Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hrútshorn í toyota
This topic contains 32 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 21 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.02.2003 at 23:23 #192159
það brotnaði hrútshornið hjá mér svo ég keypti nýtt þá spurði ég þá í toyota hvað þeir seldu mörg. það er 3-5 á mánuði .
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.02.2003 at 09:50 #468268
þetta er klárlega hönnunargalli sem hefur lítið með breytingar að gera. Vökvastýrið er of kraftmikið fyrir veikasta hlekkinn í stýrisgangnum.
Það þyrfti að kanna hversu mörg þessara brota eru á lítið breyttum eða óbreyttum bílum.
Ég hefði haldið að það væri nær fyrir tækninefndina að krefjast þess að Toyota taki ábyrgðina á þessu máli, stað þess að fara fram á það við dómsmálaráðuneytið að það herði reglum um breytingar. Eg efast stórlega um að stýristjakkur sé rétta lausinin á þessu máli.[img:2o0fkzm2]http://www.allprooffroad.com/pics/starms.jpg[/img:2o0fkzm2]
Ef leitað er á [url=http://www.google.com/search?q=crossover+steering+toyota&ie=ISO-8859-1&hl=is&lr=:2o0fkzm2]Vefnum[/url:2o0fkzm2] kemur upp fjöldi af amerískum síðum þar sem fjallað er um þetta mál, þó voru hrútshorna toyotur seldar þar síðast 1985.
11.02.2003 at 11:05 #468270Sælir.
Ætli það væri nú ekki búið að gera eitthvað í málinu ef þetta væri "klárlega hönnunargalli". Auðvitað eykur það álagið á þessu eins og öðru að setja bílana á stór dekk. Og fyrir utan það að vera veikur punktur, er þetta leiðinda búnaður. þarna eru margir slitfletir og svo er aldrei hægt að leggja á bílana til hægri.
Tjakkur leysir "klárlega" vandamálið með brotin, en mín skoðun er sú að með því að skipta um stýrismaskínu og setja stýrisarm fáist á allan hátt betri og öruggari búnaður.
Kv.
Emil.
11.02.2003 at 11:17 #468272Ég held að:
Hútshornið brotni af nákvæmlega sömu ástæðu og stýrisarmarnir í Patrol brotna. Út af breytingunum.
Vegna hækkunar fjaðrabúnaðarins er búið að breyta átaksstefnunni á armana, og þannig hafa þeir einfaldlega ekki sama styrk og orginal.Nákvæmlega sama fyrirbæri og að flatjárn er sterkt upp á rönd, en veikt ef það liggur flatt (þó svo það sé með öllu óbreytt!). Hrútshornið er lítið annað en bogalaga flatjárn.
Meðaltalsálagið á stýrisbúnaðinn eykst við stór dekk, sem getur eflaust leitt til aukins slits og þreytumyndunar, en hámarksátakið í kerfinu hlítur alltaf að vera takmarkað af alfi og mótstöðu stýrisvélarinnar (og dempara). Eða hvað?
Kveðja
R2018, nánast óupphækkaður að framan og með óbrotið horn.
11.02.2003 at 11:20 #468274Annað sem getur gerst, og hefur plagað kanann í þessum málum, er að stýrisendinn á horninu hefur bara takmarkað hreyfisvið. Ef fjöðrunarvegalengdin (droppið) fer yfir þetta takmark, þá endar hornið á því að vera fjöðrunarstopparinn í staðin fyrir demparann. Það endar bara með brotnu horni.
Kveðja
Rúnar.
11.02.2003 at 11:28 #468276Sælir
Ef þú kaupir þér nýtt hrútshorn hjá Toyota í dag þá er það orðið efnis meira á þeim stað sem þau hafa verið að brotna þannig að þetta ætti vonandi að vera ú sögunni.
11.02.2003 at 11:39 #468278Toyota gerður eitthvað í málinu, þeir tóku þessa bíla af Bandaríkjamarkaði 1986, en það var allt í lagi að halda áfram að selja þetta á Íslandi og í þriðja heiminum. Þarna er kannske skýringin á því hversvegna Patrólinn hefur aldrei verið settur á Bandaríkjamarkað.
Álagið á arminn verður aldrei meira en það sem stýrismaskínan gefur. Það má vera að hækkun á fjöðum breyti átaksstenfu það mikið að það hafi áhrif á styrk, ef mjög mikið er hækkað upp.
Það er miklu öruggara ef hlutir bogna frekar en brotna þegar þeim er ofboðið. Ég hef einusinni lent í því að snúa upp á öxulinn í stýrisvélinni við aka í svelluðu stórgrýti. Það er dæmi um "fail safe" hönnum sem er öruggari en þegar hlutir brotna fyrirvaralaust einsog á Patrol og Hilux.
11.02.2003 at 11:55 #468280Trúi nú ekki að hrútshornið sé ástæðan fyrir því að þeir hættu með hásingarnar í ameríku. Þá hefði nú verið miklu sniðugra og miklu, miklu ódýrara fyrir þá að styrkja bara hornið.
Enda voru hrútshornabílar seldir í flest öllum örðum löndum heimsins alveg fram að síðustu útgáfu af Hiluxinum (2000?)
Aðrar og líklegri skýringar eru hörmuleg fjörðun, plássleysi vegna v6 vélarinnar, og aukinn stöðugleiki með klafadótinu.
Líklega allar þessar ástæður til samans.Þar fyrir utan þá held ég nú að stýrisgangurinn í klafafákunum sé nú lítið sterkari en í rörabílnum, sennilega bara ennþá veikari.
Kveðja
Rúnar.
11.02.2003 at 13:16 #468282Munurinn á Bandríkjunum og öðrum löndum er að þar tíðkast að dæma mjög háar skaðabætur vegna tjóna sem hægt er að rekja að eitthverju leiti til vanrækslu framleiðenda. Þess vegna er hugsanlegt að framleiðendur selji "gallaða" vöru frekar á öðrum mörkuðum.
11.02.2003 at 18:51 #468284Sæll eik.
Að sjálfsögðu hefur þú skoðun á þessu eins og öllu öðru. Nú er ég alls ekki sammála þér (hefur gerst einu sinni eða tvisvar áður). Auðvitað eykur það álag á stýrisgang að setja stærri hjól undir bílana. Að koma og halda öðru fram er ekki trúverðugt né líklegt til að það sé tekið alvarlega.
Ég get ekki fallist á þá skoðun þína að Toyota sé meðvitað að selja hættulega bíla á Íslandi og í þriðja heiminum af því að skaðabætur séu hvort sem er svo lágar á þeim svæðum… Ég held að framar í þræðinum séu komnar fram miklu líklegri skýringar á því af hverju hásingin var tekin af Ameríkumarkaði, svo og réttmæt ábending um að upphengjubúnaðurinn í klafabílunum getur nú bilað líka (það þarf að styrkja upphengjuna við breytingar).
Þessi lögfræði þín er vissulega allrar athygli verð, en af hverju er þá enn verið að framleiða og selja ónýta spindla, ljós og hjöruliðskrossa í Ameríku ef allir eru svona hræddir við skaðabótakröfur?
Athugasemd þinni um að tækninefnd 4×4 ætti að reyna að snúa sér að umboðsmönnum hér á landi til að uppræta "framleiðslugalla" í stað þess að fá settar reglur, hefi ég reynt að svara áður, bæði í okkar prívat samtali og eins á fundi á Loftleiðum. Ég reyni að koma svarinu einu sinni enn á framfæri þótt þú sért ekki sammála eða viljir ekki skilja það, því kannski eru einhverjir aðrir sem lesa athugasemd þína sem hafa ekki heyrt okkar skýringu:
Núverandi tækninefnd hefur unnið að því í samvinnu við stjórn og samráðsnefnd breytingaaðila að taka á þeim þekktu vandamálum sem lúta að öryggismálum breyttra bifreiða, í þeim tilgangi að tryggja að menn standi að slíkum breytingum með vitrænum hætti. Þetta á einkum við um breytingar á stýrisgangi, bremsum, fjöðrunarkerfi og burðarvirki. Sjónarmið okkar er að við lítum á það sem hagsmunamál okkar allra að þessi atriði séu í sem allra bestu lagi og að menn sem eru að breyta bílum sínum fái réttmætar ábendingar um það hvað þurfi að gera við hverja tegund. Það er ekki endilega af því að menn vilji ekki breyta á þann hátt sem talinn er bestur, heldur þekkja menn kannski ekki endilega á hvern hátt best er að gera hlutina.
Þá lítum við á það sem sameiginlegt hagsmunamál að öryggið sé í sem allra bestu lagi, þar sem ákveðin hætta er á að það bitni á okkur jeppamönnum öllum sem heild í formi þrengri reglna, ef slys eða óhöpp verða sem rekja má til aðferða við breytingu á bílum. Svo er þetta líka neytendamál, þ.e. að sá sem er að kaupa sér breyttan bíl, geti verið viss um að honum sé breytt á sem bestan hátt ef hann hefur komist í gegnum skoðun. Hópur jeppamanna í dag er svo stór og ólíkur að ekki er lengur hægt að reikna með að allir jeppakallar og kellingar haldi til undir bílum sínum í endalausum stúdíum um útfærslur og aðferðir við breytingar. Jeppafólk hefur margt hvert ekki meira vit á bílum en aðrir ökumenn almennt (og á út af fyrir sig ekkert endilega að þurfa þess).
Það að berjast við umboðin sjálf tel ég ekki heppilegt. Það sýnir t.d. hrútshornsmálið. Ég hef aldrei legið á þeirri skoðun minni (hvorki við þá sjálfa né aðra) að í því máli sé Toyota umboðið með allt niðrum sig. Þeir eru búnir að vita af því í mörg ár að hrútshornin eru að brotna út um allt, enda selja þeir auðvitað sjálfir hornin og þekkja því tölurnar um fjölda brota nákvæmlega. Ég fylgdist með því fyrir nokkrum árum þegar hrútshorn brotnaði hjá félaga mínum og hann var að reyna að fá þá til að taka málinu alvarlega (og reyndar skoðunarstofu líka) en talaði vægast sagt fyrir daufum eyrum. Enn í dag er ekkert sem segir að "44 hilux þurfi nokkra styrkingu á hrútshorni eða stýrisgangi til þess að fá skoðun og teljast þar með "öruggt farartæki". Allir sem eitthvað vita um þessi mál eru hins vegar meðvitaðir um að slík útfærsla á breytingu er óskynsamleg, enda er hægt að leysa þetta mál á einfaldan hátt með stýristjakki.
Umboð Datsun bifreiða má þó eiga það að þeir gengu í það að leita lausna á því þegar stýrisarmarnir frá þeim byrjuðu að brotna og innkölluðu m.a. bíla til að skipta um arma þannig að auðvitað er ekki hægt að alhæfa í þessu efni.
Okkar sjónarmið er einfaldlega það að skynsamlegra sé að eiga frumkvæði að nánari útfærslu þeirra reglna sem settar voru fyrir tæpum 20 árum (og hafa reynst mjög vel), frekar en að horfa uppá þau mál sem reglurnar leysa ekki og fá svo í hausinn reglur eða bönn e.t.v. án samráðs við okkur sem erfitt yrði að sætta sig við.
Reyndar má ekki gleyma því að almennt eru þessi mál í mjög góðu lagi og því má ekki taka umræðunni sem einhverri upphrópun um að hér sé allt í vondum málum, en okkur ber heilög skylda til að standa vörð um þetta fjöregg okkar, þ.e. að fá að breyta bílunum okkar.
Ferðakveðja,
BÞV
11.02.2003 at 22:28 #468286Mig minnir að það hafi einhver tímann verið sett í reglugerð að allir bílar á 44" þurfi stýristjakk, og einhvern tímann voru það minnir mig líka tilmæli frá tækninefnd á bílar með hrútshornin á 38" eða stærri væru með tjakk. En eins og ég segi þá minnir mig þetta.
Kv. Helgi
12.02.2003 at 00:24 #468288Þetta með breytingarnar ’86 er rétt hjá rúnari. Toyota markaðsetti nýjan fjöðrunarbúnað í USA 1986 til að "gera klárt" fyrir V6 vélina sem átti að fara í sölu ’88. Ekki til að losa sig við eitthvað framleiðsluvandamál og lögsóknir.
12.02.2003 at 08:39 #468290Björn þorri nefnir marga áhugaverða punkta í pistli sínum. Eins os stundum áður, þá held ég að við séum ekki jafn ósammála og honum virðist. Ég ætla að reyna taka þessi atriði fyrir, eitt í einu.
Björn Þorri veit án efa að framkmæmd skaðabótaréttar í USA er mjög ólíkur því sem gerist víðast annarstaðar. Sérstaklega á þetta við um Kaliforníufylki.
Það er vel þekkt að jeppaframleiðendur, sérstaklega Ford og Jeep hafa lent í gífurlegum málaferlum vegna málaferla þar sem bílar hafa oltið. Það virðist sem [url=http://www.google.com/search?hl=en&lr=&ie=UTF-8&oe=UTF-8&q=rollover++lawyer&spell=1:ehtgwekk]hópur lögfræðinga[/url:ehtgwekk] lifi góðu lífi af slíkum málaferlum.þegar Jeep Wrangler var hannaður til að taka við af CJ-7, þá var það að verulegu leiti vegna svona málaferla.
Ég held að Toyota hafi sloppið tiltölulega í þessum efnum, en mér finnst mjög ósennilegt annað en öryggismál hafa verið stór þáttur í þeirri ákvörðun að hætta að selja hrústshorna bíla í USA. Það er rétt hjá Rúnari að hrútshornið er ekki eina galli þessara bíla frá öryggis sjónarmiði.
12.02.2003 at 09:44 #468292
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eitt smáatriði fyrst menn eru komnir á skrið. Í Bandaríkjunum eru engin fylki. Þau eru ríkjaskipt (væru annars kölluð Bandafylki norður Ameríku). Talsverður stjórnskipulegur munur er á fylkjum og ríkjum, sem sjá má ef td. Kanada og þýskaland eru skoðuð. Þau eru fylkjaskipt, en ekki BandaRÍKIN. Þessi misskilningur er því miður mjög útbreiddur hér og þá ekki síst meðal fjölmiðlamanna. Hananú.
Annars var þetta ekki erindið. Ég vildi bara nefna það að kunningi minn fékk nýjan stýrisarm í Patrol vegna 38" breytingar. Skemmst er frá því að segja að íslenski armurinn reyndist svo deigur að eftir að hafa hert á honum vikulega í rúman mánuð, armurinn líktist æ meira pönnuköku, var gamli armurinn settur í aftur ásamt tjakki með hjálparátaki. Vandamálið út sögunni og stýrisskjálftinn sem finnst svo oft í Patrol er ekki til staðar. Tjakkurinn hlýtur að hlífa hrútshornunum í Toylettunum okkar. Hví ekki að spreða nokkrum þúsundköllum í tjakk og spara jafnvel með því framenda, framrúðu og ljósastaur!Kv,
Mýrdalurinn
12.02.2003 at 10:04 #468294Sæll Einar.
Ég þekki að sjálfsögðu þær hefðir sem tíðkast við mat á fjárhæð tildæmdra skaðabóta í svona málum í USA. Við getum tekið langa umræðu um það hversu gáfuleg þau fræði eru. Það sem ég er hins vegar að benda á með svari mínu er það, að mér finnst það ómakleg einföldun á málinu hjá þér að telja það helstu ástæðu þess að Toyota sé að selja "hættulegan búnað" á Íslandi og í 3ja heims löndum af því að þar séu skaðabætur svo lágar.
Þar held ég að önnur sjónarmið hafi hlotið að ráða eins og menn hafa nefnt hér framar í þræðinum.
Ferðakveðja,
BÞV
12.02.2003 at 10:59 #468296Mér finnst það mikill barnsaskapur að halda því fram að lagaumhverfi hafi ekki áhrif á ákvarðanir bílaframleiðenda um það hvað er selt hvar.
Það sem ég vildi benda á, er að það er varasamt að alhæfa út frá hrútshornum og patról örmum.
Kraftar sem verka á stýrisganginn takmarkast við það sem kemur frá stýrisvélinni. Ef bíll er hannaður þannig að hann brotnar við það að stýrinu sé snúið, við aðstæður þar sem hjólin eru skorðuð föst, t.d. við gangstéttarkant eða í grjóti, þá er það að mínu viti gölluð og hættuleg hönnun. Hvort hjólin eru stór eða lítil skiptir engum sköpuum í þessu efni. Lítil hjól geta skorðast föst, engu síður en stór hjól.
Það hefur komið fram að umboðin vita á sig skömmina, samkvæmt Smára er að búið styrkja hrútshornið og Björb Þorri benti á að datsun umboðið hefði tekið arma málið alvarlegar en Toyota hrúthorniðÉg held að flestir jéppar séu vel hannaðir að þessu leiti, og að það væru mistök að skylda stýristjakka í alla bíla, vegna þessara tveggja undantekninga.
12.02.2003 at 12:37 #468298Sæll Einar.
Það hefur enginn (nema þú) talað um að til standi að skylda stýristjakka í alla bíla. Menn eru bara að tala um að setja reglur um að skylda menn til að bregðast við þekktum vandamálum á þann hátt sem menn best kunna. Það að setja reglur um hverja gerð fyrir sig er einmitt gert til að neyða ekki óþarfa upp á alla!
Enn vil ég ítreka þá skoðun mína að mér finnst ósmekklegt af þér að slá fram fullyrðingum um að einstakir bílaframleiðendur séu að selja "gallaða" vöru á tilteknum markaðssvæðum af því að skaðabætur á þeim séu hvort sem er svo lágar. Þetta eru sleggjudómar og upphrópanir í sinni tærustu mynd, eða hefur þú einhverjar sannanir fyrir þessum fullyrðingum?
Ferðakveðja,
BÞV
12.02.2003 at 13:06 #468300Nú eru kominn í ham Björn, sakandi aðra um [b:z0p1kiac]sleggjudóma[/b:z0p1kiac] og [b:z0p1kiac]upphrópanir[/b:z0p1kiac]. Ég hef aldrei sagt að ég sé sammála því hvernig Bandaríkjamenn nálgast skaðabótamál t.d. varðandi bílveltur. Ég er einungis að benda á að þetta umhverfi er mismunandi á mismunandi svæðum, t.d.er hægt að selja bíla í öðrum heimshlutum sem ekki ganga í USA
Það liggur fyrir að Toyota hélt áfram að selja bíla með hrútshorn í meira en ártug eftir að það kom í ljós að þau eru brothætt.
Kannske er þetta eitthvað skylt því sem upp kom hjá Mitsubishi þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins hafa orðið uppvísir af því að stinga kerfisbundir undir stól, gögnum um framleiðslugalla.
-Einar
12.02.2003 at 13:42 #468302Ég hefði átt að segja "stýristjakk í allbíla með dekki yfir tiltekinni stærð". Þegar byrjað var að tala um stýristjakka, þá man ég ekki til að sú umræaða hafi verið takmörkup við tilteknar gerðir, samanber við það sem Helgi Vals kom með hér fyrir ofan.
13.02.2003 at 01:52 #468304Hvaðan færðu það að þetta hafi verið tekið af USA markaði vegna lögsókna og framleiðslugalla? Á síðustu árum hef ég rekist oftar en einu sinni á það að IFS sullið hafi verið sett í vegna V6 vélarinnar til að fá pláss fyrir hana.
Hérna er tilvitnun:
"The IFS introduced in 1986 was designed so that Toyota’s new 3.0-liter V-6 engine would fit. In 1988, the re-tuning of the engine was complete, and the V-6 was made an option. These engines will NOT fit into the solid front axle trucks without great pains, but WILL fit quite easily into earlier (’86-’88) 4-cyl IFS trucks."
Þessi grein um sögu 4-Runner er að finna á þessari síðu :
http://www.off-road.com/toyota/4runner/history.html
13.02.2003 at 03:03 #468306Sæll Einar.
Nú þekki ég ekki þetta Mitsubishi mál sem þú ert að tala um, en endilega upplýstu okkur um það. Ég vil endilega hreinskipna umræðu um þessi mál, byggða á staðreyndum og rökum.
Mig mynnir reyndar að einhver þingmaður að norðan hafi brotið stýrisupphengju í Mitsubishi og taldi sig fá það léleg viðbrögð frá umboðinu að hann fór með málið í blöðin. Er það það mál sem þú átt við?
Mér sýnist Stebbi leggja enn eitt lóðið á þá vogarskál að aðrar hvatir en þú hefur haldið fram hafi leitt til þess að hásingabíllinn frá Toyota var tekinn af Ameríkumarkaði.
Ferðakveðja,
BÞV
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.