This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Dan Bárðarson 18 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.10.2006 at 21:29 #198678
Þar sem nú er komin lausn á síðust spennandi getraun datt mér í hug að prófa að koma með nýja þraut . Sem sagt hvar er Hrútslaug og þetta er ekki prentvilla .Góða skemmtun Kv. Olgeir
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.10.2006 at 21:37 #562620
heyrði þetta ábyggilega fyrir stuttu, en það hefur sennilega verið á fjórða bjór. Ætli það hafi ekki verið hjá bróðir þínum ?. Svona á meðan ég var að skrifa þetta þá minnir mig að það hafi verið. Nei fyrirgefðu Olgeir ég ætla aðeins að doka við með ágiskun….
06.10.2006 at 21:38 #562622Nú verða menn að vanda sig. Það munu vandfundnir þeir blettir t.d. á Landmannaafrétti sem Olgeir þekkir ekki, ef þeir finnast þá yfirleitt. Ég held það sé rétt að byrja á að þrengja hringinn svolítið og gefa sér að þessi laug sé í afréttum Rangæinga. Hver vill koma með næstu þrengingu?
06.10.2006 at 21:42 #562624Sunnan Torfajökuls
06.10.2006 at 21:50 #562626Dregur hún nafn sitt af hrút sem drukknaði í lauginni?
06.10.2006 at 21:53 #562628Þar sem hægt er að "googla" þessa spurningu er hún frekar auðveld. Ég mæli með að ekki sé hægt að nota leitarvélina Google.com til að finna svarið, en ég hafði ekki heyrt að Hrútslaug áður
Góðar stundir
06.10.2006 at 21:56 #562630Ljótt af þér að skemma þetta fyrir gömlu mönnunum.
06.10.2006 at 21:58 #562632bara að finna annað verkefni
06.10.2006 at 22:04 #562634Hvaða á er stundum kölluð Kaffikvísl. Hlynur haltu kj..
06.10.2006 at 22:08 #562636Er hún ekki við Rottubælið ?
Bubbi
06.10.2006 at 22:10 #562638fyrir ykkur snillingana, önnur heldur erfiðari. Hvaða landsvæði er kallað Villta vestrið, á íslandi
06.10.2006 at 22:12 #562640Ég myndi veðja á að það sé skagaströnd, var nú stundum talað um vestfjarðamiðin sem vilta vestur meðan ég var til sjós
Bubbi
06.10.2006 at 22:21 #562642nei ó nei
06.10.2006 at 22:51 #562644Ekki hef ég komið að Hrútslaug en hún er einhversstaðar suðvestantil í Hólmsárbotnum og þar drukknaði hrútur fyrir löngu. Strútslaug sem nú er kölluð er aftur á móti norðvestantil í Hólmsárbotnum og var aldrei kölluð annað en laugin í Hólmsárbotnum áður fyr segir mér Þorsteinn frá Heiði sem fór áratugi á fjall á Rangárvallaafrétt . Meira af svona fræðandi umræðum .Nóg er nú búið að breyta góðum þráðum í leiðinda rugl en það er nú vonandi á betri veg. Kv.Olgeir
07.10.2006 at 00:40 #562646Bílinn skriplaði á skötu hvað þíðir það svar síðar bílinn er villandi
kv,,,MHN
07.10.2006 at 11:29 #562648
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fyrst að menn eru komnir í Hólmsárbotna, langar mig að spyrja Olgeir hvort hann kannist við skálagarminn sem er upp í hlíðinni rétt austan við Strútslaug. Var hann reistur sem skjól fyrir menn í leitum?
Skálinn virðist hafa verið lengri í upphafi og það sem sést á þessari mynd er þá rúmur helmingur af upphaflegri stærð.[img:3qj86jvv]http://www.dropshots.com/photos/176401/20061007/114252.jpg[/img:3qj86jvv]
ÓE
07.10.2006 at 13:27 #562650Þessum kofa held ég að Dick Philips hafi hróflað upp. Hann hefur í þónokkur ár farið með túrista í göngur á þessu svæði og notaði og held ég jafnvel noti enn þennan kofa í þeim göngum. Áður en Útivist gerði upp kofana við Sveinstind, Skælingum og Álftavötnum og breytti þeim í skála, var Dick líka að nota þá í sínum ferðum. Þeir voru þá af svipuðum klassa og þessi kofi í Hólmsárbotnum eða ekki mikið umfram það.
Kv – Skúli
07.10.2006 at 13:36 #562652Sæll Óskar. Ég er ókunnugur á þessu svæði en ég talaði við Þorstein frá Heiði og hann sagði mér að þarna hefði verið byggður kofi í óleyfi fyrir allmörgum árum. Ekki vissi hann hverjir byggðu kofann en hann var rifinn eftir örfá ár . Í gamla daga hittust skaftártungumenn og rangvellingar nálægt Strútnum og skiptust á kindum milli afrétta .Stundum gistu tungumenn hjá rangvellingum ef þeir urðu seinir fyrir en þa voru bara tjöld. Einu sinni þegar austanmenn komu hittu þeir enga rangvellinga og biðu fram í myrkur án árangurs .Veður var vont,rok og slydduveður og héldu mennirnir á sér hita við Strútslaugina um nóttina .Um þetta má lesa í Göngum og réttum 1. bindi bls.96.Kv Olgeir
08.10.2006 at 01:46 #562654Seinast þegar ég vissi stóð þessi kofi þarna enn. Finnst þó líklegt að hann hafi verið byggður í leyfisleysi og sé því sá sami og Steini á Heiði nefndi við þig Olgeir.
Kv – Skúli
08.10.2006 at 10:49 #562656
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það væri forvitnileg að vita hverjir reistu kofan sem var rifinn, ef maður ályktar að Dick Philips hróflað upp þessum á myndinni í tóftunum löngu síðar.
Hver er þessi Dick Philips, hann hefur verið seigur að finna gamlar tóftir og lélega skálagarma til að gera smá skjól gegn veðri og vindum á nokkrum góðum stöðum.
Þó svo þessi kofagarmur sé hvorki með örbylgjuofn eða vatnssalerni þá get ég ímyndað mér að þreytt og þungt lestað göngufólk sem hefur lent í roki og slyddurigningu sjái kofagæðin í öðru ljósi en undirritaður jeppaferðamaður gerði. (myndin er tekin í feb. 2005)
ÓE
08.10.2006 at 11:26 #562658Sælir. Það getur verið að þetta gangi allt upp .Steini á Heiði fylgdist vel með á Rangárvallaafrétti áratugum saman og smalaði þar meðan heilsan leyfði en býr nú á Hellu . Hann segir að kofi hafi verið byggður og rifinn seinna en getur ekki verið að t.d. Dick hafi byggt upp tóftina seinna og sá kofi standi enn í Laugarhálsinum . Þá er þetta eins og hjá Sameinuðu þjóðunum Kofi annar .Kv. Olgeir
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.