FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hrútslaug

by Olgeir Engilbertsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Hrútslaug

This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Magnús Dan Bárðarson Magnús Dan Bárðarson 18 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 06.10.2006 at 21:29 #198678
    Profile photo of Olgeir Engilbertsson
    Olgeir Engilbertsson
    Participant

    Þar sem nú er komin lausn á síðust spennandi getraun datt mér í hug að prófa að koma með nýja þraut . Sem sagt hvar er Hrútslaug og þetta er ekki prentvilla .Góða skemmtun Kv. Olgeir

  • Creator
    Topic
Viewing 5 replies - 21 through 25 (of 25 total)
← 1 2
  • Author
    Replies
  • 08.10.2006 at 11:59 #562660
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Jú líklegt að svo sé Olgeir.
    Óskar Dick þessi er að mig minnir Skoti og hefur í fjölda ára farið með túrista um Fjallabakssvæðið, líklega aðallega frá Breta. Það er örugglega rétt sem þú segir að gæðakröfurnar eru aðrar á göngu en þegar ferðast er í upphituðum bíl og þess vegna hefur hann getað nýtt ýmsa kofa sem gera ekki mikið meira en veita skjól fyrir veðri og vindum.
    Kv – Skúli





    08.10.2006 at 23:08 #562662
    Profile photo of Árni Alfreðsson
    Árni Alfreðsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 280

    Dick hafði aðsetur og aðalbækistöð í gamla húsinu í Fljótsdal í Fljótshlíðinni þar sem nú er rekið farfuglaheimili. Þetta hús er með torfþaki og nokkuð fallegt. Þangað komst hluti áhafnar B-17 vélarinnar af Eyjafjallajökli 18. sept 1944 og gisti um nóttina í stofunni.

    Kv. Árni Alf.





    08.10.2006 at 23:53 #562664
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant
    • Umræður: 713
    • Svör: 2671

    Skriplað á skötu er gamalt orð sem sjómenn notðu þegar
    þeir stigu á þarastein og hrösðu til
    kv,,,MHN





    09.10.2006 at 09:25 #562666
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Þetta er úr þjóðsögunni um séra Hálfdán í Felli og Málmeyjarbónda. Tröll í Ólafsfjarðarmúla höfðu rænt konu bónda og fór sr. Hálfdán með bónda ríðandi á kölska í hestslíki að kíkja á skvísuna. Tók hann bónda vara fyrir að vera ekki að nefna þá himnafeðga á leiðinni. En það fór svo að einhversstaðar á leiðinni þegar kölski þeysti yfir sjó úti fyrir Siglunesi, þá pusaði eitthvað á bónda sem vældi eitthvað um þá í efri byggðum, þá hrasaði truntan og þá sagði séra Hálfdán höstuglega við bónda: "Það skriplaði á skötu og haltu kjafti". Þorði bóndi ekki annað en þegja eftir það meðan á reiðtúrnum stóð.





    09.10.2006 at 10:44 #562668
    Profile photo of Magnús Dan Bárðarson
    Magnús Dan Bárðarson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 62

    Sælir!
    Dick reisti kofann, sem stendur undir Laugahálsi með hjálp skáta frá Skotlandi einhverntímann á áttunda áratugnum og ekki í leyfisleysi að ég held og notaði hann sem gististað og birgðastöð í gönguferðum sem hann gerði út frá Fljótsdal í Fljótshlíð í mörg ár og sagt er að bóndinn þar hafi stungið undan honum á meðan, en meir um kofann, snjófljóð féll á hann fyrir ca. 10 árum síðan og það kofaskrifli sem nú er er reist úr leifum gamla kofans og plasti enda líkist hann nú meir gróðurhúsi en skála.

    Víkjum þá að Hútslaug, á áttunda áratugnum þegar ég var mun yngri þá las ég að mig minnir í Göngur og réttir um Strútslaug þar sem Landsveitarmenn og Skaftfellingar mættust og skiptust á fé er þeir höfðu smalað og gistu þar við laugina og eru þær mannvistarleifar er þar má sjá að ég held frá þeim tíma t.d grjót hleðslur á grasbalanum (grjótið hefur annað hvort verið til þess að hlaða á tjaldskör eða geyma hesta) og einnig alveg við ána (mér fróðari menn kunna örugglega glöggari skil á þeim). Snemma á áttunda áratugnum þá vorum við nokkrir félagar í Hjálparsveit skáta í Reykjvík iðnir við gönguskíða leiðangra á Landmannalauga/Þórsmerkursvæðinu og ég nefndi alloft við félaga mína hvort við ættum ekki að koma við í Strútslaug og fá okkur þar bað. Þetta var orðin þráhyggja hjá mér að komast þangað.Síðan létum við loksins verða að því að kíkja á laugina sem ég hafði séð í hyllingum. En það var ekki að vetrarlagi heldur fórum á jeppa(bronkó ’74) og ókum langleiðina að lauginni eftir slóða sem nú er lokaður að suðaustan verðu við Strútslaug og á leiðinni komum við að laug sem tilsýndar sýndist vera hinn álitslegasti baðstaður en við nánari skoðun var hlandvolg og varð undirritaður mjög svo skömmustulegur fyrir að hafa teymt menn á asnaeyrum alla þessa leið til þess að eins að fara í skítkalda laug Þegar við svo fórum að rýna nánar í kort þá sáum við að þetta var Hrútslaug en Strútslaug er allnokkru norðar eins og margir vita.

    Lifið heil,
    Magnús Dan Bárðarson





  • Author
    Replies
Viewing 5 replies - 21 through 25 (of 25 total)
← 1 2

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.