingaleið. Þarna var yfir hraun og leiðinlega vegi að fara, Gæsavatnaleið var vörðuð hraunnibbum sem þurfti að fara varlega yfir og ekki var það eini grýtti kaflinn á leiðinni. Árnar voru frekar vatnslitlar og fór Terrano bara vel yfir þær torfærur. Terrano hjá mér var það sem ég tel vera akkúrat skilgreiningin í Litludeildina, þ.e.a.s. jeppi en óbreyttur (ekki jepplingur). Ég hleypti úr á Sprengisandi, í upphafi ferðar og enn meira síðar þegar á leið. Fór ég leiðina mestalla í 14-15 pundum. Skil ég það þannig eftir nokkrar ferðir í ár að það sé algjörlega nauðsynlegt að hafa þann möguleika, sérstaklega í vetrarferðum. Ég hef fulla trú á að ég hefði farið með Litludeildinni í ferðina síðasta laugardag á þessum bíl, með vel hleyptu úr dekkjum. Klárlega hefði ég getað lent í að þurfa hjálp einhversstaðar á leiðinni en ekki meira en svo að eðlilegt gæti talist, og þessvegna eru stærri bílar með í ferð og á undan hinum. Þessi ferð síðasta laugardag hefði gjarnan mátt sjá fleiri óbreytta eða lítið breytta jeppa en það er að mér skilst yfirlýstur tilgangur Litludeildarferða. Hins vegar tel ég það vera ljóst að ef Litladeildin fer að takmarka ferðir sínar við að með komist litlir jepplingar sem eru í raun á stærð við fólksbíla og væntanlega lítið frábrugðnir fjórhjóladrifnum Toyota tercel eða Subaru þá breytist starf hennar úr því að vera í slóðaakstri á fjöllum í það að aka eftir þjóðvegum landsins. Þá er hún væntanlega komin töluvert langt frá upprunanum er það ekki?
Ég er komin á 38" jeppa núna og fór á honum í ferðina fyrir viku. Ég álít Litludeildina vera fínan vettvang fyrir mig sem nýliða á stórum jeppa, þar fæ ég væntanlega tækifæri til að læra á bílinn minn þar sem minni kröfur eru gerðar til mín en ef ég færi í jeppaferð með reyndari mönnum öllum á stórum bílum. Ég myndi því alls ekki vilja láta útiloka mig frá ferðum með Litludeild.
04.11.2006 at 14:29 #566522Eru ekki bara komnar upp svipaðar aðstæður og urðu til þess að litlanefndin var stofnuð? Liggur ekki bara beinast við að stofna jepplinganefnd og þá geta þeir sem vilja taka þátt í þeirri nefnd (væntanlega jepplingaeigendur) skipulagt sínar ferðir eins og þeim hentar?
-haffi
04.11.2006 at 14:32 #566524Það er hægt að grenja yfir öllu. Ég mæli með að stofnuð verð deild fyrir menn sem vilja ekki hleipa úr, og önnur deild fyrir sófariddara sem hanga á netinu og fara aldrei neitt, en vita allt.
Góðar stundir
04.11.2006 at 15:18 #566526innlegg og hæfir þeim sem skrifar það
Stóran jeppa
4. nóvember 2006 – 08:36 | ársæll.b, 19 póstar
Það er greinilegt að maður þarf stóran jeppa á 38" til að fara með litludeildinni,allavega svo að klakinn þurfi ekki að aðstoða og geti verið rólegur heima á sínum STRÆTÓ
4. nóvember 2006 – 09:28 | ársæll.b, 19 póstar
Það breytir engu hver keirir strætdó eða ekki þessi umræða sníst ekki um það heldur dekkjastærð í litludeildinni,og mér heirðist á formanninum að hann vildi litlu bílana út til að þurfa ekki að draga þá,En taktu þetta ekki til þín Stefanía án þinnar hjálpar væri Magnús enn á fjöllum.
Fyrverandi strætóbilstjóri.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.