This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Hörður Guðjónsson 15 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Það hefur alltaf sprottið upp reglulega umræða um að klúbburinn eignist sitt eigið húsnæði. Draumurinn væri húsnæði þar sem það væri hægt að hafa fundi og jafnvel viðgerðaraðstöðu eða geymslu fyrir dót klúbbsins. Það má vel vera að þau mál séu í einhverju ferli en ég er forvitinn að vita hvort það sé eitthvað verið að skoða hvort það borgi sig að fjárfesta í svoleiðis núna?
Það ætti að vera ódýrara að fara að stað núna en þegar þenslan var á fullu.
Á móti kemur að það er eflaust erfiðara að fá fjármagn núna, hvort sem það er styrktar eða lánsfjármagn.
kv. Jón Hörður
P.s. verð að viðurkenna að ég þekki ekki til fjárhagsstöðu klúbbsins, kannski eru svona pælingar algjörlega óraunhæfar….
You must be logged in to reply to this topic.