Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Hugmynd að GPS gagnabanka.
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Aðalsteinn Leifsson 20 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
13.05.2004 at 10:12 #194350
AnonymousVæri ekki möguleiki að setja upp svæði á heimasíðunni fyrir GPS gögn, með svipuðu sniði og myndaalbúmið. Þar sem notendur gætu sett inn GPS gögn eins og ferilskrár, punkta og rútur. Þaðan gæti hver sem er hlaðið því niður sem hann vill og notað [/size]. Til að setja inn gögn yrði að setja við hverja skrá örstutta lýsingu (hvaða landsvæði um ræðir), dagsetningu (hvenær gert), fyrir hvaða forrit og nafn höfundar, annars færu gögnin ekki inn. Úr þessu kann að verða eitt allsherjar þanghaf af gögnum en sæmileg leitarvél hlýtur að leysa það, …eða hvað haldið þið?
ÓE
[]-o—[] -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.05.2004 at 10:22 #502095
Þetta er ljómandi góð hugmynd – ég á allavega fullt af gögnum sem ég myndi glaður deila með hverjum sem vill.
Það er hins vegar spurning hvort að þeir sem hafa verið að selja þessi gögn á tölvutæku og prentuðu formi yrðu kátir með svona gagnabanka – en svo lengi sem að ekki er verið að setja gögn þeirra inn án leyfis þá ætti það varla að vera vandamál.
Kveðja
Benedikt
13.05.2004 at 10:28 #502099Svona svipað og er undir linknum GPS hér að ofan?
Rúnar
13.05.2004 at 10:58 #502103
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já svona svipað, en þó meira líkt myndaalbúminu. Það er, skráin fer beint á netið, að uppfylltum skilyrðum.
ÓE
13.05.2004 at 11:21 #502106Styð þetta eindregið og er tilbúinn að láta mín gögn þar inn. Það eru mjög margir að vinna sömu vinnuna hver í sínu horni sem er náttla óþarfi á síðustu og bestu tímum!
Það mætti líka útfæra þetta á annan hátt þ.e.a.s. að gera vef sem heldur utanum GPS upplýsingar, allir geta sent inn og þeir sem hlaða niður efni borga sanngjarnt verð fyrir það sem þeir sækja, segjum 100 til 200 krónur fyrir hverja skrá, bara til að standa undir kostnaði.
Það mætti jafnvel hugsa sér að sá sem á upphaflegu gögnin fái hluta gjaldsins í inneign þannig að hann geti sótt önnur gögn fyrir ekkert.
Það vill svo til að ég get líklega útvegað vefsvæði en hef ekki þekkingu til að gera þetta á þann hátt að ég sé sáttur við.
Ef einhver hefur áhuga og þekkinfu til að leggja þessu lið, má hann hafa samband í tölvupósti.
Kveðja Aðalsteinn.
steini@that.is
13.05.2004 at 14:22 #502110
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fyrir 4 árum (eða jafnvel fyrr) var sett upp hér á f4x4.is síða undir GPS-punkta. Til að starta síðunni var boðið upp á nokkrar leiðir í upphafi og til stóð að félagsmenn sendu inn sína GPS punkta í stórum stíl.
Reyndin varð hins vegar sú að engir punktar hafa borist fyrir utan þá sem startað var með. Nokkur áróður var rekinn á sínum tíma fyrir því að félagsmenn sendu inn punkta í gagnagrunninn, nú síðast á félagsfundi vorið 2003 – en allt án árangurs.
Slóðin inn á undirsíðuna er þessi: {https://old.f4x4.is/gps/}
Slóðin á innsndingu punkta er: {https://old.f4x4.is/tengsl/sendagps.html}Ég fagna þessum nýkomna áhuga og hvet ykkur og alla aðra notendur síðunnar til að senda inn GPS-punkta!
Kveðjur,
Vefstjóri
13.05.2004 at 14:53 #502114Sæll Vefstjóri,
Ég vissi ekki af þessum fídus á síðunni, flott.
En bíddu nú við, hvar koma gögnin svo fram til að aðrir geti nýtt sér gögnin sem komin eru inn.Elvar
13.05.2004 at 15:03 #502118
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Smelltu á GPS hér á stikunni í hausnum og svo GPS grunnur þar til hægri. Þá sérðu það sem þarna er til sem er svosem ekki mikið að vöxtum en eitthvað þó.
Annars hefur umhverfisnefndin staðið fyrir mikilli söfnun á ferlum sem þó hefur miðaðst alfarið við ferla sem fylgja slóðum. Það hefur verið rætt um að gera þetta ferlasafn aðgengilegt á vefnum, en eitthvað eftir að vinna í því. Þessi ferlun hefur þó skilað þeim ávinningi að mikið af slóðum eru nú komnar á kort (hálendiskort M&M).
Kv – Skúli
13.05.2004 at 15:30 #502122Takk fyrir skjót svör.
Enn sem komið er má finna þarna takmarkað úrval af leiðum og takmarkaðar lýsingar á leiðunum sem kann þó að vera nægjanlegt og einungis tveir höfundar að leiðum. Vonandi stendur þetta til bóta. Því þetta gæti verið eitt hið besta "verkfæri" sem félagið ætti.
Vonandi stendur til að útvíkka þetta verkfæri enn frekar.
Það væri áhugavert að fá smá umræðu um þetta og t.d. svör við ýmsum spurningum.T.d.
1. Af hverju eru innsendar leiðir ekki aðgengilegar beint á vefnum.
2. Er möguleiki á að sjá umbreytingu á milli skráarsniða sjálfkrafa hér á vefnum t.d. milli oziexplorer og visual series og fleiri skráarsnið.
3. Er ástæða til að aðlaga innsláttarformið að þörfum notenda á ferlum. t.d. með því að skrá niður hvenær ferillinn er tekinn (dagsetning), jafnvel útskýra betur fyrir skráningaraðila hvað þarf að koma fram í lýsingu.Kveðja
Elvar
13.05.2004 at 18:02 #502126Kæri vefstjóri. Varðandi að senda inn gögn á GPS vef 4×4, þá er ekki tekið við gögnum úr OZI sem þó er vísað í á GPS síðunni sjálfri, ekki er heldur tekið við gögnum úr Mapsource.
Til að svona banki geti öðlast vinsældir held ég að viðmótið verði að vera á þann mátann að allir geti séð skrárnar um leið og þær hafa verið settar inn og ekki væri verra að vísað væri í nýjustu skrárnar á forsíðunni.
Það er ekki hægt að ætlast til að ábyrgðarmenn síðunnar séu að vinna til snið á skrám eða fikta við þær á annan hátt því það kostar of mikla vinnu og eykur ábyrgð þeirra á innihaldinu.
Þó að ekki nema brot af þeim leiðum, punktum og ferlum sem til eru í fórum íslenskra jeppamanna yrðu aðgengilegar á einum stað (þá er ég ekki bara að tala um hálendið)myndi það auka ánægju og öryggi okkar allra.Skúli, er hægt að komast í þessi gögn sem þú ert að tala um?
Kveðja Aðalsteinn.
13.05.2004 at 19:11 #502128
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég prófaði að senda inn skrá fyrir nokkrum árum eða fljótlega eftir að þessi möguleiki opnaðist. Ekki veit ég hvað fór úrskeiðis, en þetta kom aldrei fram á vefsíðuna.
Það sem þegar er framsett á GPS síðunni er mjög vel gert, en krefst vinnu sem getur orðið töluverð ef gagnamagnið er orðið mikið og margskonar. Eimitt það gæti kannski verið skýringin hvers vegna ferlasafnið sem Skúli nefnir hér ofar er ekki komið á netið. Þetta er jú áhugamanna klúbbur og því verða kröfur kannsi að miðast við það.
Mín hugmynd gegur út á það að bætt verði við GPS síðuna möguleika til að senda inn hráar skrár á hvaða formati sem er og hún verði aðgengileg strax. Það er að segja, að þetta verði eins og með innsetningu mynda, nema í staðin fyrir "jpg" skrá, að þá verður þetta gagnaskrá á því formi sem hún var búin til.
Þarna gæti myndast gott hráefni fyrir þá sem standa að síðunni, að vinna valdar skrár lengra og setja upp jafn glæsilega og þeir gerðu við nokkrar rútur í upphafi.
Að mínu mati er ein möguleg ástæða þess að GPS gagnagrunnurinn hefur ekki tekið flugið eins og t.d myndaabúmin er framsetningin. Ég held að í dag séu menn miklu meira að leita eftir ferlum en fyrir fjórum – fimm árum.
ÓE
13.05.2004 at 19:36 #502132Ég er þér sammála Óskar. Ég breytti örlitlu á síðu sem ég held úti í fikti um daginn til að geta gert þetta.
Það mætti jafnvel breyta kóða til að gera það forrit sem ég er með þar þannig úr garði að það vinni með þessi gögn eingöngu. Og til að hugsa upphátt þá er örugglega til eitthvað sem hentar enn betur. Það sem er mér hindrun er fávísi mín þegar kemur að gagnagrunnum eins og mysql.Aðalsteinn.
Linkur á [url=http://that.is/jeppaklubbur:yigtry4r]Stormsveitina[/url:yigtry4r].
Skoðið nýjar myndir og GPS.
14.05.2004 at 09:32 #502136
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Aliss, Bessi Aðalsteinsson er með þetta safn af trökkum. Það er rétt að það þarf að fara að drífa í að gera þetta aðgengilegt, en annars er ég viss um að menn geta leitað til Bessa með að fá hjá honum skrár. Gott gagnasafn með punktum og trökkum væri mjög spennandi viðbót á vefinn og alveg ástæða til að eyða einhverju púðri í það. Þessi vísir að safni sem er hérna var ágæt hugmynd en af einhverjum ástæðum ekki náð flugi.
Kv. – Skúli
14.05.2004 at 14:29 #502139
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir allir saman,
Ég fagna og þakka skyndilega áhuga á GPS-vef síðunnar!
Fyrst GPS-skráin (í 4ár) hefur nú borist og verið sett upp. Meira af slíku framtaki!
GPS-síðan er að sjálfsögðu barn síns tíma. Var verulega gott framtak á sínum tíma en hefur ekki þróast í tímans rás þar sem áhugi félagsmanna á að senda inn GPS-skrár var akkúrat enginn, þrátt fyrir að innsending skráa væri höfð eins auðveld og hægt væri.
Ég ítreka það sennilega aldrei nógu oft að f4x4.is síðan byggist algjörlega á virkri þátttöku þeirra sem fara inn á síðuna. Gott dæmi um virka þátttöku er vefspjallið, myndaalbúmið og auglýsingar. Til að GPS-síðan geti staðið undir nafni þá þarf álíka áhugi að vera til staðar.
Það er afar auðvelt að byggja núverandi gagnagrunn áfram og taka tillit til þeirra breytinga sem orðið hafa síðan þá (t.d. Ozi-Explorer og Mapsource skrár). Eins er auðvelt að bæta við fleiri upplýsingum.
Við sem sjáum um síðuna vorum og erum mjög áfram um að þróa áfram GPS-gagnagrunninn hér á síðunni. En aðalatriðið er að þið, góðir félagsmenn, sendið inn ykkar GPS skrár til birtingar í GPS-gagnagrunninum. Það dugar ekki að nöldra í sífellu og krefjast alls af öðrum ? þið verðið að standa ykkur sjálfir og senda inn skrár.
Semsagt: Til að við getum þróað GPS-punktasafn hér á síðunni þá þarf eftirfarandi:
-> Sendið okkur GPS-punkta með skýringartexta ? slóðin er: https://old.f4x4.is/tengsl/sendagps.html.
-> Haldið áfram að ræða hér á þessum þræði um hvað þið munduð vilja sjá á GPS-grunninn. Við viljum endilega fá fram ykkar óskir og hugmyndir þannig að síðan verði sem aðgengilegust á allan hátt og svari óskum sem flestra.
Með baráttukveðju!
Vefstjóri
17.05.2004 at 23:34 #502143Nú er kominn vísir að GPS banka sem er gagnvirkur þannig að öll gögn birtast um leið og þau hafa verið sett inn og því öllum aðgengileg. Bankinn er á tilraunastigi og hvet ég ykkur til að nota hann þannig að ástæða verði til frekari þróunar.
Aðgangur er alveg ókeypis og verður reynt að hafa það þannig áfram, ef bandvíddin fer úr böndum verður frekar reynt að fjármagna kostnað með auglýsingum en að hafa af fólki fé.
Ef tilraunin hinsvegar mistekst verður reynt að finna gögnunum stað t.d. á þessum vef ef vilji er fyrir.Að lokum slóðin er [url=http://steini.that.is:1gxoznx8]http://steini.that.is[/url:1gxoznx8].
Kveðja Aðalsteinn
18.05.2004 at 08:43 #502146
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Frábært framtak Aðalsteinn og vönduð vinnubrögð. Nú er um að gera fyrir fólk að setja öll þau GPS gögn sem það vill deila með okkur hinum þarna inn.
Þetta ætti jafnframt að vera hvatning Vefstjóra að dusta rykið af GPS síðunni okkar bretta upp ermar og reyna að koma meira lífi í tuskurnar. Svona gagnvirkt gagnasafn á tvímælalaust heima á f4x4 síðunni.
ÓE
19.05.2004 at 09:42 #502149Nú hlakkar eflaust í einhverjum. [url=http://steini.that.is:aoa0wffa]GPS gagnabankinn[/url:aoa0wffa] er búinn að vera opin í rúman sólarhring. Hér eru tölulegar upplýsingar:
Heimsóknir: 95
Skráðir notendur: 6
Innsendar skrár: 1 (gönguleið sem ég setti inn sjálfur)
Sótt: 30Nú er það þannig með banka að þeir vilja ekki bara láta taka út hjá sér, þeir vilja flestir líka að það sé lagt inn. Þið getið litið á þetta þannig: Þetta er staðurinn sem þú getur geymt gögnin þín og komist í þau hvenær sem er og hvar sem er þ.e.a.s. ef þú kemst í internetsamband.
Nú ef þú síðan kýst að eyða þeim gögnum sem þú hefur sett inn, þá gerir þú það.Kveðja Aðalsteinn.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.