FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hugmyndabanki vegna nýrra heimasíðu

by Valur Sveinbjörnsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Vefsíðan › Hugmyndabanki vegna nýrra heimasíðu

This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson Hafsteinn Þór Hafsteinsson 20 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 09.09.2004 at 13:53 #194622
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant

    Við erum hér tveir félagar að ræða nýju heimasíðu 4X4, sem á að fara að smíða og fannst alveg tilvalið að setja í gang þráð, þar sem félagsmenn sem og aðrir gætu komið með hugmyndir um hvernig svona síða gæti litið út, hvað hún ætti að innihalda og þá möguleika sem hún gæti boðið upp á.

    Til að setja þetta í gang eru hér fá einar hugmyndir:

    Deildir sem staðsettar eru á landsbyggðinni hafa aðeins kvartað yfir því að lítið sé gert fyrir þær og að öll starfsemin sé í Reykjavík.

    Það má bæta aðeins úr því með, Vefmyndavél, sem notuð yrði meðal annars að sýna beint frá mánudagsfundum klúbbsins s.s. að félagsmenn sem og aðrir gætu fylgst með þessum fundum á heimasíðunni þegar þeir eru í gangi.

    Félagaskrá eða skrá yfir þá sem eru að skrifa og/eða setja myndir á vefinn. Þar kæmi aðeins fram, nafn, nickname og kannski félagsnúmer. Þessi hugmynd er sprottin af þeim vandræðum þegar maður þarf að leita að myndum eða skrifum einhvers aðila. Hverjum dytti í hug að Benidikt Magnússon hefði ?nickname-ið? hmm svo ég tali nú ekki um ditto. Þetta mundi auðvelda manni leit að því góða efni sem á vefnum okkar er. Þessi skrá gæti verið lokuð öðrum en félagsmönnum.

    Tæknisíður ! Hérna á vefnum er mýgrútur af mjög fræðandi efni, tækniupplýsingum sem og ráðleggingum. Fyrir mig, Pajero mann, gæti verið gott að getað flett í gegnum Pajero-upplýsingar án þess að vera að veltast um Pjatrollu og Togaogíta þræði, með fullri virðingu fyrir þeim. Þegar einhver er að skrifa inn tækniupplýsingar t.d. Pajero þá merkja þeir við ?Konungur jeppana? eða skrifað er um Patrol merkja þeir við ?Pjatrollur? nei nei bara smá grín. Með þessu væri hægt að einangra efni við einhverja ákveðna bílategund.

    Leitarvél sem hægt væri að nota til að leita að einöngruðu efni t.d. ?Pajero, 3tommu, púst? þráðum þar sem engöngu þetta efni er að finna.

    Það eiga örugglega eftir að koma fleiri hugmyndir sem gætu nýst við þessa vinnu, kannski verður þetta algjört bull en það er þá bara allt í lagi.

    Kv. vals og ditto

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 22 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 09.09.2004 at 14:00 #505580
    Profile photo of Pétur Viðar Elínarson
    Pétur Viðar Elínarson
    Member
    • Umræður: 83
    • Svör: 275

    Legg til að allar auglýsingar sem eru orðnar eitthvað X gamlar eyðist út af sjálfu sér. Þá myndu menn þurfa að endurnýja auglýsingarnar sínar og lesendur væru nokkuð vissir um að hluturinn væri til þegar hringt er í viðkomandi en ekki löngu seldir og menn jafnvel orðnir pirraðir á endalausum hringingum.

    Kv
    Peve





    09.09.2004 at 14:55 #505582
    Profile photo of Pétur Steinn Pétursson
    Pétur Steinn Pétursson
    Participant
    • Umræður: 5
    • Svör: 24

    Góð hugmynd með auglýsingarnar. Það mætti kannski gera þetta þannig úr garði að auglýsandinn gæti valið milli einhverra x fjölda daga sem auglýsingin ætti að vera virk… eftir það dytti hún út.





    09.09.2004 at 15:16 #505584
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég held að það sé mikilvægt að tilvísanir í gamla spjallþræði haldist óbreyttar, ef þessa er ekki gætt, tapast sá fjársóður upplýsinga sem komið hefur á spjallinu.
    Þótt það væri ágætt að hafa leitarvél á síðunni, þá kemur það ekki svo mjög að sök vegna þess að það virkar ágætlega að nota [url=http://www.google.com:2h9r3gq4]google[/url:2h9r3gq4] til að leita á henni, með því að nota elitarskilyrðið [b:2h9r3gq4]site:f4x4.is[/b:2h9r3gq4]. Ef tilvísanir breytast, þá verða leitarvélar og tilvísanir sem menn eiga, t.d. sem bookmark eða favorites, ónýtar.

    -Einar





    09.09.2004 at 17:21 #505586
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Gott væri að auðveldara verði að setja ,,hyperlinka" inn, einnig að feitletra og ,,peista" myndir.

    Kveðja,
    Toyletti, doktor í íslensku





    09.09.2004 at 20:44 #505588
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Hérna er slóð á [HTML_END_DOCUMENT][url=http://www.simnet.is/haffster/search/]leitarvél sem einhver bjó til. Vistið þetta í "favorites" og þá eru menn í góðum gír.

    Ég er sammála því að það væri gaman að hafa félagatalið inn á síðunni en það er væntanlega til á tölvutæku formi og því auðvelt að keyra inn.

    Menn eru alltof óduglegir við að eyða út auglýsingum hjá sér og er líftími á auglýsingar því hið besta mál.

    Einnig finnst mér myndaplássið af skornum skammti en ég er á þeirri skoðun að aðeins félagsmenn eigi að geta sett myndir þangað inn. Algjör óþarfi að klúbburinn sé að hýsa myndir frítt fyrir aðra en félagsmenn.

    Einnig mætti alveg gera smá skurk í að hvetja menn í greinaskrifum til að setja inn á síðuna, t.d. undir flokkinn Tækni, VHF, Umhverfið o.s.frv. Ég er viss um að mjög mörgum félagsmönnum myndi finnast góð greinaskrif um þessi mál fróðleg lesning.

    Svo eru náttúlega mýmörg verkefni sem bíða þeirra sem eru að vinna í því að koma síðunni upp aftur en mikilvægast að mínu mati er að fjarlægja úreldar upplýsingar.

    kv
    Agnar

    [/url]





    09.09.2004 at 23:26 #505590
    Profile photo of is
    is
    Participant
    • Umræður: 71
    • Svör: 994

    Auglýsingar: Dekk og felgur

    Sumar dekk 235*70*16 12.5.2004 21:44:42

    Vantar 195/65/15 12.5.2004 19:52:34

    Vantar 35" dekk 12.5.2004 12:43:41

    Ný 35" dekk 12.5.2004 12:03:26

    17" dekk og felgur 12.5.2004 09:53:30

    4 stk Felgur 15"X15" 3 stk 38" dekk 11.5.2004 18:16:57

    33" til sölu/óska e.felgum 11.5.2004 17:40:14

    óska eftir 31" dekkjum og álfelgum 11.5.2004 13:28:55

    38" mudder til sölu 10.5.2004 11:05:52

    1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11





    10.09.2004 at 10:21 #505592
    Profile photo of Guðmundur Jóhannsson
    Guðmundur Jóhannsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 131

    Gott mál.

    Ég legg til að smíðuð verði ein heima síða fyrir allan klúbbin, deildirnar úti á landi verði hluti af heimasíðu 4X4 og vistað á sama stað. Þá mætti hugsa sér að það fréttnæma úr starfi deilda birtist á aðalsíðunni og þannig mætti klikka á fréttina og þá er maður komin á deildarsíðu.
    Það er mgjög pissandi að deildarsíðurnar liggi niðri og séu í lamasessi vikum saman bara vegna þess að deildin er lítil og kannski eingin tölvugúrú í stjórn deildarinnar.
    Svo yrðu þá allar myndir félagsmanna á einum stað í stað þess að sumt er á heimasíðu deildar og annað á aðalsíðunni. Deildarsíður yrðu þá fyrst og fremst fyrir innra starf og tilkyningar deilda.
    Aðalsíðan er fín og þar er mikið líf, deildarsíðurnar eru frekar slakar og ekki mikið líf þar, þetta gæti breyst ef þetta yrði undir einum hatti.

    mbk. Mundi.

    ps. lengi vel var ég nánast sá eini sem var á spjallborði eyjafjarðardeildar, en ég sá okkar félaga í eyjafjarðardeild virka og skrifa mikið á aðalsíðuna.





    10.09.2004 at 13:06 #505594
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Myndi vilja sjá allar deildirnar með sínar síður á vef klúbbsinns, myndi líklega auka samskiptinn og þarf af leiðandi samstarfið, milli deilda.

    Einn klúbbur, einn vefur (eða var það ekki annars eitthvað svoleiðis :)

    Svo er bara að passa sig að fara ekki á FF (FídusaFyllerý), það er dýrt.
    Og ennþá dýrara, miklu dýrara, er að hafa vefinn ekki að fullu hannaðann áður en byrjað er að smíða hann.

    Kv
    Rúnar.

    "Sjaldan er góð vísa of oft kveðin".





    10.09.2004 at 13:23 #505596
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Samkvæmt umsögn Emils þá fá landsbyggðardeildir pláss á heimasíðunni, ekkert ósvipað og þú lýsir því Mundi.

    Tæknisíður:

    Í þræðinum ?Frá fjöðrum til gorma? upphafsmaður Jóhann Ingi Jónsson, spyr Jóhannes (JÞJ) hvað kostar loftpúðafjöðrun. Það er búið að skrifa heilan helling af efni um loftpúðafjöðrun og gott ef menn geta bent öðrum á hvar svona skrif er að finna.

    Það væri hægt að búa til linka sem væru tildæmis:

    Loftpúðafjöðrun
    Gormafjöðrun
    Dekk
    Loftkerfi
    Loftdælur
    Hásingar
    Ofl.

    Ef hakað væri við Loftpúðafjöðrun kæmu fram þræðir, eins og þessir, þar sem umrætt efni væri að finna.

    https://old.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=3322
    https://old.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=1502#9504

    Eða ekkert ósvipað og þegar maður fer inn á töfluna ?Vefspjall?

    kv. vals.





    11.09.2004 at 17:10 #505598
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir/sælar, lýst vel á að ný heimasíða sé í deiglunni.
    Gaman væri ef hægt væri að skipuleggja myndaalbúm betur, eftir tegundum, í smíðum osfv, því maður hefur ekki hugmynd um hvað kemur upp á skjáinn hjá manni þegar maður klikkar á einhver nick, í núverandi albúmi.

    Einnig tek ég undir að það væri gaman ef menn á svipuðum bílum gætu rætt sín á milli í spjallþráðum tengdum þeirra hugðarefnum/bíltegundum. Auglýsingar mættu líka vera meira skipt niður, í þessu ljósi vill ég vekja athygli á síðu Island 4×4 í British Columbíu, Canada: http://www.island4x4.com/index.html,
    en þeir skipta niður eftir tegundum osfv. þannig að ef þú ert að leita að Ford þá ferðu í ford auglýsingarnar. Einfalt mál, þótt það geti nú verið gaman að flétta í gegnum allt safnið.
    Bestu kveðjur,
    Halldór Örn





    12.09.2004 at 00:23 #505600
    Profile photo of Marteinn S. Sigurðs
    Marteinn S. Sigurðs
    Member
    • Umræður: 8
    • Svör: 134

    Eitt sem ég vildi koma á framfæri varðandi endurhönnun á síðunni. og þá aðalega spjallinu – Það er um að gera að skoða hvaða spjallkerfi eru í notkun hér og þar. Það eru til tilbúin og frí spjallkerfi,sum á íslensku , yfirleitt er hægt að sérsníða svo "look" ofan á kerfin ef þess er óskað.
    Áður en er farið í einhverja mikla forritunarvinnu við að forrita spjallkerfi þá er um að gera að skoða kerfi eins og t.d http://www.phpbb.com/ eða http://forum.snitz.com/

    Inn í þessum kerfum eru alskonar þægilegir fídúsar, og mikið búið að leggja í aðgangsstýringar, hópaspjall og annað, – þar er líka hægt að sjá upplýsingar um notendur, t.d geta þeir sett inn myndir, – linka og upplýsinga. – Stjórnandi getur ákveðið hvaða upplýsingar lyggja fyrir um notendur og hægt er að sýna hvaða þræði viðkomandi hefur skrifað í.

    kv. Marteinn.





    12.09.2004 at 18:14 #505602
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    Ég tek undir með madda, tilbúin spjallkerfi fást fyrir lítið fé og sérsniðnar lausnir standa þeim oftast langt að baki. Vilji fólk kynna sér alvöru spjallborð er ekki langt að fara, hér er eitt til fyrirmyndar. http://www.malefnin.com/ib.

    Ég mundi telja það praktískt að halda spjallinu einfaldlega sér og reyna að koma núverandi gagnagrunni yfir í svona/svipaða útfræslu.





    12.09.2004 at 19:45 #505604
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég verð nú að segja að mér finnst spjallið vera helvíti gott eins og það er núna.





    13.09.2004 at 03:48 #505606
    Profile photo of Jack Hrafnkell Daníelsson
    Jack Hrafnkell Daníelsson
    Participant
    • Umræður: 34
    • Svör: 728

    Það er til aragrúi af kerfum, en ég féll fyrir kerfi sem heitir E-107 vegna þeirra möguleika á alskonar viðbótum sem það bíður upp á. Einnig er mjög auðvelt að sérsníða kerfið að sínum þörfum hverju sinni og fá viðbætur og aukahluti í tugatali. Fyrir aðila sem er góður í PHP, MYSQL og hugmyndaríkur í vefhönnun, þá er ekkert sem takmarkar þetta kerfi í að bæta inní eigin lausnum sé áhugi fyrir þvi. Ég er að nota þetta kerfi með slatta af viðbótum á http://www.alvaran.com og hef íslenskað það sem ekki var íslenskað fyrir, allt nema admin hlutann, enda kann ég persónulega betur við hann á ensku.
    Hér eru svo slóðir þar sem hægt er að fá kerfið og viðbætur.
    http://e107.org/news.php
    http://e107coders.org/
    http://e107themes.org/news.php
    http://e107styles.org/news.php

    Læt þetta duga að sinni. Lifið heil.





    14.09.2004 at 09:21 #505608
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Í [url=http://www.f4x4.is/tilkynningar/index.asp?ID=484:1pecqvwa]lýsingu stjórnar[/url:1pecqvwa] á nýjum vef, er gert ráð fyrir að seldum auglýsingum verði gert hátt undir höfði á vefsíðunni. Hvað finnst mönnum um þetta? Er klúbburinn í slíkri fjárþröng að það sé nauðsynlegt að spilla vefsíðunni með hvimleiðum auglýsingum?

    -Einar





    14.09.2004 at 10:07 #505610
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Mér hugnast best að svona auglýsingar verði haldið frá forsíðunni en gæti verið bakatil. Emil talaði um að setja í gang póstlista þar sem menn gætu valið um að fá málefni klúbbsins send í tölvupósti, þar gætu félagsmenn hakað við hvort þeir vildu bara félagsmál, auglýsingar frá söluaðilum og/eða annað efni. þá gæti klúbburinn selt auglýsingar á tiltekinn fjölda póstfanga.

    kv. vals.





    14.09.2004 at 11:38 #505612
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Kannski ekki svo slæmt að fá tilboð í pósti, en…..

    Svona nokkuð á að vera opt-in, þ.e. að sjálfgefið sé að viðkomandi sé EKKI á auglýsingapóstlista. Ef viðkomandi vill fá auglýsingar, þá breytir hann þessari stillingu, en fyrir alla muni ekki skemma gamanið í kringum nýjan 4×4 vef með "ruslpósti" :)

    -haffi





    14.09.2004 at 15:40 #505614
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    kanski væri hægt að gera síður með ábendingum um breytingar á jeppum. En svo kemur það náttúrulega að hver þykir sinn fugl fegurstur og ekki allir sammála um hvernig eigi að breyta en gæti bara gefið fjölbreytni?





    15.09.2004 at 16:58 #505616
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Sælir félagar!
    Hefur verið pælt í erlendri (enskri, þýskri eða einhverri annarri) útgáfu, að hluta, á vefsíðunni?
    Með því mætti koma bæklinum umhverfisnefndar og fleiri skilaboðum og áróðri gegn utanvegaakstri áleiðis til útlendinga.

    Eins og ég hef áður sagt þá finnst mér að myndasíðan eigi að vera lokuð fyrir félagsmenn en vefspjallið og auglýsingar opið.
    Mér finnst að það eigi að halda seldum auglýsingum frá síðunni, þó að klúbburinn græði á því. Þó mega tilboð til félagsmanna vera í svipuðu formi og nú er.
    Félagatalið mætti vera á lokaðri baksíðu eingöngu fyrir félagsmenn og með mjög takmörkuðum upplýsingum.
    Bókasafnið mætti eflast og tenglasíður mættu uppfærast oftar.
    Einnig er mjög sniðugt að hver nefnd eða deild fá sína undirsíðu fyrir sínar tilkynningar.





    16.09.2004 at 09:48 #505618
    Profile photo of Emil Borg
    Emil Borg
    Participant
    • Umræður: 47
    • Svör: 805

    Sælir félagar.

    Ég hef verið að fylgjast með þessum þræði án þess að blanda mér nokkuð í umræðurnar.

    Það hafa komið hér fram fínir punktar og ég ætla aðeins að gera grein fyrir mínum hugsunum varðandi nokkra þeirra. Ég verð nú að viðurkenna að hafa vonast eftir fleiri hugmyndum að efni og uppsetningu en þvi sem er á vefnum í dag.

    1)[b:5ag107f5]Vefmyndir í beinni frá félagsfundum. [/b:5ag107f5]Það lýst mér nú ekki á. Þannig vill til að ég vinn við að selja þannig tæki. Þetta er svosem hægt, ef semst við kerfisstjóra fundarstaðarins, en er varla praktískt. Allt sem sagt er á fundinum þyrfti að fara fram gegnum
    hlóðnema, og hæpið er að tal myndi skila sér vel.

    2)[b:5ag107f5]Félagatal á vefnum. [/b:5ag107f5]Það hefur verið rætt um að setja félagatalið á vefinn og hafa það einungis opið félagsmönnum. Um það hefur ekki verið tekin ákvörðun, en ég er sjálfur spenntur fyrir því.

    3)[b:5ag107f5]?Nic names?. [/b:5ag107f5]Það er útgangspunktur á nýjum vef að þeir sem taka þátt í spjalli og öðru verði að gefa upp fullt nafn og kennitölu. Þeir geta þó notað ?nick? ef þeir vilja. Ég fyrir mitt leiti er hlyntur þvi að menn geti ráðið hvort fullt nafn þeirra sé rekjanlegt fyrir aðra en vefstjóra. Það er auðvitað rétt að það dettur engum í hug að Bendedikt Magnússon sé hmm, en ef hann vill hafa það þannig, þá hann um það. Mér dettur t.d. í hug að Patrolman væri ekki hrifinn af því að þurfa að hafa sitt rétta nafn aðgengilegt öllum.

    4)[b:5ag107f5]Tæknisíður. [/b:5ag107f5]Auðvitað verður hægt að koma upp tæknisíðum. Skárra væri það nú. Trúlega verður aðal málið að fá einhvern til að setja saman efni á þær. Ég get auðvitað skrifað allt um grindarviðgerðir og boddýskipti á Togaogíta sjálfur.

    5)[b:5ag107f5]Leitarvél [/b:5ag107f5]verður til staðar. Hversu fullkomin á eftir að koma í ljós. Það má auðvitað leita í gegnum Google, en ég sjálfur get ómögulega munað að til að finna eitthvað á okkar vef þurfi að gera [b:5ag107f5]site:f4x4.is. [/b:5ag107f5]En ég man reyndar aldrei neitt.

    6)[b:5ag107f5]Tími á auglýsingum. [/b:5ag107f5]Það verður mögulegt að setja inn myndir með auglýsingum, og myndirnar sjálfar eyðast eftir áhveðinn tíma. Ég sé svosem ekki tilgang í að eyða auglýsingunni sjálfri því hún tekur pínu, pínu lítið pláss. En það má vel athuga það betur.

    7)[b:5ag107f5]Spjallþræðir. [/b:5ag107f5]Ég er sammála því að vísun verður að vera til staðar í gamla þræði. Í þeim er gríðarlegur fróðleikur sem ekki má glatast.

    8)[b:5ag107f5]Leturgerðir á vefnum.[/b:5ag107f5] Ég er hræddur við að leifa mönnum að ráða letri og litum sjálfir. Hugsið ykkur ef einhverjum ditti í hug að skrifa allt með risavöxnu grænu letri. Ekki spennandi!

    Kveðja,
    Emil Borg





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 22 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.