Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Húsnæði 4×4
This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 20 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.05.2004 at 22:42 #194343
Sælir félagar.
Eftir þennan langa maraþonfund í gærkveldi hef ég heyrt menn í kringum mig ræða þessa hugmynd hans Jóns Ebba sem hann bar upp á fundinum í gær um húsnæðismál klúbbsins.
Mikil og fjörleg umræða spratt upp og voru sumir ansi ómyrkir í máli um hana, og heyrðust raddir um að taka ætti þessa tillögu strax út af borðinu.
Ég tel að við höfum full not af 350-450 f.m. húsnæði, það að geta flutt alla okkar föstu dagskrárliði inn í okkar eigin húsnæði yrði mikil lyftistöng fyrir klúbbinn.
Meðal fastra viðburða á vegum klúbbsins má til að mynda nefna:
Opinn hús, Mánudagsfundi, undirbúning fyrir ferðir sem hingað til hafa verið haldinn í salarkynnum fyrirtækja, ýmiskonar námskeið, sem myndu örugglega fjölga um allan helming. Svo er örruglega hægt að telja endalaust áfram upp því ýmislegt sem er okkur seinfært að gera í dag yrði talsvert minna mál þar sem við yrðum ekki upp á fyrirtæki kominn með að fá salarkynni.Ég er ekki í nokkrum vafa um að margir myndu leita til okkar um að fá afnot af húsnæðinu eða aðstoð okkar með margvíslega fræðslu sem við höfum upp á að bjóða.
Jón Ebbi nefndi að sér fyndist aðstaðan í Mörkinni ömurleg og hann hefði lítið gaman af að fara þangað inn til að hitta félagsskapinn, þetta er það sem öllum finnst.
Ég held að nær öruggt sé að ýmind klúbbsins myndi lyftast á hærra plan með eigin húsnæði, margir spurðu hvort ekki ætti frekar að huga að bættri aðgengi fyrir okkur á hálendinu og þar ættum við að vera enn ekki á malbikinu, enn sjáum þá húsnæði Ferðafélags Íslands.
Það að koma okkur upp stærra húsnæði verður stærsta skrefið til að gera stóran klúbb stærri og lyfta andliti klúbbsin hátt á loft.Kveðja
Lúther R-1175 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.05.2004 at 22:53 #501905
Sælir félagar
Það er ekki oft sem ég er fullkomlega samála Lúther en í þetta sinn tek ég undir með hinum og segi því fyrr því betra
Kveðja Laugi
12.05.2004 at 14:38 #501909Sælir
Ég er algerlega sammála Lúther með það að ég held að húsnæði hér í bænum yrði klúbbnum veruleg lyftistöng.
Við verðum að átta okkur á því að því stærri og öflugri sem klúbburinn verður því betri málsvari verður hann fyrir okkur sem viljum veg jeppamenskunar sem mestann.
Það eru ekki margir vaxtarbroddar mögulegir fyrir klúbbinn og þar til litla deildin var stofnuð var þetta í raun staðnaður félagsskapur nokkurra "gengja" sem að ómögulegt var fyrir nokkurn mann að komast inní – eftir að Litla deildin var stofnuð hefur hins vegra færst mikið líf í félagsskapinn og margar umsóknir um inngöngu í félagið komið vegna þess framtaks.
Ég held að húsnæði í bænum gæti orðið starfinu álíka mikill vaxarbroddur og stofnun litlu deildarinnar var. Þar væri hægt að hafa alla aðstöðu til skrifstofuhalds, funda og mannfagnaða auk þess sem að hægt væri að koma upp aðstöðu fyrir menn til að leigja undir smáviðgerðir eða breytingar.
Ég sé í það minnsta fyrir mér að þetta gæti orðið mjög öflugt og stórt skref framávið fyrir klúbbinn og vel hægt að setja þetta þannig upp að tekjur af eigninni myndu fara langt með að standa undir henni.Það að vilja taka svona góða hugmynd út af borðinu án þess að kanna hana til hlýtar ber einungis vott um verulega skammsýni og íhaldssemi þeirra sem slíkar tillögur flytja.
Það er mín skoðun að það eigi að fara strax af stað í að leita að hentugri lóð og/eða húsi og fara síðan í útreikninga á kostnaði og arðsemi slíkrar framkvæmdar fyrir klúbbinn. Þegar búið er að gera það er fyrst hægt að fara að ræða þetta á raunhæfum grundvelli.
Kveðja
Benedikt Magnússon
Byggingatæknifræðingur – og skal með glöðu geði aðstoða við alla útreikninga og hönnun ef á þarf að halda.
12.05.2004 at 14:53 #501913Sammála Lúther með að aðrir klúbbar gætu haft áhuga á að nýta slíkt húsnæði með 4×4. Ég er t.d. í félagsskap Land Rover sérvitringa (http://www.islandrover.is) þar sem kaup eða föst leiga á húsnæði er út úr kortinu en að fá að vera með í einhverju slíku púkki yrði eflaust skoðað.
kv.
Þorsteinn
ps. ég er ekki í stjórn þessa félags svo þetta eru bara mínar prívat skoðanir.
12.05.2004 at 15:01 #501917
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er alveg á hreinu að klúbburinn getur framkvæmt ótrúlegustu hluti í krafti þess að innan hans vébanda eru bæði menn með margskonar sérþekkingu (eins og Benedikt) sem eru tilbúnir að leggja fram vinnu sína og ekki síður menn sem eru tilbúnir til að bretta upp ermarnar og taka til hendinni. Það er ekkert ómögulegt, þarf bara að skoða hlutina til enda og sjá hvað er hagkvæmast. Riskompan inn í Mörk dugar félaginu engan vegin, þannig að þetta er í mínum huga ekki spurning um hvort við eigum að finna aðra lausn heldur bara hvernig það verði gert.
P.s. Talandi um sérþekkingu innan vébanda klúbbsins, er einhver í skiltagerðabransanum félagi? Nú er verið að leita tilboða í gerð skilta í samvinnu við VÍK, en spurning hvort einhver innanfélagsmaður geti tekið þetta á góðum díl.
Kv – Skúli H.
12.05.2004 at 15:18 #501921Sælir félagar
Tek undir hvert orð hér að ofan,Mörkin er löngu búin að sprengja allt sem á að heita pláss utan af sér,innan F4x4 klúbbsin eru margir sprenglærðir einstaklingar sem eru með mjög góða sérþekkingu á mörgum sviðum og finnst mér að klúbburinn ætti að boða þessa félaga á fund og fá gróft mat á hlutina sem síðan er hægt að útfæra betur þegar einhver ákvörðun er komin.kv
Jóhannes
R-3257
12.05.2004 at 16:34 #501925Þá er kannski að reyna að fá upp úr formanninum okkar hvar þessi mál standa eftir aðalfundinn, og hvort stjórnin ætlsr sér að fá einhvern hóp manna til að kanna þessa hluti og hvenar þessi hópur fer af stað.
Eigum við kannski von á því að þessir hlutir skýrist á þessu ári?Enn mér finnast orðin hér á undan undarleg að klúbburinn hafi verið farin að standa í stað og löngu staðnaður þangað til litlanefndin hóf störf,undanfarin misseri hefur verið mikil fjölgun í klúbbinn og að mér finnst mikið félagsstarf í kringum hann undanfarið, litladeildin var vissulega ágæt viðbót.
kv.Lúther
12.05.2004 at 17:02 #501929
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Svo ég svari spurningu þinni Lúther þá hefur stjórnin ekki fundað ennþá, en mér sýnist nokkuð ljóst að þeir stjórnarmeðlimir sem hafa tjáð sig um þessi húsnæðismál séu einhuga um að við þurfum að finna einhverja betri lausn á þeim en nú er. Auk þess var tillagan hans Ebba samþykkt þannig að okkur við hljótum að fara að þeim tilmælum að setja í gang einhverja vinnu við að skoða þetta og þá frekar fyrr en síðar.
Kv – Skúli
12.05.2004 at 17:28 #501933Lúther – það var og er eflaust fullt af félagslífi í kringum klúbbinn og þá sem að voru í honum, en það var mjög erfitt fyrir nýtt fólk að koma inn nema það þekkti einhvern eða væri partur af þessum "gengjum" sem að voru og eru til í dag.
Nú svo fylgdist ég með klúbbnum í langan tíma – 2 ár eða svo áður en ég lét loks verða af því að ganga í hann og ég gat á þeim tíma ekki séð að það væri neitt nýtt að gerast og það kalla ég stöðnun. Þú getur bara séð þetta sjálfur með því að skoða eldri tilkynningar hér á vefnum og lesa gamlar fundargerðir aðlafunda. Það er alltaf það sama að gerast aftur og aftur og meira eða minna sama fólkið sem stendur fyrir hlutunum – það er líka stöðnun. Ekki svo að skilja að það sem að gert hafi verið hafi verið illa gert eða vont á einhvern hátt – þvert á móti. En aldrei neitt nýtt að gerast – fyrr en litla deildin var stofnuð.
Það að fá nýungar inn í starfið lífgar við því öllu og gefur nýju fólki tækifæri á að starfa fyrir félagið og með nýju fólki koma nýjar hugmyndir – SkúliH óskaði í einhverjum pósti hér eftir "ungu" fólki til starfa fyrir félagið og þar var hann bæði að tala um lífaldur og aldur í klúbbnum – Þar hitti hann naglan beint á höfuðið því að eitt af því sem að klúbburinn þarf á að halda er nýtt og ferskt fólk til starfa en ekki fólk sem hfur verið svo lengi að það er orðið samdauna öllu sem gert hefur verið og það takmarkar oft hugmyndir fólksins. En það er greinilega erfitt að komast að eins og sást á því að Sigurlaugur var felldur í kosningu til varamanns í stjórn og í hans stað kosinn maður sem hefur verið lengi að í klúbbnum…
En nú er ég kominn langt út fyrir efnið, húsnæðismálin, og þó… en þar erum við allavega sammála.
Kveðja
Benni
12.05.2004 at 18:03 #501937Ég og félagar mínir í Rottugenginu höfðum alls ekkert verið virkir í félagsstarfi Klúbbsins fyrir árið 2000. Ég mætti aldrei á opið hús og mjög sjaldan á félagsfundi.
Haustið 2000 fórum við í vinnuferð í Setrið og vorið 2001 vorum við kosnir í skálanefnd. Það er því undir hverjum og einum komið hvort hann vill starfa fyrir félagið en ekki undir einhverjum gömlum hundum í klúbbnum.Um húsnæðismálin vil ég segja að ég er hjartanlega sammála að eitthvað verður að gera. Mörkin er alls ekki viðunandi húsnæði. FÍ virðist ekki hafa vilja eða getu til að laga það sem að þeim snýr, þ.e. brunavarnirnar.
Kveðja
Kjartan
12.05.2004 at 20:08 #501941TILLAGA UM HÚSNÆÐISMÁL.
Að skipuð verði nefnd, til þess að kanna hagkvæmi og möguleika Ferðaklúbbsins 4×4 til þess að eignast eigið húsnæði. Og þá hugsanlega kaup á gömlu Iðnaðarhúsnæði sem gæti hýst alla starfsemi klúbbsins bæði þá sem fer fram í Mörkinni og mánudags fundina á hótel Loftleiðum. Þegar niðurstöður nefndarinnar liggja fyrir ( sem yrðu háðar tímatakmörkunum ) væri kallað saman til auka aðalfundar ef ástæður þættu til.
Þetta er tillagan sem samþykkt var á aðalfundinum.
Jón Snæland
12.05.2004 at 20:21 #501945Mig langað að benda Benidikt á að Hlynur Snæland er með félagsnúmerið 2208 svo var getur hann talist gamall húndur í klúbbnum, þó hann sé gamall í hettunni í fjallamensku og uppalinn Hófsvaði. En kvað Litlu deildinni varðar þá á hún vísan stuðning ínnan stjórna, þetta er reyndar gamalt hugarfóstur nokkra félaga í klúbbnum sem reyndar varð ekkert úr á sínum tíma. En ég tel ekki nokkurn vafa á því stjórnarmenn geri sér grein fyrir mikilvægi þessara nefnda sem annara nefnda. En ég get ekki verið því sammála því að ekkert hafi verið að gerast í klúbbnum fyrir daga Litlu deildarinnar. En það er hinsvegar rétt að það er ekki auðvelt aðgengið að félaginu.
Jón Snæland.
13.05.2004 at 06:57 #501949Nú á ég sem dreifaratútta ekki að vera að skipta mér af því sem mér kemur ekki við, en mér datt í hug þegar ég var að fylgjast með þessum þræði hvort ekki sé hægt að hugsa sér að eiga samstarf við vélhjólaklúbbinn og sleðasamtökin með húsnæðismál? Allir þessi klúbbar og félagsfólk þeirra eru með ferðalög á vélknúnum farartækjum sem meginkjarna í sínu félagsstarfi og eiga því vissa samleið þannig lagað séð. Meira segja er nokkur hópur sem er bæði á hjóli og bíl eða hjóli og sleða nú eða þá sleða og bíl eða jafnvel öllu þessu. Er kannski búið að skoða þetta og ýta því út af borðinu?
13.05.2004 at 10:22 #501953
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er margt athyglisvert í þessum þræði og líklega er meiri stuðningur við að lausn verði fundin á húsnæðismálunum en ætla má af stöðunni í könnuninni á forsíðunni. Enda er þar spurt sérstaklega um húsnæðisKAUP sem að mínu viti er ekki tímabært að taka endanlega afstöðu til fyrr en nefndin sem stjórn var falið að skipa er búin að skila af sér. Það er ekki hægt að hafna eða samþykkja kaup án þess að vita hvað er verið að höndla með og á hvaða verði. En það er önnur saga.
Annars vil ég taka undir með félaga Ofsa að stofnun litlu deildarinnar er mikið fagnaðarefni og þó Hlynur hafi orðið hlutskarpari Sigurlaugi í kosningunni til varastjórnar, skyldu menn alls ekki túlka það þannig að aðalfundurinn hafi á neinn hátt verið að hafna litlu deildinni eða nýliðum. Þarna voru einfaldlega tveir mjög frambærilegir kandídatar sem slógust um eitt sæti og verið fengur fyrir stjórn af hvorum um sig, en annar hlaut að sigra. Ég hugsa að margir hafi átt erfitt með að gera á milli, Sigurlaugur búinn að sýna og sanna að þar er öflugur maður sem ýtir málum af stað og framkvæmir og Hlynur sömuleiðis atorkusamur með mikla þekkingu og ákveðnar skoðanir á þeim okkar málum. Það er ekki ónýtt fyrir klúbbfélaga að geta valið á milli svona valkosta.
Kv – Skúli
13.05.2004 at 10:57 #501957Sælir
Ég ætla bara að byðja menn um að fara ekki að misskilja mig og skrif mín hér að framan.
Ég er ALLS ekki að halda því fram að kosningarnar til varamanns hafi á einhvern hátt endurspeglað hug manna til litludeildarinnar – Það eina sem ég var að vekja athygli á var að þar bauð sig fram maður sem að hefur lítið farið fyrir í starfinu þar til nýlega – en hafði ekki nægjanlegan stuðning. Ég er ALLS EKKI að setja á neinn hátt út á Hlyn á nokkurn hátt enda þekki ég hann ágætlega og það af góðu einu – Topp maður að öllu leiti og á án nokkurs vafa eftir að standa sig mjög vel.
Það eina sem vakti fyrir mér var að undirstrika það að það er erfitt fyrir nýja menn að komast að – þó svo að það sé án efa mjög gott á að fá nýtt blóð með þeim sem reyndari eru.Það má heldur ekki skilja það sem svo að ég sé að halda því fram að ekkert hafi verið að gerast í klúbbnum og að fyrri stjórnir hafi staðið sig illa – þvert á móti hefur verið heilmikið að gerast og ég veit ekki betur en að allir sem að þar hafi komið hafi staðið sig ljómandi vel. Það breytir ekki því að þegar að lítið er um nýjungar og og sömu hlutirnir endurteknir þá er það ákveðin stöðnun og við þau orð stend ég – Og eins það að það hefur hingað til verið erfitt fyrir nýtt fólk að komast inn í klúbbinn og ég held að Litla deildin hafi opnað mörgum þar leið – á sama hátt held ég að með eigin húsnæði og meiri starfsemi þar myndi opnast enn önnur leið.
En svo ítreka ég það að ég er ekki að setja út á störf eins eða neins, enda eru öll störf sem unnin eru í sjálfboðavinnu fyrir klúbbinn allrar virðingar verð. Og ég efast ekkert um að stjórn hyggist styðja við litlu deildina með ölum ráðum og dáðum.
Þá er það komið á hreint og núna ætla ég að hætta að þvæla um þetta mál í þræði sem upphaflega var um húsnæðismál.
En svo tek ég undir það með Skúla að það er enganvegin tímabært að taka afstöðu til húsnæðiskaupa/byggingar fyrr en búið er að gera úttekt á þörfini og þvi hvort og þá hversu hagkvæmt það er fyrir klúbbinn að komast í eigið húsnæði.
Kveðja
Benedikt
13.05.2004 at 11:50 #501961SkuliH spurði hvort einhver í skiltagerðabransanum væri félagi.
Ég er reyndar hvorugt, en hef verið bæði.
Vil því bjóða fram aðstoð við hönnunarvinnu ef á þarf að halda. Hef unnið við slíkt og þekki vel til hvernig á að skila verkum t.d. í fólíuskurð.
Ef það er einhver hagur í því (klukkutíminn í svona vinnu kostar sjálfsagt á bilinu 3-7.000 eftir því hvar er verslað) má hafa samband við mig í einareli@isl.is.
Kv.
Einar Elí
13.05.2004 at 12:23 #501964Sælir félagar.
Það virðist nú að þessi pistill ætli eitthvað út fyrir efnið, ég get nú eiginlega ekki orða bundist yfir hugleiðingum Benna lengur.
Það að sega að erfitt sé fyrir nýjan mann að starfa fyrir klúbbinn er nátturulega þvæla.
Ég hef allavega ekki átt erfitt með að starfa fyrir þennan klúbb enda kannski oft líka boðið fram aðstoð mína hægri vinstri.Nú kemur sjálfsagt að því að einhverjir verði hundfúlir út í mig, enn ég vill frekar reyna að tala bara hreint um hlutina.
Litludeildarmenn hafa sagt hér áður að klúbburinn hafi verið að deyja drottni sínum enn þá hafi komið til kraftaverkamenn sem náðu að rétta hann við aftur með stofnun litludeildarinnar þetta er rangt.
Skemmst er að minnast hvað gekk á hér á vefnum rétt áður en Litla deildin var stofnuð, þar voru menn að gagnrýna allt sem stóru dekkjamennirnir voru að gera og sögðu hreinlega að við vildum ykkur ekki inn, þetta er rangt
Aftur að Aðalfundinum aðeins, þar er verið að gagnrýna menn að hafa valið gamlan 4×4 hund í staðin fyrir nýjan ferskan meðlim í varastjórn félagsins, eru menn að ganga af göflunum.
Báðir þessir einstaklingar eru vel hæfir og mörgum miklu fremri það er á hreinu.
Lítið aðeins til baka og sjáið hvað klúbburinn á í höggi við síðustu mánuði endalausa gasgnrýni fyrir utanvegaakstur, eign á stórhættulegum bílum, bann við akstri á jöklum og fleira má telja til, þess vegna tel ég að Hlynur hafi verið valinn, menn bara þekktu hann betur og vita að hann þekkir öll þessi mál.
Enn að gagnrýna þetta val og gefa það í skyn að menn hafi verið að taka einhvern gamlan inn í stað nýjan er bara fáranleg rökleysaSvo finnst mér orðalag sem ég hef heyrt svolítið skrítið nefnilega að Litladeildin hafi áhuga að starfa náið með mönnum á stórum dekkjum, enn bíðum við er þetta ekki ein heild?
Furðulegt ef Ritnefnd myndi allt í einu fara að tala um náið samstarf við 4×4 klúbbinn.Kveðja Lúther
13.05.2004 at 12:32 #501966Sælir félagar
Það hefur verið gaman að fylgast með á þessum þræði og sjá hvernig hann hefur þróast.
Mér fanst það athyglisvert að þeir sem fóru í stjórn núna voru þeir sem rifust mest við okur í vetur um litludekkin og báðu okkur um að hætta með þetta væl um að ekkert væri gert fyrir litludekkjakallana má í raun þakka þeim að við tókum puttana úr ákveðnum stað og fórum að gera eitthvað sjálf í þessum málum,en það að ég tapaði fyrir Hlyn í kostningum til stjórnar er bara gangur lífsins og gengur bara betur næst og á ég ekki von á öðru en 4×4 muni njóta góð af hans starfi og þar með við öll.
Ég hef undanfarna daga fyrir kostningar rætt bæði við Ofsa og Skúla og fl um litlunefndina og hef ekki orðið var við annað en að þeir styðji okkur og framtak okkar af fullum og einlægum hug og hlakkar mig til þess að vinna með þeim í náinni framtíð eins vil ég að það komi fram hér að fráfarandi stjórn studdi vel við bakið á okkur og kann ég þeim þakkir fyrir en það er með litlu nefndina eins og allt annað að við urðum að sanna okkur í starfi og það tel ég við hafa gert með ferðum okkar og ég veit að margir hafa gengið í klúbbin vegna okkar framtaks og í Smáralindinni um síðustu helgi kom sér vel að geta bent áhugasömum á greinar okkar í Setrinu um ferðir okkar því flestir standa í þeirri meiningu að 4×4 sé bara fyrir mikið breytta bíla,því var ánægjulegt að geta sagt við fólk sem spurði hvort það hefði eitthvað í 4×4 að gera á sínum 30" komið bara með 1-2 ferðir í litludeildinni og sjáið sjálf,og ég hjálpaði 2 að útfylla umsókn á staðnum
En við erum öll í félaginu og aðalfundur hefur sagt sitt álit og svo störfum við bara saman og gerum veg félagsins meiri og betri vonandi í nýju húsnæði
Ég tek heils hugar undir allar athugasemdir sem Benni hefur sett hér fram og tel mig ekki geta bæt neinu þar við
Og að lokum vil ég óska stjórninni til hamingju með góða kostningu og Hlynur þú verður góður strákur
Kveðja Laugi
13.05.2004 at 12:33 #501969Er komið stríð eða hvað er að gerast,ég hef nú haldið því fram að Litladeildin sé í raun innan klúbbsins og allt það sem henni viðkemur verður að vera í samræmi við stjórn F4x4.
Leyfum þeim í Írak halda utan um stríðið en við hér heima á fróni ættum frekar að halda saman utan um klúbbinn.kv Jóhannes
13.05.2004 at 13:02 #501974Lúther
Ef þú ekki getur tjáð þig öðruvísi en með eitthverjum stóryrðum láttu það þá eiga sig og farðu yfir þá pistla sem vitnað er í svo að þú farir með rétt mál eini kraftaverkamaður sem ég veit um hér í 4×4 ert þú það er jú kraftaverk að þú skulir komast byggða eftir hverja ferð miða við lýsingar
Kv Laugi
13.05.2004 at 13:27 #501977Sæll Klaki
Já einmitt ekkert mál ef þú vilt halda áfram með einhverju helvítids leiðindar skítkasti í stað þess að skrifa eins og maður skal ég glaður taka þátt.
Þessi skrif þín til mín hér að ofan lýsa sjálfsagt manngerð þinni.Hvað kemur þessi síðasta athugasemd þessu máli hér á vefnm við, reyndu bara að vera maður til að svara fyrir þig og þetta litla hugarfóstur þitt sem þú virðist einn halda framm að þú hafir búið til.
Annars er e-mailið mitt skráð hér undir mér svo þú ættir frekar að skíta mig út þar og hlífa félagsmönnum við svona óþarfa skrifum þau eru engum til gagns og frekar okkur öllum til ama frekar enn hitt.
Kveðja
Lúther
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.