Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hummer felgur
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarni Gunnarsson 19 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.10.2005 at 12:19 #196401
Sælir, nú hafa einhverjir verið að nota breikkaðar Hummer felgur. Hvernig leysa menn vandamálið með kantlæsinguna? Þ.e.a.s. hvað setja menn inn í felgurnar til að halda dekkjunum að kantinum báðum megin? Er einfalt að breikka original hringinn eða fara menn aðra leið?
Bjarni G.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.10.2005 at 12:58 #528742
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er ekki að spyrja að því að tuddinn er hjálpsamur þegar kemur að Hummer,
05.10.2005 at 13:12 #528744
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
mér sýnist það vera það er búið að breyta fyrri pósti
05.10.2005 at 13:39 #528746Takk fyrir þetta strákar. Smári í Skerpu er greinilega maðurinn í þetta mál. Ég var búinn að skoða nokkra möguleika á felgum en endaði á Hummer felgum. Mér finnst t.d. kantlæsingin sem menn skrúfa utan á felguna ekkert sérstaklega girnileg því hún læsir bara öðrum kantinum. Ég skoðaði líka að útbúa felgur eins og [url=http://offroadchat.com/showthread.php?t=1108:24j12e6t]USA6x6.com[/url:24j12e6t] smíða en komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að það yrði mun dýrara en að breyta Hummer felgunum.
–
Bjarni G.
05.10.2005 at 15:33 #528748Endanlegt verð er ekki komið á hreint, þær eru í tollafgreiðslu en stykkið var á rétt rúma 100 dollara með flutningi til Norfolk (ShopUSA). Þetta eru felgur boltaðar saman með 12 boltum og þeim fylgja nýjar rær og þéttihringur.
–
Bjarni G.
05.10.2005 at 16:01 #528750Nú er ég búinn að hamast í Dick cepek í 2 ár og fékk testdekk um daginn sem voru jafn þröng og gömlu 44" Dick cepekdekkin voru. ég er að gera mér vonir um að það þurfi síður beadlock þegar næsta sending kemur hjá Arctic trucks í nóvember
Hvaða felgur eru þetta sem kosta bara 100$ með beadlock? eru þær 15×16 ? eru þær street legal?
05.10.2005 at 16:37 #528752Þetta eru original samanboltaðar Hummer felgur 9"x16,5" að stærð þannig að maður þarf kantlæsingu. Ég veit ekki betur en að þetta sé "street legal" í USA. Eina sem þarf að gera er að breikka þær og setja eitthvað innan í þær til að halda dekkjunum að köntunum. Þessar felgur hafa mikið backspace eða rúmar 7 tommur þannig að þær henta ekki öllum. Sjálfsagt væri hægt að skipta um tunnuna í þeim og breyta í 15". Setja síðan nýjan felgubotn 5, 6 eða 8 gata með réttu [url=http://www.usa6x6.com/products_and_services/beadlock_wheels/NEWHUMMERPAINTED.jpg:39hnosab]backspace[/url:39hnosab] en þá verður dæmið eitthvað dýrara. Ég ætla að nota þær eins og þær koma af kúnni nema þær verða breikkaðar út upp í eitthvað nálægt 20"
–
Bjarni G.
p.s. á einhver gott íslenskt orð fyrir "backspace"?
05.10.2005 at 16:51 #528754eina sem mér dettur í hug er ´innanmál´ en það passar kannski ekki alveg. Hvað með ´öxuldýpt felgu´ ?
05.10.2005 at 17:52 #528756Er ekki einfaldast að kalla þetta "dýpt"? "Hvað er felgan djúp?" í staðinn fyrir "hvað er bakkspeisið í felgunni?"
Lifið heilir Þ
05.10.2005 at 20:59 #528758Felgur geta náttúrulega verið djúpar á tvo vegu þannig að kannski væri réttast að kalla þetta bakdýpt.
55 þús. fyrir stykkið af svona felgu er nú bara rán. Það er hægt að fá 4 stk. "út úr búð" á [url=http://cgi.ebay.com/ebaymotors/4-Military-beadlock-wheels-16-5-hummer-h1-humvee-hmmwv_W0QQcmdZViewItemQQcategoryZ43956QQitemZ8005228487:3q82zn55]eBay[/url:3q82zn55] fyrir $400 og það eru 12 bolta felgur, 8 bolta felgur eru talsvert [url=http://cgi.ebay.com/ebaymotors/4-Military-beadlock-wheels-hummer-h1-humvee-hmmwv-m998_W0QQcmdZViewItemQQcategoryZ43956QQitemZ8004422313:3q82zn55]ódýrari[/url:3q82zn55]. Það er reyndar dýrt að láta senda þær því þetta er níðþungur andskoti.
Þórir veistu nokkuð hvort einhver hér heima á original innlegg í þessar felgur? Væri til í að komast yfir slíkt til tilrauna.
–
Bjarni G.
24.10.2005 at 23:06 #528760Jæja þá er ég búinn að fá felgurnar og þær líta bara helv. vel út. Verðið á þeim öllum fjórum var ca. 53 þús. komið inn á gólf hjá mér. Eini gallinn er að þær eru ekki nógu innbreiðar, bara sjö tommur, þarf sennilega að bæta við tveimur tommum þar. Sýnist að það sé mjög einfalt að nota original innleggin ef maður bara tvöfaldar breiddina á felgunni og nota þá tvö innlegg í hverja felgu. Innleggin eru að vísu leiðinlega þung þannig að það er kannski betri lausn að smíða eitthvað inn í þær í staðinn. Þarf að klóra mér aðeins meira í hausnum yfir því.
Mér sýnist að það gæti verið einfalt að útbúa svona 15" felgur með kantlæsingu báðum megin með því að skipta út tunnunni og smíða innleggin ef menn hafa áhuga á því.
–
Bjarni G.
25.10.2005 at 10:09 #528762Ef þið eruð í veseni með að affelga kann ég leið sem kostar ekki svona mikla vikt og er miklu ódýrari ég smíðaði mér vals sem valsar upp felgukantinn og sætið í það mál sem þú vilt. Hafið bara samband við mig í síma 6919749 ef þíð hafið áhuga á þessu.
kv guðmundur
25.10.2005 at 10:55 #528764Þetta gæti virkað á 15" felgur en ekki á 16,5" því þar er enginn kantur til að halda dekkinu.
–
Bjarni G.
25.10.2005 at 11:22 #528766Bjarni!
Hvað með að renna þessi innlegg úr fíber/nylon eins og upphækkunarklossar fyrir boddý lift. Það er kannski of dýrt, en það ætti ekki að vera svo þungt. Veit ekki hvort það er til svona sver öxull úr nylon. Þá er kannski hægt að nota Reykjalundarrörin þessi svörtu. Mig minnir að framleiðandinn hafi hugsað þessi innlegg þannig að það átti að vera hægt að keyra á sprungnu en það getur vel verið að það sé rangt hjá mér.
25.10.2005 at 11:47 #528768Miðað við hvað efnið í upphækkunarklossa kostar þá held ég að nylon öxull með þvermál upp á ca. 40 cm. sé ansi dýr ef hann er þá til.
Reykjalundur á vatnsrör sem eru nálægt þessu þvermáli, ég á alltaf eftir að kíkja á þetta hjá þeim. Annars er eitt vandamál við svona hólka… ef felgan og þar af leiðandi hólkurinn eru mjög breið þá er ekki hægt að koma hólknum inn í dekkið nema í bútum því þvermálið á honum er jú stærra en þvermálið á gatinu á dekkinu. Þetta er ekki vandamál með original innlegg í original felgu því innleggið er mjótt og úr mjúku gúmmíi sem hægt er að pressa saman.
Það eru reyndar til nokkrar útfærslur á þessum innleggjum í Hummernum, þetta er til úr plasti, gúmmí og magnesíum blöndu. Plast og magnesíum innleggin eru með hrygg sem hægt er að keyra á ef springur.
–
Hér er dæmi um magnesíum "runflat" innlegg:
[img:u7vrv04g]http://i3.ebayimg.com/01/i/04/36/84/37_1_b.JPG[/img:u7vrv04g]
–
Bjarni G.
25.10.2005 at 11:54 #528770Eg hef ekki prufað að valsa kanta á kantlausar felgur en þatta virkar á allar felgustærðir ef það er einkver kantur fyrir og þú ræður alveg hvað kanturinn verður hár kosturin við þetta er að hringurin stækkar allur bæði sætið og kanturinn en með ásoðnum köntum þá minkar sætið.
25.10.2005 at 12:19 #528772Kanturinn á 16,5" felgunum er kónískur, það er ekkert sem heldur dekkinu að kantinum nema loftþrýstingurinn inni í dekkinu, þess vegna er kantlæsing nauðsynleg á þessari stærð. Menn hafa jú soðið svaka fúgur á þessar felgur til að dekkið geti ekki farið frá kantinum en eftir svoleiðis aðgerð er góður möguleiki að slátra dekkinu við ásetninu.
Ég hef verið á 15" felgum með góðum kanti og Super Swamper dekkjum og mér hefur ekki tekist að affelga það ennþá. Heldurðu að þú komir þannig dekki sem passar vel á 15" felgu upp á felgu sem er búið að valsa í kannski 15,5" án þess að skemma það, ég efast um það? Er þetta ekki bara "skítamix" til fá gleiðu gleðigúmmíin til að tolla á felgunni og felgurnar ónothæfar á eftir fyrir venjuleg dekk?
–
Bjarni G.
25.10.2005 at 13:23 #528774En þetta leysir vanda með DC 44" Irok 39,5 radial og fleiri dekk í 15" og einnig margar tegundir af felgum sem eru einfaldleg of litlar orginal eins og til dæmis weld racing. Formið á kantinum er bara eins og á góðum orginal felgum þannig að ekki er hætta á að skemma dekkið þegar það er tekkið af ef það á annað borð komst á felguna. 15.5" kantur er of mikið 15.2" er nær lagi en ég mæli alltaf ummálið frekar og veit soldið hvað það má vera fyrir hin og þessi dekk. það æti ekkert að vera því til fyrirstöðu að valsa upp kant á kantlausa felgu þarf bara að eiða vinnu í að prufa það og smíða það sem á vantar ef það er eitthvað sem menn vilja frekar en 15"
kv guðmundur
25.10.2005 at 14:13 #528776Ef það er skítmix að valsa felgur til þess að hægt sé að nota dekk sem ekki fylgja stöðlum varðandi þvermál á kanti, hvað er þá ekki skítmix? Frá mínum bæjardyrum séð er þessi aðferð mun snyrtilegri en að sjóða á felgurnar, að ekki sé talað um allt hringja og bolta ruglið.
-Einar
25.10.2005 at 15:46 #528778Ég varpaði þessu fram sem spurningu. Ég kalla það skítamix ef ekki er hægt að nota felgurnar eftir þessa aðgerð fyrir dekk sem fylgja stöðlum. Það má vel vera að felgurnar séu nothæfar og þá kannski ekki hægt að kalla þetta skítamix, þess vegna spurði ég.
Freyr í AT fullyrðir að það sé búið að laga þennan framleiðslugalla í gleðigúmmíinum og það væri frekar súrt fyrir þá sem láta valsa felgur núna ef þeir geta svo ekki sett dekk á felgurnar næst þegar þeir kaupa ný dekk.
–
Bjarni G.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.