This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Guðmundsson 21 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Í dag eru 86 dagar síðan síðast var sett mynd inn í myndaalbúmið okkar. Því langar mig að deila með ykkur mínum hugleiðingum um vefinn okkar.
Ég held það sé óumdeilt að það er vefnum að þakka hvað félagið hefur vaxið, og þekking manna á því aukist síðan hann kom til. Vefurinn okkar er mjög vel upp settur og skipulagður, og vefstjóri á mikinn heiður skilinn fyrir þá gríðarlegu vinnu sem hann hefur lagt í hann. En því er ekki að neita að þróun hans hefur ekki verið mikil undanfarið, og sýnir helfrost myndaalbúmsins það glögglega. Ég geri mér fulla grein fyrir að það er mikil vinna að hugsa um svona vef svo vel sé.
Og þá er komið að því sem mér býr í brjósti.
Getur hugsast að það sé kominn tími til að ráða utanaðkomandi fagmann/menn til að sjá um vefinn? Ég geri ráð fyrir að okkar ágæti vefstjóri vinni hann meðfram annari vinnu, og auðvitað er ekki hægt að ætlast til að hann eyði öllum sínum frístundum í viðhald hans. Það eru nokkur mál sem koma upp hér á spjallinu aftur og aftur í sambandi við vefinn. T.d. óskir um flokkun mynda, að fleiri auglýsingar og spjallþræðir sjáist o.s frv. Ég gæti best trúað því að tímaskortur valdi því að ekki hefur verið unnið í þessum málum.Ég vil ítreka að ég er síður en svo að deila á vefstjóra, bara að velta því fyrir mér hvort verkið sé nokkuð vaxið honum upp fyrir höfuð. Ef málið snýst um peninga, því allt kostar þetta jú sitt, þá mundi ég ekki sjá eftir nokkrum hundraðköllum á ári til vefmála.
Kveðja,
Emil Borg
You must be logged in to reply to this topic.