Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Húsnæðismál
This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Karl Guðnason 18 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.09.2006 at 20:39 #198494
Hvernig er það hafa menn og konur ekkert um þessi húsnæðismál að segja? Mér finnst allt í lagi að brydda upp á umræðunni hér á síðunni, jæja þá er bara að koma sínum skoðunum og hugmyndum á framfæri.
Kv Bjarki -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.09.2006 at 22:08 #559408
Mér fannst kynningin á fundinum nokkuð og án þess að taka afstöðu til þessa tilboðs þá finnst mér að það eigi að kalla húsnæðisnefndina saman til að skoða þetta mál en það er jú einhver ástæða fyrir því að leiga var ekki ein af niðurstöðum nefndarinnar. Tvær spurningar, var nefndin stjórnskipuð eða skipuð á aðalfundi eða félagsfundi ? Og hvað hefur verið gert við niðurstöður nefndarinnar?
Mér finnst vanta skjalasafn á heimasíðuna þar sem fundargerðir eru settar inn ásamt örðum sjölum. Sem nýr félagi þá er ekki auðvelt að kinna sér málefni nefnda og stjórnar.
05.09.2006 at 22:15 #559410Þetta er að ég held nákvæmlega sem allir hafa verið lengi að bíða eftir, það er að sega nógu stórt húsnæði til að bera alla okkar starfsemi.
Auðvitað er alltaf hægt að finna stærra og kannski hentugra enn það er alveg á hreinu að það er bara mikið dýrara.
Þarna erum við komnir inn þar sem báðir aðilar geta notið góðs af hvorum öðrum, gleymum heldur ekki að hérna fyrir nokkrum vikum voru menn að spá í geymsluhúsnæði fyrir allar þessar kerrur sem við eigum.Einu efasemdisraddir sem ég heyrði á Mánudagsfundinum síðasta voru á þá leið að þetta hús Flugbjörgunarsveitarinnar myndi ekki rýma Mánudagsfundi okkar, það er bara della, þessi salur kemur til með að rýma 250 manns og það er nóg.
Ég treysti á stjórn að taka þessu fegins hendi og ganga þannig frá að við verðum búnir að fá þetta afhent eftir 3 vikur eins og talað er um.
Lúther
05.09.2006 at 22:31 #559412Það er erfitt að tjá sig um húsnæði sem maður hefur aldrei komið inn í en…
Ef klúbburinn þarf að halda núverandi húsnæði auk þess að ná sér í viðbótarhúsnæði fyrir 9 mánudagsfundi, húsnæði og veitingar, á ári fer heildarhúsnæðiskostaður að nálgast leiguna sem var talað um fyrir Flubba-húsnæðið.
Möguleikarnir á meiri starfssemi eru (að mínu mati) hækkunarinnar virði ef klúbburinn stendur undir skuldbindingunni, sem stjórn telur að hann geti.
Ef þetta verður sú gríðarlega lyftistöng sem for(d)maður telur þá gæti salurinn sprungið, sakar ekki að vera bjartsýnn! Hann getur líka snúið nýja bílnum við á bílastæðinu (aka flugvellinum) þarna við hliðina…Salur FÍ er reyndar mjög flottur salur og örugglega erfitt að finna sambærilegt húsnæði sem kostar ekki hvítuna úr augunum.
05.09.2006 at 22:44 #559414Bara til að vera með. Er verið að tala um að kaupa/ leigja húsnæðið sem Flugbjörgunarsveitin er í? Fyrir þá sem ekki voru á þessum fundi, nennir ekki einhver að skrifa smá greinargerð um það sem fram kom?
Kv.
Ásgeir
05.09.2006 at 23:41 #559416Ég mun setja hér inn allar upplýsingar og myndirnar sem ég var með á fundinum á morgun. Ég hafði ekki tíma til að koma þessu inn í dag….
Við stjórnarmenn eigum nefnilega líka annað líf…En varðandi húsnæðisnefndina þá var hún stjórnskipuð á sýnum tíma og hennar hlutverk var að kanna möguleika klúbbsins í húsnæðismálum og gera tillögur til úrbóta. Þetta var gert og þar með lauk sú nefnd störfum.
Benni
06.09.2006 at 00:17 #559418Sælir/ar mér langar að deila með ykkur að ég hef farið á fund hjá flugbjörgunarsveitinni einmitt í þessum umrædda sal og var mjög gott rými og myndasýningin var mjög góð sem þeir flugbjörgunarmenn voru með og vill ég slökkva á öllum þeim umræðum um að þetta sé ekki gott til myndsýninga það er della. rými salarinns var gott og ég tala nú ekki um ef að við breytum honum út í að verða salur fyrir 250 manns það er bara frábært og að það sé ekki pláss fyrir mánudagsfundina er bara della við fáum kannski ekki að sitja við þessi fínu hringborð eins og í ferðafélagssalnum en nóg er að rými í þessum sal og ég tala nú ekki um að við getum gert okkur heimakomna/r í þessu nýja húsæði með myndum logoi að utan eins og benni sýndi dæmi á fundinum og jafnvel VHF mastri og virkri hlustun og ég tala nú ekki um eins og benni gaf okkur hugmynd um með aðstöðu eins og félagsmiðstöð "vídjógláp og gaman" og svo getum við unnið okkur tekjur með útleigu á sal sem og klúbburinn getur tekið að sér fleiri fjáraflanir ef því er að skipta og svo að ég tala nú ekki um allt bílastæðið sem fylgir þessu það rýmir allann okkar bílaflota og meira til. en ég ætla að segja þetta gott í bili og já það má skrá mig í vinnu í breytingarnar ef því er að skipta….
Viva 4×4
Kv Davíð Karl R-2856
06.09.2006 at 00:44 #559420Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að kíla þetta í gegn.
Að leigja húsnæðið í 1-2 ár er held ég ágætis kostur,og ef húsnæðið uppfyllir þær kröfur sem klúbburinn þarf,þá ætti að skoða þann möguleika að kaupa húsnæðið.
Og jafnvel að hafa fleiri opin kvöld í viku.Jóhannes
06.09.2006 at 10:24 #559422Hingað til hafa mánudagsfundir verið stærsti þátturinn í starfsemi klúbbsins og margir sem koma lítið nálægt klúbbstarfinu utan þess að mæta á fundina. Þess vegna er eðlilegt að menn spái aðeins í það hvort húsnæðið sé heppilegt fyrir þá og hvað verði um þá. Ég held að miðað við þann fjölda sem hefur verið á þessum fundum síðustu ár dugi salurinn í Flubbahúsinu, en kannski ekkert meira en svo. Hins vegar býður þetta húsnæði upp á að blása lífi í annars konar starfsemi innan klúbbsins, s.s. að klúbbstarfið verði lifandi meira en eitt kvöld í mánuði. Þetta getur orðið einskonar félagsmiðstöð, staður þar sem menn hittast á hinum ýmsu tímum bæði formlega og óformlega. Það er hægt að hafa myndasýningar, undirbúningsfundi fyrir ferðir, kynningar, námskeið, hægt að setja upp myndasýningar á veggina, stilla upp skáp með ýmsu dóti úr sögu klúbbsins, vera með ýmiskonar dót til sölu, bjórkvöld, hugsanlega fjarskiptavakt þegar stórar ferðir eru í gangi, o.s.frv. Ég lít semsagt svo á að þetta sé kannski ekki endilega besti kosturinn út frá mánudagsfundunum þó það megi vel vera að þeir gangi þarna, en flottur kostur fyrir ýmsa aðra starfsemi innan klúbbsins.
Kv – Skúli
06.09.2006 at 16:49 #559424Ein hugmyndin sem ég varpaði fram á formannafundinum, var sú að hugsamlega væri hægt að hafa vissa fundi í öðru og stærra húsnæði. Það væri mögulegt að hafa 2 risa fundi. T,d desember og febrúar. Þar sem væri meira í þá fundi lagt, en aðra t,d með kynningum, fyrirlesurum ofl.
06.09.2006 at 22:13 #559426Það húsnæði sem um er að ræða að Klúbburinn flytji í er fyrsta hæðin í húsi Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík.
Nú þegar hefur stjórn skoðað málið mjög gaumgæfilega og staðið í samningaviðræðum við húseigendur. Þeir samningar eru nú á lokastigi og ef niðurstaðan verður í samræmi við síðustu viðræður þá mælir stjórn klúbbsins með því að þetta verði gert.
Til að menn geti glöggvað sig á þessu set ég hér nokkrar myndir.
Grunnmynd húsnæðis eins og það er :
[img:3cxzchj0]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4725/33834.jpg[/img:3cxzchj0]Grunnmynd eftir breytingar sem við munum gera:
[img:3cxzchj0]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4725/33835.jpg[/img:3cxzchj0]Útlit:
[img:3cxzchj0]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4725/33832.jpg[/img:3cxzchj0]Loftmynd af svæðinu:
[img:3cxzchj0]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4725/33833.jpg[/img:3cxzchj0]Húsnæðið býður upp á fjölmarga möguleika og ætti að geta hýst alla starfsemi klúbbsins eins og hún er í dag. Þarna er salur sem getur vel hýst félagsfundi af þeirri stærðargráðu sem þeir eru í dag.
Salurinn sem við höfum aðgang að er um 130 – 140 m2 eftir breytingar og myndi því léttilega taka 150 – 200 manns í sæti. Til samanburðar voru um 110 á síðasta félagsfundi og var hann einn sá fjölmennasti sem við höfum orðið vitni að í langan tíma.
Að öðru leiti er þarna pláss fyrir alla okkar starfsemi auk þess sem mögulegt er að bæta töluvert við af viðburðum eins og sumir hafa talið hér upp að framan.
Margir voru fljótir til að nefna það á fundinum að við ættum bara að kaupa eða byggja húsnæði undir klúbbinn. Ég er algerlega sammála þessum mönnum – það væri besta lausnin. En húsnæði sem hentar okkur og sem við höfum ráð á liggur ekki á lausu. Það má reyndar alveg finna pláss sem hentar – en það er þetta með að geta staðið undir því sem er vandinn, Klúbburinn hefur einfaldlega ekki efni að kaupa eða byggja eins og er, tekjurnar bjóða ekki upp á það. Auk þess er það að mínu mati umhugsunarefni að menn vilji setja klúbbinn í gríðarlegar skuldir og binda hann fjárhagslega í báða skó til 40 eða 50 ára…..
Og varðandi að byggja….. Á hvaða lóð ? Uppi á Esjumelum ? Eða ….. ?
Menn verða einfaldleg að koma báðum löppum niður á jörðina. Klúbburinn er ekki stórefnaður og þar með eru okkur miklar skorður settar. Því eru að mínu mati fáir ef nokkrir kostir til jafn góðir og sá sem stendur okkur til boða núna og í mínum huga er þetta gullið tækifæri til að koma klúbbnum loksins upp á hærra plan. Slíkt mun svo án nokkurs vafa leiða til öflugra starfs með fleiri félgasmönnum – og þá hærri tekjum og þá getum við farið að skoða kostnaðarsamari valkosti eins og að byggja eða kaupa.
Benni
06.09.2006 at 23:41 #559428Það er ekki spurning í mínum huga að húsnæði sem þetta gæti lyft félagsstarfi og nefndarstarfi all verulega til betri vegar,en hins vega vakna spurningar td,hversu langan leigutíma er verið að semja um?
Hvernig er með eldhúsaðstöðu með tiliti til þess að leigja út salinn undir veislur og aðrar uppákomur,??
Hvernig er með bílastæði,ég veit af reynslu að fimmtud eru sem oftast vinnukvöld hjá Flubbum sem öðrum björgunarsveitum og þá gæti orðið skortur á bílastæðum,Skúli nefnir talstöðvarvakt,gott mál en hvernig væri útfærsla á slíku.
Þessar spurningar og fl vakna er maður skoðar þetta dæmi.
Engu að síður ég ég fylgjandi þessu framtaki af fullum hug og sé þarna möguleika á að láta ýmsa drauma um öflugra félagstarf rætast og hugmyndin um félagsmiðstöð sem og aðstöðu nefnda til funda sem fram að þessu hafa verið haldnir í heimahúsum nefndarmanna,spurningin um mánudagsfundi sem hefur verið varpað upp,hver er þörfin á þeim??
Hvers vegna má ekki til dæmis vera með 2 öfluga stórfundi ,Aðalfund og Haustfund,sem mætti halda í stærri sal ef þörf þykir.virkara félagstarf eins og hugmyndir hafa komið fram um gæti allt eins komið í stað mánudagsfunda,kynningar á vörum og efni sem er áhugavekjandi mætti halda um helgar eftir þörfum og vilja hvers þess er vill koma vöru sinni eða fræðslu til skila í það og það sinnið.
Klúbburinn hefur varið miklu fé í fjallaskála um land allt,endurvarpa sem mikið fleirri en 4×4 nota ásamt öðru,svo hvers vegna ekki skapa aðstöðu sem okkur er sómi að hérna á höfuðborgarsvæðinu,sem um leið auðveldar félögum utan af landi aðgang að starfinu er þeir eru í bænum,við eigum án efa flottasta fjallaskála á landinu og hvers vegna ekki koma okkur upp sambærilegri aðstöðu í bænum,þar sem flestir félagsmenn eru og um leið að koma starfinu í fastari skorður með aðstöðu sem allir eiga greiðan aðgang að.
Ég styð þetta framtak af heilum hug og veit að svo er um fleirri.
Kv Klakinn
07.09.2006 at 00:06 #559430Til að svara Lauga
Leigutími : Ekki frágengið, 2 – 10 ár hafa verið nefnd.
Eldhús er til staðar. Varðandi leigu á sal þá er hann okkur til afnota og við munum sjá um að leigja hann út og deila tekjum.
Bílastæði eru nægjanleg í kring. Ef þú skoðar loftmyndina sérðu stæði hinu megin við götuna og til hliðar við húsið. Auk þess eru Loftleiðir nokkra metra frá með fullt af stæðum sem að öllu jöfnu eru laus á kvöldin.
Talstöðvarvakt.. Þar er verið að tala um að hafa fjarskiptatæki á staðnum þannig að hægt sé að hlusta, t.d. ef ferðir eru í gangi. Fjarskiptamastur eru á staðnum.
Benni
07.09.2006 at 00:37 #559432Er til eitthver teikning um hvernig væntanleg aðstaða verður eftir breitingar.??
Með tiliti til spurniga minna þá vantaði spurninguna um salerni,ekki viljum við færa Soffíublettina í bæinn.
Klakinn.
07.09.2006 at 00:50 #559434Neðri teikningin er samkvæmt myndatexta með hugsanlegum breytingum. Eldhús og salerni eru efst á teikningunum fyrir miðju.
Eitt af því sem hefur slegið mig í þessari umræðu, er það hvað sumir vanmeta gildi mánaðarlegra félagsfunda og það að Setrið komi reglulega út. Mánudagsfundirnir eru miklu mikilvægari en fimmtudagskvöldin, einfaldlega vegna þess að það eru margalt fleiri félagar sem sækja þá. Með því að leggja niður reglulega útgáfu Setursins og jafnvel líka reglulega mánudagsfundi, eins og Ofsi leggur til, þá er verið að einskorða upplýsingar um starfs klúbbsins við þá sem eru á netinu. Slíkt væri að mínu mati mikil afturför.
-Einar
07.09.2006 at 02:34 #559436Eik að þess vegna geri ég þessar athugasemdir,til þess að fá fulla nýtingu úr þessu húsnæði verður það að standast ýtrustu kröfur salerni og fl,má vera að þetta upplag sýni það,en hvað segir heilbrigiðseftirlitið.???
Mánudagsfundirnir!! Eru þeir ekki smá vegis ofmettnir,ef eitthvað jákvætt kemur í staðin eru þeir eitthvað sem við þurfum að halda uppá,við getum ekki lifað á fornri fundarsetu né heldur getum við hafnað henni.
Ef við náum settum markmiðum með húsnæðinu er þá ekki markmiðinu náð.
‘Eg er á margan hátt og reyndar allann hátt ferlega ósáttur við núverandi aðstöðu,hýrast í einni kvistherbergiskytru,með takmarkaðan aðgang að littlu stærri kytru er ekki okkur samboðið.
Það sem stjórn er að vinna að er mikið betra og ber vott um mikla framtíð sem okkur öllum sem stundum þetta sport ætti að vera umhugað um,og eins og réttilega er bent á ættu að vera stafnsúlur 4×4.
Hafðu að samt gott Einar,Kv Klakinn
07.09.2006 at 07:15 #559438það er ekki rétt skilið að ég vilji fækka mánudagsfundum, heldur vildi ég að það væri lögð meiri áhersla á einhverja tiltekna fundi t,d 2-4 á áru og þeir væru þá hugsamlega hafðir á örðum stað. Hvað Setrið varðar þá er það nú einfaldlega kostnaðurin, sem hefur sett því skorður.
08.09.2006 at 11:43 #559440Ég fór í gærkvöldi og skoðaði þessar vistarverur sem okkur stendur til boða. Ég vil taka það fram að ég er ekki að mótmæla þessu heldur bara varpa fram skoðun. Í stóra salnum sem stendur til að stækka voru 70 stólar og leyfði ekki af plássinu. Mér sýnist svona fljótt á litið að eftir breytingar gæti hann tekið ca. 150 manns topps og þá þétt raðað. Ákveðnir gallar eru á því þ.e. þungt loft, mikið stólaskark og myndasýningar yrðu ekki eins skemmtilegar fyrir alla í salnum. Kostirnir eru eins og fram hefur komið hér að framan; okkar aðstaða, nágrenni við "flubbana" fjarskiptamastur og bílastæðamál í góðum málum.
Mitt atkvæði er sem sagt frekar jákvætt, þó kannski megi leita betur.Bkv. Magnús G.
08.09.2006 at 12:11 #559442Mér sýnist að það hreinlega gangi ekki upp að nota sama húsnæðið fyrir mánudagsfundi og aðra starfsemi félagsins.
Ef ég man rétt, þá kostar aðstaða fyrir 10 félagsfundi á Hótel Loftleiðum um 400 þúsund á ári, ef kaffi og tæknimanni er sleppt. Ef klúbburinn notar sinn eigin skjávarpa, þá ætti að vera hægt að losna við tæknimanninn.Flubba húsið er á margan hátt hentugt fyrir aðrar þarfir klúbbsins, en þó óþarflega stórt. Ef hægt væri að fá hluta plássins, væri það að mínu viti góður kostur. Með þessu móti væri öllum þörfum klúbbins fyrir húsnæði vel sinnt, og kostnaður gæti orðið heldur minni en leigan fyrir allt flubba plássið.
Ég er algjörlega ósammála þeirri hugmynd Ofsa að búa til annarsflokks félagsfundi sem yrði troðið í lélega sali. Fjölmennustu fundirnir oft verið í þegar uppákomur á vegum klúbbsins hafa staðið til. En ef að Setrið hættir að koma reglulega út, þá má gera ráð fyrir að dragi úr mætingu á mánudasfundi, sem og þáttöku í allri annari starfsemi félagsins.
-Einar
08.09.2006 at 13:15 #559444Einar – þú verður að kynna þér málin áður en þú setur fram eitthvað bull. Tæknimaður á Loftleiðum er skylda ef nota á tækjabúnað eins og skjávarpa eða hljóðkerfi.
En annars legg ég til að Einar – Magnum og fleiri sem vilja eitthvað annað – Eins og Vinstri grænir, komi nú með aðrar raunhæfar tillögur. Ég er nefnilega búinn að leita …. Og finn ekki neitt hentugra sem klúbburinn hefur ráð á.
Og Einar – leigan hjá FBR er fyrir skrifstofurnar og geymsluna en ekki fyrir salinn, afnot af honum fylgja hinu.
Og kannski einn punktur sem vert er að menn athugi að við greiddum áður þessa fjárhæð sem einar nefndi fyrir mánudagsfundi. Núna er allt annað uppi á teningnum og salur sem tekur 300 manns kostar í dag 80.000 á kvöld. Við vorum að kanna það þar sem við eigum ekki í öruggt hús að venda fyrir næsta fund.
En endilega þið sem hafið fundið þessari tillögu allt til foráttu – komiði nú með raunhæfa tillögu í staðinn og við skulum gjarnan skoða hana vel – en muniði bara að klúbburinn hefur takmörkuð fjárráð.
Og að lokum þá snýst þessi umræða ekki um Setrið eða fjölda mánudagsfunda… Heldur það að koma starfsemi klúbbsins upp á hærra plan með því að koma honum í nothæft húsnæði sem stendur okkur til boða.
Benni
P.S.
Ég bíð spenntur eftir tillögum frá ykkur….
08.09.2006 at 14:39 #559446Eik vill greinilega ekki að það verði stigið eitthvað skref sem setur mánudagsfundina í hættu eða setur takmarkanir á þá. Ef ég er að skilja málið rétt er er hættan sem stafar að þeim í þessu eingöngu sú að ef við færum í þetta húsnæði hjá Flubbunum hefði það þá hliðarverkun að hugsanlega væri hægt að halda mánudagsfundina þarna frammi þar sem hluti af dílnum er að við hefðum umsjón með því rými og þá um leið gætum nýtt það. Þar fyrir utan værum við bara að leigja skrifstofuaðstöðu og geymslu og það á mjög hagstæðu fermetraverði. Hljómar í mín eyru sem rakinn díll. Aðrir kostir sem við höfum er að vera áfram í risinu. Kosturinn þar er ódýr húsaleiga, en liggur fyrir að hún muni hækka á næstunni. Ég held þó að jafnvel þó hún hækki talsvert verði þetta áfram ódýrasti kosturinn. Ókostirnir hins vegar að það er ekki boðleg vinnuaðstaða fyrir starfsmann klúbbsins og takmarkar heilmikið möguleikana í starfsemi klúbbsins. Þessi skrifstofukompa er eiginlega ekkert nema geymsluskápur fyrir síma. Semsagt ódýr kostur en ekki góður. Hins vegar möguleikinn að finna annað húsnæði sem býður upp á sambærilega möguleika og Flubbahúsið þó það rúmi ekki mánudagsfundi. Ég er ekki viss um að það finnist fyrir neitt lægri upphæð en verið er að tala um í leigu hjá Flubbunum, en ef einhver finnur slíkan möguleika er ég viss um að stjórnin myndi skoða það.
Ef við flytjum á annað borð held ég að Flubbahúsið sé á margan hátt mjög góður kostur og ekki viss um að annar betri finnist. Hækkun á leigu hlýtur hins vegar að hafa sín áhrif á rekstrarafkomu klúbbsins. Árleg innkoma verður að standa undir árlegum kostnaði og helst þarf að vera einhver rekstrarafgangur til að byggja upp sjóði klúbbsins. Síðasta stjórn flutti mánudagsfundina af Loftleiðum til að minnka rekstrarkostnað og munaði heilmikið um það en nú er útlit fyrir að við höfum ekki áfram aðgang að þessum frábæra FÍ sal í Mörkinni. Ef innkoman hins vegar stendur undir þeim viðbótarkostnaði sem flutningarnir hafa í för með sér held ég að þeim pening sé bara nokkuð vel varið því áhrifin á félagsstarfið geta verið heilmikil. EF hægt er að ná sparnaði á móti með því að halda þó ekki væri nema hluta af mánudagsfundunum þarna væri það frábært, því mér finnst þessi salaleiga eins og var á Loftleiðum algjörir blóðpeningar, að borga tugi þúsunda fyrir afnot af sal eitt kvöld. Þessa fundi mætti þess vegna halda á einhverju verkstæði, flottheitin eru ekki aðalatriðið þarna. Það væri þess virði að skilgreina aðeins hlutverk þeirra, setja niður hvaða tilgangi þeir þjóna. Með þessu er ég ekki að segja að það sé lítið, heldur að leggja til að skilgreina þetta til þess að ákveða hvernig þessum þörfum sé best mætt, þ.m. ákveða hvaða skilyrði salurinn þarf að uppfylla. Ég held að þeir séu nauðsynlegir og örugglega fjöldi félaga sem hafa ekki önnur tengsl við klúbbinn en mæta á mánudagsfundi (var sjálfur í þeim hópi fyrir nokkrum árum). Þá er spurningin hvað við gerum best úr því? Það væri ekki verra ef þessir félagar væru að sækja þessa fundi í höfuðstöðvar klúbbsins, það sé eiginlega meira virði en að hafa borð til að sitja við og flotta sýningaaðstöðu. En auðvitað þarf samt að vera hægt að sýna myndir, hafa nægjanlegt pláss og súrefni.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.