This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Snæbjörnsson 19 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Þingmannaferð 4×4
Kæri félagar, þar sem á okkur hefur verið ráðist æði mikið undanfarinn misseri, úr ýmsum áttum t.d af ritstjórum Morgunblaðsins sem gáfu okkur ýmis mis fögur nöfn ofl, ofl, ofl. Hefur sú hugmynd oft skotið upp kollinum að bjóða þingmönnum í jeppaferð. Legg ég því til að við bjóðum öllum þingmönnum í jeppaferð í Setrið í haust áður en þingstörf hefjast 1 október. Væri hægt að fara á laugardegi 3 September og gista í Setrinu og koma heim á sunnudegi. Ekki þurfum við að vera hrædd við það að bjóða þeim öllum, því heimturnar væru góðar ef við fengjum 10 til þess að mæta. Þetta gæfi okkur tækifæri á því að kynna þeim breytta jeppa. Þ.a.s gera þeim grein fyrir því að stór dekk skemma minna. En er mér í fersku minn þegar við spjölluðum við Geir fjármálaráðherra, þá var hann sannfærður um það að svona stór dekk illu stór tjóni á malbikinu. Einnig væri hægt að sína þeim hverslags slóðum við ökum á og fara því niður á Fjórðungssand til þess að sína þeim hvernig spor okkar hverfa í foksandi, hægt væri að fjalla um VHF mál með meiru. En hvernig sem þessu yrði háttað þá væru þeir allavega betur upplýstir eftir á. Og þar væri bara bónus ef við fengjum bandamenn eða menn sem sýndu okkur smá skilning. Hvað segja menn um þetta og væru félagsmenn tilbúnir til þess að taka þátt í þessum gjörning. Eða fynnst mönnum þetta fráleit hugmynd. Kv Jón Snæland
You must be logged in to reply to this topic.