FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hremmingar og meira

by Magnús Hallur Norðdahl

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Hremmingar og meira

This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jón G Snæland Jón G Snæland 18 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 07.10.2006 at 17:29 #198683
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant

    Menn hljóta hafa lent í ýmsu skemtilegu og hrakningum á
    fjöllum sem væri gaman að lesa hér um að sjálfsögðu sem
    enda ? , maður hefur heyrt ýmsar útgáfur. Hér kemur lítil frásögn í stuttu máli.
    Ég var að keyra inn Köldukinn á skjálfanda að bænum Björg
    ( það láðist að seiga mér að ég átti að beiga inn að næst
    insta bænum ) þegar ég sé bæinn Björg þá eyk ég hraðan
    en þá endar vegurinn og sá að ég átti að taka hægri beyju
    og fara gegnum hliðið að bænum þar og byrja að beyja en hætti við og fer beint framaf og ofaní grasbala og stoppa þar, þá heyri ég krakka kalla bíl fór framaf, þegar þau koma kölluðu þau hann valt ekki .
    Ég spurði þau útaf hverju þau tölðu um veltu, á hefðir þú verið 4 bíl sem hefði oltið, síðar kom í ljós að bílinn fór að
    brenna olíu og það kominn sprúnga í blokkina, vélin hafði ekki þolað höggið þegar ég fór á flug framaf veginum niður um 2 metra það kom svo í ljós síðar að þar var stein í grasbalanum sem ég lenti á þar fór 1 stykki vél
    ( Hvernig eru ykkar sögur )
    kv,,,MHN

  • Creator
    Topic
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Replies
  • 07.10.2006 at 17:45 #562788
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Ég man nú ekki eftir að hafa lent í neinu misjöfnu eða hafa tafist eitthvað á mínum ferðalögum.
    Nema þá þegar Hlynur nokkur Snæland fékk einu sinni að vera samferða mér upp í Setur, hann var ný búinn að fá sér lógír í patrol sem hann átti einu sinni og vildi endilega sýna okkur hvernig þetta allt saman virkaði, nú þegar hann hoppar út úr bílnum og öskrar: sjáiði hann keyrir bara sjálfur og bendir stoltur á patrolinn.
    Nema svo þegar Hlynur ætlaði að stökkva upp í bílinn aftur hljóp hann í gegnum púðurskafl og festi sjálfann sig í honum og gat sig ekki hreyft enda ekki liprasti maður heims.

    Patrolinn hélt för sinni áfram einbíla og hætti ekki fyrr enn hann lak ofaní púður skurð og stoppaði þar, það tók okkur 15 mínútur að losa Hlyn og 2,5 klst. fóru að losa Pattann.

    Lúther





    07.10.2006 at 20:02 #562790
    Profile photo of Magnús Baldursson
    Magnús Baldursson
    Member
    • Umræður: 0
    • Svör: 20

    ja ef tu ætlar að láta Írisi svæva þig þá lendir þú í hremmingum það fer sko ekki nokkur maður bara að sofa með hana sér við hlið (Lúther)





    08.10.2006 at 12:15 #562792
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Er það ekki eitthvað sem við leysum í sameiningu, það er að sega ég og þú.

    Enn fyrst ég er byrjaður að rifja upp hremmingar í túrum sem ég hef farið í þá mundi ég allt í einu eftir góðri sögu af Jóni Snæland (Ofsa)

    Það var þannig að bíll sem Ofsi átti eitt sinn var svo hrikalega tæknivæddur að afar erfitt var fyrir ókunnuga að hreyfa sig mikið í bílnum án þess að slíta eitthvern tæknibúnaðinn úr sambandi, enda ekki alltaf tími hjá Ofsa til að láta fagmenn tengja þegar menn eru mikið á ferðinni.
    Oft var Ofsi spurður hvað þetta og hitt væri og yfirleitt vissi hann það ekki almennilega sjálfur.

    Enn eitt sinn er hann að keyra fremstur í flokki stórs hóps og var stefnt að enda í Jökulheimum í gistingu, þó að komið hafi verið framm á kvöld og kolsvartamyrkur mátti hann til með að sýna okkur einhverjar fornmynjar einhverstaðar þarna í nágrenninu, enn þegar Ofsi er búinn að keyra frekar greitt og eiginlega búinn að stinga hópinn af þá þurfti hann að teyga sig í kort sem lá upp á mælaborðinu enn rekur sig þá í einhverjar 6 snúrur og 3 öryggi í leiðinni með þeim afleiðingum að allur straumur fór af Slóðrík 1.
    Var bíllinn svo gjörsamlega rafmagnslaus að ekki var einu sinni hægt að hlusta á geisladisk.
    Þar sem algert myrkur var orðið og ekkert talstöðavarsamband var við bílinn var vonlaust að finna kappann fyrr enn það birti daginn eftir, þarna lá maðurinn svo í fósturstellingunni í framsætinu þegar við fundum hann daginn eftir.

    Hann gaf þá skýringu að hann hefði ekki getað sofið með okkur í skálanum um nóttina þar sem hann hefði þurft frið til að skrifa bókina sem hann var að fara að gefa út.

    Lúther





    08.10.2006 at 12:20 #562794
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Svo man ég eftir einni rosalegri af Begga, manninum hennar Soffíu sem er verið að smíða sér klósett fyrir upp í Setri. ……….Nei annars ég ætla að hleypa öðrum að líka.





    09.10.2006 at 08:31 #562796
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant
    • Umræður: 713
    • Svör: 2671

    Eru menn svona fljótir að gleima sínum óhöppum eða má
    ekki tala um þaug, er það bara Lúther sem þorir að seiga frá ef svo er. Lúther þá er um að gera hræra upp í minni þeirra
    kv,,,MHN





    10.10.2006 at 22:01 #562798
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    er hann Lúter minnugur, það hlítur að hafa slokknað á minninu hjá mér þarna um leið og Slóðríkur dó. fjandi er maður fljótur að gleyma





  • Author
    Replies
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.