Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › hross og utanvegaakstur
This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 17 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.08.2007 at 01:09 #200617
Sælir, langar bara að benda á grein sem ungur Víkurbúi hefur skrifað í morgunblaðið um utanvegarakstur og hestamenn, bendi einnig á umsagnir sem menn hafa skrifað þar á eftir…
hlekkurinn er
http://ofsaakstur.blog.is/blog/ofsaakstur/entry/273999/#comments -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.08.2007 at 13:23 #594380
Þetta er orðið að stóru vandamáli að umgangast hestamenn svo þeim líki . Hef heyrt ljótar sögur af frekju og yfirgangi hestamanna , sérstaklega gegn hjólafólki .
Sem meðlimur í mörgum akstursíþróttafélögum og klúbbum og fyrrverandi hestamaður get ég metið stöðuna út frá því .
‘A Akureyri til að mynda er bæjarstjórn búin að velta á undan sér að úthluta svæði til að stunda akstursíþróttir að einhverju viti í meira en 20 ár .
‘A þeim, tíma hefur átt sér stað gríðarleg uppbygging í aðstöðu hestamanna og ber að nefna reiðstíga mælt í tugum kílómetra á svæðinu , myndarlega hesthúsaaðstöðu, nú er að rísa stór reiðhöll , hagar og hólf út um allt .
Þessir sömu hestamenn og eru að fá þvílíka bómullarmeðferð hjá bæjar apparatinu eru núna með mótmæli við akstursíþróttasvæði sem átti að rísa í hlíðunum neðarlega í Hlíðarfjalli , fjarri aðstöðu hestamanna .
Samt telja þeir að þetta svæði trufli ástundun hestamennsku og telja jafnvel öryggi þeirra ógnað .
Þetta þýðir að allt er stopp núna á meðan hestamenn eru að rýna í hlutina , gera nákvæmar hávaðamælingar osfrv. og eru í leiðinni að tefja fyrir mjög þörfu málefni í þágu bæði ökukennslu og ástundunar akstursíþrótta .
Þetta heitir á ‘islensku , ofstopa frekja og yfirgangur .
Landsspjöll eru víða um landið eftir rekstur stóða . Má nefna ljótt traðk á stóru svæði á landmannaleið , á Fjallabaki nyrðra , í Nýjadal , við Þeystareyki ,og svo má lengi telja .
‘Eg get ekki heldur séð neina fegurð stafa frá þessum ósnertanlegu reiðvegum sem þræða sig um landið .
‘I minni sveit voru hestarnir vandir við venjuleg umhverfishljóð og það haft sem hluti af tamningunni .
‘I dag , má ekki heyrast í nokkru tæki nálægt þessum taugaveikluðu ofvermduðu borgarbykkjum , þá telja hestamenn öryggi sínu ógnað .
Svona hestar fóru beint í "tunnuna" og lokið fest vel á hér í denn .
Eitt verð ég að nefna að lokum sem lýsir hestamönnum nútímans .
Tveir vélhjólamenn voru á ferð og voru að mæta stóðrekstri við ristahlið .
Að sjálfsögðu sýndu hjólamennirnir tillitsemi og stöðvuðu vélarnar á meðan reksturinn fór hjá .
En viti menn . Þetta dugði ekki hestamönnunum , Nú skyldu hjólin vera dreigin út fyrir veiginn , fram af háum kanti til að borgarbykkjurnar sæju þau ekki og fældust ekki við hjólin sem var búið að drepa á .
Er þarna ekki of langt gengið ?
Það verður að stöðva þennan óþolandi yfirgang hestamanna og blása til sóknar .
Það eru svo ótal mörg tilvik sem heyrst hafa um þetta hestafólk og þeirra yfirgang að varla er ástæða til að rekja það frekar .
Ef menn vita um fleiri dæmi , endilega skrifa grein .
Kveðja, Brjóturinn.
04.08.2007 at 14:50 #594382Já þetta er alveg ótrúlegt hvernig þessir hestamenn haga sér.
Alltaf þegar ég er að keyra á eitthverjum malarvegi sem er ætlaður fyrir umferð bíla og maður mætir hópi hestamanna þá hef ég alltaf keyrt varlega framhjá, en svo fær maður bara illt auga í staðin.
04.08.2007 at 14:54 #594384ég verð því miður að taka undir þetta, ég segi því miður því þetta þarf ekki að vera svona. En þetta er alveg rétt það er mjög erfitt að gera mörgum hestamönnum til geðs hvað þetta varðar, sem betur fer er það þó ekki öllum. Ég þvælist mikið á hálendis vegum t.d. Kili og Kaldadal og hef alloft lent á eftir stóðrekstri. Að sjálfsögðu sýnir maður tillitsemi og bíður rólegur meðan stóðið er rekið af veginum, já af akveginum sem er fyrir bíla en ekki hesta eftir því sem ég best veit. Sumir eru fljótir að bregðast við og færa sig strax eða gefa merki um að aka megi meðfram stóðinu. En öðrum stendur nokkuð á sama um akandi umferð á veginum og finnst hún bara geta beðið. Ég lenti á eftir rekstri á Kaldadal um daginn og eftir drjúga stund spurði ég aftasta mann hvort mér væri óhætt að læðast meðfram stóðinu, viðbrögðin: "hva ertu að flýta þér eitthvað". nei nei ég var svosem ekkert að flýta mér en var þó í vinnu og með tímaplan þurfti nokkurn vegin að standa, "þú getur bara verið rólegur við höfum fullan rétt á að vera hérna, andskotans frekja alltaf í ykkur". Mér var skapi næst að röra tíkina framúr öllu saman en vildi ekki búa til vandræði sérstaklega þar sem þarna voru börn ríðandi með stóðinu. Það liðu ca 10 mín þangað til ég komst framúr og sá sem fór fremstur fyrir stóðinu stoppaði mig og þakkaði tillitsemina, jákvætt en mér fannst samt frekjan liggja annarstaðar en hjá mér í þessu tilfelli þar sem þetta er jú akvegur. fólk er eins misjafnt og það er margt bæði hestamenn og aðrir….
Góða helgi.
04.08.2007 at 14:59 #594386
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
hvernig væri bara að mæta hörðu með hörðu? menn eru alltaf að fara eftir frekjunni í helvítis hestamönnunum, af hverju ekki bara að vera frekur á móti? eins og sá sem var að tala um hjóla mennina sem áttu að fara með hjólin út af veginum, ég hefði nú bara sagt honum að halda kjafti og hætta þessari frekju, hann gæti annaðhvort drullað sér framhjá eins og þetta væri eða þá að ég myndi bara hjóla framhjá honum, hans væri valið
04.08.2007 at 23:00 #594388Eitt innskot við skrif Valgeirs.
Einn félagi minn sem lifir á því að temja hesta, hefu þá reglu, að ALLA hesta sem hann temur, hvort sem er í styttri eða lengri tíma, "teymir" hann hrossin á fjórhjóli nokkra Km til þess að venja þau við vélhjólahávaða.
Þeta er auðvitað snilldin ein og eykur öryggi eigenda hesta töluvert, sérstaklega þar sem "hávaða"-farartækjum hefur fjölgað til muna síðustu ár ss. hippar og sport-bíla og enduróhjól .Annars þarf nú ekki meira en reiðhjól til þess að fæla mörg "borgarhrossin"
05.08.2007 at 12:15 #594390Ég vil þakka Valgeiri fyrir þennan pistil. Hann gefur góða mynd af því hvernig hestafólk er að verða að stórum hluta. Ég vil samt benda á að það eru mjög margir hesta menn tillitsamir.
Ég er hjóla, jeppa, veiðimaður og allt það og þoli ekki heldur hestamenn. (líkar ágætlega við hesta) Eftir að reiðleiðir urðu fleiri og hestamenn uppgvötuðu að það væri hægt að ríða þeim út á öðru en malbiki hef ég orðið sáttari við hestamenn. Allavega er orðið minna um stóðrekstur hingað og þangað eftir vegum ætluðum bílum og hjólum (sem borga vegaskattinn í eldsneytinu). Flestir hestamenn heilsa manni vingjarnlega þegar ég hef stoppað drullumallarann til að hleipa þeim hjá. Held að við ættum að vera þroskaði aðilinn áfram og sýna þeim umburðarlindi upp að vissu marki..
05.08.2007 at 13:16 #594392Þar sem ég bý í skagafirði er mikið um hestamenn og það sem ég hef séð til þeirra eru þeir flest allrir tilitsamir. Það er alltaf einn og einn sem sýnir ekki tilitsemi en ef heildinn er skoðuð þá eru þetta ágætis menn og sýna mikla tilitsemi.
06.08.2007 at 09:44 #594394
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það virðist vera voða viðkvæmt að ræða um hesta að traðka landið út en menn eru fljótir að blása það út ef jeppi sést utanvega,er fjölmiðlar að vernda umtal um þetta að beyðni einhverja?ég spyr bara.Er bara ekki málið að við jeppamenn förum að keyra utanvega í hestaslóðum og láta þyrluna og sýsla vin okkar taka okkur,og hvern á að kæra þá?það skal gæta jafnræðis ef við verðum kærðir fyrir það svo er það ekki málið svo eitthvað verði gert í þessum málum.
Kv:Matti
Ps:er ekkert illa við hesta og tek alveg tillit til þeirra:
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.