Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hrútshorn í toyota
This topic contains 32 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 21 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.02.2003 at 23:23 #192159
það brotnaði hrútshornið hjá mér svo ég keypti nýtt þá spurði ég þá í toyota hvað þeir seldu mörg. það er 3-5 á mánuði .
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.02.2003 at 04:01 #468308
Hér er ein [url=http://www.google.com/search?hl=en&ie=UTF-8&oe=UTF-8&q=mitsubishi+defects+cover-up&btnG=Google+Search:14wdbiwk]tilvitnun[/url:14wdbiwk] varðandi Mitsubishi málið:
[i:14wdbiwk]Japan’s government said Wednesday it was looking at criminal charges against Mitsubishi Motors Corp. after the firm admitted to covering up customer complaints about defective vehicles for decades.[/i:14wdbiwk]Ég sagði ekki að hrútshornið hefði verið aðalástæðan fyrir því að rörabílarnir voru teknir af bandaríkjamarkaði, ég held að það sé rétt til getið hjá Rúnari að það hafi verið fleiri en ein ástæða, ég geri ráð fyrir að stöðugleiki og aksturseiginleikar hafa þó vegið þyngst.
Þessir rörabílar virðast vera sérlega valtir í Íslandi, ég þekki til 5 tilfella þar sem hilux/4runner bílar hafa oltið, þó þetta gæti verið tilviljun, þá er þetta vísbending.
Fyrir þá sem vilja ekki trúa því að [url=http://www.google.com/search?q=4runner+rollover&btnG=Google+Search=:14wdbiwk]skaðabótakröfur[/url:14wdbiwk] hafi áhrif á markaðsetningu Toyota, hvernig útskýrið þið það að Barbí skuli ekki ekki vera boðinn í USA. Í staðinn er þar seldur bíll sem heitir [url=http://www.sjblaw.com/highlights/toyota.html:14wdbiwk]4runner.[/url:14wdbiwk] Ég gerði lauslegan samanburð á tækniupplýsingum um 2003 árgerðir af þessum bílum, helsti munurinn sem ég fann var að heildar hæð 4runer er 10 cm minni en á barbí.
13.02.2003 at 08:29 #468310Það var Kristján Möller frá Siglufirði sem gladdist í blaða-viðtali yfir því að hafa bara verið að taxera Pajero í stæði þegar stýrið datt úr sambandi, en hafði áður verið á mikilli norð/austur yfirreið og taldi sig heppinn með hvar þetta gerðist. Etv. hjálpaði þetta "stýrisleysi" honum að venda með stæl frá gamla Norðurl-vestra og yfir í nýja Norð-austur kjördæmið.
13.02.2003 at 10:05 #468312Talandi um veltur, væri ekki athugandi að gera vísindalega úttekt á því af hverju bílaleigubílar á Íslandi virðast töluvert valtari en aðrir bílar? Eða er það kannski bara í blöðunum sem þeir velta?… Það er örugglega út af einhverju breytingum sem þeir gera á bílunum (límiðarnir of þungir eða eitthvað…….!)
Bandaríkjamenn eru svakalega viðkvæmir fyrir veltum. Þeim tókst nefnilega að smíða nokkrar gerðir af bílum sem voru umtalsvert valtir. Einn var fóksbíll með illa hannaða afturfjöðrun (swing axle), sem einfaldlega vippaði bílnum á hliðina í kröppum beygjum. Arftaki Willisins fyrir herinn (stuttur sjálfstæð fjöðrun að framan og aftan) toldi einnig illa á hjólunum. Bílstjórar þeirra fengu sérþjálfun til að halda þeim á hjólunum. Ástæðan hefur verið talin uppsetningingin á afturfjöðruninni og stutt hjólabil. CJ5 var tekinn af markaði vegna óstöðugleika, enda valt hann helmingi oftar en aðrir jeppar, CJ7 (jafn breiður, en lengri) toldi mun betur á hjólunum. Og svo má ekki gleyma BroncoII, sem var einnig í "röngum hlutföllum" og var frægur veltubíll (valt allavega töluvert meira en aðrir).
Þessi saga er líklega ákveðin skýring á því af hverju kaninn er alveg 100% viss um það að allt sem heitir SUV er valt, og er skíthræddur við þetta allt saman.Af hverju er 90 krúsin ekki seld í Ameríku? Það er möguleiki að sé út af stöðugleika. Annar munur er að Evrópumarkaðurinn virðist hrifnari af svona "safari" útliti á jeppum (háir og frekar mjóir), meðan kaninn vill þá sportlegri (og stöðugri). Skattalög og þröngar evrópskar götur geta haft áhrif hér. Nýji 120 krúserinn er seldur í Ameríku sem Lexus GX.
Sjálfur komst ég að því út í Noregi síðastliðið sumar að velta rörahilux á malbiki er nánast vonlaust. Ég var allavega alveg hættur að nenna að slá af í beyjunum (eins og norskir rútbílstjórarnir gera ekki heldur
Kveðja
Rúnar.
13.02.2003 at 11:06 #468314Það rétta er hvað varðar stýrisarminn sem brottnaði í Pajero er að átakið er mest þegar bíllinn stendur kyrr og þess vegna eru meiri lýkur en minn að hann brottni í þeim átökum. Ég hef heyrt um tvo arma sem hafa brottnað en Hekla í samráði við MMC hefur innkallað alla Pajero-a sem þessir armar voru í og skipt þeim út þ.a.m. í mínum Pajero. Ekki veit ég hvort TOYOTA hefur gert það ??
Kv. Vals.
13.02.2003 at 12:04 #468316
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Einnig vil ég koma að í umræðunni að mitsubishi motors inkallaði til viðgerðar, allar galant bifreiðar af visri árgerð vegna tæringar í spindilkúlu, sem gerði bílana hættulega í umferð.
Sú staðhæfing að Hekla og Mitsubishi motors stingi málum undir stól er að mínu viti alger vitleisa.
Ég hef átt góð og sangjörn viðskipti við Heklu í 12 ár bæði með pajero, galant, lancer og colt.
þakka lifandi umræðu.
13.02.2003 at 12:12 #468318
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hrútshornin fara einmitt oft á sama hátt, þ.e. þegar verið er að leggja í stæði á þurru malbiki og stýrinu þá snúið í kyrrstöðu. Einnig dæmi um að þau hafi farið þegar lagt er á bílinn á auðu með læsingar á. Oftar en ekki sést þó á brotinu að það er að hluta til gamalt.
Þetta með valta og ekki valta bíla. Ég veit ekki hvort bílinn minn myndi velta ef ég tæki snökka beygju á þurru malbiki og hef frekar lítinn áhuga á að skoða það. Fyrir álag á legur, stýrisenda og annað (þó ekki hrútshornið þar sem það er ekki lengur í bílnum) finnst mér sjálfsagt mál að slá af. Eru bílar ekki yfirleitt að velta hér á landi við útafakstur á fullri ferð? Í slíkum hildarleik getur nánast hvaða bíll sem er oltið, jafnvel margar veltur. Það skiptir raunar miklu meira máli hvað bílarnir sitja vel á veginum og eru stöðugir.
Kv – Skúli
13.02.2003 at 12:13 #468320Skoðiði linkana sem ég setti hér að ofan. Þetta Mistsubishi mál er sakamál þar sem yfirmenn MMC hafa játað að hafa stungið gögnum undir stól ártugum saman. Ég keypti nýjan MMC 1988 sem ég átti í 6 ár. Það er ekki hægt að alhæfa út frá þessu, en þetta var einn bilangjarnasti bíll sem ég hef átt. Á þessum tíma voru gírkassar í pajero og L300 ónýtir, Hekla tók ekki á sig neina ábyrgð í því, en fékk mangafslátt í innkaupum á kössum.
13.02.2003 at 12:24 #468322Nú fer að vera gaman að fylgjast með. Framvarðasveit Heklu mætt til varnar, en svo virðist sem Eik hafi öll tromp á hendi.
Áfram með smjörið…
13.02.2003 at 15:47 #468324
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þegar ég átti minn pajero "87, breittan, með gjörsamlega ónýtum gírkassa (get auðveldlega játað því) keyrðan 370.000 km. lét ég taka upp gírkassan og verzlaði allt innvolsi hjá Heklu, þetta kostaði heilan búgarð. 30.000 km seinna hrundi gírkassin aftur, og fékk ég frá heklu allt nýtt plús þeir tóku sjálfir upp kassan, á spot pris. Þetta gerðu þeir þrátt fyrir að gírkassin hafi ekki verið tekin upp af þeim eða umboðsverkstæði í upphafi. Viðurkendu þeir fúslega veikleika kassana og sýndu mér hversu miklu sterklegri kassarnir í pajero frá "93, eru, og fleira gott og vingjarnlegt.
takk fyrir góða þjónustu Hekla.
13.02.2003 at 16:14 #468326Hversu alvarlegt vandamál eru þessir gallar í örumum og hornum? Þekkja menn eitthver tilfelli þar sem þetta olli tjóni eða slystum. Einu tilfellin sem ég hef heyrt um, er þegar þetta dettur sundur á bílastæðum eða álíka.
Ef ekki finnast dæmi um annað, þá finnst mér þetta ekki vera tilefni til þess að kúbburinn sé að berjast fyrir hertum reglum um breytingar á jeppum. Það hefur komið fram hér að viðkomandi umboð hafa tekið þetta til sín, þó Toyota virðist hafa verið tregir. Þar er rétti vettvangurinn fyrir svona mál en ekki hjá dómsmálaráðuneytinu.
Ef þessi brot stafa af því horn milli togstangar og arms breytast við hækkun á fjöðrum, þá væri fáranlegt að skylda stýristjakka í bíla þar sem aðeins er hækkað á boddíi. Það er hægt að hækka rörabíla á boddi, ekkert síður en klafabíla, og það hefur marga kosti.
13.02.2003 at 16:33 #468328
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Halló Einar.
Nú er ég búinn að lesa "allar" þessar greinar sem að þú vitnar í.
Mjög athyglisvert að það sé hægt að kæra bílaframleiðeindur fyrir að skrá það ekki til yfirvalda, þegar i fleiru en einu tilfelli þarf að festa bensíntank betur við uppherslu bíls, og kalla það að stinga upplýsingum um þekkta galla undir stól.
Ég get einnig upplýsað þig, Einar, um það að ef þú ferð inná google og skrifar eins og þú gerðir "defects cover-up" með nöfn annara bílaframleiðenda fyrir framan þ.a.m Jeep cherokee, færðu upp annan eins lista og yfir mitsubishi, og hvaða bílar eða bílaframleiðendur eru þá betri enn aðrir?
Mér fynnst spjallið oft fara útí öfgar hvað varðar sleggjudóma yfir allt annað enn það sem maður á sjálfur. ekki það að það er mjög gaman að lesa og taka þátt í því.
hils.
13.02.2003 at 16:42 #468330Nú, þetta er býsna skemmtileg umræða og líka fróðleg. Af því þetta er ein samfelld sögustund, þá langar mig að geta þess að ég átti í 7 ár Hi-Lux (KT 376, sem sumir kannast við) og í hann setti Árni Páll strax tjakk þegar honum var breytt. Það kom aldrei neitt fyrir hrútshornið hjá mér, þrátt fyrir að oft væri reynt blessaðan bílinn. Hinsvegar voru þeir að fara hjá mörgum öðrum, það vissi ég og kannski hef ég hlíft dótinu. Bíllinn er ennþá á götunum (það væri gaman að frétta hvað er á odo-meternum á honum!) en ég veit ekki hvort þetta hefur farið hjá öðrum eigendum. Held þó þetta hafi tollað hjá Oddgeiri Sæm. En sem betur fer hefur maður ekki haft spurnir af að þetta hafi farið nema í kyrrstöðu eða því sem næst. Langar að bæta við að lokum því að maður verður alltaf einhvers vísari á þessum spjallþráðum hér og lærir heilmargt. Flott mál.
kv.
ólsarinn.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.