Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Hústrukkanefnd stofnuð
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Guðmundsson 11 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.04.2013 at 11:57 #225962
Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 hefur skipað þriggja manna nefnd til að vinna að málefnum áhugafólks um hústrukka. Hústrukkar teljast þeir fjórhjóladrifsbílar sem hafa svefnrými. Nefndina skipa eftirtaldir: Grétar Hrafn Harðarson ghh@lbhi.is, (formaður), Trausti Kári Hansson, halendingur@gmail.com og Viggó Vilbogason taeknivelar@taeknivelar.is.
Nefndarmenn voru einmitt kosnir til þessarar forystu á almennum fundi áhugafólks um hústrukka sem haldinn var á vegum Ferðaklúbbsins 4×4 í byrjun mars sl. Áhugafólk er hvatt til að setja sig í samband við skrifstofu klúbbsins eða nefndarmenn og skrá sig á póstlista.
Hústrukkanefnd hefur þegar tekið til starfa og mun efna til almenns fundar í fundarsal Ferðaklúbbsins 4×4 á Eirhöfða 11 þriðjudaginn 30. apríl kl 19.30, eins og kemur fram hér á öðrum þræði. Þar verða fjallað um sitthvað tengt hústrukkum og auk þess rætt um fyrirhugaða hústrukkaferð í Þórsmörk um hvítasunnuna (18.-20. maí). Allt áhugafólk um húsbíla með fjórhjóladrifi er velkomið á fundinn.
Stjórn F4x4
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.04.2013 at 12:38 #765487
Góðan dag
Þetta er áhugaverð hugmynd að stofna stjórnskipaða nefnd um ákveðna gerð af bílum. Maður hlýtur að ætla að nefndin sé sett á fót með fyrirvara um samþykki aðalfundar. Í 9. grein í lögum klúbbsins kemur skýrt fram hvaða nefndir eru á vegum klúbbsins og í 10. grein er stjórn gefin kostur á að skipa stjórnskipaðar nefndir "til ákveðins tíma til að vinna að verkefni eða verkefnum er tengjast starfsemi félagsins."
Ekki get ég séð að verkefni nefndar um ferðalög "hústrukka" og eigenda þeirra sé tímabundið og varla heldur að það sé verkefni sem tengist starfsemi klúbbsins, eða amk er það á gráu svæði.
Nú vill ég ekki reyna að vera leiðinlegi gaurinn … en það gilda lög um klúbbinn og rétt að reyna að fara eftir þeim, eða leggja fram breytingartillögu á aðalfundi.
Einnig má benda á að eigendur annarra tegunda jeppa/bíla hafa fundið farvegi fyrir sinn áhuga án þess að formleg nefnd sé stofnuð um það á vegum stjórnar.
Besta kveðja,
Óli
19.04.2013 at 12:59 #765489Nú ert þú leiðinlegi gaurinn Óli minn. Eiginlega hrútleiðinlegur tuðari ;-Þ
Nú ert þú jafn neikvæður og við vorum gagnvart Litlunefndinni á sínum tíma. Mér finnst við eigum að fagna því þegar eitthvað nýtt og spennandi gerist, það er ekki svo oft á þessum tímum náttúruverndarofstækis og forræðishyggju. Ég segi því til hamingju með nýju nefndina sem er stofnuð einsog tugir annarra stjórn skipaðra nefna í klúbbnum, samanber Ferðafrelsi, Ritnefnd, Ferlaráð, Dekkjanefnd ofl kv JGS
19.04.2013 at 13:43 #765491Takk fyrir hlýleg orð í okkar garð Ofsi.
Við munum að sjálfsögðu starfa í anda klúbbsins og reyna að laða nýja félaga sem munu efla klúbbinn með bros á vör.Nú þegar eru margir nýir félagar að bætast við svo við skulum ekki hrekja þá í burtu með einhverju neikvæðu spjalli sem hefur því miður verið of algengt hér.
Enda eru þetta félagsmenn sem munu auka breidd í félagsstarfinu sem er af hinu góða.
Ég vil þakka stjórn 4×4 að taka svona vel á þessu.Kveðja Trausti Kári Hansson
19.04.2013 at 14:21 #765493Það er í raun aukaatriði hversu gott eða vont málefnið er. Ef ekki á að fara eftir lögum klúbbsins, þá þarf ekki lög um klúbbinn. Það styttist í aðalfund, en samkvæmt lögum þarf að vera búið að leggja fram tillögur til lagabreytinga í síðasta lagi 15. apríl og skulu þær kynntar í aðalfundarboði, annars þarf að bíða fram að aðalfundi 2014, eða boða til aukaaðalfundar. Eðlilegt vinnubrögð væru að stjórn skipaði aðila í stjórnskipaða nefnd sem hefði þann tilgang að undirbúa lagabreytingu um trukkanefnd og leggja fyrir aðalfundinn ef menn vilja fylgja lögunum. Þannig hefði sú stjórnskipaða nefnd ákveðið verkefni og ákveðinn tíma, í samræmi við lögin.
Svo er auðvitað hægt að hafa þetta eins og menn vilja og sleppa því að fara eftir lögunum …..
[url=http://f4x4.is/bokasafn/Log_F4x4_20091107.pdf:3jdn9sag]Lög klúbbsins er að finna hér.[/url:3jdn9sag]
kv. Óli nöldrari
19.04.2013 at 19:11 #765495Sælir félagsmenn.
Mig langar að koma með stutta greiningu á hlutverki nefnda félagsins. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að þylja þetta upp fyrir ykkur en hér kemur það nú samt. Í fastanefndarstörfum fellst að fara með helstu málefni tengd starfsemi klúbbsins. Ég les úr 9. greininni að starf fastanefnda sé að fara með helstu málefni tengd innri starfsemi félagsins. Þar á ég við þá starfsemi sem heldur félaginu saman og viðheldur eigum þess.
9. grein.
Innan félagsins og undir handleiðslu stjórnar starfa eftirfarandi fastanefndir sem fara með helstu málefni tengd starfsemi félagsins.
Fastanefndir eru: Fjarskiptanefnd, Hjálparsveit Ferðaklúbbsins 4×4, Litlanefndin, Vef og uppýsinganefnd, Skálanefnd, Tækninefnd og Umhverfisnefnd.Stjórnskipaðar nefndir hafa sama hlutverki að gegna. Að auki verða þær að hafa fyrirfram ákveðinn tíma til að ljúka verkefni eða verkefnum sem tengjast starfsemi félagsins. Stjórn getur hvenær sem er lagt niður stjórnskipaða nefnd. Þetta þarf ekki að útskýra frekar.
10. grein.
Stjórn félagsins hefur heimild til að skipa stjórnskipaða nefndir til ákveðins tíma til að vinna að verkefni eða verkefnum er tengjast starfsemi félagsins. Skal stjórn skrifa sérstakt skipunarbréf þar sem fram kemur tilgangur nefndarinnar, nöfn nefndarmanna og hver starfstími nefndarinnar er. Stjórn getur hvenær sem er lagt niður stjórnskipaða nefnd.Stjórnskipaðar nefndir eru: Ferðafrelsisnefnd, Ferlaráð, Húsnæðisnefnd, Ritnefnd og Skemmtinefnd.
Hér að ofan eru stjórnskipaðar nefndir sem eru búnar að lifa mis lengi. Engin þeirra hefur að mér sýnist fastmótaðan tíma til að klára sitt verkefni. Þessar nefndir eru eins og sjá má ekki samkvæmt lögum félagsins. Einhver verður því að bera fram breitingu á lögum um að gera allar eða sumar stjórnskipaðar nefndir að fastanefndum og leggja hinar niður eða endurnýja. Þessar nefndir eru ekki til þess fallnar að vera tímabundið verkefni.
Þá er það ákvörðun stjórnar að stofna nýja nefnd sem yrði stjórnskipuð nefnd. “Hústrukkanefnd.” Hér er hópur félagsmanna með sitt ákveðna áhugamál. Ég sé ekki að sér áhugamál nokkurra félagsmanna falli undir lög um nefndir.
Sú hugmynd hefur verið rædd innan vefnefndar í langan tíma að stofna “flokk” sem svipar til möguleika nefnda og deilda, að eiga samskipti í myndum og máli. Fyrsta hugmynd var hjá okkur að kalla flokkinn “Hópar.” Hústrukkar gæti orðið fyrsti hópurinn þar inn. Síðan kæmu fleirri hópar með önnur áhugaefni.
Það er mikilvægt fyrir félagið að hafa allt innra skipulag í föstu formi og nákvæmlega eftir lögum þess. Ef það er ekki gert en öllu hrært saman fer allt kerfið að ryðlast og upp koma ósætti milli manna. Með nýrri og endurbættri vefsíðu er þetta léttur leikur og verður vonandi öllum til ánægju.
Ég tel það ábyrgðarhluti sem vefnefndarmanni að taka þátt í orðnum gjörningi og kem ekki til að koma nálægt neinu sem varðar þessa svo kölluðu stjórnskipuðu Hústrukkanefnd.Kv. SBS.
19.04.2013 at 19:41 #765497En er búið að skrá Hlyn Snæland í nefndina?
19.04.2013 at 20:36 #765499
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Allar starfandi nefndir hafa gilt skipunarbréf bæði fastanefndir og stjórnskipaðar. Allar fastanefndir fá ný skipunarbréf fljótlega eftir aðalfund sem og stjórnskipaðar nefndir. Skipunarbréfin gilda venjulega starfsárið. Í skipunarbréfinu geta nefndarmenn lesið t.d. hvert hlutverk nefndarinnar er.
Í annari grein laga klúbbsins sem fjallar um markmið klúbbsins stendur meðal annars „að ná til sem flestra sem áhuga hafa á ferðalögum um landið á fjórhjóladrifsbifreiðum“ og engin frekari greining á því hvort þeir séu litlir eða stórir. Þessi nýja nefnd fjallatrukka fellur því mjög vel að þessu markmiði klúbbsins.ÓE, ritari stjórnar
19.04.2013 at 21:14 #765501Ef það er svo mikilvægt fyrir klúbbinn að hafa þessa nefnd, hversvegna í ósköpunum var ekki lögð fram breytingatillaga við lög klúbbsins og lögð fyrir aðalfund. Stjórn hefði verið það í lófa lagið að græja þá breytingartillögu áður en fresturinn rann út. Miklu eðlilegra að hafa svona nefnd sem fastanefnd en stjórnskipaða.
Voru menn hræddir við að aðalfundur myndi fella þetta, eða voru menn bara ekki að hugsa þetta til enda?
kv. Óli
19.04.2013 at 21:22 #765503Í tíundu greininni er stjórn heimilað að skipa nefnd um hvaðeina sem hún telur að verði starfsemi félagsins til framdráttar. Hvergi er tíundað í greininni hvað það er og skilgreinir stjórn það því augljóslega sjálf. Telji hún að skipun nefndar til að vinna að málefnum hústrukka sé félaginu til eflingar er ekkert því til fyrirstöðu í lögum félagsins að gera svo. Vilji einhver hnekkja þessari ákvörðun stjórnar er þá hægurinn á að bera fram vantraust á hana á aðalfundi sem haldinn verður innan skamms. En rétturinn er ljóslega hennar.
19.04.2013 at 21:27 #765505Rétt Þorvaldur, en í 10. grein stendur líka að skipun sé til ákveðins tíma og því má ætla að um sér að ræða verkefni sem hafa upphaf og endi. Kannski hafa trukkamálin sér endi … en það kemur þó hvergi fram og því ekki endilega lögleg nefnd, nema menn ætli sér að láta hana bara starfa eitt ár í senn með nýju skipunarbréfi á hverju ári. En þá er verið að teygja lög klúbbsins … sem er kannski allt í lagi…. eða ?
Annars skil nú ekki alveg hversvegna stjórn ætti að fá vantrauststillögu vegna þessa, þó verið sé að rökræða um túlkun laga klúbbsins.
kv. Óli
19.04.2013 at 21:42 #765507Sæll Óskar.
Mér þykir dapurt að standa í þessum leiðindar stælum. Ef opna á fyrir að geta stofnað nefnd fyrir einstaka áhugamál einstaklinga í klúbbnum þá sæki ég hér með um að fá að stofna Ljósmyndaáhugamannanefnd og líka Chevynefnd. Ég vil fá svar hjá stjórn hér á þessu spjalli um það mál.
Síðan koma allir hinir með sínar bíltegundir, einka áhugamál og svo allar ferðafélaganefndirnar. Það er ekki með nokkru mót hægt að neita þessum félagsmönnum um að stofna nefnd. Hvað verður þá um fastanefndir? Líklega hverfa þær í aragrúa nefnda og verða marklausar. Þessar ákvörðun eru illa ígrunduð og gera klúbbinn að elliheimili.Kv.SBS.
19.04.2013 at 23:17 #765509Ég held að stjórnin ætti að skipa Dramanefnd næst, virðist vera nóg af fólki til að manna hana 😉
Bjarni G.
20.04.2013 at 09:02 #765511Djöfulsins tuðara er hér á ferð. Talandi um að klúbburinn verði að elliheimili. Miða við skrifinn hér að ofan þá hljóm þau alveg eins og á öllum elliheimilum. Tuð og bögg.
Þessi klúbbur fer ekki með kjarna vopn eða önnur hættuleg efni, við eru flest áhuga fólk um ferða mensku hélt ég. En annað hefur komið á daginn. VIÐ ERUM ÁHUGA FÓLK UM TUÐ OG BÖGG.Kv Eyþór R 397.
Um þetta má hef ég ekki meira að segja. menn geta mokað flórinn yfir mig mér er sama og vanur.
En þetta er óþolandi umræða yfir flottu framtaki Fjallatrukkanefnd.
20.04.2013 at 10:55 #765513Sæll Eyþór.
Hér eru menn að rökræða sem ekki eru sammála. Það kallast ekki tuð. Menn koma með rök fyrir sínu máli og síðan heldur umræðan áfram.Það sem ég hef komið hér á framfæri er að mínu viti staðreyndir. Stjórn, deildir og nefndir halda félaginu saman og eiga að vera leitandi eftir þörfum félagsmanna.
Ég hef ekkert á móti nýjum félagsskap hústrukkamanna. Það er eins og engin hafi hugleitt það að skapa svona áhugahópum stað í félaginu og hér á síðunni. Það hefur verið mikið kvartað yfir því að ungir áhugasamir menn um jeppaabreitingar, ferðamennsku og ferðafrelsi séu samankomnir annarstaðar. Þá á ég við á Jeppaspjallinu. Þeir taka þá ákvörðun sjálfir og á eigin forsendum. Þá skulum við spyrja okkur að því hér í klúbbnum hvað veldur?
Ég er áhugamaður um að stofna nýjan Spjall-flokk hér á síðunni fyrir svona áhugahópa eins og hústrukkaáhugamenn eru. Ungir menn hafa sín áhugamál í félaginu og það þarf að skapa þeim stað hér á spjallinu. Eins og þetta er núna er sviðið of lítið fyrir unga og eldri áhugamenn um jeppabreitingar, ferðamennsku og ferðafrelsi.
Kv. SBS.
20.04.2013 at 13:55 #765515Við ættum klárlega að fagna því að það er búið að stofna nefnd sem horfir meira á sumarferðir og ferðir fjórhjóladrifna húsbíla. Þetta er nefninlega nefnd um [b:dbv31xji]ferðamáta[/b:dbv31xji] en ekki ákveðnar tegundir af bílum, ferðamáti sem hefur sumpart verið misskilinn og sumir í þjóðfélaginu líta hornauga á.
Eitthvað sem félagsmenn 4×4 ættu nú heldur betur að kannast við!Ástæðan fyrir stjórnskipun á svona nefnd er einföld, við gefum henni "séns". Ef vel gefst til á næstu misserum verður hún væntanlega gerð að fastanefnd á þarnæsta aðalfundi.
Kannski eitthvað af fyrrum (og núverandi!) félögum 4×4 snúi aftur til starfa í klúbbnum á nýju áhugasviði, því ég veit vel að eitthvað af fyrrum jeppaeigendum eiga núna fjórhjóladrifs húsbíla og ferðast um á þeim, mest í sumarferðum, en sumir þó í vetraferðum, á sínum 44" econoline eða Astro eða hvaða önnur tegund sem fellur að þessari skilgreiningu um "hústrukk".
Nú veit ég ekki hversu margir muna eftir stofnun litlunefndar á sínum tíma, en hún var hálfgerð þrautaganga, og einhvernveginn er alltaf hægt að gera nýjar nefndir (og gamlar reyndar líka) að einhverju þrætuepli.
Hugmyndin er ekki að vera með fastskipað stjórnsýslukerfi þar sem allt hefur sinn sérstaka tilgang og hlutverk, óháð því hvort náist að sinna upprunalegu hlutverki, heldur einmitt að hugmyndir fái að blómstra óháð því hvort þær falli alveg að regluverki hvers tíma, lög og reglur eru ágætar þegar þær sinna hlutverki sínu en þegar þær eru farnar að hamla breytingum og framþróun, þá er eitthvað að reglunum!Það er kannski ekkert skrítið að menn haldi annars staðar til á vefnum til að tjá sig um jeppa, enda virðast flestir þræðir, því miður, þurfa að breytast í einhverskonar rökræður um tilvistarleyfi. Mig langar stundum að pósta inn vandamálum sem ég lendi í, en ég nenni því ekki. Ég nenni ekki að þurfa endalaust að verja afhverju ég stofnaði þráðinn, afhverju það eru stafsetningarvillur eða jafnvel "leyndar auglýsingar" í póstinum.
Reynum nú að vera glöð, fögnum tilkomu nýrrar nefndar sem horfir á ákveðinn ferðamáta og reynum að halda klúbbnum frá því að breytast í einhverskonar skrifræðisskrýmsli, við erum nefninlega vel fær um það!
23.04.2013 at 15:42 #765517Takk fyrir afskaplega góð svör hjá þér Samúel, eins og venjulega.
Eftir stendur þó sú fullyrðing þín [quote:3tj78goj] lög og reglur eru ágætar þegar þær sinna hlutverki sínu en þegar þær eru farnar að hamla breytingum og framþróun, þá er eitthvað að reglunum![/quote:3tj78goj] Við getum verið sammála um að lög klúbbsins eigi ekki að hamla starfi hans, en þá er kannski hagstæðara að breyta lögunum en að brjóta gegn þeim. Og hverjir eru betur til þess fallnir en stjórnin að sjá hvar kreppir skóinn og hvar má lagfæra.
Nóg um það, hef komið skoðunum mínum á framfæri um lög klúbbsins og hvernig ég tel að þetta mál falli ekki að þeim, en svo er það annara að meta fyrir sig.
kv. Óli
23.04.2013 at 18:01 #765519Klárlega lögmæt athugasemd af þinni hálfu.
Persónulega hef ég aldrei spáð of mikið í þessu, en mögulega þarf að breyta lögum klúbbsins til að ýmsar nefndir, þar á meðal húsnefnd, skemmtinefnd og fleiri stjórnskipaðar nefndir geti starfað samkvæmt lögunum. Tæplega vilja menn leggja þær niður bara til þess að samræmast lögum klúbbsins.Þetta þarf að skoða, og ég get vel hugsað mér að bera fram eða taka þátt í að bera fram lagabreytingartillögu á þarnæsta aðalfundi klúbbsins þar sem einmitt þessi mál verða leyst.
26.04.2013 at 00:07 #765521Loksins kemur eitthvað nýtt og spennandi hér inn og það fyrsta sem menn gera er að agnúast á móti því.
Hver er tilgangur með klúbb lögum þegar það verður engin eftir í þessum klúbb ?
Svo spyrjið þið afhverju nýliðar i jeppamennsku láti ekki sjá sig hér á þessari síðu ?
Hér er engin endurnýjun , Sé Því ekki betur en að þessi félagsskapur sé að renna sitt síðasta skeið , sorglegt.
26.04.2013 at 17:07 #765523Getum við breytt nafninu í Hústrukkaráð sbr. stjórnlagaráð er þetta þá löglegt??
Hlakka til að sjá sem flesta í Þórsmörk um nk. hvítasunnu á hinum ýmsu gerðum af "hústrukkum"
kv. Jónas
26.04.2013 at 17:28 #765525Hústrukkar er alveg skelfilegt orð þegar við erum að reyna að breita ímynd klúbbsins til mýkra yfirbragðs. Ég er því með aðra tillögu og hún er " Dúkkuvagnaráð." Við Astroinn getum vel hugsað okkur að vera þar innan þess ráðahags.
Kv. SBS.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.