This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Egill Stefánsson 13 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Umfjöllunin í Íslandi í dag (í kvöld) var frábær og sérstaklega gaman að heyra í þessum síðasta viðmælanda sem var að fara í sína fyrstu ferð. Óli fór á kostum, Jakinn sagði brandara og Pétur var á ramm pólitískum bíl. Það sem kom svo sterk í gegn var þetta framtak klúbbsins með Litlunefnd í fararbroddi, að leiða fólk áfram meðan það er að fá reynslu til að ferðast um hálendið á eigin vegum.
Litlanefnd er best geymda leyndarmálið í klúbbnum og það hefur verið gaman að taka þátt í að leggja grunn að því starfi sem þar er á ferðinni. Óli hefur leitt þetta með myndarbrag í meira en þrjú ár og það er ómetanlegt að hafa svona alvöru leiðtoga til að halda utanum verkefnið. Ekki má gleyma öllum hópstjórunum, sem hafa margir farið í hverja einustu ferð Litlunefndar í mörg ár.
HÚRRA FYRIR LITLUNEFND OG ÞEIM SEM ÞAR STARFA!! – og öllum hópstjórunum.
You must be logged in to reply to this topic.