Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Húsnæðismál
This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Karl Guðnason 18 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.09.2006 at 20:39 #198494
Hvernig er það hafa menn og konur ekkert um þessi húsnæðismál að segja? Mér finnst allt í lagi að brydda upp á umræðunni hér á síðunni, jæja þá er bara að koma sínum skoðunum og hugmyndum á framfæri.
Kv Bjarki -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.09.2006 at 16:40 #559448
Það eina sem ég hef áhyggjur af er varðandi eldhús og salernisaðstöðu,sem verður að vera í lagi ef leigja á út salin til veisluhalda,en ég sé ekki að það sé neitt til tiltakanlegt vandamál.
Ég tek undir með Skúla og Benna þetta húsnæði ætti að vera það tækifæri sem við þurfum til að efla sjálft félagsstarfið,og salurinn ætti að geta sinnt þeirri fundaþörf sem alla jafnan er til staðar,þó svo að leita þyrfti annað með stórfundi.
Mér finnst það ekki nægjaleg rök að fundarsókn hafi mikil fyrir 5 árum undanfarin ár hefur hún minkað og þörfin fyrir húsnæði líku þessu aukist með vaxandi kröfum um meira félagsstarf,námskeiðahald,opið hús og margt fl,ég sé vel fyrir mér félagsmenn safnast saman þarna til að fá fréttir af leiðöngrum sem eru í gangi að ég tali ekki um ef slys ber að höndum og björgunarleiðangrar eru að störfum.
Ég tel þetta húsnæði eiga geta verið sú lyftistöng fyrir félagstarfið sem við þörfnumst og ekki spurningu um að hella sér út í þetta verkefni og gera það með stæl.
Kv Klakinn
08.09.2006 at 20:02 #559450Ef ég rýni rosalega í seinni teikninguna hjá Benna þá sé ég eldhús fyrir neðan sorpgeymsluna sem er við útvegginn efst á myndinni og ég giska á að litlu plássin tvö þar fyrir neðan séu salerni.
Er eitthvað vitað um hvernig "virkni" félagsmanna er núna á 21. öldinni? Er stór hópur sem mætir bara á mánudagsfundi en fylgist ekki með tilkynningum á vefnum og í Setrinu? Af þessum hvað 4.000 sem eru í félaginu eru 100-150 að mæta á mánudagsfundi, allir frá Setrið (nema ég…) og hvað ætli margir lesi vefinn? Eru til einhverjar tölur yfir það? Það er eðlilegt að starf klúbbsins taki mið af "þörfum" félagsmanna en það er ekki alveg jafn eðlilegt að tiltölulega lítill hluti sé að keyra upp tiltölulega stóran hluta af rekstrarkostnaði klúbbins á ári (ég er búinn að týna aðalfundargögnunum mínum og get ekki flett þessu upp!).
08.09.2006 at 20:17 #559452Ég hef ekki komið inn í þetta hús og veit ekki hvernig þetta lítur út, en teikningarnar gefa manni hugmynd og mér líst ágætlega á þetta.
Annars er ég á þeirri skoðun að stjórnin eigi bara að gera það sem hún telur að sé best og ég treysti henni fullkomnlega til að taka ákvörðun fyrir klúbbinn,til þess er hún.
Kv.
Glanni
08.09.2006 at 20:20 #559454Mig langar til að vita til hvers þessi þrjú herbergi eru sem skerða stærð salarins.
Kv. Raggi
Ps. Líst annars nokkuð vel á hugmyndina.
08.09.2006 at 20:56 #559456Ég mæli eindregið með því að þessu tilboði verði tekið.
Það er mikils virði fyrir klúbbinn að hýrast ekki á einhv hænsnalofti. Heldur að vera að almennilegum stað
með sæmilegu aðgengi. Þetta er ágætis húsnæði þó ég sé viss um að það verði nokkuð þröngt á göngunum þegar 100 manns eru á hreyfingu. Enn so what..
Það eru margir sem nenna ekki að láta sjá sig í hænsnakofanum í mörkinni. Og er ég einn af þeim ;). Ég myndi reikna með því að mætinginn yrði betri þarna. Og öll umgengi mun þægilegri en nú er.
Auðvitað væri draumurinn nokkur hundruð fermetra aðstaða og helst þar sem hægt væri að taka bíla inn líka.
Koma tímar koma ráð. Þetta er gott tækifæri sem við ættum ekki að sleppa.
08.09.2006 at 23:41 #559458Það er hægt að skæla yfir þessu lengi, undarlegt að menn skuli hafa áhyggjur af loftræstingu það má þá opna glugga ef einhver fer að svitna.
Þetta er eðlilegt skref í þróun klúbbsins að mínu mati.
Aftur á móti hefur maður hefur svo margar spurningar varðandi klúbbinn sem tengjast þessu máli, maður er jú ansi grænn ný byrjaður og allt það. Til dæmis hvort starf sem þetta sé styrkt af opinberum aðilum F4x4 er að taka þátt í verkefnum í almanna þágu eins og utanvegaaksturs verkefninu. Hafa menn velt því fyrir sér að fara með starfsemina í annað bæjarfélag þar sem yfirvöld gæru hugsað sér að koma á móts við okkar þarfir varðandi húsnæði, manni hefur oft sýnst nágrannasveitarfélög Rvk standa sig betur í stuðningi við félagsstarf.
Annars fagna ég samstarfi við FBSR, þar fer fram fín starfsemi en munið að Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík er skammstöfuð FBSR.
09.09.2006 at 19:48 #559460Hér hafa margir viti bornir menn tjáð sig og fagna ég Finna sem er nýr í félaginu því hann virðist vera skynsamur náungi og allir sem hafa tjáð sig virðast sjá þetta sem + en ekki mínus svo ég verð að standa með formanninum og öðrum sem eru með þessu plani !! Kílum’áetta og hættum að ergja þá sem voru kjörnir í það að leiða klúbbinn ! Því ég held að þeir hafi meira á milli eyrnana en margir okkar hinna (þar á meðal ég) Ég seigi bara áfram stjórnin (ekki ríkisstjórnin) þið eruð lang flottust.
kv:Kalli klári
ps: stundum ekki eins klár og hann heldur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.