This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 16 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Enn var blásið til Þorrablóts hjá Rottugenginu. Og fylltist fljótlega í ferðina.
Við Kalli Kafteinn lögðum fyrstir af stað inn í Illugaver. En Kalli hafði nýlega verslað sér gamlan Scoud árgarð 1976 með 318 cc. Þegar við komum í Hrauneyjar til þess að taka eldsneyti var allt í skralli og ekkert eldsneyti að fá. Og var því lagt á Sprengisand með hálfan tank. Reyndar var fyrst hringt í eftirlegukindurnar og þeir beðnir um að taka með sér auka birgðir af dísel. Færð var ágæt inn Kvíslaveituveg og þurfti ekki að hleypa úr fyrr en rétt vestan við Sauðafell. Við Versali var svo komið 2 punda færi. Þar þurfti reyndar Scodinn að æla af sér smávegis af vatni, en síðar kom í ljós að rafmagnsvírinn á hitaskynjaranum á vatnskassanum hafði farið í sundur. Eftir að Skátinn hafði fengið smávegis af frostlegi var hann bara nokkuð sáttur inn að skála. Þegar þangað var komið hófst barningurinn við það að komast inn en nokkur snjór var fyrir dyrunum og svo var frosið í læsingunni. En eftir klukkustundar barning komumst við þó inn.
Þá fóru fleiri að tínast í skálann og kom Ingvi Reykur næstur og svo tíndust jepparnir í Illugaver fram undir 3 um nóttina.
Á laugardeginum var vaknað í 23 stiga frosti og vildu nokkrir jeppana ekki í gang. Eftir smá bras með startköplum og start spreyi fóru þeir þó að vakan til lífsins, einn af öðrum.
Var þá haldið til veiða í einhverjum pollinum á Sprengisandi. Þegar að pollinum kom, var borað í gegnum 80 sentímetra þykkan ísinn og húkt þarna nokkra stund í nepjunni án þess að nokkur hefði orðið var við líf. Kannski við höfum lent í krapatjörn hver veit.
Eftir veiðileysið var haldið austur og ekið yfir Stóraversskurðinn rétt neðan við Dratthalavatn ( eða Stóraverslón einsog Landsvirkjun endurskýriði vatnið af vanþekkingu ). Fórum við síðan upp á Hnöttóttuöldu og tókum stefnuna þaðan beint á Köldukvísl. En fyrst þurfti að komast í vatn því Skádinn hans Kalla var en þá þyrstur og var því ekið niður að Svartá. En Magni braut á nenni ísinn með framhjólunum til þess að komast í vatnið. Þegar komið var yfir Svartá var haldið að Köldukvísl og niður með henni í Illugaver. Á leiðinni lenti Magni fyrir eindæma klaufaskap í læk sem allir höfðu séð löngu áður. Síðar hélt Magni því fram að þetta atriði hefði verið sviðsett, til þess að ná í gott myndefni og verið hluti af skemmtiatriðunum ok Magni, við trúum því. Annars mynnti þetta okkur á gamlan félaga ( Kjartan ) sem fallin er nú frá jeppamennsku, blessuð sé minning hans, en hann átti einmitt svona stönt, eitt sinn sunnan við Laugafell.
Um kveldið komst Mamma Reykur í mikinn gítar ham strax eftir nokkra hrútspunga og ekki sló Soffía heldur af, og voru haldnir miklir tónleikar og var farið í gegnum minnst tvö sönghefti. Á sunnudagsmorgunn var vaknað snemma að vanda Rottugengisins og eftir nokkrar stimpingar við það að opna útihurðina var ákveðið að reyna aðra útgönguleið og skutlaði Jón Ebbi sér út um einn gluggann og mokaði síðan frá aðaldyrunum. En komið var kolvitlaust veður og var ekkert skyggni vegna skafrennings.
Við brottför var því ákveðið að mynda þétta röð með jeppunum enda einn g.p.s laus og Stjáni á 35 slyddar. Eftir nokkuð þóf og bras á Jóni Ebba á hlaðinu var loks hægt að halda af stað, en tafir Ebba má rekja til brotins fram öxuls. Leiddi nú Slóðríkur hópinn í átt til byggða einsog vera bar. Og gekk frekar hægt, og eftir að eknir höfðu verið 2.5 km var öll lestin kominn út um hvippinn og hvappinn og einungis 4 eftir í röðinni. Hófst nú einhvert kall eftir mönnum hvar þeir væru staddir og virtist sem flestir væru rétt að detta í Versali. Lagði megin hópurinn af stað og ók áfram þar til komið var í skyggni rétt austan við Stóraverskvíslina. Þá kom reyndar í ljós að restin af jeppunum hafði ekki skilað sér.
Var því afrið í að hóa saman eftirhretunum. Þegar allir voru komnir saman nema Tacomurnar og 35 tommu slyddarinn hans Stjána, var kallað á þá og kom þá í ljóst að þeir voru í tómu tjóni að draga 35 tommu slyddarann. Fórum við þá til baka til aðstoðar enda fátt skemmtilegra en að fá tækifæri á því að niðurlægja ferðafélagana. Þegar við hittum Begga og Ingva Tacomu kalla þá vildu þeir að blöðruháls jepparnir tæku við drættinum einsog Beggi orðaði það. Voru þeir Bubbir og Gísli sýsli því spenntir fyrir slyddarann. Eftir nokkuð bars vildu þeir ferkari aðstoð við dráttinn og var Slóðrík því bætt farman við og drógum við slyddarann á þrem 44 tommu jeppum niður á Kvíslaveituveg. Þar sem drátturinn var erfiður ákvað ég sem fremsti jeppi að fara yfir alla ása enda aðein minni snjór á ásunum en þó grýttara. Sem varð til þess að slyddarinn á 35 tommunum missti undan sér tvo dempara, en hverjum er ekki saman. Svona í hefndarskyni eftir misþyrminguna á slyddaranum ákvað guð að láta mig fá smá lexu. En það var fjandanum hvassara þarna á Kvíslaveituveginum. Var opnuð hjá mér farþegahurðin og tók vindurinn því fagnandi og svipti henni langt fram á frambretti með þeim afleiðingum að hurð og bretti fóru í döðlur. Fannst hefndar guðinum þó ekki nóg að gert og sendi mér urg og brothljóð í framdrifið á leiðinni heim, ég heyrði það einmitt um leið og ég tók eftir því að mér hafði tekist að brjóta rofann fyrir ARB lásinn. Ég auglýsi því hér með eftir hægri framhurð á Runner s/6997477. Eftir að heim kom, reiknaði konan út að sennilega hafi þessi 10 km spotti frá Illugaveri í Versali kostað milli 30-40.000 kr kílómetrinn. Pælið í því þetta er einsog að reka amerískan vörubíl á 49 tommu he he.PS gleymdi að segja frá því að tapast hafði fín malarskófla á Sprengisandi, ég hef sennilega lánað einhverjum Tacoma karlinum hana. Finnandi skili skóflunni til einhvers á Tacoma enda þurfa þeir á slíkum gripum að halda. Kv Ofsi
You must be logged in to reply to this topic.