This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Ívar Örn Lárusson 19 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Jæja, þá vanntar mér ráð frá einhverjum góðum viskubrunnum.
Ég tók um daginn við Blazer 6.2 disel, þar sem kistufell hafði dæmt olíuverkið ónýtt. Ég tók þeirra orð sem heilög (sem voru mistök) og skipti um olíuverk. Eftir það lætur bíllinn alveg eins og núna er ég að verða uppiskroppa með hugmyndir.
Bíllinn lætur þannig að þegar maður startar honum virðist hann fyrst fá litla sem enga olíu en eftir augnarblik fær hann hana og byrjar að reykja eða jafnvel startar alveg. Ef hann hrekkur í gang eru það þá bara nokkrir snúningar og svo búið.
Núna er búið að skipta um olíverk og þau létu bæði alveg eins. Það var síðan stungið upp á því að hann væri að sjúga falskt loft frá tank og að fæðidælu svo ég setti smá brúsa framm í húdd fyrir framan dælu og virkaði það ekkert betur.
Einnig prófaði ég startspray ef þetta væru glóðakertinn en samt sem áður ekkert.Núna eru allar hugmyndir vel þegnar því ég ætlaði á jökul næstu helgi…
Ívar
p.s. getur verið að mekanísk fæðidæla sé að klikka þannig að hún virki stundum og stundum ekki? Ef svo er, á einhver til rafmagnsfæðidælu handa mér.
You must be logged in to reply to this topic.