Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Húsnæði
This topic contains 36 replies, has 16 voices, and was last updated by Hjörtur Már Gestsson 11 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.10.2013 at 13:04 #226677
Daginn.
Var á fundinum í gær og langaði að koma með smá uppástungu í kjölfar þess er viðkemur húsnæði f4x4.
Fyrst klúbburinn er á höttunum eftir nýju húsnæði, væri ekki sniðugt að mögulega fá húsnæði með sirka 2-3 iðnaðarbilum, eða rétt til að koma inn 2-3 bílum og leigja það út sem viðgerðaraðstöðu fyrir meðlimi?
Með þessu gæti skapast smá „félagsmiðstöðvafílingur“ og haldið húsnæðinu lifandi alla daga vikunar.Þetta gæti einnig virkað hvetjandi á yngri jeppamenn að ganga í klúbbinn, þar sem margir af yngri kynslóðinni hafa kannski ekki aðgang að bílskúr né hafa tök á að láta gera við/breyta bílum sínum á verkstæði. Svo væri mikill kostur að geta komist í viskubrunn reyndari manna á staðnum.
Hvernig hljómar þetta?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.10.2013 at 21:03 #379293
@ivar wrote:
Mér finnst byrjunin á þessari umræðu kristalla ástæðu þess af hverju ég er svo til óvirkur í þessu félagsstarfi. (hef verið greiðandi meðlimur undanfarin ár)
Það kemur einhver hugmynd og í staðinn fyrir að vinna þétt saman að lausn og skoða kosti og möguleika benda margir á hvað allt er ómögulegt og hvað ekkert gengur. Pistlahöfundur er skotinn í kaf hvað allt sé ómögulegt við tillöguna hans.
Hversu margar tillögur haldið þið að félagsmenn fái en þori/vilji ekki setja hér inn til að verða ekki skotnir niður.Stundum þarf smá þrautsegju og hugmyndaflug til að koma hugmyndum að á vefnum, lítið bara á gáturnar hjá Magnúsi.
Svo man ég eftir einu sem þarf að hafa í huga varðandi húsnæði, og það er aðgengi fyrir fatlaða.
10.10.2013 at 06:55 #379294sælir
Maður skítur ekki niður hugmyndir með því að ræða allar hliðar þess. Ég einfaldlega listaði upp hluti sem munu koma upp í svona verkefni. Mér fannst óþarfi að endurskrifa það jákvæða þar sem það var nú þegar skrifað. Enda byrjaði mitt komment á ,,góð hugmynd“ en ……
Við getum ekki rætt um svona verkefni nema skoða allar hliðar þess. Jákvæðar og hinar sem eru leiðinlegar.
nota bene við eigum bílskúrsplásss í Setrinu
kv Gunnar
10.10.2013 at 10:09 #379295Auðvitað þarf að ræða hlutina frá öllum hliðum, ekkert nema gott um það að segja, en oft er það svo spurning hvernig maður setur það fram
Þetta með landsbyggðina sá ég tildæmis ekki sem vandamál, en þetta er eitthvað sem hlýtur að vera hægt að tækla.
Svo þetta með að hópar eigi að leigja aðstöðu saman, þá er það auðvitað ideal, en málið er að mjög margir þeir sem eru að byrja í þessu sporti hafa eðlilega engann hóp.
Aðgengi fatlaðra ætti að vera svo sjálfsagt að það ætti ekki að þurfa að nefna það en það er því miður ekki alltaf raunin.
Búinn að skanna aðeins fasteignasölur og sýnist vera hægt að fá stór svona húsnæði á 40-50 milljónir, þá upp undir 500fm2. Kaupir klúbburinn eða leigir??
Varðandi staðsetningu þá er ég persónulega á móti því að kaupa dýrara húsnæði bara til að vera meira miðsvæðis (en skilst að klúbburinn sé búinn að ákveða sig með það), held að mjög stór hluti klúbbfélaga hafi aðgang að bíl þannig að keyra aðeins lengur til að komast í stærra húsnæði sem hægt er að nota meira finnst mér lítil fórn.Væri gaman að þróa þessa hugmynd betur og setja hana fyrir á aðalfundi, eða er það ekki annars vetfangurinn fyrir svona?
Umgegni og öryggismál eru svo auðvitað bara vandamál sem hafa lausnir og engin ástæða til að slútta þessu á þeim forsendum.
Finnst leiðinlegt en skiljanlegt að menn séu skeptískir á að opna húsið fyrir svona mikla notkun, en við verðum að treysta félögum okkar í klúbbnum, þá öllum, ekki bara eithverjum útvöldum, er það ekki annars meinið varðandi nýliðunina? Menn fíla sig ekki velkomna?Svo annað sem ég var að pæla, er f4x4 ekki bara orðin meiri ferðaklúbbur en jeppaklúbbur?
10.10.2013 at 11:38 #379296Sælir
Það er á svona hugmyndum sem klúbburinn er til, ef menn hugsa neikvætt um hugmyndir manna þá væri klúbburinn ekki til, ekkert Setur, engar deildir og engir breittir bílar.
Menn eiga að ræða hluti á uppbyggilegan hátt en ekki neikvæðan. Það hrindir frá og engin nýliðun verður.
Varðandi landsbyggðina þá nýtist svona aðstaða vel ef eitthvað kemur fyrir hjá mönnum í borginni, þá geta menn leitað í aðstöðu sem þessa og félagsmenn á staðnum sem geta reddað manni.Svo nafni, góð hugmynd hjá þér og mættu fleiri vera svona frjóir í hugmyndum. Þó þær næðu ekki brautargengi þá má alveg ræða þær á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.
Baráttu kveðja Hjörtur A Óskarsson
10.10.2013 at 12:34 #379297Setti inn þráð á jeppaspjallið til að sjá hvernig þetta leggst í menn sem eru mögulega utan klúbbsins, einnig er jeppaspjallið aðeins virkara þannig það kemur vonandi eitthvað feedback þar líka.
Vona það sé í lagi að taka svona mál á þá síðu.
10.10.2013 at 12:45 #379298@hjörtur_M wrote:
Setti inn þráð á jeppaspjallið til að sjá hvernig þetta leggst í menn sem eru mögulega utan klúbbsins, einnig er jeppaspjallið aðeins virkara þannig það kemur vonandi eitthvað feedback þar líka.
Vona það sé í lagi að taka svona mál á þá síðu.Frábært framtak,
Það er um að gera að víkka sjóndeildarhringinn í svona málum.
Þú spurðir um það fyrr á þessum þræði (svo ég geri nú ekki eins og HHG)„er f4x4 ekki bara orðin meiri ferðaklúbbur en jeppaklúbbur?“
Klúbburinn heitir jú FERÐA-klúbburinn 4×4.
En þess ber að geta að til þess að geta ferðast þurfa félagarnir að hafa fjórhjóladrifsbíl í lagi.
Hvort það sé vandamál klúbbsins er hins vegar álitamál.
10.10.2013 at 13:24 #379299Hérna er linkur:
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=2&p=112866#p112866Nei það er ekkert vandamál að þetta sé ferðaklúbbur, bara spurning hvernig klúbburinn á að þróast, en auðvitað fer ferðamennskan og jeppamennskan hönd í hönd.
10.10.2013 at 14:59 #379300Sæl.
Mér finnst menn gleyma einu í umræðunni það er fyrir hvað stendur Ferðaklúbburinn 4×4. Ef menn lesa lög félagsins þá stendur þar skýrum stöfum:
Lög Ferðaklúbbsins 4×4
I.
kafli
Nafn félagsins og tilgangur
1.
grein
Félagið heitir Ferðaklúbburinn 4×4 og hefur aðsetur í Reykjavík. Ferðaklúbburinn 4×4 er samtök um ábyrga ferðamennsku á hálendi Íslands og búnað fjórhjóladrifsbifreiða.Ég er ekki að gera lítið úr hugmyndinni en þegar menn koma með hugmyndir þá hljóta menn að skilja að það eru ekki allir sammála. Við höfum alltaf gott af að hugmyndir séu ræddar því eins og við vitum þá eru alltaf tvær hliðar á öllum málum. Það hafa allir rétt á að segja sína skoðun á málinu. Mín skoðun er sú að Ferðaklúbburinn eigi að einbeyta sér að því að standa vörð um málefni jeppamanna og að við fáum að aka þessum breyttu bifreiðum.
Verkstæðisaðstaða er eitthvað sem hefur mörgum sinnum komið upp á yfirborðið og er ekki ný af nálinni. Það sem er vandamálið við viðgerðaraðstöðu sem klúbburinn ætti og myndi leigja félagsmönnum, skamma þá ef þeir ganga illa um, refsa þeim sem gera ekki rétt, finna út hver stal verkfærum og margt fl. er eitthvað sem félagið á ekki að vera með á sinni könnu.
Í dag hefur stjórn og nefndir félagsin í nó að snúast bara við að halda ökuleiðum og stórum hluta hálendisins opnum. Td. er nýlega búið að koma upp á yfirborðið umræða um að allir sem fari á hálendið þurfi að fara á námskeið og taka síðan próf sem gæfi þeim passa sem þeir myndu geta notað til að far inn á hálendið. Ferðalýsingu þyrfti að senda á Umhverfisstofnun sem síðan myndi fylgjast með ferðum viðkomandi á hálendinu í gegnum pósta em væru fyrirkomnir á ákveðnum stöðum og viðkomandi þyrfti að stinga kortinu í til að sýna hvar hann væri. Ef við hefðum ekki Ferðaklúbbinn og þá aðila sem gefa sér tíma til að vinna í þessum málum með stuðningi þeirra sem greiða félagsgjöld þá værum við í slæmum málum.
Ég held að spurning sé frekar að klúbburinn ræði við þann aðila sem er með fyrirtækið í Hafnarfirði og kanna hvort við fáum ekki einhver sérkjör á aðstöðu fyrir greidda félagsmenn. Athugið þetta erbara mín skoðun og hún er ekki endilega sú rétta. endilega gefið kommennt á þetta. Þetta er góð umræða og gaman að heyra hvað það er sem menn vilja að klúbburinn standi fyrir. Kanski er kominn tími til að stofna annan klúbb sem væri þá meira rekinn sem fyrirtæki, með starfmenn á fullum launum og fl. Persónulega held ég að ekki sé hægt að krefjast þess að þeir sem eru að vinna (frýtt) fyrir klúbbinn leggi meira á sig.kveðja
Sveinbjörn
10.10.2013 at 15:26 #379301Takk fyrir þetta svar Sveinbjörn.
Það er kórrétt að klúbburinn er nú að sinna gríðarlega mikilvægu starfi á ferðafrelsis frontinum, án hans og annarra sambærilegra klúbba og félagasamtaka væri örugglega glerkúpull utanum hálendið og þangað mætti enginn stíga fæti nema með forsetabréfi.
En það má kannski bæta utan á klúbbinn, þessi hugmynd hjá mér (sem er ekkert heilög) var í raun bara viðbót og ætti alls ekki að taka neitt frá hinu góða starfi sem klúbburinn gerir að öllu jöfnu og lá vel við ef skipta á um húsnæði hvort eð er.
Hugmyndin var kannski soldið rómantísk, þar sem maður sá fyrir sér menn vinna saman í bílunum sínum og ræða málin eins og oft gerist í bílskúrum, menn myndu frekar leggja leið sína í húsið og sjá hvort einhver væri að gera eitthvað skemtilegt osfrv.
Annað sem mig langar að benda á að það er alltaf verið að tala um hvað þetta spjall sé dautt og þar fram eftir götunum en mér finnst þessi þessi þráður (ásamt öðrum) gott dæmi um hvað þetta er í raun öflugt og gott spjall, þurfum að hlúa að því og vera duglegri að byrja svona umræður um hin og þessi mál.
Eins fyndist mér flott ef málefni sem tekin væru fyrir á fundum væru kannski rædd hér á spjallinu í aðdraganda funda, hafa þetta soldið gegnsætt og opið.
10.10.2013 at 15:33 #379302Það er gaman að sjá þessa frjóu umræðu hérna ini, „reminds me of the old times“. Mig langar að tæpa á nokkrum atriðum hér. Fyrst, þessi umræða með nýja félaga. Það er ekki langt síðan ég kom inn í klúbbinn, byrjaði á að sækja um félagsaðild og fá aðgang að heimasíðunni og fór að skrifa um hitt og þetta sem verið var að ræða á spjallinu. Fór svo að mæta á opin hús niðri í gömlu félagsaðstöðu í Mörkinni, hitti þar fyrir fullt af fólki sem ég hafði aldrei séð áður og fyrstu kallarnir sem ég tók tali þar voru Stebbi Baldvins og MHN, kallar sem mér fannst forvitnilegir og við nánari kynni hinir bestu félagar. Fór í stikuferð haustið 2007 og kynntist þar félögum sem ég held enn kynnum við. Þetta vatt síðan upp á sig, ég fór að taka fleiri tali, fór á aðalfund, kom mér í Umhverfisnefndina, var þar í eitt ár en fann mig ekki þar og kom mér inn í Skálanefndina þar sem ég er enn og hef enn gaman af því starfi. Í gegnum þetta starf allt saman hef ég síðan kynnst fullt af góðu og skemmtilegu fólki, staðið í uppbyggingu í Setrinu, tekið þátt í baráttunni gegn náttúruverndarlögunum og fullt af öðrum hlutum sem of langt yrði að telja upp hér. En grunnlínan sem ég er að reyna að koma að hér er þessi! Þú getur ætlast til þess að það sé tekið vel á móti þér þegar þú kemur á opin hús og átt alveg hiklaust rétt á því. En það er alveg klárt að þar eru fyrir menn sem jafnvel eru búnir að þekkjast lengi og spjalla lengi saman og þekkjast. Jafnvel ferðast saman um lengri eða skemmri tíma. Það er ekki víst að það sé öllum létt að koma inn í slíkan hóp en ef þú sest niður og ferð að spjalla við menn þá er ég viss um að þér verður vel tekið. Þú verður dálítið að leggja það á þig að brjóta ísinn sjálfur, þetta gerði ég á sínum tíma og þetta geta aðrir gert. Ég var sem sagt ekki mataður þegar ég lét sjá mig þarna í fyrsta skiftið, ég þurfti sjálfur að hafa fyrir því að ná mér í matinn og hér er ég í dag, tek þátt í innra starfi klúbbsins og er mjög sáttur með það og þekki orðið slatta af mönnum sem tilbúnir eru að ferðast með mér.
Ég minntist hér áðan á náttúruverndarlögin. Það hefur á undanförnum árum staðið yfir hörð barátta fyrir ferðafrelsi okkar Íslendinga. Þetta hefur verið meiri vinna en nokkur sá sem ekki hefur nálægt komið getur gert sér grein fyrir. Hámarkinu náði baráttan með baráttunni gegn náttúruverndarlögum Svandísar Svavarsdóttur þar sem allt var undir. Og við skulum gera okkur grein fyrir því að hefði sú barátta tapast illilega væri úti um jeppasportið okkar að miklu leyti. Klúbburinn lagði mikla fjármuni í þessa baráttu og þó svo að nú hafi aðeins dregið niður í baráttunni þá er henni langt frá því að vera lokið. Og ég tel víst að klúbburinn eigi eftir að þurfa að setja stóra peninga í þessa baráttu í framtíðinni. Ég borga glaður mín félagsgjöld, vitandi það að ekki aðeins fæ ég þau til baka í formi áfslátta heldur veit ég að þau fara líka í þessa baráttu klúbbsins. Þessu verða menn að gera sér grein fyrir. Það sem ég er að reyna að koma orðum að hérna er að allt innra starf klúbbsins hefur liðið fyrir þessa baráttu og það að taka á móti nýjum félögum hefur því miður setið á hakanum. Allir starfskraftar stjórnar og að stórum hluta nefndarmanna líka hafa farið í þessa baráttu. Þetta er virkilega leitt og klúbburinn líður fyrir þetta. Við verðum því að sýna þolinmæði og vona að þessari baráttu ljúki sem fyrst og á sem ásættanlegastan máta fyrir okkur alla. Að öðrum kosti er úti um okkar jeppasport.
Hér í upphafi þráðarins kom hugmynd frá félagsmanni um húsnæði. Mér hefur fundist menn óþarflega viðkvæmir þegar þeir tala um að skjóta niður nýjar humyndir. Það er svona eins og allt sé rifið niður sem nýtt kemur frá ungum mönnum. Mér finnst það ekki vera svo. Hér hefur verið bent á bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar þessa máls. Mér persónulega finnst grunnhugmyndin góð. En eftir að hafa starfað á fimmta ár í umsýslu Setursins þá veit ég því miður neikvæðu hliðarnar á því hvernig menn ganga um húsnæði sem þeir eiga ekki sjálfir. Það verður að segjast eins og er að umgengnin er ekki alltaf til fyrirmyndar. Það er að minnsta kosti undarlegt þegar menn geta komið með varahluti með sér og gert við í Setrinu að þeir geti þá ekki tekið með sér ónýtu hlutina með sér í bæinn aftur. Það er einfaldlega ætlast til að Skálanefndin hirði þetta upp og fargi þessu. Það eru ófá kerruhlössin af drasli sem skilið hefur verið eftir við skálann sem við höfum fjarlægt á þeim tíma sem liðinn er frá því að við tókum við umsýslu skálans fyrir rúmlega fjórum árum. Þetta er ég hræddur um að yrði raunin með það húsnæði sem um hefur verið rætt hér og að það mundi kosta fastan eftirlitsmann að reka svona húsnæði. Því miður, allt of margir menn hafa bara ekki þroska til að umgangast svona húsnæði þó svo að aðrir hafi það. Ég man eftir viðgerðaraðstöðu sem komið var upp á einni sendibílastöð hér í bæ á sínum tíma. Þetta sannaðist rækileg þar og ég held því miður að það mundi gera það líka hér. Þannig að ég held að hversu góð sem þessi hugmynd er og já, hún er virkilega góðra gjalda verð, þá sé þetta því miður ekki framkvæmanlegt þrátt fyrir allt.
Ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni. L.M.
10.10.2013 at 15:47 #379303Mikið er ég sammála Sveinbirni þarna.
Ef mönnum finnst vanta félagsaðstöðu fyrir nýliða til að rabba saman og bera saman ráð sín, væri til dæmis hægt að kanna hvort þeir gætu fengið salinn á Eirhöfða td 1-2 í mánuði til þess ef þeir leituðu eftir því. Og ef einhver í þeirra hópi tæki það að sér væri vel hægt að stofna nýliðadeild og jafnvel gætu þeir þá fengið einhverja gamalreynda til að koma og spjalla einstöku sinnum.Kv Jökul
10.10.2013 at 16:31 #379304Sæl.
Á fyrsta félagsfundi vetrarins gáfu nokkrir nýjir félagar sig fram til þess að taka að sér svokallaða Ungliðanefd klúbbsins, ástæða þessa nafns er ekki vegna þess að þar eigi bara að vera ungt fólk heldur aðilar sem eru nýjir í klúbbnum. ásýnum tíma tóku nokkir félagsmenn sig til og stofnuðu ungliðanefnd og að mig minnir var Bæring (varamaður í stjórn) einn af þeim aðilum. Nefndin stóð fyrir nokkrum hittingum og ferðum sem að sögn þeirra sem fóru, voru meiriháttar skemmtilegar. Að sjálfsögðu er stjórn klúbbsins tilbúin til að aðstoða og hjálpa til við alla uppbyggingu, spurning hvernig hún á að fara framm. Þessi hugmynd er í raun mjög góð og á alveg heima hér og í raun eigum við að skoða hana, því spurningin er bara hvernig er mögulegt að útfæra hana, þá er ég að meina hvernig getur klúbburinn hjálpað til. Sennilegast fæst ekki samþykki að klúbburinn kaupi aðstöðu sjálfur (ekki frekar en að klúbburinn hafnaði því að kaupa aðstöðu þar sem félagsmenn utan af landi gætu notað sem svefnaðstöðu þegar þeir kæmu í bæinn), en aðkoma hans eða aðstoð er eitthvað sem hægt er að skoða, spurning hvernig???? Hvernig væri að stofna nefnd eða fá einhverja góða aðila til að skoða þessi mál af alvöru og koma með einhverja góða hugmynd sem hægt væri að ræða?? Koma með útreikninga og hvernig ætti að útfæra hlutina.
Ég er alveg til í að tala við aðila og skoða með þeim einhverja möguleika varðandi leigu á húsnæði, en sá möguleiki væri á þá vegu að húsnæðið væri ekki á ábyrgð klúbbsins heldur einstaklinga. Ef rétt er þá gæti það verið möguleiki að menn skráðu sig fyrir húnæðinu. Bara hugmynd.Kveðja
Sveinbjörn
10.10.2013 at 22:15 #379305Klúbburinn ætti að koma sér upp hentugra húsnæði. Stemningin sem var niðrí mörk hefur engan veginn myndast uppá höfða. Og af mínu mati er stærsta vandamálið bílastæðin.
Við erum í smá skoti bakvið bílasölur lengst inní horni. Ef maður mætir ekki nægilega snemma á opið hús er betra að taka strætó, Þetta finnst mér enganveginn ganga, það var svo þægilegt að stökkva inn í mörkina á fimmtudegi vegna þess að bílaplanið var það stórt að það var ekkert mál að kíkja í kaffi. Maður kíkir ekkert í kaffi uppá höfða…..
En svo er hitt málið, það er fullt af vinnu sem unnin er í klúbbnum í hinum og þessum bílskúrum útum allan bæ. Það væri hrikalega gaman að hafa þessa vinnu í húsnæði klúbbsins og þar kemur nauðsinin fyrir opnu rými með bílskúrshurð sem hægt væri að nýta til að mála stikur, lagfæra olíukálfinn, kerru klúbbsins og fleiri vinnu á þeim nótunum, en ekki fyrir almennar bílaviðgerðir.
Í þetta væri helst að fá eithvað atvinnuhúsnæði á jarðhæð væri vinnurými og fundarsalur og svo þarf að vera gott millilofti sem myndi nýtast sem fundarherbergi og möguleg svefnpokagisting fyrir félagsmenn utan af landi….
svona húsnæði svipað og nokkrar björgunarsveitir eru með.Ég er nokkuð viss um að hægt er að fá eithvað húsnæði sem við gætum lagað að okkar þörfum, fyrst hægt er að smala saman mannskap til að byggja hús á hálendinu hljótum við að geta nurlað saman fyrir kaffiaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu.
Kv. Bæring
11.10.2013 at 08:54 #379306Þetta er vel mælt hjá Bæring.
Ég þekki t.d. aðstöðu björgunarsveitanna á Austulandi nokkuð vel og hef gist í nokkrum þeirra vegna björgunaraðgerða, æfinga og funda.
Yfirleitt er gistingin ekki annað en dýnur sem er raðað á gólf fundarsalarins en það er alveg nóg fyrir samhentan hóp.(sá sem hrýtur mekið var auðvetað annaðhvort settur inn á skrefstofu eða fram í anddyre!)
11.10.2013 at 09:11 #379307Mér bara dauðbrá þegar ég kíkti á síðuna og sá raunverulegan og lifandi spjallþráð, en ekki eintóma gátuþræði…
Það er greinilegt að það fer allt í hring í þessum klúbb eins og mörgu öðru og hringrásartíminn er ca 6 – 8 ár. Þannig er gaman að fylgjast með umræðunni um Nyjadal núna, en um það húsnæði var búið að semja af þeirri stjórn sem ég stýrði árið 2006, en var svo slegið af af næstu stjórn einhverra hluta vegna. En gott og blessað að það skuli komið í gang aftur.
Nú eru það húsnæðismálin… um þau var fjallað af fullri alvöru árið 2005 og nefnd sett á laggirnar sem í sátu ásamt mér þeir Jón Ebbi Húsasmíðamestari og Björn Þorri fasteignasali. Sú nefnd skilaði mikilli skýrslu þar sem búið var að greina þarfir klúbbsins, reikna kostnað, skoða möguleika á húsnæði o.m.fl.
Ég á þessa skýrslu því miður ekki til í heild sinni, einungis þann hluta hennar sem að ég skrifaði en hún var flutt á aðalfundi 2005 og hlýtur því að meiga finna hana í gögnum frá þeim tíma. Ég sé ekki betur en að sú greining sem þá var unnin sé í fullu gildi í dag, enda um margt svipaðar og voru þá.
Niðurstaða þessa aðalfundar var að fara í að leita að hentugra húsnæði fyrir klúbbinn og því var það eitt af fyrstu verkum nýrrar stjórnar sem ég sat í að vinna í því. Það var því nokkuð gaman að því að ég hélt fyrsta nefndarfund þeirrar stjórnar í nýju húsnæði sem okkur stóð til boða að kaupa eða leigja. Þetta húsnæði var húsnæði sem á þeim tíma hýsti Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík og gerir að hluta enn. Þessu fylgdi boð um heilmikið samstarf við Flubbana og að mínu mati mjög spennandi kostir.
Á félagsfundum sem fylgdu á eftir var þetta rætt í þaula og kynnt af stjórn með ýtarlegum gögnum, en skemmst frá því að segja að hugmyndin var jörðuð á staðnum af hópi eldri félgasmanna sem töldu það algera þvælu að eyða peningum í félagsaðstöðu í Reykjavík – það skyldi sko nota alla peninga sem eflögu væru í að fjárfesta frekar meira í Setrinu eða öðrum skálum á hálendinu… Þá dugði sko ekki að benda á rök eins og að fleiri gætu nýtt húsnæði í Reykjavík o.s.frv…. Það sáu að sjálfsögðu fáir fyrir sér á þeim tíma að ferðalög á hálendið yrðu fáum árum seinna orðin að munaði sem menn leyfðu sér 1 – 2 á ári og að ferðamennska yrði mun meiri í hugum manna þegar þeir mættu á kaffifundi og skoðuðu myndir frá ferðum þeirra fáu sem þó fara eitthvað.En nú eru augljóslega breyttir tímar og er það vel… Það er að mínu mati löngu tímabært að skoða vel húsnæðismál klúbbsins. Þessi aðstaða uppi á Eirhöfða er fyrir margra hluta sakir hentug, en líka óhentug. Það kann því vel að vera að finna mæti betra húsnæði sem yrði til þess fallið að bæta félagsstarfið og ná hugsanlega að endurvekja fyrri kraft, ekki veitir af.
Verkstæðisaðstaða hefur verið margoft rædd og alltaf hafnað, það hafa verið rekin verkstæði hér í bæ sem leigja aðstöðu og það hafa verið fengin fín tilboð á slíkum stöðum fyrir félagsmenn, en þó lítið sem ekkert verið notað…
Ég á erfitt með að ímynda mér að það hafi mikið breyst…Ég er tilbúinn að setjast niður með stórnarmönnum ef að menn vilja rifja upp þessa skýrslu sem unnin var vegna húsnæðismála og uppfæra hana til nútímans ef þurfa þykir…
Benni
15.10.2013 at 16:43 #379308Mér sýnist af öllu að rekstur svona viðgerðaraðstöðu einn og sér er ekki næg ástæða til að fara út í stærra húsnæði, en miðað við það sem hefur komið fram hér varðandi störf klúbbsins finnst mér alveg nauðsinlegt að húsnæðið bjóði upp á einhverja vinnuaðstöðu, skal það svo látið liggja milli hluta hvort þetta yrði seinna nýtt í eitthvað svona prógramm eins og ég stakk upp á.
Eitt sem ég hef líka tekið eftir er að starfið hérna á höfuðborgarsvæðinu er frekar máttlaust og þarf að bæta í, sem dæmi þá eru allar deildir út á landi með sér deildir, með öllu sem því fylgir.
Þar sem langflestir félagsmenn eru á höfuðborgarsvæðinu og margir þeirra sem eru út á landi leggja leið sína oft í borgina sé ég því ekkert til fyrirstöðu að sett sé svolítið púður í þetta.Held að klúbburinn hafi full not fyrir sirka 2 bil, í kringum skálamál, námskeiðahald, viðgerðir á búnaði og svo möguleiki félagsmanna að nota þetta til viðgerða, svo mætti halda þarna dansleiki og böll
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.