Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hvað er góður byrjanda jeppi ??
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.01.2004 at 01:35 #193465
AnonymousJæja jeppadellufólk.
Bróðir minn er 20 ára og langar að fara að kaupa sinn fyrsta jeppa. Hann má kosta frá 700.000.- til 1.500.000.-
Hann hefur ekki mikla reynslu í viðgerðum en er allt á leiðinni, þannig að hann vill ekki bíl sem þarf að liggja mikið í og laga. Ég veit að það koma kannski ekki margir jeppar til greina en það hljóta einhverjir að geta ráðlagt honum um hvað hann á að kaupa. Hann þarf helst að vera disel.Með von um góð svör…….
Gústi.
p.s. þarf að vera 36″ til 38″ breyttur.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.01.2004 at 02:11 #484520
ég mundi kaupa mér Toyotu hilux DC 38" fullbreyttan
það eru bílar sem hafa reynst og virka vel sumar sem vetur
og bila mjög lítið
kv HSB U119
16.01.2004 at 02:15 #484522Hafðu hiluxinn bara sem yngstan og minnst keyrðan.
16.01.2004 at 06:23 #484524Hilux, ekki spurning. Auðveldur í meðförum, öll þjónusta fyrir hendi, auðveldur í endursölu, nóg af varahlutum og aukahlutum.
16.01.2004 at 09:40 #484526Engin spurning!
16.01.2004 at 10:21 #484528Ef að hann ferðast t.d. mikið á sumrin þá myndi ég líka mæla með Patrol, hann er að vísu örlítið dýrari en Hilux en mér finnst aksturseiginleikarnir bæta það upp. Þyngri bíll en Hilux en samt mjög duglegur í snjó. Mæli þó aðeins með Patrol á 38" fyrir snjóakstur, of þungur fyrir 36".
kv
AB
16.01.2004 at 10:30 #484530
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég mæli með Hilux dc, bila lítið og hagkvæmir í rekstri og á góðu verði,og auðvelt að fá varahluti ef þarf.
16.01.2004 at 10:33 #484532skal það vera ef vel á að vera. Enginn vafi.
Kveðja, Hjölli.
16.01.2004 at 11:37 #484534
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ef hann vill að ástin blómstri.. þá er það hiklaust blæjujeppi..helst rússneskur…:-)
16.01.2004 at 12:30 #484536
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það mun vera Hilux á 38", bestu jepparnir!!
Jónas
16.01.2004 at 12:35 #484538
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jeep Cherokee það er málið held ég
Kveðja Fannar
16.01.2004 at 15:15 #484540Hæ
Ef hann er um tvítugt er hann þá ekki of ungur til að eiga dísel bíl? Og hvað þá held TDC dísel.
Ég held að það verði líka aðeins að velta fyrir sér hversu þægilegt er að geta keyrt hann í bænum.
Wrangler/cherokee er þægilegir bílar nógu littlir til að maður nenni að keyra á þeim í bænum og nógu kraftmiklir til að þeir séu sprækir á 35-38" hjólum.
Kveðja Fastur
16.01.2004 at 15:18 #484542Ef þú heldur því fram að þeir framleiði eldsneyti þá er það ekki fyrr en eftir 20 þúsund kílómetra akstur sem að það fer að skipta verulegu máli.
Kveðja Fastur.
ps. Ég held að allar TDC (Toyota double cap) söður séu þjóðsögur nema sagan af því þegar Emil Borg sigraði Tedda og félaga í spyrnu eftir langjökli. Ég hef heyrt hana frá öllum sem komu fram í sögunni og þeir halda allir að þeir hafi verið á lyfjum.
16.01.2004 at 15:56 #484544Nei nei hann er ekkert of ungur fyrir Dísel hvort sem hann er með intercooler eða ekki.
Bara fínan Toy Hilux helst með öllu þá er hann til í allt.JÞJ
16.01.2004 at 17:39 #484546Minn fyrsti bíll var Ford Ranger á 33" og ég tussaðist á honum í soldin tíma. Eftir að hafa átt Rangerinn prufaði ég toy Hilux og treystu mér það er eithvað sem þig langar ekki í, kraftlaust og á klöfum og ef ekki á klöfum þá er hann dísil og enntá kraftlausari.
Myndi ráðleggja þér að fá þér Jeep wrangler eða cherokee hafa þá 4L high output og þá eru menn að tala saman. Þessir bílar eru oftast töluvert ódýrari og þú færð miklu meiri gæði fyrir minni pening. Eiðslan er ekki stórvægileg. 4L vélin eyðir sona 16-18L beinskipt og 18-20L sjálfskipt.Ingi R-3073
16.01.2004 at 19:03 #484548
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held að fyrst sé að meta í hvað bíllinn verður mest notaður… og svo er að gera það upp við sig hvort menn vilja frekar JEPPA eða fisksalabíl. Ég hef ferðast með kunningja mínum á svona TDC meðan hann átti hann og var það fínt (ef maður sat frammmmmíííí). Svo tók ég svona fisksalabíl upp í Trooper sem ég þurfti því miður að láta fara og sem betur fer losnaði ég aftur við hann innan tveggja mánaða því að hann hentaði engan vegin sem fjölskyldubíll. Þnnig að fyrst og fremst er að meta vel í hvað á að nota bílinn og hver skiptingin á milli leiks og alvöru er mikil…..
kveðja
Moli litli
16.01.2004 at 19:33 #484550Hann er að öllum líkindum að kaupa bílinn til að sitja í bílstjórasætinu, svo er ekkert aldurstakmark á díselbíla.
Ég gerði út hilux DC í 3 ár án stórviðgerða þar til hann stimplaði sig út, þá var hann kominn skuggalega nálægt hálfri milljón í keyrslu.Ekki spurning að fá sér hilux, ef þú ert ósáttur við hann þá er ekkert mál að selja hann aftur og fá sér eitthvað annað sem er talsvert verra mál með JEEP sem er skammstöfun fyrir (Just Expect Every Problem).
16.01.2004 at 19:51 #484552ég veit um einn 17 ára sem keyrir um á 38" hilux DC Dísel og hann keyrir mikið
16.01.2004 at 20:26 #484554hefur gaurinn enga skoðun á þessu sjálfur, ég meina hvað langar honum i og hvað er hann tilbúinn að láta mikið af aurum fyrir góðann bíl og segðu mér eitt, á hann eftir að koma til með ferðast á jeppann sem slýkan
16.01.2004 at 21:23 #484556
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég sé það er nánast að bera í bakkafullan lækinn að hæla Hilux, en ég get heilshugar tekið undir að það er fínn fyrsti bíll – og raunar annar bíll, þriðji bíll o.s.frv. Ég átti sjálfur ’82 eða ’83 árgerð af Hilux á 38" með loftlæsingum aftan og framan í áratug eða nálægt því, þar til ég lét hann hálfhruninn af ryði fyrir naut og eitthvað meira fyrir tveim árum. Kramið var í fínu lagi þó boddýið væri ónýtt. Bíllinn þurfti auðvitað sitt viðhald, en hann sveik mig aldrei, þ.e. bilaði aldrei þannig að ég kæmist ekki heim. Utan einu sinni að vélin bræddi úr sér – þá hafði bíllinn nánast lagst á hliðina í festu og þegar hann var sóttur í frosti daginn eftir náði hann ekki upp smurolíu þar sem hann lá í bælinu – hreinn klaufaskapur semsagt. Þetta var léttur bíll og fór "djöfulinn ráðalausan" satt að segja, hvort sem það var í snjó eða stórgrýti. Hann var kraftlaus, hastur og bölvað að ganga um hann fyrir þrengslum eftir að fjölskyldan kom til sögunnar (2 dyra, 5 manna, með plasthúsi og opið afturí) en ég dauðsé samt eftir honum. Kostaði lítið í reksti (dísil með þungask.mæli) og fjallaferðirnar voru ódýrar – ekki síst miðað við þá sem fóru með 100-200 lítra af bensíni. Bróðir þinn getur valið úr fjölmörgum skemmtilegum bílum og eins og dæmið mitt sýnir greinilega, þá viðgangast alls kyns kaup og kjör.
Gangi ykkur vel!
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
