Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hugmyndir óskast
This topic contains 36 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Magni Helgason 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.02.2007 at 19:56 #199790
Sæl öll sömul
Ég er með LC 60 á 44″ DC og loftpúðum hringinn. A-stífa að aftan og engar balancestangir. Það er algjör hörmung að keyra vagninn á malbiki er bókstaflega út um allan veg. Eru ekki einhverjir sem hafa glímt við sambærilegt vandamál? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.02.2007 at 12:23 #582214
Mikill spindillhalli veldur einnig leiðinda togkröftum í stýrinu við inngjöf, þegar bíllinn er í framdrifinu.
Með stífunar þá gildir það almennt að neðri spyrnurnar eiga að vera nokkurnvegin láréttar (hásingin fylgir aðalega hreyfingu neðri spyrnanna í dæmigerðri jeppafjöðrun). Ef ekki þá skekkist hásingin undir bílnum við misfjöðrun (t.d. þegar bíllinn leggst við beyju, eða við sterkan hliðarvind), og það veldur því að bíllinn beygir. Þetta gildir að sjálfsögðu alveg jafn mikið fyrir framhásinguna eins og afturhásinguna.
kv
Rúnar.
26.02.2007 at 23:47 #582216Sælir allir
Setti inn nokkrar myndir í myndasafnið hjá mér sem sýna halla á stífum ofl. Reyndar vantar aðeins í púðana þannig að hallinn er minni en venjulega.
Smellti svo inn myndum af framhásingunni. Ef ég ætla að breyta spindilhallanum verð ég þá ekki að skera liðhúsin frá og snúa þeim aðeins?
27.02.2007 at 16:57 #582218Spindilhallinn er 8°
27.02.2007 at 16:58 #582220Umm.. þú ert nú reyndar ekki með A link að aftan hjá þér…
Heldur 4 link, þar sem það eru fljórir tengipunktar við hásinguna, en ekki 3 líkt og í A link. A link nafnið kemur frá því að vera með einn tengipunkt ofan á hásingunni og tvo í grind. Bílar með A link eru t.d. Grand cherokee 1999 – 2004 og Suzuki vitara. Veltistífnin er meiri í 4 link en A link en auðvitað fer það eftir smíðinni.
En hvað um það, hallinn á stífunum er of mikill líkt og þú lístir og þarf að vera láréttari.
Þegar minn er hlaðinn á fjöll eru stífurnar aðeins meira en láréttar og því hentar það fyrir bílinn bæði óhlaðinn og hlaðinn.
kv
Gunnar
27.02.2007 at 17:27 #582222Mér var bent á að hæðin á bílnum skipti miklu máli.
1. Þegar bílnum er lyft á púðunum þá snýst upp á framhásingu þar sem neðri stífurnar eru lengri en efri stífurnar. þ.a.l. minnkandi spindilhalli, gæti jafnvel orðið negatífur.
2.Aukinn halli á stífunum.
3. Þyngdarpunktur færist ofar.1+2+3 gerir bílinn illkeyranlegan ekki satt?
Sennilega er best að gera ráðstafanir til að geta keyrt bílinn í sem lægstri stöðu með því að breyta aðeins samsláttarpúðum og jafnvel síkka stífurnar eitthvað.
Leiðréttið mig ef ég er að rugla.
27.02.2007 at 18:43 #582224Þetta er rétt..
Jeppar eru oft of hækkaðir.. langtum hærra en nauðsynlegt er og það eyðileggur alla aksturseiginleika.
Jeppa á ekki að hækka að óþörfu, eingöngu á að vera það mikið pláss í brettakantinum fyrir þá fjöðrun sem bíllinn hefur til að fjaðra upp.
Síðan tala menn um kosti að hækka mikið, t.d. við að fara yfir á. Jú það er betra.. en oftast er betra bara að sleppa sílsabrettunum og þá sækir áin síður í bílinn og því ekki nauðsynlegt að hækka.
En jú hærri bíll er verri í akstri, samanber fólksbíll vs jeppi. Hafðu bílinn eins lágan og fjöðrunin leyfir upp á við, þ.e. þegar hann er í samslætti að þá sé dekkið ekki lengra en 2 cm frá kantinum, eða sirka smá bil fyrir stóru lætin.
kv
Gunnar
27.02.2007 at 20:16 #582226Ég prófaði áðan að fara með bílinn eins neðarlega á loftpúðunum og hægt var. Það er allt annað að keyra bílinn þannig. Er reyndar aðeins að berja í samsláttarpúðana þannig að ég þarf sennilega að síkka turnana um 10 cm til að geta haft hann aðeins hærri.
27.02.2007 at 21:25 #582228Sæll Svenni og takk fyrir síðast.
Þegar þú síkkar turnana er þá ekki rétt að athuga að þá breytist afstaða stífu gagnvart drifskafti og færslan á dragliðnum á drifskaftinu eikst. ath hvort að dragliðurinn ræður við þessa færsluaukningu.
Langaði bara að vera með.
Kv. Halli
27.02.2007 at 22:09 #582230Sæll Halli og takk sömuleiðis fyrir síðast.
Ég held að þetta eigi ekki að vera neitt vandamál.
Eina breytingin er bara hvernig stífurnar koma að hásingunum, verða láréttar í stað þess að vera hallandi. Eða er það vitleysa hjá mér?
27.02.2007 at 22:26 #582232Ég er nú bara sófaspekingur, en ég myndi halda að þegar maður er með svona system að þá þyrfti það helst að halda sama halla á hásingunni, möo ekki snúa henni, gegnum fjöðrunarsviðið. Eða í versta falli halda hallanum innan ákveðinna marka. M.v. við fyrstu myndina þar sem virðist mikið í púðunum þá virðist hásingin halla fram, allavega af pinion hjöruliðnum að dæma. Þannig að ég held að þetta sé líka spurning um lengdirnar á stífunum? Annars er ég sennilega bara að steypa.
-haffi
27.02.2007 at 22:45 #582234Samkvæmt upplýsingum frá þeim sem breytti bílnum þá voru liðhúsin skorin frá og hásingunni snúið.
28.02.2007 at 12:52 #582236Þegar þú síkkar turnana þá ertu að snúa hásingunni aftur, athugaðu að þá breytist afstaðan á drifskaftinu líka. það má ekki koma of mikið brot á skaftið. Þá ertu líka að auka spindilhallann.
28.02.2007 at 12:55 #582238hann fatti það að síkka turnana án þess að breita hallanum. ….. færi turnana örlítið framm eða aftur…
Hann er ekkert að breita spindihallanum nema hann vilji það.
28.02.2007 at 18:42 #582240það verður að síkka turnana ef stífurnar eiga að vera láréttar. og þar af leiðandi snýst hásingin líka nema eyrun séu líka skorin af henni og færð eða boruð ný göt.
28.02.2007 at 20:46 #582242Það er ekki verið að tala um framhásinguna í þessu máli.. heldur afturhásinguna og því breytist ekkert hallinn á henni ef neðri turnarnir eru lækkaðir..
smá misskilningur hjá ykkur tveimur, að tala um sitthvoran hlutinn.
Ef framhásinga turnarnir eru lækkaðir = já þá breytist hallinn..
Ef afturhásingaturnarnir (neðri) = nei.. ekkert breytist..
kv
Gunnar
28.02.2007 at 20:58 #582244hehe núna skilur bazzi mig;)
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.