Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Hremmingar fjallamanna
This topic contains 51 replies, has 1 voice, and was last updated by Axel Sigurðsson 18 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.04.2006 at 14:09 #197760
AnonymousÁ fréttum undanfarið verður maður eiginlega hugsin og nánast setur hljóðan, vegna allra hremminganna sem við vélsleða og jeppamenn höfum orðið fyrir. Og eru þær ornar alltof margar á undanförnum vikum og mánuðum. Hversvegna ætli þetta sé, erum við orðin kærulaus eða erum við farinn að fara á hættulegri staði en áður, eða hvað.
Hver haldið þið að séu ástæðurnar fyrir þessu, hvað er til ráða.
T.d eru björgunarsveitir búnar að bjarga 3 aðilum á vélsleðum og einni áhöfn á jeppa bara það sem er af páskahelginni. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.04.2006 at 16:24 #549534
Varðandi fjallaferðir og hremmingar þá er það óhjákvæmilegur hluti af því að ferðast um hálendið að lenda í basli sem getur endað með því að þurfa að biðja um aðstoð. Mín reynsla af því að ferðast með félögum á fjöllum er ósérhlífni og hjálpsemi á hverju sem gengur og að læra að segja "takk fyrir" þegar hjálpin er veitt. Það er gott framtak hjá stjórninni að hafa námskeið fyrir þá sem eru að byrja að aka á fjöll eins og fram kom hjá Skúla hér að framan. Reynslan er einnig mikilvæg og við vorum allir byrjendur einu sinni. Reynslan er mikilvægust þegar öllu er á botninn hvolft. Sumir sem lenda í hremmingum hafa enga reynslu og vita ekki út í hvað þeir eru að fara og lenda því óhjákvæmilega í basli sem getur endað með ósköpum. Björgunarsveitir Landsbjargar eru ávalt reiðubúnar til aðstoðar og þrátt fyrir að sá sem hefur lent í vandæðum og hafi uppskorið í samræmi við uppleggið þá er enginn eftirmáli, hjálpin er veitt með sama hugarfari og við félagarnir á fjöllum. Eftir tæp 30 ár á fjöllum er maður ennþá að læra. Fór einbíla á fjöll um daginn, á 44" Patról spil og allur pakkinn en lenti í á þegar ísspöng gaf sig. Eftir tvo tíma þá hafði ég samband við björgunarsveit og þeir voru farnir af stað eftir 15 mínótur. Sem betur fer tókst mér að krafla mig upp úr stuttu seinna. Það er betra að biðja um hjálp en að gera það ekki. Það eru allir meira en reiðubúnir til aðstoðar þegar á þarf að halda án eftirmála. Það er betra að þiggja ekki hjálp hjá þeim sem telja það eftir sér.
Kveðja Þórhallur
16.04.2006 at 18:43 #549536Langar til að taka undir með King-1 þar sem hann minnist á að þegar menn eru komnir á vissa stærð af jeppum, ég reikna með að hann eigi þá t.d. við einhverja tiltekna dekkjastærð og upp úr, þurfi menn að hafa einhverskonar hæfnispróf "undir belti" eins og hann orðar það svo skemmtilega. Hann minnist einnig á þá grunnþekkingu í siglingafræði, sem menn læra t.d. í pungaprófinu og ég ar alveg sammála honum að nýtist manni vel í fjallaferðum jafnt sem sjóferðum. Flestir björgunarsveitarmeðlimir hafa einmitt fengið samskonar kennslu (auk margs annars) og í þeim er nú reyndar fortakslaust notuð sú aðferð að menn fara fyrst með vönu fólki og læra "trixin". Ekki hefði ég viljað missa af þeirri kennslu, sem maður fékk með þeim hætti, reyndar fyrir svo mörgum árum að ég þori ekki að nefna það fyrir mitt litla líf! En ég hef áður látið í ljósi þá skoðun hér á þessum vettvangi, að akstur á jeppum (þá er ég ekki að meina slyddara) er það mikið frábrugðinn akstri fólksbifreiða, að það ætti fortakslaust að láta menn taka sérstakt hæfnispróf áður en þeir fara að aka þeim. Við vitum það öll, sem erum vön bifreiðum sem falla undir skilgreininguna "jeppi" að þeir bregðast svo allt öðru vísi bæði við stjórntökum og ýmsum afbrigðum í færi og vegyfirborði en fólksbifreiðar, að til þess er að leita orsaka margra vondra slysa. Fólk hefur einfaldlega ekki ráðið við aðstæður og hefur skort þjálfun og reynslu til að bregðast við þeim.
16.04.2006 at 18:49 #549538ég vill samt leggja áherslu á að ég tala ekki niður til þeirra sem kjósa að vera á minna breyttum bílum – Það þarf samt að horfa meira til þess hóps sem er á mikið breyttum bílum og fá þá til að afla sér frekari þekkingar, þetta er bara spurning um hvernig.
Klúbburinn getur alveg beitt sé meira í að félagar 4×4 séu búnir að afla sér ákveðinnar þekkingar.
16.04.2006 at 20:30 #549540Sælir
Ég ætla að taka undir með King-1 og Guðbrandi. Það væri stórsniðugt að hanna námskeið fyrir jeppamenn sem ætla á fjöll. Eitthvað svipað og pungapróf á báta.
Þar sem að ég bý úti á landi og vinn mikið þá er langt þangað til ég legg leið mína til Rvk á námskeið. En fjarnám er eitthvað sem tíðkast mikið hér.
Mín hugmynd er sú að safna saman ýmsu námsefni og búa til nýtt efni ef á þarf að halda.T.d. taka nokkrar myndir af því þegar verið er að setja dekk á felgu og texti við. Hvernig tappar eru settir í dekk, hvernig aka skuli yfir ár og vöð, loftþrýstingur í dekkjum, hvernig er best að losa bíla úr festum og svo framvegis….
Myndir af gps tækjum, áttavitum og kortum og hvernig það virkar allt, ásamt verkefnum sem þarf að leysa.
Svo koll af kolli að fara yfir allan helsta búnað og öryggisatriði.
Vissulega eru menn sjaldan sammála um hvernig best sé að gera hlutina. En aðalatriðið er að koma grunnatriðunum til skila.
Svona námskeið mætti auglýsa hér á vefnum ásamt því að setja inn A4 blað með auglýsinguni á, sem að félagsmenn gætu prentað út og hengt upp úti í næstu sjoppu.
Best væri ef þetta væri mjög ódýrt. Svo væri kanski hægt að auglýsa ákveðinn tíma og stað til próftöku nokkrum sinnum á ári. Svo í staðinn fengju menn voða fínan límmiða til að klessa einhverstaðar á bílinn.
Þetta með próftökuna þarf sjálfsagt eitthvað að útfæra en aðalatriðið er að koma námsefninu í hendurnar á fólki.
Ég er í miðju pungaprófsnámskeiði núna og það er þannig uppsett að það væri hægt að læra það allt heima hjá sér.
Endilega látið vita hvernig fólki lýst á þessa hugmynd og aðrar útfærslur.
Kveðja
Arnór
16.04.2006 at 20:52 #549542Sammála King, það er mikið sem mætti gera til viðbótar í fræðslumálum. Gaman samt að vita að það er eitthvert samstarf í pípunum milli klúbbsins og SL, bara gott um það að segja.
Það er gott að læra af reynslunni, sérstaklega reynslu annarra 😉 en ákveðinn þekkingargrunnur ætti að geta flýtt fyrir og fækkað eitthvað alvarlegum mistökum vonandi.Svo auðvitað þegar eitthvað er reynt að gera eins og [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=innanfelagsmal/7079:1f2v70ic]nýlegt dæmi sýnir[/url:1f2v70ic] þá koma mjög fjölbreytilegar afsakanir…
16.04.2006 at 21:18 #549544Nýliðar í bjsv fara á 2-3 daga námskeið í fyrstuhjálp, skrefinu fyrir ofan skyndihjálp. Mér finnst ekki mikið mál að menn komi saman í skála um helgi og taki á því.
Kannski óþarfi að fella menn ef þeir ná ekki 70% eins og Landsbjörg gerir.
Þetta er að vísu það mikið nám að maður er allann daginn, snemma morguns til 23 á kvöldin, bóklegt og verklegt.
En þarna lærir maður mikið sem er ekki kennt á "hnoða, hringja, sitja á rassgatinu og bíða eftir sjúkrabílnum" námskeiðum.
Svo gæti verið flott fyrir þá sem hefðu áhuga á því að verða mjög góðir að fara í fyrstuhjálp 2 og fyrstuhjálp í óbyggðum. Gott dæmi um það hvað fyrstahjálp í óbyggðum er góð er að þú hefur rétt til að úrskurða manneskju látna ef þú er 2 eða 3 tímum frá næsta sjúkrahúsi. Þar lærir fólk líka að kippa í liði og margt annað nytsamlegt.
Kannski óþarfi að allir fari í svona mikið nám en ef f4x4 fara í samstarf við LB þá yrði þetta ábyggilega í boði.
Haukur
16.04.2006 at 21:46 #549546Kæri Ofsi, hvaðan kemur þetta er þetta úr núverandi lögum eða ætlar þú að leggja þetta fram?
9.grein laga.
Hjálparsveit Ferðaklúbbsins 4×4. Hlutverk hennar er að vera félagsmönnum innan handar, lendi þeir í vandræðum með farartæki sín og þurfi aðstoðar við. Kjósa skal fimm menn í hana.
Einnig á hjálparsveitin að vera með _______ námskeið á hverjum vetri um ýmislegt er kemur að vetrarferðum t.d. útbúnað bíls, fatnað, spil og krókar, rötun, dekkjaviðgerðir. Sjá um eina skipulagða ferð fyrir félagsmenn í _______mánuði og skipa einn fastann tengilið við stjórn.
Svipað skipunarit til um allar nefndir 4×4 og hlutverk þeirra, t.d á tækninefnd að miðla upplýsingum um tækninýjungar til félagsmanna.hmmm kv. gundur
16.04.2006 at 21:50 #549548Þetta er nú orðið gamal í það minnsta frá tíð Björns Þorra hvað ég man ef ekki mun eldra kannski frá Tóta eða Frikka hvað man ég allavega hund gamalt. Þetta er til um flestar nefndir. Þú hlýtur að hafa fengið þetta ?
16.04.2006 at 22:58 #5495509. grein.
4. Hjálparsveit Ferðaklúbbsins 4×4. Hlutverk hennar er að vera félagsmönnum innan
handar, lendi þeir í vandræðum með farartæki sín og þurfi aðstoðar við. Kjósa skal
fimm menn í hana.gundur
16.04.2006 at 23:21 #549552Ferðaklúbburinn 4×4
Vinnublað
9.grein laga.
Hjálparsveit Ferðaklúbbsins 4×4. Hlutverk hennar er að vera félagsmönnum innan handar, lendi þeir í vandræðum með farartæki sín og þurfi aðstoðar við. Kjósa skal fimm menn í hana.
Einnig á hjálparsveitin að vera með _______ námskeið á hverjum vetri um ýmislegt er kemur að vetrarferðum t.d. útbúnað bíls, fatnað, spil og krókar, rödun, dekkjaviðgerðir. Sjá um eina skipulagða ferð fyrir félagsmenn í _______mánuði og skipa einn fastann tengilið við stjórn.
Koma upplýsingum um hverjir sitji í nefndinni á þar til gerðu eyðublaði og eða á tölvupósti til felagatal@f4x4.is og stjórn@f4x4.is
Allar útgjalda og stærri breytingar á að bera upp við stjórn meðann þær eru á hugmynda stigi.
16.04.2006 at 23:24 #549554Ferðaklúbburinn 4×4
Vinnublað Ritnefndar
9.grein laga Ferðaklúbbssins
Ritnefnd
Hlutverk hennar er að sjá um útgáfu fréttabréfs og miðla upplýsingum til félagsmanna. Kjósa skal þrjá menn í hana.Eins og getur í lögum félagsins skal hún skipuð þrem mönnum og skulu þeir skipta með sér verkum og tilnefna einn fastann tengilið við stjórnir og nefndir
Koma upplýsingum um hverjir sitji í nefndinni til stjórnar eigi síðar en hálfummánuði eftir aðalfund á þar til gerðu eyðublaði og eða á tölvupósti til felagatal@f4x4.is og stjórn@f4x4.is .
Allar útgjalda og stærri breytingar ætti að bera upp við stjórn meðan þær eru á hugmynda stigi.Ferðaklúbburinn 4×4
Vinnublað
9.grein laga.
Skálanefnd:
Hlutverk hennar er að hafa umsjón með skála félagsins s.s. byggingu, viðhaldi, rekstri og útleigu. Kjósa skal fimm menn í hana.Einnig skal hún skipta með sér verkum og tilnefna einn tengilið við stjórn.
Fara í ____ vinnuferðir og ákveða dagsetningar á þeim í samráði við stjórn fyrir útgáfu Setursins í mai-júní og kvað þurfi að gera.
Skálanefnd á ekki að skipta sér af fjarskipta tækjum eða rafmagni skálans nema með ábendingum til viðkomandi manna og alltaf til stjórnar bréflega eða með tölvupósti.Koma upplýsingum um hverjir sitji í nefndinni á þar til gerðu eyðublaði og eða á tölvupósti til felagatal@f4x4.is og stjorn@f4x4.is
Allar útgjalda og stærri breytingar á að bera upp við stjórn meðann þær eru á hugmynda stigi.Ferðaklúbburinn 4×4
Skipunarblað Tækninefndar
9.grein laga
Tækninefnd.
Hlutverk hennar er að fylgjast með tækninýjungum varðandi búnað fjórhjóladrifsbifreiða og miðla þeim upplýsingum til félagsmanna. Einnig að ná samvinnu við viðkomandi yfirvöld um gerð reglugerða fyrir fjórhjóladrifsbifreiðir. Kjósa skal fimm menn í hana.Í upphafi hvers starfsárs skal nefndin skipta með sér verkum og kjósa sér formann. Greina skal stjórn klúbbsins frá nafni hans, símanúmeri og netfangi sem allra fyrst og ekki síðar en á sameiginlegum fundi stjórnar með öllum nefndum sem stjórn boðar. Nefndin skal einnig skila stjórn skýrslu um störf sín 3. sinnum á ári og einnig kalli stjórn sérstaklega eftir slíkri skýrslu.
Hluti af starfi tækninefndar skal vera fræðsla til félagsmanna, bæði með fyrirlestrum á félagsfundum og einnig með sérstökum námskeiðum sem haldin verði í tengslum við ferðir á vegum klúbbsins. Nánari útfærsla á fræðslumálum skal vera í samráði við stjórn klúbbsins.
Nefndin skal einnig vera félögum innan handar við úrlausn vandamála sem upp geta komið í samskiptum við yfirvöld og fyrirtæki varðandi breytingar, vörur og þjónustu.Nefndin hefur ekki sjálfstæðan fjárhag, en getur sótt um fjárframlag á aðalfundi. Þeirri fjárhæð verður ekki úthlutað í heilu lagi, heldur telst hún sú hámarks upphæð sem nefndin getur sótt í sjóði klúbbsins á strafsárinu til starfsemi sinnar og þá eingöngu í samráði við stjórn klúbbsins eða gjaldkera.
Reykjavík, xx.xx.xx
Formaður Ferðaklúbbsisn 4×4
Nafn formanns________________________
16.04.2006 at 23:37 #549556Fjarskiptanefnd sem hefur verið að birta útbreiðslu Nmt kerfis og staðsetningu endurvarpa skilmerkilega í fréttabréfinu okkar Setrinu.
Skálanefnd hefur líka haldið vel utan um sitt.
Enn að mínu mati sést glögglega að Tækninefnd og hjálparsveit eru ekki að sinna sinni skildu, þetta þurfa þeir bara að laga.
eða hvað finnst þér sem stjórnrmanni OFSI?Lúther
17.04.2006 at 02:05 #549558Ég vil byðja þá sem eiga fræðsluefni sem kæmi að gagni fyrir okkur um að senda það til okkar í Litlunefnd svo við getum komið því á litlusíðuna til fróððleiks fyrir alla sem nenna.
Kv Klakinn
17.04.2006 at 08:18 #549560Sælir
Það sem ég er hræddastur við í sambandi við þetta próf er að auðveldlega gæti því verið breytt og mönnum gert ókleift að gangast undir það t.d. vegna verðlags eða annara hluta.
Fyrr en nokkur fær rönd við reist verður þessu smellt inní meiraprófið og verðið hækkað á því.
Námskeið eru af hinu góða, t.d. rötun. Gps tækin verða stöðugt flóknari og fullkomnari viðmótið einfaldara og menn hafa alltaf minni og minni hugmynd um hvað tækið er í rauninni að gera. Sama má segja um Vhf talstöðvar, ég held að afskaplega fáir viti hvað þessar talstöðvar geti gert og sama má segja um farsíma sem eiga greinilega eftir að breytast mikið á næstunni.
Ég fór einu sinni fyrir löngu síðan á námskeið sem hét "Fjallamennska 1" upp á Hellisheiði og lærði þar m.a. að grafa snjóhús sem tók 4 í gistingu. Á leiðinni heim daginn eftir var skollið á frekar dimmt veður og leiðsögumaðurinn okkar rétt orðinn rammvilltur á milli varðanna sem eru rétt við neyðarskýlið. Það fékk hinsvegar svo mikið á hann að hann sagði ekki orð á meðan hann mundaði áttavitann til að rata og kenndi raunverulega akkúrat ekki neitt.
Þarna um helgina útskrifaðist ég sem Fjallamaður 1 grunlaus um hvernig ég ætti að bera mig að við að munda áttavita í vondu veðri.
Reynsla verður ekki fengin með námskeiði.
Ég er sammála nafna mínum í 2 pósti að ofan að klúbburinn ætti að einblína á forvarnarstarf fyrst og fremst, kynningu á klúbbnum og auðvelda félagsmönnum að sækja námskeið í hinu og þessu.
Kv Izan
17.04.2006 at 10:40 #549562Ferðaklúbburinn 4×4
Vinnublað
9.grein laga.
Hjálparsveit Ferðaklúbbsins 4×4. Hlutverk hennar er að vera félagsmönnum innan handar, lendi þeir í vandræðum með farartæki sín og þurfi aðstoðar við. Kjósa skal fimm menn í hana.
Einnig á hjálparsveitin að vera með _______ námskeið á hverjum vetri um ýmislegt er kemur að vetrarferðum t.d. útbúnað bíls, fatnað, spil og krókar, rödun, dekkjaviðgerðir. Sjá um eina skipulagða ferð fyrir félagsmenn í _______mánuði og skipa einn fastann tengilið við stjórn.
Koma upplýsingum um hverjir sitji í nefndinni á þar til gerðu eyðublaði og eða á tölvupósti til felagatal@f4x4.is og stjórn@f4x4.is
Allar útgjalda og stærri breytingar á að bera upp við stjórn meðann þær eru á hugmynda stigi.
Skúli:
Spurt er: hvaða gildi hefur þetta vinnublað, það er eins og þetta hafði einhverntíman verið í lögunum en verið fellt út, eða aldrei verið samþykkt?Hvað óútfylta ávísun er þetta undirstrikaða?
Uppfyllir neðangreind upptalnig Hjálparsveitar þessa upptalnginu:
1) Fjölskylduferð í Setrið með fræðslu td. felgu og affeglun.
2) Tvö fimmtudaskvöld með fræðslu, skyndihjálparnámskeið á DVD.
3) Fundur með umferðarfulltrúum Landbjargar og unnin gátlisti fyrir þá varðandi fjallaferðir.
4) Tveir bæklingar varðandi skyndihjálp og ofkælingu á háledni Íslands.
5) Farið var í björgunarleiðangra og verðið til aðstoðar í nokkrum og til taks í öðrum.
Hér er um mikla vinna að ræða sem unnin er í sjálfboða vinna vilja menn meira?
fh. hjálparsveitar
Guðmundur Guðmundsson
17.04.2006 at 12:08 #549564Sælir félagar, búnir að koma margir þarfir punktar hérna fram sem er vel. Ein viðbót við þær hugmyndir gæti líka verið einn fastur þráður hérna á síðunni eða spjallflokkur sem bæri heitið "Fjallamennska 101" (eða eitthvað annað kaldhæðnara) og að við félagar "leggðum svo á okkur" að kynna þann þráð út á við og að hafa efni þar inni sem væri til uppbyggingar (og án stóryrða).
Annað sem að mér finnst vanta í umræðuna er vandinn sem að við stöndum frammi fyrir varðandi sjálfumgleði og einfaldan hroka. Stundum er um að kenna grandvaraleysi að sjálfsögðu, en allt allt of oft erum við að heyra sögur af mönnum sem að lenda í vanda bara af því að þeir voru svo vissir um að vera með allt á hreinu, "að þeir væru svo klárir" eða eitthvað annað álíka bull.
Ein ástæða þess hvað erfitt er að ná til fólks á stundum og uppfræða er að fólk er svo visst í sinni sök með eigið ágæti eða þekkingu að það telur sig ekkert þurfa að fræðast meira. Ég nefni þetta til sögunnar af því að mér finnst að við ættum að skoða líka hvort sem er sem klúbbur eða bara manneskjur sem viljum stuðla að öruggri ferðamennsku, hvernig við getum náð til þeirra með næginlega kraftmiklum skilaboðum sem að telja sig ekki þurfa að hlusta??Kveðja,
Baddi Blái
17.04.2006 at 13:25 #549566Skipunarbréfin eru ekki í lögum félagsins, heldur er einskonar verkefnalisti fyrir nefndir. Þessum bréfum var líklega síðast dreift til nefnda fyrir tæpum tveimur árum, þ.e. eftir aðalfund 2004. Allavega minnir mig að því hafi ekki verið dreift á yfirstandandi starfsári, en á samt að vera til í fórum nefndanna. Þessi útgáfa er reyndar ný þar sem Emil endurskrifaði þau í vetur, en efnislega er það eins. Það skýrir hins vegar eyðurnar en í eldri gerðinni var talað um eitt námskeið og eina ferð.
Varðandi það hvort núverandi hjálparsveit hafi uppfyllt verkefnin þá hefur hún allavega gert það betur í ár en árin á undan og vonandi er hægt að þróa verkefni nefndarinnar enn frekar á næsta starfsári. Kannski þarft verk að setjast aðeins yfir það í hvaða átt við viljum að hjálparsveitin þróist og hvert eigi að vera hlutverk hennar. Kannski málið að fara í stefnumótun og það liggur kannski vel við gæðastjóra að stýra því verkefni.
Kv – Skúli
18.04.2006 at 12:04 #549568Ég vildi koma því á framfæri í sambandi við neðanbeltispróf í fjallamennsku, að allir géta sótt pungaprófsnámskeið hjá sjómannaskólanum sama hvort þeir hafa pissað í saltan sjó eða ekki. Ég held að námskeiðið kosti einhvern 40 þúsund kall.
Ég sótti sjálfur svona námskeið eingöngu til að nota þekkinguna til fjallaferða. Ég hef aldrei siglt um sjó á neinu öðru en árabát og vantar því siglingartíma til að öðlast sjálft pungaprófið, en ég sé ekkert eftir þeim 30 þúsund kalli sem ég greiddi fyrir 10 árum síðan fyrir þessa vitneskju sem maður fær útúr námskeiðinu. Siglingarfræðin bæði á kompás og gps hefur nýst mér alveg svakalega vel á fjöllum, og einnig er komið þógnokkuð inná rafmagnsfræði og vélfræði sem hefur nýst mér alveg svakalega vel í reddingum við hinar og þessar hremmingar sem maður hefur lent í. Það eina sem ég hef ekki þurft að notast við ennþá eru blessaðir vitarnir okkar sem lýsa svo skært við hvert sker og landshorn en í áðurnefndu námskeiði lærir maður líka á að sigla eftir þeim.
Drífið ykkur á pungapróf og hættið þessu nöldri. Sjálfsbjargarviðleitnin er nú ekki á háu plani hjá þeim sem getur ekki fundið uppá því sjálfur að læra, heldur þarf að láta félagsskap sem þennan mata allt ofanímann. Hvernig gengur þeim svo á fjöllum.
Gaman að heyra frá nýgræðingum eins og king sem afla sér svona mentunar og nýta sér hana á fjöllum.
Litla deildin er líka að vinna að góðu málefni með kynningarstarfi fyrir byrjendur og var ferðin á laugardaginn vel skipulögð og vel haldið utanum hópin. Enda hafa flestir sem voru í sinni fyrstu jeppaferð látið í ljós ánægju sína hérna á vefnum með þessa ferð.
Vandamálið eru hinnsvegar þeir sem fara og kaupa fullbreitta bíla og líta á hálendis og jöklaferðir sem eitthvert jaðarsport. Þessi hópur er að stækka af eðlilegum ástæðum. Það eru að koma upp ákveðin kynnslóð af einstakklingum sem eru aldir upp í spennu. Hafa lært af jackass og fleirra góðu sjónvarpsefni og lifa algjörlega eftir því. Þessum hóp er ekki hægt að ná til nema að litlum hluta, og fæ ég ekki séð annað en við verðum bara að leyfa hinum að fara sér á voða og drepa sig eins og það vill drepa sig. Hinn vegar verðum við að finna skothelda leið til að koma í veg fyrir að hegðun þessara ákveðnu einstakklinga komi ekki til með að skemma fyrir okkur hinum.
kveðja siggias E1841
18.04.2006 at 12:47 #549570Pungaprófið kostar í dag hátt í 100.000 kr – Inni því er námskeið hjá Slysavarnarskóla sjómanna sem einna helst stóð upp úr í þessar 12 vikur sem mig minnir að pungaprófið hafi tekið. það er algjörlega að ástæðu lausu að læra um stöðugleika fiskiskipa til að "sigla" á Langjökli.
Eitt sinn fór ég á flott námskeið hjá ArticTrucks þar sem freyr var með gríðarlega skemtilegan fyrirlestur – ég veit ekki hvort að Artic er enn að bjóða upp á þetta námskeið.
Ég get ekki séð að það sé mikið vandamál að búa til námskeið – í samvinnu við LB – haldið í Setrinu laugardag til sunnudags – verð ca 20.000 – 20 manns á hverju námskeiði –
Efnisskrá – samblanda af Efni sem tekið er hjá slysavarnarskóla sjómanna – grunnámskeið LB – verkleg kennsla tengd jeppamennsku.Alla vega væri ég til í að taka svona fræðsluhelgi og skrái mig hér með ef þetta verður einhvern tíman að veruleika.
18.04.2006 at 19:00 #549572Þegar ég tók pungaprófið fyrir 10 árum síðan þá fór ég líka í slysavarnarskóla sjómanna samhliða því, á þessu verði. Svakalega hefur þetta hækkað á 10 árum ef þetta kostar 100 þúsund kall í dag. Ég skyl það vel að menn hoppi ekki í þennann skóla fyrir þetta verð, og byðst ég afsökunar á fullirðingu minni hér að ofan.
Mig minnir hinnsvegar að ég hafi minnst á það fyrir nokkrum árum síðan hér á spjallinu, kosti þess að hafa þessa menntun þegar maður ferðast um hálendið, og minnir mig að það hafi verið kommentað sem ónauðsinlegt að sækja slíka menntun. Núna hinnsvegar eru allir sammála um nauðsin þess að kunna siglingarfræði. Hvað hefur breist? Kannski þessi slysaalda og fjöldi björgunarsveitaútkalla hafi kveikt í mönnum.
spekulering.
siggias E1841
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.