Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Hvað er eiginlega með þetta GPS?
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörtur Sævar Steinason 12 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.12.2011 at 22:44 #221813
Félagar góðir,
vinsamlegast fræðið ófróðan á hvaða einingum GPS hnitin sem við notum helst eru byggð, t.a.m. 64 00.000
Hvernig er hægt að færa það ínn í landmælingakerfið sem annars er notað hér?Ingi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.12.2011 at 00:55 #745053
Sæll
Það er sjáfsagt margir betur til þess fallnir að útskýra þetta en ég en ég tel mig kunna ágætlega til þessara tækja en er ekki svo flinkur að útskýra.
Jörðinni er skipt niður í lengdar og breiddarbauga, man bara ekki hversu marga enda nota ég allajöfnu sára fáa þeirra, og þeir eru fyrsta talan í þessari talnarunu s.s. 64°xx.xxx og 16°xx.xxx.
Hverri gráðu er skipt niður í 60 hluti, kallaðir mínútur, og það eru næstu tvær breytur s.s.xx°44′ xx“ Það t.d. þýðir ekkert að spyrja mig af hverju þetta er í sextuga kerfi en það hafa sjálfsagt verið einhver vísindi á bak við það á sínum tíma.
Næstu breytur eru svolítið trikkí því að samkvæmt hefðinni ættu seinustu breytunar að vera sekúndur, 60 talsins og jafnvel með einum aukastaf fyrir aftan kommu eða þúsundustuhlutar úr mínútunni. Munurinn er hvernig það er skrifað en 64°39’33.7“ væri rétt ritun á gráðum, mínútum og sekúndum en 64°39,551 er nánast því sama hnitið ef það er skrifað í þúsundustuhlutum. Þetta er hlutur sem menn verða að kunna mjög góð skil á.
Þetta er svo til eina formatið sem ég hef notað en göngufólk sérstaklega er farið að færa sig meira og meira yfir í format sem heitir UTM (minnir mig að heiti) en það er talnaruna sem segir svolítið meira en dd°mm,mmm eða dd°mm’ss,s en þá er heiminum skipt niður í svæði eða Zone og það er fyrsta talan og svo er hver reitur ákveðið stór, man bara ekki hvað hann er stór en þá geturðu áttað þig á hversu langt er milli tveggja pungta bara með því að heyra hnitin.
Svarar þetta þér að einhverju leyti?
Kv Jón Garðar
29.12.2011 at 08:52 #745055Takk fyrir póstinn!
Skil og skil ekki, þetta er reyndar meiri og skemmtilegri pæling en ég ætlaði.
Lengdarbaugarnir eru trúlega 24 og hver 60 mínútur að "breidd"? Sem stemmir þó varla því Island liggur 19 – 21 gráðu vestur, þ.e. vestan Greenwich sem er o gráður.Breiddarbaugarnir eru 2 x 90 og allir jafn háir, pólarnir eru þá 90 gráður norður og suður.
Sem sé, kerfið byggir á gráðum, minútum og sekúndum upp á einn aukastaf.Og veit einhver hvernig breytt er yfir í landmælingakerfi og öfugt, heitir trúlega Ínet.
Eru einhverns staðar loftmyndir á netinu þar sem hægt er að setja inn hnit og ferla?Ingi
29.12.2011 at 09:14 #745057Það er hægt að fá forrit til að umbreyta baughnitum í ýmis hnitakerfi s.s. lambert, en ég veit ekki hvort þau ráða við Ísnet. Félagar okkar hjá Landmælinum, Loftmyndum, Hnit eða Samsýn vita þetta líklega, hvort það sé til vefsíða eða ókeypis forrit til að gera þetta. Ég kíkti alla vega á heimasíðuna hjá Landmælingum og sá í fljótu bragði engan link hjá þeim.
Kveðja,
Hafliði
29.12.2011 at 09:56 #745059Ingi, þú spurðir um í hvaða einingu þetta er, og þetta er í gráðum frá miðju jarðar. Þú stendur núna á ca 64 gráðu Norðlægðar breiddar sem þýðir að lína sem liggur frá stórutánni á þér að miðju jarðarinnar myndar ca 64 gráðu horn við línu sem liggur frá miðju jarðar að miðbaug. Þú ert einnig á ca 21 gráður vestlægrar lengdar sem þýðir að lína frá sömu stórutánni að miðju jarðar myndar ca 21 gráðu horn við samsvarandi línu frá þessari sömu stórutá, að lengdarbauginum sem liggur í gegnum skrifstofuna hjá kallinum sem fann þetta kerfi upp, í Greenwich í Englandi. Ofangreint á við WGS84.
Síðan eru til allskonar hliðranir og vesen á þessu sem hafa myndast þegar menn hafa verið að fletja heiminn út á kort, eins og Hjörsey 1955 (en í Hjörsey var mælipunktur).
Svo eru til allt öðruvísi hnitakerfi sem eru hugsuð til að auðvelda kortanotkun eins og t.d. UTM kerfið, þar sem hverju landakorti er skipt upp í eins ferkílómetra reiti, og því gríðarlega einfalt að sjá ca vegalengdir á svoleiðis kortum, og miklu auðveldara að staðsetja sig en með gráðudótinu.
Og svo er líka til séríslenska hintakerfið ISN93 sem er með öllu óskyljanlegt.
Almennt þarf tölvur til að færa hnit á milli þessara kerfa. Flest GPS tæki geta gert þetta fyrir þig.Loftmyndir á netinu. Getur sett inn hnit og dót í googlemaps.com.
kv
Rúnar
29.12.2011 at 10:31 #745061Fékk meðfylgjandi svar frá félaga okkar í Hnit hf.
[i:37r915fu]Það er forrit á heimasíðu Landmælinga sbr hér að neðan.
http://cocodati.lmi.is/cocodati/cocodat-i.jsp
Benda einnig á að hafa samband við Rikka hjá Garmin sem eru með forrit til slíks brúks.[/i:37r915fu]Kveðja,
Hafliði
29.12.2011 at 13:10 #745063Sælir.
Ég er ekki alveg að fatta hvað þú átt við þegar þú talar um landmælingarkerfi. Kort sem þú kaupir eru ýmist á þessu formati þar sem þú sérð gráðurnar og mínútur (hleypur gjarnan á tugum eða jafnvel tveim tugum en er náttúrulega mismunandi eftir skala kortsins og stærð), þarft svo að klóra þér svolítið til að stinga út nákvæmari staðsetningu og það er gott að gera það með reglustiku eða sambærilegu.
Sömuleiðis geturðu keypt kort með UTM gridi og það er bara fínt líka en það getur líka verið gott að klára að strika eftir línunum og klára kortið þannig, þá ertu fljótari að pungta þig út á kortinu ef gps tækið er batteríislaust.
Ef þú skoðar kortið vel ættirðu að geta fundið út hvaða format er á því s.s. hvaða aðferð kortagerðarmaðurinn hefur notað til að fletja jörðina út.
Kv Jón Garðar
29.12.2011 at 15:27 #745065"Gamla" kortakerfið var alltaf í gráðum, mínútum og sekúndum.
Oftast ef menn eru að nota það nú til dags eru notaðar gráður mínútur og þúsundustu úr mínútu.
þannig að 63gráður, 25 mínútur og 15 sekúndur ( 63°25’15") verða 63gráður, 25 mínútur komma 250
( 63°25.250′ ) 250 þúsundustu úr mínútu í stað 15 sekúndna sem hvorttveggja er fjórðungur úr mínútu.Ísnet kerfið er svolítið annað. Oftast er miðað við Ísnet 93 en það var mælt upp fyrst árið 1993.
Þar er ákveðin punktur á 65°Norður og 19°Vestur sem fékk hnitið 500.000x og 500.000y
Farir þú frá þeim punkti 1m. í austur og 1 í norður ertu kominn á 500.001x og 500.001y
30.12.2011 at 09:15 #745067Það má bæta því við að hver mínúta í breiddarbaug er 1 sjómíla eða 1852 metrar og hver mínúta í lendarbaug á miðbaug er líka 1 sjómíla.
31.12.2011 at 02:42 #745069Góðan daginn,
ég man ekki nákvæmleg hvernig það er en breiddar sjómíla er réttilega 1852 metrar en lengdar sjómílan er það alls ekki.
Eins og einhverjar pælingar hér ofar þá vil ég nefna að breiddar gráðurnar eru 180 ° annarsvegar 90° til Norðurs og 90° til suðurs, en lengdar gráðurnar eru 360°, 180°til austurs og 180°til vesturs. Og í 12 tímabelti í hvora átt það er að segja austur og vestur, en hvert tímabelti er 15°. Þar sem setrið er í 64°36,904 N og 19°01,177 V ætti að muna einni klukkustund á tíma þar eða Greenwich en af því að við (Íslendingar) ákváðum það hér áður að hætta að breyta klukkunni vor og haust þá höfum við verið á Greenwitch tíma síðan.
Kveðja [url=http://www.jakinn.is/?album=g-sjalfur-&mynd=031.JPG:37yh8qx4]Hjörtur[/url:37yh8qx4] og JAKINN.is
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.