This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Guðmundsson 11 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 hefur skipað þriggja manna nefnd til að vinna að málefnum áhugafólks um hústrukka. Hústrukkar teljast þeir fjórhjóladrifsbílar sem hafa svefnrými. Nefndina skipa eftirtaldir: Grétar Hrafn Harðarson ghh@lbhi.is, (formaður), Trausti Kári Hansson, halendingur@gmail.com og Viggó Vilbogason taeknivelar@taeknivelar.is.
Nefndarmenn voru einmitt kosnir til þessarar forystu á almennum fundi áhugafólks um hústrukka sem haldinn var á vegum Ferðaklúbbsins 4×4 í byrjun mars sl. Áhugafólk er hvatt til að setja sig í samband við skrifstofu klúbbsins eða nefndarmenn og skrá sig á póstlista.
Hústrukkanefnd hefur þegar tekið til starfa og mun efna til almenns fundar í fundarsal Ferðaklúbbsins 4×4 á Eirhöfða 11 þriðjudaginn 30. apríl kl 19.30, eins og kemur fram hér á öðrum þræði. Þar verða fjallað um sitthvað tengt hústrukkum og auk þess rætt um fyrirhugaða hústrukkaferð í Þórsmörk um hvítasunnuna (18.-20. maí). Allt áhugafólk um húsbíla með fjórhjóladrifi er velkomið á fundinn.
Stjórn F4x4
You must be logged in to reply to this topic.