Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Húsnæði
This topic contains 36 replies, has 16 voices, and was last updated by Hjörtur Már Gestsson 11 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.10.2013 at 13:04 #226677
Daginn.
Var á fundinum í gær og langaði að koma með smá uppástungu í kjölfar þess er viðkemur húsnæði f4x4.
Fyrst klúbburinn er á höttunum eftir nýju húsnæði, væri ekki sniðugt að mögulega fá húsnæði með sirka 2-3 iðnaðarbilum, eða rétt til að koma inn 2-3 bílum og leigja það út sem viðgerðaraðstöðu fyrir meðlimi?
Með þessu gæti skapast smá „félagsmiðstöðvafílingur“ og haldið húsnæðinu lifandi alla daga vikunar.Þetta gæti einnig virkað hvetjandi á yngri jeppamenn að ganga í klúbbinn, þar sem margir af yngri kynslóðinni hafa kannski ekki aðgang að bílskúr né hafa tök á að láta gera við/breyta bílum sínum á verkstæði. Svo væri mikill kostur að geta komist í viskubrunn reyndari manna á staðnum.
Hvernig hljómar þetta?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.10.2013 at 22:02 #379273
Með gáfulegri hugmyndunm sem hafa komið fram held ég. Eh þarf að gera til að hrista klúbbinn samann og ég gæti hugsað mér að nota þetta kvöld og kvöld.
Mitt atkvæði fer í þetta.
08.10.2013 at 22:42 #379274Alls ekki vitlaus hugmyn.
Það þyrfti auðvitað að búa til einhverjar stuttar og hnitmiðaðar reglur í kring um þetta en alls ekki vitlaus hugmynd.
09.10.2013 at 00:14 #379275Klúbburinn á ekki að reka bílaþjónustu í samkeppni við aðra. Svo eiga umræður um húsakaup að vera í lokuðum þræði (innanfélagsmál) að mínu mati
Kv Jökull
09.10.2013 at 09:00 #379276Það er nú enginn að tala um að vera í samkeppni við bílaverkstæði, ekki nema allir bílskúrar landsins flokkist sem svo.
Hefði sett þetta í innanfélagsmál en hef aldrei komist inn á þann þráð, þrátt fyrir að vera borgandi meðlimur, svo fannst mér þetta kannski ekkert leyndarmál, en þetta er rétt, þar væri betri vetfangur fyrir þetta.
09.10.2013 at 09:24 #379277Sælir
Þetta er ágætist hugmynd en ýmindaðu þér vandræðin sem geta komið upp.
Verkfæri…
þrif…
tímasetningar…
umgengni…
aðgangur…. (þjófnaður)
ábyrgð… (slys) (skemmdir á bílum)Þetta með félagsmiðstöðina er góð hugmynd… en ég held að klúbburinn geti ekki rekið svona batterí án þess að vera með endalausa vinnu í kringum þetta og áhættu. Það þarf einhver að taka þetta að sér að reka svona batterí. Ég myndi t.d. ekki vilja að allir kæmust í bílinn minn meðan hann væri þarna… t.d. yfir daginn eða eitthvert kvöldið sem hann væri þarna.. og síðan vantaði allt í einu loftmælirinn úr bílnum… eða eh annað smávægilegt en þó verðmætt fyrir mig.
Menn sem eru vinir eða félagar ættu frekar að taka sig saman og leigja sér aðstöðu og þá er samkomulagið á milli þeirra. Ef félag tekur svona að sér fer áhættan á það félag og tryggingar og annað verður alfarið á ábyrgð félagsins. Einn putti horfinn og félagið orðið fjárvana…
bara mín hugmynd um þetta.
kv
gunnar
09.10.2013 at 09:59 #379278Nei þetta er alveg rétt hjá þér Gunnar.
Í kringum þetta þyrfti að vera töluvert regluverk og einhver sem sæi um þetta (ný nefnd?).Þetta með þjófnað er svo auðvitað eitthvað sem maður neitar að trúa þar til maður lendir í því
En það er svo spurning að hverju plássi myndu fylgja læsanlegir kassar sem menn gætu sett verkfærin og annað verðmætt í meðan þeir væru ekki á staðnum.
og verkfæri sem væru á staðnum væru vel merkt hverju bili og ef það vantar eitthvað úr þínu bili þá bara borgar þú það.
Einnig kostar ekki mikið að stilla upp litlum eftirlitsmyndavélum.En þetta kallar kannski á skipulag sem ekki allir eru vanir.
Ég er samt fyrst og fremst að hugsa þetta í minni aðgerðir, bremsuklossa, hjólalegur, dekkjaskipti og þvíumlíkt.
Tryggingarmálin þekkji ég lítið og spurning hvað kostar að vera með tryggingu á svona starfsemi.
Var ekki einhver sem rak svona leigjanlega verkstæðis aðstöðu hérna heima? Spurning hvernig reynsla var af því?
09.10.2013 at 10:23 #379279Á þá að kaupa eitt bil fyrir hverja deild líka í hverju héraði þar sem þetta eru sameiginlegir sjóðir og allir félagar borga í úr öllum deildum
Kv Jökull
09.10.2013 at 11:22 #379280Já það er síðan mál sem ég þekki bara ekki neitt, var bara að koma með hugmynd.
En rekstrargrundvöllur fyrir svona hlýtur að vera töluvert sterkari á höfuðborgarsvæðinu þar sem lang flestir félagar eru búsettir myndi ég halda.
09.10.2013 at 11:43 #379281Held að við ættum að einbeita okkur að því að koma upp skrifstofu, geymslu og smá félagsaðstöðu og láta það duga í bili, nema klúbburinn hafi unnið í vikningalottói eða það hafi fundist yfirfullir reikningar sem engin vissi um.
Kv Jökull
09.10.2013 at 12:49 #379282Sammála síðasta ræðumanni.
Iðnaðarhúsnæði er líka orðið rándýrt í bænum, enda viðbúið að ef það heldur vatni og vindi þá sé búið að stúka það niður í stíur fyrir erlent vinnuafl.
Hinsvegar er nóg af skrifstofuhúsnæði til sölu, mér sýndist hálfur Ármúlinn vera til sölu í síðasta mánuði.
En eitt þarf að hafa í huga þegar farið verður að leita að húsnæði.BÍLASTÆÐI
Það gæti að vísu sloppið ef eitthvað bílastæði er nærri sem er bara notað yfir hádaginn en stendur autt á kvöldin og um helgar.
09.10.2013 at 13:08 #379283Hef auðvitað ekkert skyn á það hvað klúbburinn hefur af peningum, en það er kannski í lagi að hafa þetta á bakvið eyrað.
Með verð þá er auðvitað ekki um auðugan garð að gresja ef menn vilja hafa þetta miðsvæðis í Reykjavík, en inn í iðnaðarhverfum og útjöðrum eru alveg til atvinnuhúsnæði á þokkalegu verði, en aftur þá hef ég ekki minnstu hugmynd um fjárráð klúbbsins.
En á öðrum nótum, fyrir hvað er klúbbhúsnæðið notað í dag?
Er þetta aðallega til að halda fundi og þvíumlíkt? Hef einusinni komið þarna og hreinlega ekki haft mikið þangað að sækja, sem er kannski útaf því að maður veit ekkert hvað er gert og hvað má gera þarna.
09.10.2013 at 13:56 #379284EF þetta er aðstaða til að koma bíl tímabundið undir þak til að sinna eigin viðgerðum, með eigin tækjum og tólum, gegn vægu gjaldi þá held ég að þetta sé kjörið. Allavega fyrir mig.
Við erum allir að vinna viðgerðir sjálfir þannig að bílaverkstæði koma ekki til með að missa mikið frá sér.
Auðvitað verða starfsmenn bílaverkstæða á móti þessu.Það þyrfti að stilla þessu þannig upp að bílaverkstæðin sjái að þetta er ekki samkeppni.
Aftur á móti er spurnng hvort það sé hægt að fá leyfi fyrir svona rekstri og þeir sem myndu sjá um húsnæðið yrðu að hafa ansi öflugar reglur og stýringu á þessu.
Þetta myndi til dæmis styðja ungliðana í að komast í aðstæður til að vinna við bílinn.
Sjáið einnig fyrir ykkur hverskonar miðstöð þetta gæti orðið.kv,
Bergur
09.10.2013 at 14:18 #379285Sýnist að best væri að menn væru bara með sín verkfæri, kannski hafa hjólatjakka, búkka og skrúfstykki á staðnum.
Svo væri hægt að hafa stutt námskeið fyrir þá sem hyggjast nýta aðstöðuna þar sem farið væri yfir öruggis- og umgengnisatriði og mönnum kennt að tryggja bíl á búkkum (sem flestir kunna en gott að hafa allt á hreinu).
Svo þegar menn eru búnir með þetta námskeið þá fá þeir leyfi til að panta sér aðstöðu og ef upp komast brot á öryggi eða öðru þá væri þetta leyfi afturkallað.Einnig opnar svona aðstaða mikla möguleika á námskeiðahaldi og öðru skemtilegu á vegum klúbbsins.
Get sjálfur útbúið svona kerfi sem væri mögulega aðgengilegt í gegnum heimasíðu klúbbsins, þar sem hægt væri að panta sér tíma.
Einnig get ég sett upp eftirlitsbúnað með litlum tilkostnaði, sem og RFID aðgangskerfi ef menn vilja.En svo er alltaf spurning með lagalegu hliðina á þessu, þekki það ekki og væri vel þegið að fá input frá einhverjum með reynslu í þeim efnum.
Tek það svo fram að ég hef sjálfur aðgang að mjög góðri aðstöðu þannig þetta er ekki gert í eiginhagsmunaskyni
09.10.2013 at 14:53 #379286Sæl(ir).
Jæja strákar. Er ekki allt í lagi. Húsnæði fyrir félsgs-starfsemi og verksæðispláss fyrir fjóra bíla gæti kostað 40 til 60 miljónir. Þetta útheimtir líka einn starfsmann til að sjá um reksturinn.
Annars er alltaf gott að vera bjartsýnn og eiga sér dagdrauma.
Við verðum að nota aðrar lausnir til að taka á móti nýjum félögum. Eldri félagar verða að vera félagslyndari þegar nýjir menn koma inn. Þegar ég fór að troða mér inn fyrir þröskuldinn mættu mér Grúbbur og Gengi sem ekkert vildu við mig ræða fannst mér. Þar inni voru einkafélagar sem hleyptu engum inn hjá sér og áttu jafnvel í samkeppni við hin gengin. Flest þessara Gengja eru með lokaðar einkasíður á Facebook sem engin annar getur fylgst með. Það er allt í lagi að vera með einkasíðu en menn verða að deila af reynslu sinni til yngri manna. Þar sem ég er í vefnefnd ætla ég að leggja mitt að mörkum til að skapa öllum pláss á væntanlegri nýrri vefsíðu.
Kv. SBS. ( Vegna misskylnings lagfærði ég síðustu málsgrein og gerði henni betri skil. )
09.10.2013 at 15:02 #379287það þykir mér nú frekar há tala, en við erum kannski að tala um 2 bílskúrsbil, ekki full size iðnaðarbil.
Hvað annað þarf svo annars pláss í þessu húsnæði?
smbr. það sem ég spurði áðan, til hvers er húsnæðið? Getur verið að það þurfi að skilgreina það eitthvað og væri gaman að sjá þá skilgreiningu.Annars sammála síðasta ræðumanni, mín tilfinning er sú að þeir sem eru undir sirka 30 ára eru bara inn á jeppaspjallinu og hafa lítinn áhuga á klúbbnum, enda sem lokuð bók á köflum þrátt fyrir að vera með úrvalsfólki innanborðs.
Annað, þeir sem eru inn á jeppaspjallinu eru oftar en ekki töluvert meiri grúskarar en hér inni (mín tilfinning) þar sem mér finnst fæstir hér inni mikið vera vinna í bílum sínum sjálfir og þessvegna finnst mér þessi hugmynd vel til þess fallinn að laða að hinn hópinn.
Svo ef menn hér eru ekki bara á verkstæðisbreyttum bílum og gera ekkert við þá sjálfir, hvar í ósköpunum eru myndirnar ef þessum bílum og aðgerðum þeim tengdum?!
09.10.2013 at 16:06 #379288Sælir
Hugmyndin er góð og full ástæða til að ræða þessi mál áður en þetta er slegið út af borðinu.
Klúbburinn á eitthvað af dóti sem tengist rekstrinum, t.d jeppakerru, varahluti í ljósavélar og fleira dót sem tengist rekstri skála. Hvar er þetta geymt, er þetta dreift í heimahús eða á Klúbburinn einhvern skúr undir dótið.
Á síðasta félagsfundi var talað um aukin umsvif í skálarekstri klúbbsins, sem hið best mál. Meiri umsvifum fylgir oftast meiri þörf fyrir geymslu og viðgerð á hinum ýmsu hlutum. Húsnæði með bílskúrshurð myndi alltaf nýtast F4x4. Þannig myndi skapast aðstaða þar sem menn geta hist fyrir og eftir stórar ferðir. Ásamt því að vinna sjálfir léttar viðgerðir.
Það er um að gera ræða þessi mál með opnum hug og meta kosti og galla.
kv
Kristján Finnur
09.10.2013 at 17:23 #379289Mig rámar eitthvað í að það hafi verið einhver leiguaðstaða í gangi þar sem menn gátu sett bíl inn og borgað einhverja þúsundkalla (4000 minnir mig) fyrir daginn. Svo var meira fyrir pláss á gryfju.
EDIT
Ég fann fyrirtækið eftir smá leit, það heitir NÚ ÞÚ og er að Hvaleyrarbraut 2 í HafnarfirðiVerðskrá sjálfsþjónustu
klukkutími á lyftu kostar 2500kr
klukkutími á gólfi kostar 1500kr
hægt er að leigja gólfstæði dag fyrir dag líka og kostar stakur dagur 8000kr og ef það er vika eða meira þá kostar dagurinn 5000kr
erum með flest öll verkfæri á staðnum og ekkert aukagjald er tekið á verkfæri nema um sé að ræða rekstrarfrek tæki eins og suðugræjur og slíkt
09.10.2013 at 18:43 #379290Ég held að hausverkirnir við það að fara að setja upp svona aðstöðu séu svakalegir þí að þetta sé langt því frá að vera vitlaus hugmynd. En klúbburinn þarf að horfa raunsætt á þetta hvað þetta má kosta.
Þurfum tvær skrifstofur ( þar sem annað er fyrir smærri fundi (ca 50 ferm)
Aðstaða fyrir hópfundi og opin hús þar sem allt að 50 manns geta setið ( ca 100 ferm)
(spurning um aðstöðu fyrir landsbyggðadeildir til svefnaðstöðu)
Geymslupláss ca 40 ferm
Húsnæðið þarf að vera aðgengilegt (ekki alveg í útjaðri byggðar)Svo meiga menn ekki gleyma að það er ekki bara félagið í Reykjavík sem þarf að segja Já við þessari hugmynd. Það þarf að bera þetta undir allar 10 deildirnar á landinu. Eru félagar á Húsavík eða Höfn samþykkir því að sjóðir klúbbsins fari í svona verkefni?
Hvað nota menn svona aðstöðu grimmt? Stæði rekstuinn undir sér án þess að það komi fjármagn úr sjóðum klúbbsins?
Ég vona að þið sjáið aðeins sjónarmið þeirra sem eru ekki á höfuðborgarsvæðinu.
SBS er alveg á réttri leið með hvað hann er að tala um með að taka á móti nýjum félögum.
Bestu kveðjur
Matthías Sigbjörnsson
Formaður Suðurnesjadeildar.
09.10.2013 at 18:44 #379291Mér finnst byrjunin á þessari umræðu kristalla ástæðu þess af hverju ég er svo til óvirkur í þessu félagsstarfi. (hef verið greiðandi meðlimur undanfarin ár)
Það kemur einhver hugmynd og í staðinn fyrir að vinna þétt saman að lausn og skoða kosti og möguleika benda margir á hvað allt er ómögulegt og hvað ekkert gengur. Pistlahöfundur er skotinn í kaf hvað allt sé ómögulegt við tillöguna hans.
Hversu margar tillögur haldið þið að félagsmenn fái en þori/vilji ekki setja hér inn til að verða ekki skotnir niður.Ef klúbburinn ætlar sér að útbúa aðstöðu fyrir félagsmenn getur hann vel gert það. Sennilega duga fjármunir klúbbsins fyrir ódýru iðnaðarhúsnæði og ef ekki er hægt að taka lán fyrir hluta eða fundið aðra lausn sem hentar. Þessvegna frjálst aukaframlag frá meðlimum?
Það þarf ekkert að vera að þetta sé málið en vinsanlegast farið að skoða meira jákvæðu hliðarnar á málum í staðinn fyrir hvað allt sé ómögulegt.
Varðandi „félagsheimili“ með verkstæðiðsaðstöðu hef ég eftirfarandi að segja.
a) húsnæði þarf ekkert að vera nýtt 1000fm hús á 100mkr heldur getur þetta verið 250fm hús með stóru vinnurými og efri hæð með skrifstofurými. 20-40mkr ætti að vera mögulegt fyrir ódýrt hús ef vilji er fyrir hendi.
http://fasteignir.visir.is/property/52399 hér er 340fm í hfn á 24mkr. (ekkert skoðað þetta tók bara 1mín á fasteignavefnum)b) Það hvort að það séu verkfæri, ekki verkfæri, má geyma bíla yfir nótt, ekki, rukkað, frítt o.s.fv þetta er bara eitthvað sem hægt er að finna út úr ef vilji er fyrir hendi. Svo þegar niðurstaða er komin á það hvað gengur upp þá er kannaður almennur áhugi félagsmanna með skoðannakönnun eða öðru slíku. Fanst t.d. meðhöndlun á klæðningu setursins mjög málefnaleg og góð og varð niðurstaða sem félagsmenn vildu.
c) óháð því hvað verður ákveðið í tengslum við nýtt húsnæði þá þarf klúbburinn virkilega að fara í naflaskoðun á því hvað hann ætlar að standa fyrir og hverjrir verða hans framtíðarfélagsmenn. Í þau 8 ár sem ég hef verið í jeppamensku og lengst af í 4×4 hef ég einusinni mætt í gamla húsnæðið í mörkinni. Mig langar mikið að komst í færi við meiri félagsskap tengt jeppamennsku ræða við menn um hvað þeir eru að gera og fá ráð en það gerist ekki á baráttufundum um vonaskarð í ræðusal! (sem eru samt þarfir funduir :))
Vonast eftir jákvæðum og málefnalegum umræðum um húsnæðismál í kjölfarið.
09.10.2013 at 19:13 #379292Vill leiðrétta einn misskilning í þessari umræðu. Það þarf ekki að leggja tillögur um húsnæðismál fyrir allar deildir klúbbsins. Heldur nægir að leggja tillögur um húsnæðismál fyrir aðalfund í Rvk. Þar sem einfaldur meirihluti atkvæða ræður niðurstöðu.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.