Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hvað er eðlilegur túrbóblástur
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Freyr Þórsson 18 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.12.2006 at 00:11 #199108
E með L200 97 meða 2,5 TDI vélinni og var að klára setja bústmæli í kaggann og stóð hann og mælirinn fór mest uppí 11 psi en svo prófaði ég að taka loftsíuna úr honum og standann og hann fór þá reyndar upp í 14 psi. er ekki bara málið K&N í staðin fyrir uppskrúfun á bínu?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.12.2006 at 02:00 #570540
KN sían hleypir vissulega meira lofti í gegnum sig.
Boostið ætti ekki að hækka vegna þess að skiptir
um síu.Datt kannski datt wastegate slangan af bínunni hjá þér?
07.12.2006 at 02:50 #570542þegar ég tók síuna úrþá var bostið ca 11 allann tímann en á síðustu 500-1000 sn hækkaði það upp í tæp 14 psi.
blæs bínan ekki pinku meira við að fá ALVEG óhindrað loftflæði miðað við að vera með venjulega pappasíu?
07.12.2006 at 10:15 #570544Þetta fer mikið eftir því hvernig vélin er öll sett upp. Ef við tökum t.d. subaru impreza turbo fyrsta boddíið þá var nóg á þeim bílum að opna síuna og stækka pústið og þá fór bínan að blása mun meira því vélin skynjaði mun meira loftflæði í gegnum sig. En nýjir turbo bílar.. subaru og opel opc .t.d. gera þetta ekki…
þar er jú munur að setja opna síu og púst en hestafla talan bætist ekki heldur lengist kúrvan á kraftinum … semsagt þessar breytingar eru mest að skila sér á háum snúning þó svo að togið ætti líka að aukast.
Ég veit ekki hvernig vélin þín hegðar sér en það er líklegt að hún ætti eh að anda betur með opnari síu þó svo að hestafla aukningin sé óveruleg.
Ef að loftsíuboxið þitt er mjög lokað og innsogið í það sé einungis 30 mm op þá myndi ég notast við svona síu. En þó er það nú þannig að þegar túrbínan fer að blása þá sogar hún loftið til sín með afli og loftsíur ættu því ekki að skipta miklu máli en þó einhverju.Ekki það að ég sé eh turbo snillingur.. en maður hefur nú eh lesið sér til um þetta..
kv Gunnar
07.12.2006 at 10:31 #570546Er bara hið fínasta apparat í þessa bíla,var með Kn í mínum gamla og 2,5" púst og það skilaði honum bara svona ágætlega áfram.
Málið er bara að þessi vél er ekki nema 86 hestar svo að hún kemur alltaf til með að erfiða,tala nú ekki um í smá mótvindi og í flestum brekkum.
Brattabrekka á leið í búðardal td,á 35"með tjaldvagn og þungan farangur 10-30 km/h í fyrsta og öðrum.var að vísu með troðfullan bíl og rúmlega það.
Svo er kannski bara best að fá kubb einhver staðar í hann.
07.12.2006 at 14:48 #570548það er stefnan. að reyna ná þessu e-h yfir 100 hö. það er 2,5´alveg opið púst. það sem mig langaði að gera er að skrúfa uppí olíuverki og bínu, K&N, 2 og 3/4 púst (jafnvels 3") og kubbur. allt þetta eru minniháttar breitingar sem eru vel framkvæmanlegar og ættu að skila bílnum betur áfram. já og svo eru ný hlutföll á listanum líka.ekki nóg að hann er svona kraftlaus þá er hann of hátt gíraður líka.
07.12.2006 at 23:39 #570550Þessi vél er 100hö í Pajero og rúllar hann bara fínt upp bröttubrekku með tjaldvagn og troðfullan bíl í 4 gír á 35" dekkjum. Einhverstaðar sá ég að uppgefin max þrýstingur væri 13psi en hef aldrei séð bílinn hjá mér fara mikið yfir 11psi þannig að það er sjálfsagt ekkert að bílnum hjá þér.
08.12.2006 at 00:17 #570552já hún er 99 hestar nákvæmlega. í l200 líka.
08.12.2006 at 12:16 #570554
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Góðan daginn,
Sá það sem að Gunnar Ingi skrifar þarna með Imprezur og Astra OPC, þannig er nu það er að nyjar Imprezur fara að blása meira ef það er skipt út pústinu á þeim og þá sérstaklega ef skipt er út downpipe inu,
08.12.2006 at 23:57 #570556endilega muna að bæta við olíu með aukunum blæstri og þá líka að bæta við auknum blæstri við kubba og svoleiðis dót
09.12.2006 at 22:22 #570558Sælir.
Ég er með L200 96 2,5TDI
Eftir því sem ég best veit þá er þetta nákvæmlega sama vélin sem við erum með, amk nota ég parta úr 97 bíl.
Hvað blástur varðar þá er ég búinn að vera að hækka mig og er kominn í 15psi. Þá er ég alveg á mörkum öryggisventils sem er orginal í bílnum hjá mér.Núna er bara að fá sér afgas hitamæli til að ég þori að stífla öryggisventilinn og hækka þrýstinginn meira og skrúfa kannski svolítið upp olíuverkið með því. Annars bara sjá til.
Væri gaman að fá að sjá hvernig bíllinn þinn er uppsettur og hvernig hann er að virka samanborið við minn. Til þess að átta sig betur á því hvort ég sé að gera rétta hluti eða ekki.
Kv.Ívar
10.12.2006 at 00:59 #570560Hefurðu einhverntíman gert eitthvað rétt- nei ég bara spyr svona??????? Sjáumst í skúrnum.
.
kv. Freyr
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
