Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hressa upp á lakki
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Hlynur Snæland Lárusson 19 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.09.2005 at 14:20 #196303
Toppurinn á jeppanum er orðinn soldið aflitaður. Hvernig er best að fríska upp á hann? Get ég „massað“ hann? Hvernig gerir maður það?
-haffi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.09.2005 at 15:55 #527514
Farðu í Orkan Snorri G á Bíldshöfða og kauptu G3 massabón…kostar 800kall og þeir gefa þér góða lýsingu á því hvernig á að gera þetta eða farðu á bónstöð og láttu gera þetta við allan bílinn fyrir 8000kall
kv, Ásgeir
23.09.2005 at 15:57 #527516Það á að vera til þar til gert hjámiðju(nudd)tæki í Byko, keypti svoleiðis fyrir tveim vikum og þá á tilboði- 1990. Svo var til massi í Bílanaust. Þú biður bara um g3 massa á bíla.
23.09.2005 at 16:05 #527518Sæll ef þú kemur til mín á nýju bónstöðina Trönuhrauni 2 Hafnafirði þá skal ég leiðbeina þér með þetta. Það er EKKI sama hvernig þetta er gert. þú getur skemmt meira en þú lagar.
23.09.2005 at 23:09 #527520Mín reynsla (massaði upp gamlan Hilux) er sú að það er ekki nóg að nota G3, hann er dáldið grófur. Það kom mjög vel út að fara fyrst með G3 og svo með G10 sem er mjög fínn og nær rosa fínum gljáa. Margir spurðu mig með furðu hvort billinn væri nýsprautaður (gamall jálkur) eftir meðferðina. Ég notaði reyndar þar til gerðan loftrokk með massapúðum.
Gangi þér vel,
Valdi
23.09.2005 at 23:28 #527522Einhver hvíslaði því að mér að maður eigi að nota vatn með massanum, hvernig geriri maður það?
Og fleiri spurningar. Nú er þetta patrol sem um ræðir og á toppnum er svona mynstur eða rendur eftir endilöngu þakinu, væntanlega til að styrkja það. Er þorandi að fara með verkfæri á þær brúnir? Ég er ekki að tala um rennurnar á hliðunum heldur á þakinu sjálfu.
-haffi
23.09.2005 at 23:38 #527524Það er best fyrir þig að gera þetta bara í höndunum. Ég geri þetta einu sinni á ári við toppinn á mínum bíl, og geri þetta í höndunum. Nota venjulega G7 massa (sem er blautmassi og notist með vatni) og bóna svo með góðu bóni á eftir. Það er alveg ótrúlegur munur eftir þessa meðferð.
24.09.2005 at 00:07 #527526Hjámiðju tæki er mér sagt BIG NO NO svo má þetta ekki snúast og hratt þá hitnar lakkið of mikið og skemmist.
Þegar ég gerði þetta þá var til þar tilgerð vel, ég byrjaði á að þrífa bílinn vel og passaði að hann væri vel blautur svo, svo sprautaði ég smá massa í púðan og svo byrjaði ég bara, passaði bara að það væri alltaf nóg bleyta. Var um 2 tíma með 1 stk Hilux og var að gera þetta í fyrsta sinn.
Þegar þú ert svo búinn þá er að þrífa bílinn vel og svo verðurðu að bóna hann, mæli með teflonbóni gamli lux glansað mjög vel eftir þetta, það fór í það heila um 4 tímar í að massa, bóna og þrífa að innan með pásum.
Kv
Snorri Freyr
24.09.2005 at 00:12 #527528Þú talar um þar til gerða vél.
Ég hef séð í verkfæralagernum einhvers konar snúnings-púða-eitthvað. Veit ekki hvað þær snúast hratt.
Eru þessar vélar ætlaðar í þetta?
Hvað er annars hjámiðjutæki?
-haffi
24.09.2005 at 01:38 #527530Hlynur af hverju massar þú toppinn á hverju ári ?
Ég hélt að þetta væri bara gert til að gera við lakkskemmdir.
24.09.2005 at 01:45 #527532Eins og sveifarás, eða knastás þá er svona "hjámiðjutæki" (veit ekki hvað á að kalla þetta annað) nokkurs konar slípirokkur sem er með púða sem hefur hjámiðju- virkar nokkurn veginn eins og þegar þegar þú bónar bílinn þinn með hringlaga hreifingum, nema bara miklu miklu hraðar.
24.09.2005 at 08:57 #527534þú átt ekki að nota hjámiðju til þess að massa og sumt sem hefur verið skriðað hér á undan má EKKI gera, og ekki sama hvaða efni eru notuð. til eru mörg góð efni og massar sem henta í mismunandi aðgerðir. Hér skiptir máli bæði liturinn og ástand lakks..
24.09.2005 at 11:15 #527536Mig minnir að hann megi ekki snúast hraðar en 1800rpm og er ekki mælt með því að hann sé notaður í botni. Og svo er vatnið notað til að kæla bæði lakk og púða og halda massanum rökum. Gott að vera með úðabrúsa með vatni og taka bara einn boddýhlut fyrir í einu.
Ef að á að fara í þetta í fyrsta skipti þá marg borgar sig að tala við þá sem vinna við þetta, þ.e.a.s bónstöðvar og bílamálara.
24.09.2005 at 11:22 #527538Þær mössunarvélar sem ég veit um og eru notaðar eru þrýstuloftsvélar.
Á sínum tíma var mér sagt að þessar vélar er fást í verkfæralagernum séu fínar til að bóna með en EKKI til að massa með.
Orka Snorri G og að ég held Bílanaust, eru að selja svona vélar en þær eru dýrar.
Ef þú ætlar að handmassa þá verður að vera sami þrýstingur á tuskuna allan tíma og alltaf sömu hreyfingarnar og þegar þú ert búinn þá verðurðu handlama.
Ég haf handmassað eina húrð og geri það ALDREI aftur.
Ef þú kemst ekki í vél hjá einhverjum þá myndi ég fara á bónstöðvar til að ath hvað þær taka fyrir að massa bílinn nema nátulega að þu nennir að handmassa bílinn.
Kv
Snorri Freyr
24.09.2005 at 19:04 #527540Ég er með mikið af drasli á toppnum og þvæ hann vanalega frekar ílla. Síðan kemur oft smá ryðlitur af skófluni og öðru drasli sem er á toppnum (skóflan er reyndar máluð, en ég er alltaf að lána einhverjum öðrum hana til að moka) þannig að mér hefur reyns best að taka bogana af einu sinni á ári og þrífa allt vel og vandlega. (massa og bóna)
Góðar stundir
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.