FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hugleiðingar um vefmál

by Emil Borg

Forsíða › Forums › Spjallið › Vefsíðan › Hugleiðingar um vefmál

This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Magnús Guðmundsson Magnús Guðmundsson 21 years, 9 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 13.08.2003 at 12:54 #192790
    Profile photo of Emil Borg
    Emil Borg
    Participant

    Sælir félagar.

    Í dag eru 86 dagar síðan síðast var sett mynd inn í myndaalbúmið okkar. Því langar mig að deila með ykkur mínum hugleiðingum um vefinn okkar.

    Ég held það sé óumdeilt að það er vefnum að þakka hvað félagið hefur vaxið, og þekking manna á því aukist síðan hann kom til. Vefurinn okkar er mjög vel upp settur og skipulagður, og vefstjóri á mikinn heiður skilinn fyrir þá gríðarlegu vinnu sem hann hefur lagt í hann. En því er ekki að neita að þróun hans hefur ekki verið mikil undanfarið, og sýnir helfrost myndaalbúmsins það glögglega. Ég geri mér fulla grein fyrir að það er mikil vinna að hugsa um svona vef svo vel sé.

    Og þá er komið að því sem mér býr í brjósti.
    Getur hugsast að það sé kominn tími til að ráða utanaðkomandi fagmann/menn til að sjá um vefinn? Ég geri ráð fyrir að okkar ágæti vefstjóri vinni hann meðfram annari vinnu, og auðvitað er ekki hægt að ætlast til að hann eyði öllum sínum frístundum í viðhald hans. Það eru nokkur mál sem koma upp hér á spjallinu aftur og aftur í sambandi við vefinn. T.d. óskir um flokkun mynda, að fleiri auglýsingar og spjallþræðir sjáist o.s frv. Ég gæti best trúað því að tímaskortur valdi því að ekki hefur verið unnið í þessum málum.

    Ég vil ítreka að ég er síður en svo að deila á vefstjóra, bara að velta því fyrir mér hvort verkið sé nokkuð vaxið honum upp fyrir höfuð. Ef málið snýst um peninga, því allt kostar þetta jú sitt, þá mundi ég ekki sjá eftir nokkrum hundraðköllum á ári til vefmála.

    Kveðja,
    Emil Borg

  • Creator
    Topic
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)
  • Author
    Replies
  • 13.08.2003 at 13:33 #475460
    Profile photo of Heimir Jóhannsson
    Heimir Jóhannsson
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 171

    Ég tek undir með síðasta ræðumanni.





    13.08.2003 at 20:35 #475462
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Ég er nú sammála þér Emil, það ríkir þvílíkur doði yfir síðunni. Jón Ebbi benti á þetta í öðrum þræði en ég sá ekki að neinn hefði svarað því. En hvað er til ráða, kaupa þessa vinnu úti í bæ. Nei ég held að það sé fjöldinn allur af mönnum í klúbbnum sem hafa getu og áhuga á því að hressa upp á síðuna. En þá verða þeir að fá tækifæri til þess. Reyndar á klúbburinn næga peninga til þess að græja þessa síðu strax á morgunn. En hvernig er það eiginlega hvílir öll þessi vinna á Oddi einum eða hvað ? eru ekki fleiri í nefndinni? Félagar látið nú í ykkur heyra. Og komið með tillögur um hvað er til ráða.
    Schaba.





    13.08.2003 at 23:52 #475464
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Sælir félagar!
    Já ég er ekki í neinum vafa um að það er fullt af tölvugúrum til í félaginu sem gætu aðstoðað í þessu máli.
    Ég er því ekki mjög hlyntur þeirri hugmynd að fá utanaðkomandi hjálp.

    T.d. bendi ég á það að Einar Kjartansson tók umhverfisnefndarsíðuna og umbylti henni og vistar hana nú á sinni tölvu. Það væri kannski vel reynandi að aðrar nefndir gerðu slíkt hið sama? Þar með gætu nefndirnar ráðið því sjálfar hvað væri þar og þar með minnkað álagið á tölvunefnd félagsins (Oddi) og ferskir vindar blása.

    Myndasíðan er greinilega erfiðust allra síðna og mætti eflaust leggja í nokkra skipulagsvinnu þar með góðra manna hjálp.

    Kveðja
    Magnús umhverfisnefnd
    R-2136





    14.08.2003 at 06:50 #475466
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Maggi minn fynnst þér eðlilegt að nefndir klúbbsins séu að vista síður sínar á örðum stöðum ?. Er ekki eðlilegra að Oddur fái þá aðstoð sem til þarf til þess að kippa þessum hlutum í lag. Væri ekki síðan lýðræðislegt að formaður klúbbsins og formenn nefnda gætu sjálfir átt við sína dálka. Það er búið að kvarta yfir ýmsu á síðuni og margar góðar hugmyndir komið fram, en þær virðast ekki ná eyrum vefstjóra. En þó ætla ég að þakka honum sérstaklega fyrir það að hafa hent út nokkrum lítilmennum sem ekki höfðu þor til þess að skrifa undir nafni. En það er jú eitt af því sem þarf að laga varanlega því en eru slíkar greinar að poppa upp annað slagið.
    Slóðríkur.





    14.08.2003 at 09:14 #475468
    Profile photo of Emil Borg
    Emil Borg
    Participant
    • Umræður: 47
    • Svör: 805

    Sælir aftur.

    Voðalega vakna menn snemma á þessum bæ. Byrjaðir að skrifa fyrir kl. 7.

    Ég held það væri engum til góðs að setja vefmálin í hendur annara félaga nema að mjög vel athuguðu máli. Oddur hefur unnið frábært starf, og ég efast um að aðrir félagar hafi mikið meiri tíma í þetta en hann. Það sem ég var að spá í er hvort málið sé nokkuð betur komið í höndum einhvers sem hefur þetta að atvinnu og hægt er að segja við "þetta þarf að laga, og það í dag." Best væri auðvitað að það væri gert undir stjórn Odds því hann þekkir þetta út og inn.

    Og ég er algerlega ósammála því að nefndir eigi að hafa sjálfstæða vefi og hugsa um þá algerlega sjálfstætt. Þeir eiga að sjálfsögðu að vera í sama formi og vefur félagsins, og með sama útliti. Þeir eiga ekki að líta út eins og þeir séu vefir sjálfstæðra félaga. Þó að vefur umhverfisnefndar sé mjög góður, er hann ekki í neinu líkur vef félgasins. það líkar mér illa.

    Emil





    14.08.2003 at 13:51 #475470
    Profile photo of Páll Halldór Halldórsson
    Páll Halldór Halldórsson
    Member
    • Umræður: 37
    • Svör: 609

    Sælir félagar.

    Get tekið undir orð Emils hér á undan að öllu leiti og vill bæta því við að það er skiljanlegt að einn maður, sem er að auki framkvæmdastjóri í stóru fyrirtæki getur að sjálfsögðu ekki staðið í þessu einn. Veit þó það að sonur hans (og kannski fleiri) hefur verið að aðstoða við að halda úti þessari frábæru síðu.

    En það verður að segjast eins og er að myndirnar eru það sem gera síðuna enn skemmtilegri en ella og vont að þessi staða sé uppi að geta ekki sett inn myndir. Þarf greinilega að leggja mikla vinnu í að henda út "rugl" myndum sem eiga þar ekkert erindi.

    Er ekki bara það sem vantar að Oddur útdeili verkefnum til þeirra félagsmanna sem vilja vera með í að viðahaldi á síðunni ? Auðvitað skil ég það vel að síðan er hans að mestu leiti og kannski erfitt fyrir hann að "sleppa barninu" í hendur annara.

    En miðað við það aðdráttarafl sem síðan hefur á félagsmenn og aðra er ekki spurning að eyða í hana peningum, því þeir marg skila sér til baka.

    Hvet félaga sem kunna / vilja aðstoða okkur í þessu, að setja sig í samband við Odd eða stjórn 4×4.

    kv
    Palli.





    14.08.2003 at 17:02 #475472
    Profile photo of Hjörtur Sævar Steinason
    Hjörtur Sævar Steinason
    Participant
    • Umræður: 89
    • Svör: 1242

    Góðan daginn,
    ef menn eru að spá í að borga einhverjum fyrir þessa vinnu hvernig væri þá að borga Oddi fyrir þessa vinnu sem hann leggur í þetta, myndi hún þá ekki aukast (ekki að segja að neitt sé athuagvert). Er ekki bara málið að borga Oddi fyrir að halda út síðunni ef hann getur.
    Kveðja Hjörtur og JAKINN.





    14.08.2003 at 17:35 #475474
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Já þið segið nokkuð, borga borga ?? en þá spyr kannski einhver en hvað með skálanefndina eða hjálparsveitina eða eða ?.Þannig að þetta er kannski ekki auð leyst nema það að ég lít svo á að sá sem tekur eitthvað að sér fyrir klúbbinn þá sé það hans að leysa það hvort sem hann fær til þess að keypta aðila eða sjálfboðaliða úr klúbbnum.Ég vil þó enn benda á að það eru til all margir atvinnu tölvunördar innann klúbbsins.





    14.08.2003 at 19:13 #475476
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það virðast allir vera sammála um að í grundvallaratriðum er síðan góð og að vefstjóri hafi unnið gott verk. Með þessum opnu hlutum hennar, vefspjallinu, auglýsingum og myndum o.fl. er hún alltaf lifandi og eitthvað nýtt að sjá.
    Það sem þarf að laga er raunar bara þetta með myndaalbúmin og svo er kannski ýmislegt á henni sem mætti uppfæra.

    Varðandi myndaalbúmið þá er vandamálið skv. frétt frá vefstjóra á forsíðu einhverjir tæknilegir örðugleikar vegna öryggisvarna. Þarna þarf félagið væntanlega að leggja einhver pening í vinnu sérfræðinga við að leysa málið og öruggt að félagsmenn sjá ekki eftir félagsgjöldum í það.

    Hins vegar varðandi uppfærslu á efni eða ný skrif þá er það eitthvað sem margir gætu lagt eitthvað af mörkum í. T.d. eru pistlar undir VHF síðunni frekar hráir að sjá. Eins hefur lítil þróun verið á GPS síðunni undanfarin ár. Þarna hljóta menn að geta lagt Oddi lið, skrifað texta og gengið frá honum þannig að hann þurfi ekki annað en að keyra hann inn. Hins vegar held ég að það þurfi að vera einn aðili sem hefur umsjón með vefnum því ef margir eru að hræra í þessu getur þetta endað sem eitthvert skrípi.

    Ég tek líka undir með Ofsa að það er vafasamt að taka eitt embætti innan klúbbsins út, þó umfangsmikið sé, og launa það meðan önnur eru launalaus og menn borga jafnvel með sér í formi eldsneytis og ferðakostnaðar.

    Kv – Skúli





    14.08.2003 at 23:39 #475478
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Sælir aftur!

    Nei Ofsi, það er náttúrulega ekkert sniðugt að vefir nefnda séu vistaðir á einkatölvum nefndarmanna út í bæ, en í þessu tilfelli var nauðsyn, og drifkraftur Einars urðu nú samt til þess, vegna þess að ég held, að mjög erfitt reyndist að fá leyfi til að uppfæra síðuna. Hann getur eflaust fært ykkur í allann sannleikann um það sjálfur.

    Emil.. ég var ekki að tala um að nefndir myndu koma bara með eitthvað form á síðurnar, heldur mætti eitthvað forsnið vera á þeim, en síðan mættu og ættu nefndarmenn að fá stjórnunaraðgang að þeim.

    Í sambandi við núverandi aðalsíðu félagsins, þá er ég þeirrar skoðunnar; að þar sem hún er andlit okkar og mikið sótt bæði af landanum og eflaust af erlendum skoðurum líka mættu vera mikið fleiri linkar á íslenkar jeppa- og heimasíður sem bæði félagsmenn og aðrir hafa komið sér upp.

    Svo er líka spurning hvort einn maður eigi yfir höfuð að sjá um svona mál einn og óstuddur. Ég er ekki að gera á nokkurn hátt að lítið úr starfi Odds, bara að varpa þessu fram.

    Kv.
    Magnús





  • Author
    Replies
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.