This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Axel Sigurðsson 21 years, 10 months ago.
-
Topic
-
sælir félagar, nú er maður í smá klípu, eitthvað er að Datsuninum en ekkert finnst að og mér langar að spyrja ykkur snillingana um álit og kannski líka hvað er helst að brotna í þessum bílum. Málið er að það smellur af og til í framhásingunni (mér finnst hljóðið berast þaðan) og myndast greinileg þvingun að mér finnst þegar hljóðið kemur, ég athugaði fyrst driflokurnar en báðar virtust vera heilar, ég er með manual lokur ekki þessar auto, þannig að þá var að tékka á drifinu og ég reyndar er ekki búinn að rífa köggulinn úr en ég tappaði olíunni af drifinu og ekkert brot kom niður og ég þreifaði kambinn allann hringinn og ekkert að finna af honum svo náði ég líka að þreifa um það bil hálft mismunadrifið og ekkert fann ég að því heldur, ekkert svarf í olíunni eða neitt, núna á ég eftir að skoða millikassann en ég hef takmarkaða trú á því að hann sé málið vegna þess að ég finn höggið ekki upp í drifstöngina í bílnum, krossarnir og dragliðurinn eru í lagi í skaftinu og og og ……. jæja ég held að allar upplýsingar séu komnar um þetta undarlega mál en endilega ekki liggja á skoðunum ykkar, þetta þarf að laga og helst í gær…. þoli ekki að vera á biluðum bíl…
kv. Axel Sig…
You must be logged in to reply to this topic.