This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 20 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Eftir þennan langa maraþonfund í gærkveldi hef ég heyrt menn í kringum mig ræða þessa hugmynd hans Jóns Ebba sem hann bar upp á fundinum í gær um húsnæðismál klúbbsins.
Mikil og fjörleg umræða spratt upp og voru sumir ansi ómyrkir í máli um hana, og heyrðust raddir um að taka ætti þessa tillögu strax út af borðinu.
Ég tel að við höfum full not af 350-450 f.m. húsnæði, það að geta flutt alla okkar föstu dagskrárliði inn í okkar eigin húsnæði yrði mikil lyftistöng fyrir klúbbinn.
Meðal fastra viðburða á vegum klúbbsins má til að mynda nefna:
Opinn hús, Mánudagsfundi, undirbúning fyrir ferðir sem hingað til hafa verið haldinn í salarkynnum fyrirtækja, ýmiskonar námskeið, sem myndu örugglega fjölga um allan helming. Svo er örruglega hægt að telja endalaust áfram upp því ýmislegt sem er okkur seinfært að gera í dag yrði talsvert minna mál þar sem við yrðum ekki upp á fyrirtæki kominn með að fá salarkynni.Ég er ekki í nokkrum vafa um að margir myndu leita til okkar um að fá afnot af húsnæðinu eða aðstoð okkar með margvíslega fræðslu sem við höfum upp á að bjóða.
Jón Ebbi nefndi að sér fyndist aðstaðan í Mörkinni ömurleg og hann hefði lítið gaman af að fara þangað inn til að hitta félagsskapinn, þetta er það sem öllum finnst.
Ég held að nær öruggt sé að ýmind klúbbsins myndi lyftast á hærra plan með eigin húsnæði, margir spurðu hvort ekki ætti frekar að huga að bættri aðgengi fyrir okkur á hálendinu og þar ættum við að vera enn ekki á malbikinu, enn sjáum þá húsnæði Ferðafélags Íslands.
Það að koma okkur upp stærra húsnæði verður stærsta skrefið til að gera stóran klúbb stærri og lyfta andliti klúbbsin hátt á loft.Kveðja
Lúther R-1175
You must be logged in to reply to this topic.