This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Magnússon 17 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Húsnæðismál
Vegna þeirra pistla sem hafa verið að undan förnu á vefnum vill ég minna menn á það að tillagan um húsnæðismál var samþykkt á aðalfundi, og nefndin á að KANNA möguleika á leiguhúsnæði, eða kaup á húsnæði og bera samann kosti þess og galla.
Þess vegna er furðulegt hversu neikvæðir menn eru strax í upphafi og vilji ekki gefa þessari hugmynd tækifæri, fordóma laust. Búið er að skipa húsnæðisnefnd sem í sitja Jón Ebbi Halldórsson Byggingarverktaki og Húsasmíðameistari, Björn Þorri Viktorsson Lögfræðingur og Fasteignasali og Benidikt Magnússon Byggingaverkfræðingur. Það eitt að þessir menn taki að sér verkefnið bendir til þess að ekki hafi verið um alvitlausa hugmynd að ræða, og hún sé verð skoðunar. Áður en henni verður sópað undir borð.1- Í dag er klúbburinn að greiða í húsaleigu fyrir Loftleiðir og Mörkina 640,918 á ári eða 53,409 á mánuði.
2- 53,409 á mánuði duga til þess að greiða af 6,3 milljónum á mánuði.
3- Ef við færum út í að kaupa gamalt iðnaðarhúsnæði, sem kostaði 50,000 f.m og væri 250 m kostaði slíkt húsnæði 12,5 milljónir og afborganir væru 106,250 ef ekkert væri greitt út í húsnæðinu.
50,000 er í ódýrasta lagi en ef gert væri ráð fyrir 70,000 kostaði húsnæðið 17,5 milljónir væru afborganir 148,750. Ef gert væri ráð fyrir því að klúbburinn greiddi 5 milljónir úr eigin vasa færi kostnaðurinn niður í 106,250. ef frá þessari upphæð er dreginn frá sá kostnaður sem klúbburinn þegar greiðir þá standa út af 52,841. sem er aukningin á núverandi kostnaði. Miðað við að greidd félagar hafi verið 1033 sem greiddu félagsgjöld á liðnu ári væri kostnaður á félagsmann 51 króna á mánuði umfram það sem nú er. Þó ber þess að geta að tölurnar um félagsmanna fjölda er kannski ekki nákvæmar.4- Ef ódýrasti kosturinn væri markmið, sem sagt 50,000 f.m og 300 fermetrar 15 milljónir, er mánaðarkostnaðurinn 127,500og frá því dregið núverandi kostnaður 53,409 eru eftir 74,091 á mánuði. Ef auk þess væri væru dregnar frá 5 milljónirnar sem klúbburinn greiddi við kaupsamning þá mætti draga frá 42,500 væri þá eftir 31,591 sem yrði sá aukni kostnaður sem klúbburinn bæri.
Þessir útreikningar eru bara vangaveltur og ber kannski ekki að taka alvarlega, en gefa þó smá hugmynd um það hvað getur verið í spilunum. Auk þess er stærð á húsnæðinu óþekkt og erfitt að gera sér grein fyrir því hversu stórt það þyrfti að vera.
Einnig mætti benda á að útleiga á sal gæti komið á móti þessum aukakostnaði sem er 379,092 á ári. Í þessum útreikningum er gert ráð fyrir 7% vöxtum. Það er svo auðvita hægt að fá allavega útkomur úr þessu dæmi, það fer auðvita eftir forsendunum sem við gefum okkur.58% á móti, á móti hverju spyr ég, þar sem útgangspunkturinn er nánast O. En í skoðunarkönnuninni segir einungis ? Á Ferðaklúbburinn 4×4 að fara út í húsnæðiskaup til að hýsa fimmtudagsfundi og mánudagsfundi.
En þrátt fyrir að spurningin hafi verið svona leiðandi eru 31% fylgjandi og 10% hafa ekki myndað sér skoðun á málinu. Auðvita ætti óákveðni hópurinn að vera stærri þar sem enginn skoðanaskipti höfðu farið fram áður en skoðunarkönnunin fór í loftið.
Ef hinsvegar hefði verið spurt að því ( hvort Ferðaklúbburinn ætti að fara út í húsnæðiskaup ef fyrir því væri raunhæfur grundvöllur) ? hvað þá? .Fornbílamenn sýndu stórhug og byggðu skemmur yfir sig, þegar á árunum 1980-90 og byggðu þeir 3 skemmur uppi í Mosfellsbæ sem byggðar voru í þrem áföngum, skemmurnar eru einangraðar og fína og geta hýst um 100 bíla og eru um 1000 f.m.
Fornbílaklúbburinn átti einnig félagsheimili í Vegmúla sem var sel var Íslandsbanka. Sem gerði þeim tilboð sem ekki ver hægt að hafna, en á þeim tíma hugðu fornbílamenn á byggingu sýningar og fundarhúsnæðis í Laugardalnum. Það varð þó ekki af þeim framkvæmdum vegna mótmæla við uppbyggingu Laugardalsins á þeim tímum. Í dag eru fornbílamenn að fara af stað, með að byggja yfir sig við Elliðaárnar í tengslum við rafstöðina. Þess ber að geta að í Fornbílaklúbbnum voru 400 félagsmenn þegar byggingar framkvæmdir hófust, er nú eru félagsmenn um 500. Sá sem var prímus mótorinn í þessum framkvæmdum var Rúdolf Kristinsson kaupsýslumaður og ýtti á eftir framkvæmdum. Og vildi helst aldrei fresta neinum framkvæmdum til næsta árs.Oddur og Einar voru harðir andstæðingar tillögunar á aðalfundinum og vildu sópa henni út í horn án þess að hún væri rædd frekar, og þótti þeim hugmyndin fráleit í alla staði. Er það merkileg í ljósi þess að þeir eru báðir miklir athafna menn og óragir við að taka sér verkefni innan klúbbsins sem utan. Hvet ég þá til þess að skoða málið með opnum huga. En reynast þeir hafa rétt fyrir sér, þá skal ég ekki liggja á liði mínu við að grafa niður tillöguna.
Að koma sér eigin þaki yfir höfuðið er landlægt í Íslandi og þekkist vart í jafn ríku mæli í vestur Evrópu, þar sem leigumarkaður er kominn mun lengra en á vorum hólma. Við okkur hefur það loðað að enginn sé maður með mönnum nema hann eða hún hafi eignast húsnæði. Þess vegna skítur það skökku við, þetta viðhorf félagana um það að kanna málinn frekar. Auk þess eru jeppa menn og konur ekki vön að kalla allt ömmu sýna þegar kemur að því að taka á málunum.
Jón Snæland.
You must be logged in to reply to this topic.