FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Húðun á álfelgum

by Kristján Logason

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Húðun á álfelgum

This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Ásgeir Bjarnason Ásgeir Bjarnason 17 years, 11 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 27.05.2007 at 21:37 #200362
    Profile photo of Kristján Logason
    Kristján Logason
    Participant

    Jæja, er í smá böggi, var að láta blása og pólýhúða 15″ Prime álfelgur frá Artic Trucks, eins og helvíti margir jeppar eru á.

    Allavega, það eru miðjur á þessum felgum og eftir að blástur og húðun hefur átt sér stað þá kem ég ekki miðjunum á. Hafa menn verið að lenda í þessu, eða hafa fáir gert þetta.

    Þetta eru felgurnar þar sem miðjan er svona ójöfn.

  • Creator
    Topic
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)
  • Author
    Replies
  • 27.05.2007 at 22:27 #591652
    Profile photo of Svavar Ásgeir Guðmundsson
    Svavar Ásgeir Guðmundsson
    Member
    • Umræður: 3
    • Svör: 4

    að ég kem aðeins ofan af fjöllum varðandi þetta. Er hægt að láta blása álfelgur. (er gjörsamlega grænn í þessu). Værir þú til í að lýsa þessu aðeins fyrir mig og gefa mér hugmynd um hvað þetta kostar. Felgurnar hjá mér eru svolítið uppblástnar (vegna seltu er mér sagt) og mig langar til að gera eitthvað í því.

    kv
    Svavar





    27.05.2007 at 22:44 #591654
    Profile photo of Kristján Logason
    Kristján Logason
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 1100

    Já þetta er djöfull sniðugt. Felgurnar eru glerblásnar og svo húðaðar. Þær líta út eins og nýjar á eftir, ef ekki betri.

    Mínar voru einmitt orðnar illa ljótar, byrjaðar að verða svartar og kominn tæring í þær, og líta ljómandi vel út núna á eftir, maður sér alveg hrukkurnar eftir tæringuna en það er eitthvað sem maður kippir sér ekki upp við. Þetta kostar innan við hvað eitt stykki af álfelgu kostar. Kostar um 35 þúsund krónur fyrir ganginn. Fór með þetta í Pólýhúðun í Kópavoginum Smiðjuvegi 1.

    http://www.polyhudun.is/index.php?id=33

    http://www.polyhudun.is/index.php?id=19





    27.05.2007 at 22:50 #591656
    Profile photo of Kristján Logason
    Kristján Logason
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 1100

    Jæja, málið er leyst. Það má renna kantinn á miðjuni aðeins til með sandpappír þangað til hún fittar.





    28.05.2007 at 00:20 #591658
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    það var hudað felgurnar undir fordinum hja mer,,, orginal ford stalfelgur og maladar og svo þegar var buid að keyra aðeins á þeim for að brotna húdunin i kringum felgurærnar og losnadi uppá felgum þannig að allavega 1 felgan skekktist…. hafiði bara augun opin fyrir þessu leiðinlegt að lenda i þessu





    29.05.2007 at 19:35 #591660
    Profile photo of Ari Þráinsson
    Ari Þráinsson
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 338

    einu felgurnar sem er nánast ekkert hægt að eiga við í blæstri eru krómaðar álfelgur allt annað er hægt að blása og mála.
    Uplýsingar í s.5552407 USH Sandblástur





    29.05.2007 at 20:19 #591662
    Profile photo of Ásgeir Bjarnason
    Ásgeir Bjarnason
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 340

    Ari er ekki hægt að blása og húða krómaðar álfelgur og fá þá bara venjulega álfelguáferð?
    Hvaða bón er best að nota á krómaðar álfelgur til að viðhalda króminu og fá þær almennilega glansandi? Ég er búinn að prófa Sonax, Mjöll og svo e-ð sér felgubón en þær eru samt alltaf skýjaðar.

    Kveðja
    Ásgeir

    P.s. Vona að ég sé ekki að skemma þráðinn! Ætlaði að stofna nýjann þráð en fannst þetta passa fínt inn í umræðuna.





    29.05.2007 at 23:30 #591664
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Ásgeir, ég prófaði allan fjandann þegar ég var með svona felgur eins og þú. Mothers felgu polish e-ð úr Bílanaust virkaði ágætlega, svo á ég til dollu af einhverju glundri sem ég man ekkert hvað heitir í skúrnum sem virkaði mjög vel. Svo prófaði ég að lokum Teflon bón sem ég keypti hjá Kemi á Smiðjuveginum, eina sem ég veit fyrir víst með það er að yfirborðið á felgunum varð aldrei sleipara… og það var ekki að sjá að þær væru neitt skýjaðar. Þetta entist mjög vel í þessar nokkru vikur sem ég átti þær áður en ég seldi þær aftur… en það sem ég held varðandi þessi ský þín sé að þú hamist ekki nóg :)
    …svo ertu með póleraðar álfelgur en ekki krómhúðaðar… og það er sko ekki séns að ég leyfi þér að rústa þessum geeeeðveiku felgum með einhverju litasulli… ó nei kallinn minn þú þarft bara að fara að vinna aðeins fyrir gljáanum með smá olnbogafeiti!!!! eða elbow grease eins og þeir segja fyrir vestan. Já eða sprauta glæru yfir það gæti kannski gengið. Heyrðu… síðan þurfum við að fara að drífa í þessum stuuuuuðara!

    kveðja Kiddi





    29.05.2007 at 23:56 #591666
    Profile photo of Ásgeir Bjarnason
    Ásgeir Bjarnason
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 340

    Sko það stendur ekki á Kidda með svörin:)
    Það er kannski ekki rétt lýsing að felgurnar séu skýaðar, en það eru svona blettir á þeim sem ég næ ekki af og ég fæ þær heldur ekki til að glansa nóg.
    Varðandi stuðarann þá er ég til þegar þú ert til!
    Kv.
    Ásgeir





  • Author
    Replies
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.