FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hurðalæsingar í Pajero ’05

by Bjarni Þór Gylfason

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hurðalæsingar í Pajero ’05

This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 15 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 09.09.2009 at 20:54 #206374
    Profile photo of Bjarni Þór Gylfason
    Bjarni Þór Gylfason
    Participant

    Heil & sæl,

    er með Pajero ’05, önnur afturhurðin neitaði að opnast í morgun. Læsingin stendur eitthvað á sér. Náði að opna hurðina áðan með því að beita afli á þetta en hún fer í lás aftur.

    Allaveganna, búinn að ná að opna hurðina þá er það spjaldið af. Hef ekki rifið þetta í sindur áður. Á einhver ráðleggingar með þetta og þá hvað málið gæti verið? (farin samlæsingarpumpa?)

    Takk.

    kv, Bjarni

    Viðhengi:
    1. 3269_c0f96a28714153be85e77971f8c57dcd
    2. 3269_4ac25ff5879ebee2a3464b03e621dc4e
  • Creator
    Topic
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)
  • Author
    Replies
  • 10.09.2009 at 14:08 #656738
    Profile photo of Jóhann Þröstur Þórisson
    Jóhann Þröstur Þórisson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 579

    Sæll ég veit ekki hvernig þetta er á þessum bíl enn á gamla er þetta stundum að gerast og þá þarf að smyrja hreifanlegu hlutana í hurðinni.
    kv Jóhann





    11.09.2009 at 21:53 #656740
    Profile photo of Bjarni Þór Gylfason
    Bjarni Þór Gylfason
    Participant
    • Umræður: 23
    • Svör: 106

    Sælir,

    það gekk ágætlega að taka þetta í sundur. Nokkuð ljóst þegar maður byrjar. Tappar neðst, tvær skrúfur aftast á klæðningunni (er aftari hurð hægra megin). Svo er umgjörðinni í kringum hurðaopnarann smellt af, fyrst af ofanverðu þar sem hann er stærri (eða með spöng) að neðanverðu. Einnig er ‘armpúðanum’ (púðinn þar sem maður leggur höndina á fyrir aftan handfangið) einnig smellt af og er þar skrúfa.

    En þegar ég var búinn að rífa þetta og taka mótorinn úr, þá varð ég hissa. Þetta kvikindi blasti við mér:

    [attachment=1:3eckq4tb]120_3593_saman.JPG[/attachment:3eckq4tb]

    Engar voru skrúfurnar til að taka þetta í sundur, armurinn fastur og þrátt fyrir að hafa reynt að þvinga þetta ‘léttilega’ í sundur með skrúfjárni þá ákvað ég að bíða til morguns og ath hvað þetta ‘einnota’ dót kostar, varla getur það verið mikið.

    Ég hringdi í Stillingu sem sagði mér að ég fengi þetta bara nýtt í umboðinu, og það komu svitaperlur á ennið við þessi tíðindi.

    Hringdi í Heklu, jú þetta er til. Það þarf að kaupa alla læsinguna með! "Og hvað kostar það?" spyr maður. "ja, þetta gera 64454".

    Ekki er ég nú alveg til í að borga 65 þús kall fyrir svona einnota dót. Þannig að hringt var í partasölur, einhver átti þetta og var verðið 50% af verði umboðs eins og oft tíðkast. Einn var með 10 þús ef þetta passaði úr gömlum montero.
    ´
    Ég ákvað að opna þetta. Skellti á þetta hitabyssu og hitaði samskeytin nokkuð vel, tók svo léttan hamar og nett skrúfjárn og lamdi létt á milli samskeytanna og náði að opna dósina (sem greinilega er vel límd saman). Þá blasti þetta við:

    [attachment=0:3eckq4tb]120_3598_sundur.JPG[/attachment:3eckq4tb]

    Ég tók mótorinn úr, hreinsaði af honum mesta ryðið og losaði um öxulinn. Lét wd40 vaða í gegnum hann á meðan ég lét hann snúast fram og tilbaka (tengdi við samlæsinguna) og sá hann verða hreinan og hljóðlausan.

    Þegar allt var búið að snúast vel og lengi og leit vel út, þá makaði ég vel af vaselíni yfir allan mótorinn þreif hjólin og smurði. Setti svo ‘dash’ af grettistaki á annan flötinn og skellti þessu svo saman. Setti þvingur á þetta í góðan tíma og skrúfaði svo dótið í.

    Er búinn að opna/loka svona 100 sinnum síðan og allt heldur ennþá. Það verður gaman að sjá hvað þessi ‘viðgerð’ endist lengi.

    Vonandi getur einhver nýtt sér þessar upplýsingar.

    kv, Bjarni





    13.09.2009 at 07:36 #656742
    Profile photo of Karl Hermann Karlsson
    Karl Hermann Karlsson
    Participant
    • Umræður: 140
    • Svör: 1159

    Hrikalega flottur póstur.
    Ég vildi að fleiri mundu gera svona.

    Kv. Karl H





    13.09.2009 at 15:49 #656744
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Það vantar líka að umsjónarmenn geti sett svona pósta í sérstakan flokk svo að það sé hægt að geyma þessar upplýsingar á vísum stað.





    14.09.2009 at 22:56 #656746
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Virkilega til fyrirmyndar :-) FLOTT innlegg.

    Rosalega magnað að rukka 65 þúsund íslenska ríkisdali fyrir skitinn leikfanga-DC mótor og plastgír.

    Mér er eiginlega alveg sama þó að fullt af öðru drasli fylgi með.

    kkv
    GRÍMUR





  • Author
    Replies
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.