This topic contains 28 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Freyr Árnason 18 years, 12 months ago.
-
Topic
-
Pallbílar margir yfir þyngdarmörkum lögreglusamþykktar fyrir Akraneskaupstað
Nú stendur yfir átak vegna brota á 18 gr. lögreglusamþykktar fyrir Akraneskaupstað. Þar segir að óheimilt sé að leggja vinnuvélum og vörubifreiðum sem eru meira en 3,5 tonn að leyfðri heildarþyngd og hópbifreiðum sem eru meira en 5 tonn, á götum og einkalóðum í íbúðahverfum eða á almennum bifreiðastæðum bæjarins. Það vakti athygli lögreglumanna við þessa vinnu að stærri pallbílar falla undir þetta ákvæði. Til að mynda er leyfð heildarþyngd Ford F-350 sem mikið hefur verið flutt inn af rúm 5 tonn.Lögreglumenn settu áminningar á 17 vörubíla og vinnuvélar sem lagt hafði verið ólöglega vikuna 16. – 23. janúar. Var umráðamönnum þessara tækja bent á að færa þau á stæði sem þeim eru ætluð. Sinni umráðamenn ekki þessum áminningum má reikna með því að beitt verði sektum, eins og segir á Lögregluvefnum.
Að sögn lögreglunnar á Akranesi fengu eigendur fyrrnefndra pallbíla, þeirra sem eru yfir þyngdarmörkum, ekki áminningar en samkvæmt lögreglusamþykktinni mega þeir í raun ekki leggja slíkum bílum á einkalóðum þó svo þeir eigi lóðirnar.
(Af mbl.is)
You must be logged in to reply to this topic.