This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar
Ég er einn af þeim óheppnu sem kem ekki Air condition dælu með góðu móti í bílinn minn sökum plássleysis.
Upphófust þá miklar pælingar um það hvernig ég gæti notað vélaraflið mitt til að knýja loftælu án þess að bæta við trissuhjóli í húddið.
……og þá fór Lallirafn að hugsa…..
Það er til dæmis staðreynd að dælan fyrir vökvastýrið í bílum er mikið stærri en hún þarf að vera og dælir mikklu meira magni af vökva en hún þarf í raun, þetta er gert til að dælan virki nógu mikið þótt vélin sé í hægagangi.
Ég var því að spá í að festa vökvamótor inná leiðsluna sem liggur að vökvastýrinu og setja þar trissuhjól með segulkúplingu, og nota þennan aukakraft til að snúa almennilegri loftdælu (engum risa, bara svona sæmilegri dælu) þegar ég þarf að pumpa í dekk eða halda við þrýstingi á kútnum hjá mér fyrir læsingarnar (sem koma fljótlega…hehe)
Þarna myndi ekkert breytast mikið, dælan myndi bara dæla aðeins meira olíumagni í hringi, og þótt mótorinn myndi alltaf snúast, þá myndi hann bara fríhjóla á segulkúplinguni svona nema rétt öðru hvoru þegar maður þarf á loftinu að halda. svo mætti setja lítinn olíukæli á lögnina (frárenslið auðvitað) til að losna við þann aukahita sem myndast við þetta.
Hvað segja menn, er þetta ógerlegt? hefur einhver gert svona áður eða er ég algerlega geðveikur?
endilega komið með athugasemdir, hugmyndir og skítkast
Kveðja,
Lallirafn pælari
You must be logged in to reply to this topic.