This topic contains 50 replies, has 1 voice, and was last updated by Arnór Árnason 19 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.02.2005 at 21:41 #195461
Sælir.
Hvað er í gangi varðandi heimasíðuna.
Þetta er einhver þyngsta síða í opnun sem ég farið inn á.Að jafnaði er ég að opna ca: 20 heimaíður á dag og hef engin vandamál við það. Síðan á föstudag sl. hef ég þurft að nota proxy aðgang að hýsingaraðila til að komast inn á síðuna.
Ef til vill eru einhverjir með Proxy „innkomu“ stillingu hjá sér og komast þess vegna inn á síðuna, en almennt tefur hún fyrir.
Sem félagi í Ferðaklúbbnum 4×4 fer ég fram á síðan verði lagfærð í það horf að við megi una.
Bendi mönnum á að bera saman uppflettitíma á vef
f4x4.is og t.d hiclone.is
hiclone.is.Til að hafa gaman að því að fara inn á síðuna okkar og sjá hvað menn eru að pæla og spjalla, rífast og skjalla þá er algjört frumskilyrði að síðan poppist upp samstundis.
Með von um úrbætur hið snarasta.
Elli. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.02.2005 at 00:39 #516476
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvaða fjas er þetta um proxy? Eftir því sem ég veit best ætti proxy bara að flýta fyrir því að þú sjáir síðuna með því að geyma allar upplýsingar í hraðvirku biðminni. Það gæti reyndar þýtt værir að fá síðu sem væri ekki alveg nýuppfærð. En almennilegur proxy á að passa slíkt.
Hins vegar held ég að vandamálið sé frekar að vefurinn er keyrður á [url=http://uptime.netcraft.com/up/graph?site=f4x4.is:qykjexq6]Windows 2003 Server beyglu[/url:qykjexq6]. Það er mikið nær að nota einhvern -NIX variant og Apache vefþjón eins og t.d. Linux, Mac OSX Server eða FreeBSD. Í leiðinni er svo ekki úr vegi að setja upp PHP spjallborð eins og t.d. [url=http://invisionboard.com/:qykjexq6]Invision Power Board[/url:qykjexq6] eða [url=http://phpbb.com/:qykjexq6]PHPbb[/url:qykjexq6]. Slík spjallborð bjóða m.a. upp á að innlegg séu forskoðuð, leiðrétt, þeim eytt, auðvelt er að setja inn broskarla, myndir, tengla og fleira. Í raun allt sem þetta spjallborð getur ekki. 😉
11.02.2005 at 01:21 #516478Þessir hlutir hafa allir kosti og galla, en ég held ég geti leyft mér að fullyrða að Windows hefur enga kosti í vefhýsingu, það bara á ekki heima á þeim markaði og hefur aldrei gert.
Það er hinsvegar svolítil vinna að breyta svona löguðu, en þar sem að vefsíðan hefur alltaf verið hægvirk og síðastliðna mánuði nánast ónothæf þá held ég að það sé ekki mikið vit í því að vera endalaust að tjasla uppá afturendann á henni eins og hún er í dag.
Það vantar alveg þann möguleika á spjallborðið að geta breytt póstum eftirá. Einnig væri fínt að þurfa ekki að velja "Efni" á svör við öðrum þráðum, þar sem að svör ættu auðvitað að vera sama efnis og þráðurinn sjálfur, og ekki fara út fyrir hans efni
Mætti líka bæta við í indexinu hver ritaði síðasta innlegg í hvern þráð. (svo hægt sé að sjá hvort einhver hefur svarað því sem maður hefur skrifað þar, og þurfi ekki að rýna í póstafjölda eða dagsetningu)
Annars er ég frekar hrifinn af einu við vefspjallið á þessari síðu, það er alveg fáránlega einfalt, eins einfalt og hægt er að komast upp með. Ekkert óþarfa dót, bara bare minimum and keep it simple.
11.02.2005 at 11:02 #516480Það er rétt hjá Elíasi að vefurinn er óþolandi lengi að opnast ? reyndar mismunandi lengi. En oftast þegar ég geri tilraun til að kíkja inn á þessa síðu þá er hún svo lengi að opnast að ég er flúinn inn á aðrar hraðvirkari síður. Hitt er annað mál að loksins þegar maður hefur náð sambandi við síðuna þá er hún yfirleitt sæmilega hraðvirk.
Það er algjör fáfræði að halda fram að orsök vandans sé að vefurinn sé keyrður á ?Windows 2003 server beyglu? . Ég minni bara á það að sá innlendi vefur sem sópaði til sín flestum verðlaunum á síðasta ári keyrir á ?Windows beyglu? og eins þá staðreynd að yfir helmingur ?Topp 10? vefjanna í samræmdri vefmælingu notar sams konar beyglur. Hvert vefumhverfi fyrir sig hefur sína kosti og galla ? það er hægt að gera góða vefi í Windows umhverfi og slíkt hið sama má segja um Linux, Mac OSX ofl.
Vandamálið við vefsíðuna f4x4.is er hins vegar það stjórn klúbbsins ákvað að hrækja í gömlu síðuna með því að setja á hana ?nýja? svuntu. Gamla síðan með nýju svuntuna framan á sér var síðan flutt yfir á nýjan hýsingaraðila og svuntan er ekki alveg að virka sem skyldi. Eins hef ég mínar efasemdir um hýsingaraðilann.
Það er sorglegt dæmi að sjá stjórn klúbbsins, sem upphaflega lagði af stað með það frábæra markmið að endurhanna síðuna frá grunni, byrja á því að klúðra svo um munar gömlu síðunni og bjóða svo okkur almennum félagsmönnum uppá að nota síðuna bæklaða í hálft ár (eða lengur?). Þetta er auðvitað fádæma klúður stjórnar og vinnubrögð sem eiga ekki heima í jafn fjölmennum félagsskap og Ferðaklúbburinn 4×4 er.
Skúli formaður tjáði okkur á almennum félagsfundi nú í janúarbyrjun að ný síða yrði opnum ?útvöldum? til prófunar nú strax í febrúarbyrjun. Ekkert hefur frést af hvort þessi prófun er komin í loftið ? hvað þá að tímaáætlunin um að endanleg útgáfa verði komin í loftið strax í byrjun mars.
Hvernig væri nú að Helgi Castor, Skúli formaður eða Emil sjálfur upplýstu okkur um gang mála og hættu að halda okkur almennum félagsmönnum í myrkri og reyk?
Kveðja,
Oddur
11.02.2005 at 11:10 #516482Ágætis stöðuskýrsla af þessu máli var gefin á síðasta mánudagsfundi.
Og hættið svo þessu endalausa helvítis neikvæðnis væli allir saman nú ……….
kv
Rúnar jákvæði.
11.02.2005 at 11:30 #516484Það er nú bara staðreynd að stór hluti félagsmanna klúbbsins býr úti á landi og hefur engin tök á að komast á mánudagsfundi hér í Reykjavík. Ég geri ráð fyrir að Elías, sem hóf þráðinn, sé í Eyjafjarðardeildinni og hafi verið fjarverandi á fundinum!
Ef þessi stöðuskýrsla var svona ágæt af hverju er hún ekki birt hér á vefnum, landsbyggðamönnum og öðrum þeim sem ekki voru á fundinum, til fróðleiks og gagns?
11.02.2005 at 11:32 #516486Það mæta nú ekki allir á mánudagsfundina, t.d. fæstir úr landsbyggðardeildunum, svo það á náttúrulega að vera sjálfsagt mál að halda fólki upplýstu um þessi mál.
kv.
eiríkur
11.02.2005 at 13:24 #516488Sælir allir.
Það er rétt að auðvitað koma ekki allir félagar á fundina á Loftleiðum, og því er ekki nema sjálfsagt að gera grein fyrir stöðunni.
Á janúarfundinum sagði ég að við ættum að fá nýjan vef afhentan um mánaðarmótin jan/feb. Það stóðst, og nú erum við að prófa hann. Hann verður svo settur í loftið innan skamms.
Það hefur verið stofnuð vefnefnd til bráðabyrgða, fram að aðalfundi. Í henni sitja Óskar Erlingsson, Birkir Jónsson (Fastur) og ég sjálfur. Við erum ásamt nokkrum öðrum að prófa vefinn, og erum í nánu samstarfi við Castor strákana sem eru að vinna mjög gott starf fyrir okkur.
Emil
11.02.2005 at 13:52 #516490Það virðist vera hægt að skoða [url=http://www.f4x4.is/new:z6ny3vve]nýja vefinn hér[/url:z6ny3vve]. Hvernig ætli þeir fari að því að gera þetta svona hægvirkt?
-Einar
11.02.2005 at 13:58 #516492Ég á ekki til aukatekið orð.
Hvernig datt þér í hug Einar að setja link á nýja vefinn hér. Þetta er fyrir fáa útvalda á meðan á vinnuferlinu stendur. Þetta veit ég að þú veist. Hvernig heldurðu að það sé að vinna vefinn með alla félaga okkar skoðandi hann á meðan? Nú þurfum við að fá slóðinni breitt svo það verði vinnufriður.Emil
11.02.2005 at 14:10 #516494Nú hef ég misskilið eitthvað. Var ekki vefurinn afhenntur um síðustu máðamót, ekkert eftir nema smá prófanir?
Hvernig truflar það vinnu við prófun á að hann sé skoðaður á meðan? Þegar ég hef smíðað vefi, þá hefur að aldrei truflað mig að aðrir væru að skoða hann. Kannske getur eitthver úr nefndinni útskírt þetta fyrir mér.Í alvöru, talað því fleiri sem aðstoða við að prófa svona því betra.
-Einar
11.02.2005 at 14:44 #516496Bravó Einar! Flott framtak hjá þér ? þú klikkar ekki frekar en fyrri daginn!
Ég er alveg hjartanlega sammála þér að því fleiri sem koma að skoðanaskiptum varðandi nýja vefinn þeim mun betri verður hann þegar hann kemur í notkun. En öllu má auðvitað ofgera.
Ég tel að það það sé af hinu góða að leyfa félagsmönnum að prófa vefinn og láta sínar skoðanir í ljós (og þá á gamla vefnum því þeir þræðir verða væntanlega varðveittir áfram). Ég vil bara hvetja sem flesta til að skoða þennan nýja vef og koma með athugasemdir og betrumbætur.
Oddur
11.02.2005 at 15:08 #516498Já það væri sko aldeilis fínt að fá ca 1000 álit á vefinn og hver með sína hugmynd hvernig hann á að líta út áður en hann kemur í loftið, þá fyrst tefst þetta um ár eða svo. Það eru bara örfáir menn sem eru gramir út í stjórn og castor menn og mætti halda að þeir ættu einhverja hagsmuna að gæta, það er peningalega séð. Leyfið mönnum og konum að vinna í þessu og þegar allt er klárt komið þá með skítkastið.
Ps andið rólega þegar vefurinn er opnaður, hann á að vera til skemmtunar og fróðleiks ekki keppni.
11.02.2005 at 15:12 #516500Þetta verður að teljast barnalegt af einari að hafa opinberað linkinn.
Ég segi bara, leyfið þeim sem eru að vinna að þessu að gera það í friði.
-haffi
11.02.2005 at 15:23 #516502afsakið strákar en verð að koma með smá comment
sá að heitar umræður eru neðst á síðunni það er það sem maður
skoðar mest! þá þarf að byrja á því að skrolla niður alla síðuna
til að sjá dálkinn ekki gott.innskráning töff innbyggð í myndina
og pláss vel nýtt þar.læt þetta nægja í bili
bara bið ykkur að hugsa um hvað er mest skoðað
á síðunni og hafa það aðgengilegast.Kv
BC
11.02.2005 at 16:01 #516504[url]Ábending[/url]
11.02.2005 at 16:02 #516506[url=http://www.sky.is/?q=content&menu=12&SGid=138:lxxtq88h]Ábending[/url:lxxtq88h]
11.02.2005 at 16:09 #516508Ég vil taka undir með Elíasi. Ég er með adsl tengingu hraðvirka en þegar líður á daginn og þegar kvöldar nær maður nánast ekki að opna síðuna. Ég ætla rétt að vona að öll vinnan við nýju síðuna skili sér.
Kv ice
11.02.2005 at 17:04 #516510Eik!
Meðan við erum að fullvinna útlit og virkni hennar finnst mér hafa verið óþarfi að posta hlekk á hana.
Við erum gagnvirkt að vinna í síðunni með Castor mönnum og virkar ýmsir hlutar hennar eins og við viljum. Aðrir eru með smá hnökrum. Þannig að sýnið þolinmæði. Við vildum ekki setja hana fyrir ykkur nema að við værum alveg sáttir við útlit og virkni.
Kveðja Fastur
11.02.2005 at 17:13 #516512
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Oddur:
Það sem ég átti við var að netþjónninn væri ekki að standa undir álaginu. Ég var ekki að tala um framsetningu og innihald vefjarins nema það sem kemur að spjallinu.
Það skiptir engu máli hvort einhver vefur sé vel framsettur og fái fyrir það verðlaun. Ef hann er á vélbúnaði sem er aflvana eða hugbúnaðurinn á honum notar of mikið reikniafl þannig að síðursendingar taka langan tíma, þá nennir enginn að skoða hann.
Það að búið sé að hrækja í gamla vefinn á einungis við um innihaldið og skiptir engu máli upp á sækitímann nema ef búið er að setja inn einhverjar stórar myndir, stór JavaScript eða ég tala nú ekki um eitthvað ActiveX bull.
Þegar kemur að töflum sem forsíðan virðist byggja á er það alfarið vél- og hugbúnaður notandans sem skiptir máli. Þ.e. hraðvirk tölva og forrit eins og Firefox eða nánast hvað annað en IE sem hafa ekkert fyrir því að teikna stórar töflur,
Það að vefurinn sé niðri tímunum saman er ekki eðlilegt og kenni ég windosinu um það. Apache vefþjónn á -NIX stýrikerfi væri ekki eins vinsæll og hann er nema af því það er að virka og það vel. [img:3sb5yuwl]http://news.netcraft.com/archives/2005/02/overallc.gif[/img:3sb5yuwl]Mér líst ágætlega á útlitið eins og það er og sé ekki að nýja útlitið komi til með að vera nokkrum til gagns. Bæðir ruglingslegt og óaðgengilegt. Ef spjallið væri lagað á þann hátt að það líkist venjulegu spjallborði væri það vel. Það er t.d. óþolandi að geta ekki vitnað til þess sem aðrir segja eins og væri tilvalið fyrir mig að gera núna þ.e. það sem þú skrifaðir eða hluta þess. Það er líka til ama að geta ekki sett inn mynd nema að setja sjálfur inn HTML kóðann.
Jákvætt í lokin:
Í stuttu máli er ég ánægður og þakklátur fyrir þennan vef og upplýsingarnar á honum. Ef vélbúnaðurinn væri uppfærður í botn og spjallið lagað finnst mér ekkert hægt að setja út á hann. [img:3sb5yuwl]http://www.apple.is/umraedur/images/smiles/icon_biggrin.gif[/img:3sb5yuwl]
11.02.2005 at 17:13 #516514Það er óþarfi að hafa áhyggjur Birkir ? Ef nýja síðan er útbúin eins og upphaflega var ráð fyrir gert með aðgangsstýringar þá er mjög auðvelt fyrir ykkur að útiloka að aðrir en þið sem eruð að prófa síðuna geti skráð sig inn á hana.
Með því að hafa síðuna opna (en þó lokaða fyrir skráningar) þá fáið þið örugglega góðar ábendingar og umsagnir um það sem betur má fara t.d. í útliti. Betur sjá augu en auga!
Þetta er allt saman hið besta mál og ég held að þegar upp er staðið þá eigið þið eftir að vera Einari þakklátir fyrir framtakssemina!
Oddur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.