Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Hremmingar fjallamanna
This topic contains 51 replies, has 1 voice, and was last updated by Axel Sigurðsson 18 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.04.2006 at 14:09 #197760
AnonymousÁ fréttum undanfarið verður maður eiginlega hugsin og nánast setur hljóðan, vegna allra hremminganna sem við vélsleða og jeppamenn höfum orðið fyrir. Og eru þær ornar alltof margar á undanförnum vikum og mánuðum. Hversvegna ætli þetta sé, erum við orðin kærulaus eða erum við farinn að fara á hættulegri staði en áður, eða hvað.
Hver haldið þið að séu ástæðurnar fyrir þessu, hvað er til ráða.
T.d eru björgunarsveitir búnar að bjarga 3 aðilum á vélsleðum og einni áhöfn á jeppa bara það sem er af páskahelginni. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.04.2006 at 16:38 #549494
Hér held ég að svarið sé fræðsla og meiri fræðslaog áróður, og þar eiga samtök eins og f4x4 að virkja bæði eldri félaga og hina nýrri. Nota hina reyndari til að kenna þeim nýrri og óreyndari.
Síðan er það bara gamli góði áróðurinn sem gildir, aldrei áfjöll á ferðaáætlunar, korta áttavita, fjarskiptatækja og helst GPS tækja.
Það er sem betur fer ýmislegt í gangi í þessum efnum. Björgunarsveitirnar ætla líklega að skylda sleðamenn sína í brynjur og LÍV er með áróður í gangi fyrir notkun snjóflóðaýla.
Ferðaklúbburinn 4×4 ætti að mínu áliti að taka af skarið og skipuleggja ókeypis rötunar og kortanámskeið svo og GPS námskeið sem eru ÖLLUM opin, e.t.v. í samvinnu við fleiri félagasamtök. Þannig fáum við líklega í kaupbæti fleiri félaga inn.
15.04.2006 at 17:46 #549496Það er eins og Ofsi sagði, mikið búið að vera að gera hjá okkur bjsv mönnum og konum. Þegar ég kom heim úr Langjökulsútkallinu þá var strax komið annað verkefni.
Tveir jeppar voru fastir við Laugafell, Cherokee á 38" og einhver annar fastir í krapa, farið að flæða inn í Cherokee. Það fóru þrír bílar frá okkur í það og svo kom annað útkall um korter í átta minnir mig.
Ætli að menn tími ekki að kaupa sér GPS á 10-15 þús og snjóflóðaýli á 30 þús, eða ætli menn viti bara ekki af mikilvægi þessara hluta?
Það eiga allir að geta verið skotheldir á fjöllum.
Ég man eftir nokkrum hlutum núna sem allir ættu að eiga:
GPS, þó ekki sé nema göngutæki á 10 þús kr.Áttaviti, hægt að fá mjög góða áttavita á ca 3000 kall.
Kort af svæðinu, 100.000/1 kort kosta held ég innan við 1000 kall og þá ertu með hæðarlínur og allt.
Góð nærföt, ull eða flís, helst ekki bómull, geta kostað skít og ekki neitt eða ef menn vilja dýrt, ca 20 þús.
Gott varmalag, flísbuxur og peysa, frá 5000 kr stk, eða gamla góða lopapeysan sem amma gamla prjónar á kostnaðarverði.
Hlífðarföt, vind- og vatnsheldur jakki og buxur, getur kostað eins mikið og menn vilja, 10- 30 þús stk.
Snjóflóðaýlir, 30-40 þús kr, en alveg þess virði ef maður er undir tugum cm af snjó.
Snjóflóðastöng, 10.000 kall.
Svefnpoki, 20 þús og þá ertu líka mjög góður í háttinn.
Góðir skór, 20-30 þús, ekki gaman að leita að leið gegnum torfærur eða finna vin sinn í snjóflóði á strigaskóm.
Fjarskipti, gamall NMT sími á spottprís eða glæný VHF stöð á 50 þús (handstöð eða í bílinn).
Svo náttúrulega húfa, hanskar og góðir sokkar.
Þetta er náttúrulega miðað við mínar kröfur til búnaðar og ekki víst að allir séu tílbúnir að borga 20-30 þús fyrir jakka.
Menn gera bara upp við sig hvað þeir vilja, en ég færi ekki á fjöll án þessara hluta og myndi ég bæta miklu við listann. Þessi listi er svona 130 -200 þús kr virði, eftir því hvað menn vilja leggja mikið traust á búnaðinn. Margborgar sig samt held ég.
Svo er náttúrulega ódýrast að skilja eftir ferðaáætlun.
Haukur
15.04.2006 at 20:51 #549498Hérna er einn vinkill inn í þessa umræðu.
Eru fjallaferðir kannski orðnar svona algengar að fólk heldur að það sé ekkert mál að skutltas inn á Langjökul, Vatnajökul eða hvaða jökul sem er og heldur að það sé bara eins og að skreppa í Kringluna?
Ég hef séð veður breytast á ca 15-30 mínútum frá því að vera bara nokkuð gott vetrar veður í það að vera alveg kolbrjálað veður þar sem skyggnið varð bókstaflega ekki neitt. Sást ekki á milli bíla og við urðum stopp í 24 tíma þangað til að veðrið gekk niður.
Fólk verður að átta sig á því að á fjöllum getur allt gerst og þá skiptir útbúnaður öllu máli.
Ég hef brunað yfir Langjökul á nokkrum tímum og ég hef líka lennt í því að þurfa bara að keyra eftir GPS tækinu og lulla yfir jökulinn á 12-14 tímum. Án góðra tækja þá hefðum við lennt í tómu bulli og ekki náð að koma okkur til byggða.
Í þessu skiptir fræðsla miklu máli og benndi ég á að Málaskólinn Mímir hefur haldið GPS námskeið sem eru opin öllum. Ég var svo heppin að fá þessa ferðamennsku í vöggugjöf og faðir minn kenndi mér á áttavita og hvernig á að rata með því að nota kort og áttavita. Síðar meir þá hef ég heimfært þessa kunnáttu á GPS tækin og fartölvuna.
Það eitt að skilja eftir ferðaáætlun og láta vita reglulega hvar maður er staddur getur sparað gríðarlegan tima og það sem er mikilvægast, það getur skilið á milli feigs og ófeigs.
Ferðakveðja
Einar Lárusson
15.04.2006 at 21:10 #549500Það er nú bara einu sinni svo að það hefur komið fram að undanfarin slys sem hafa verið á öldum ljósvakans eru lang flest þannig til kominn að fólk hefur verið á slóðum sem ekki á að vera á, fólk hefur ekki verið með gps tæki og fólk ehfur ekki verið með fjarskiptatæki til að tilkynna sjálft sig.
Þetta er einfaldlega svona og þetta er einfaldlega ósættanlegt með öllu.
Á ferðaklúbburinn 4×4 að taka á þessum vanda?
Ef almenningi finnst að klúbburinn sem slíkur eigi að standa að fræðlu sem fækkar slysum verður fólk að skylja hver þessi 4×4 klúbbur er.Eiga fjarskiptanefd, tækninefnd, björgunarsveit 4×4 að setja svona námskeið á laggirnar?
Einsktaklingar innan klúbbsins efndu til slysavarnarnámskeiðs fyrir skömmu, það flottasta sem sett hafði verið laggirnar í mörg ár, það átti að taka 2 daga. Það skráðu sig 6 manns.
Hvað eigum við að gera? Ég legg til að við hreinlega mælum gegn því að fólk skoði land sitt.
Lúther
15.04.2006 at 21:21 #549502Þegar menn labba á lakkskónum og kaupa sér
38" bíl með öllu, halda þeir margir að þeir séu klárir í flestan sjó. Og þegar veður virðist gott fara þeir jafnvel einbíla með félagan með sér til að sýna hversu öflugur kagginn er nú. Ég hef hitt á nokkra svona allslausa á aðalega við skjaldbreið eða á langjökli. Og þurfti einu sinni að leiða bíl til baka 😉
Ég held það sé lítið bolmagn sem þessi klúbbur sem slíkur getur gert til að sporna við þessari þróun en hægt er að reyna að gera klúbbinn og þessa hluti meira áberandi meðal almennings. En þá erum við aftur komnir að því .. hver á að gera það?..Það væri td hugmynd að Fá allar bílasölur & umboð til að láta einhvern bækling frá F4X4 fylgja með hverjum seldum jeppa. þeas með fjallaráðum og útbúnað og þekkingu sem ætti að vera til staðar áður en lagt er í óbyggðir.
Mér finnst nú reyndar klúbburinn alveg sæmilega áberandi
og koma nokkuð oft í fréttum á hverju ári.
Og þá yfirleitt með góða punkta inn í umræður sem eru
í gangi.
Kv
Subbi sóði
15.04.2006 at 23:04 #549504Ok, ég tek til baka orð mín um að sega bara öllum að vera heima, enn bara samt…..
15.04.2006 at 23:39 #549506Hvað með að pressa á að koma grunn námsskeið í skindihjálp og notkun áttavita inn í kennslu eldri bekkja grunnskóla þá yrði þetta jafn algeng þekking eins og lestur hjá fólki eftir nokkur ár.
Ég veit að þetta mun kosta einhvern pening en kemur sá peningur ekki til baka þegar þekkingin fer að skila árangri.
Ég bara spyr? Hver veit hvenær hann þarf á þessu að halda um æfina . flestir vona aldrei enn þakka svo fyrir kunnáttuna ef á þarf að halda.kveðja kristinn R-2684.
15.04.2006 at 23:43 #549508Það er eitt í þessari umræðu sem mig langar að fræðast betur um. Það var nefnt að þessir tengdafeðgar hefðu leigt sér Vélsleða við Jaka en þeir hafi ekki verið með neitt gps, neyðarblys eða nein neyðartæki almennt. Er það ekki vítavert að verið sé að leigja út vélsleða til almennings til að fara á jökla án þess að þessi búnaður sé á sleðanum?
15.04.2006 at 23:47 #549510ósáttir? frekar sammála er það ekki?
16.04.2006 at 00:26 #549512Jú Bjarki við erum alltaf sammála, enda vitum við næstum allt, en ég fékk einhver 3 email um að svona orðalag væri kannski einum of hart, sem það kannski var.
16.04.2006 at 00:55 #549514Í dag fór ég í mína fyrstu vetrarferð á fjöll, fyrir mitt leiti get ég nú bara sagt að ég er reinsluni ríkar.
Ég tók þá skynsömu ákvörðun að fara með litludeildinni í dags ferð til að læra, og ég lærið heilmikið í dag og ég komst líka að því að nú þarf ég gera margt til að vera betur búin til að fara á fjöll.Ég get talið upp nokkra hluti sem ég ættla að verða mér út um áður en það verður farið í aðra svona ferð, það fyrsta sem mig vantaði tilfinnanlega var gps tæki í öðru lagi betri samskiptatæki þá kemur ekkert annað til greina en að fá mér VHF stöð, í þriðja lagi skófla og góð dráttartóg, í fjórðalagihefði verið betra ef að áttavitin minn hefði verið í bílnum, í fimmtalagi ekki fara á fjöll nema vera mjög vel undirbúin fyrir það.
Kveðja Addi á grænu músinni Ö-1435
16.04.2006 at 01:39 #549516Ég held að allir sem komið hafa að björgunarstörfum þekkjum þá tilfinningu sem kemur að manni er komið er að slysi,tilfinng um magnleysi og sorg og spurningin um hvers vegna gerir fólk slík mistök.
Ég tek undir með Þórir og Luther, það á að tala tæpitungulaust við fólk um þessar hættur og ekki hampa mönnum sem hetjum eftir ævint´ri sem sleðamennirnir lentu í.
Hvað við getum gert í okkar klúbb,Ég tel það vera ýmislegt innann okkar raða eru hámenntaðir menn sem gætu tekið að sér fræðslu eða komið saman efni í handhægann bækling sem gæti legið frammi á opnum kvöldum, Gundur var kominn vel á veg með að koma á námskeiði í gps og ef haldið hefði verið áfram með það geta orðið góður kostur,listi líkur þeim sem kom fram hér að ofan væri vel þegin sem innlegg í vetrarbúnað á Litludeildarsíðunni.,Spottakennsla töppun á dekkjum fræðsla um hvað ber að gera ef slys ber að höndum eða bíll bilar eða er stopp af eitthverjum ástæðum.
Hvers vegna þarf þetta að kosta pening að afla sér fræðslu er ég ekki alveg að skilja hef reyndar aldrei skilið það verð sem sett er upp 1 leiðbeinandi 15 nemendur 5þ kall pr mann, innann félagsins er næg þekking og öflugt starf nefnda hver vegna geta almennir félagsmenn ekki lagt fram eitthverja vinnu frítt til að koma á móts við þær kröfur sem sjálfkrafa eru lagðar á þá sem þegar eru starfandi fyrir klúbbinn.???.
Ég fyrir mitt leiti hef gaman af að koma þeim fróðleik til annara sem ég bý yfir og veit að eins er farið með aðra og nefni Óskar abba Jóhannes og fl sem hafa lagt ýmisleg óþægindi á sig til að gera hlutina betri.Í dag var lögð fram hér á netinu flott teikning td sem að sögn virkar jafnvel betur en beadlock sem margir eru búnnir að koma sér upp,hvers vegna er ekki hægt að gera slíka hluti líka í öryggismálum??????
Alli eru til í að hjálpa þegar slys ber að höndum og ferja varahluti inn á hálendið og telja það bara gaman og gott mál,ég verð að segja að það væri óskandi að mannskapurinn væri jafn viljugur til að legga minni vinnu í fræðslu og forvarnir frítt,því enginn vill borga fyrir eitthvað sem aldrei hendir þá sjálfa?????????.
Fáránleikinn í þessu öllu er að allir eru sammála um að það verður að gera eitthvað í þessum málum en enginn vill leggja neitt í púkkið,en allir dæma þá sem gera vitleysurnar og kosta björgunarsveitir geipi fé og vinnu og samt eru innann okkar raða björgunarsveitarmenn sem væri í lófa lagt að að leggja lið í að gera gott betra.
Sumir telja okkar félag ekki eiga að skipta sér af vegna þess að við erum jú bara ferðaklúbbur og sem slíkur berum ekki neina ábyrgð,en hvernig eigum við að fá aðra til að taka mark á okkur í öðrum málum ef við gerum ekkert í eigin öryggismálum,og oft í ferðum okkar litludeildar erum við spurðir um hina og þessa hluti er varðar okkar ferðamáta og við reynum eftir bestu getu að leysa úr þeim og leiðbeina mönnum og það merkilega er að þar sem gert hefur verið stopp og farið út í kennslu er áhuginn mikill og góður og ánægja með hlutina,en því miður virðumst við gefa okkur minni og minni tíma í slíka hluti,í einni Slúttferðinni var haldinn heill eftimiðdagur í slíka kennslu og mikil ánægja með það en það var líka síðasta almennilega vettvangskennsla ef frátalin er fræðsla Gundar í gpsfræðum í Þakgili stuttu seinna.
Svo tökum puttana úr nefinu og gerum eitthvað í þessum málum
Kv KlakinnPs Ein spurning til stjórnar,? nú hef ég hlustað á viðtöl í fréttamiðlum þessarar þjóðar en aðeins einu sinni hefur formaður minnst á Litludeild og talað þá um best varðveitta leyndarmál 4×4 og hvers vegna er það??????? ,það er sá vettvangur sem helst er til að koma fræðslu til manna,og held ég að ánægja þeirra sem ferðast hafa með okkur sanni það.
16.04.2006 at 04:27 #549518Tek það fram að eftirfarandi er skrifað undir bauk…..
Ég er á þeirri skoðun að fólk er á eigin ábyrgð á fjöllum. Hafandi sagt það er samt sem áður fullt af fólki á fjöllum vanbúið. Þeir sem festu sig á kaldadal og hringdu á LB eru kjánar. Voru þeir ekki með skóflu? Þetta er eins og að festa sig á Lyngdalsheiði og hringja á hjálp. Kjánalegt, það sem á ensku kallast knee-jerk reaction, eða (þýðing mín) kjána/tilkippi-leg viðbrögð. Þetta er því miður orðin default hugsun fólks í dag, "ég get ekki leyst þetta", fæ einhvern annan í þetta. HALLÓ HALLÓ, hvernig væri að spíta aðeins í lófana og redda sér??? Kaldidalur er ekki hálendi íslands, allavega að mínu mati!!!
-haffi
16.04.2006 at 08:19 #549520Hér að ofan hefur komið margt fróðlegt fram, ég held að við jeppamenn séum lentir í því sama og vélsleðamenn og mótorhjólamenn. Þ.a.s fjölgunin er orðin svo mikil í þessum sportum að félöginn ná ekki lengur til þessara allra þeirra sem stunda fjallamennsku.
T.d eru milli 30-40.000 jeppar í landinu, þó þessar tölur séu svolítið á reiki vegna skráningarforms umferðarstofu. Því er nokkuð ljóst að í mesta lagi 10% jeppaeiganda eru innan 4×4 og breytist prósentan lítið þó við teldum Jöklarannsóknarfélagið og jeppadeild útivista með.
Flestir sem eignast jeppa ætla sé sennilega ekki að nota þá til jeppaferða yfirleitt, hvað þá til jöklaferða. Sennilega eru flestir sem kaupa sér jeppa, að hugsa um það að geta dregið hestakerruna, fellihýsið eða anna. Svo er svo mikið pláss í þeim, og svo er hægt að komast í sumarbústaðinn að vetri, og fara á veiðar upp á heiði, eða sumarferð yfir hálendið. Eða þá að þeir eru bara svo miklu verklegri og flottari en fólksbíladruslan hjá fúl á móti. Þetta eru kannski eitthvað af ástæðunum að við náum ekki til þessara aðila.
En með réttu ætti hagsmunarklúbbur jeppamanna, 4×4 að vera með 10-20.000 félagsmenn. En þá þarf klúbburinn líka að beita sé á annan hátt en hann gerir í dag. Í dag erum við eins og lítill sér hagsmunahópur og beitum okkur lítið í almennum þjóðfélagsmálum samanber eldsneytisverði ofl, ofl. Því getum við einangrast og fólki finnst það ekki eiga samleið með einhverri sérsveit jeppamann sem stunda jöklaakstur.Hvernig má snúa við blaðinu innan félagsins og efla forvarnir og gera félagsmenn hæfara fjallafólk. Ég held að mörgu leiti sé það nokkuð auðvelt innan okkar raða. Þar þarf fyrst og fremst að efla nefndarstarf klúbbsins. Þ.a.s virkja hjálparsveit, tækninefnd og einstaklinga sem vilja leggja klúbbnum lið. Hér að neðan er úrdráttur úr skipuriti hjálparsveitar.
9.grein laga.Hjálparsveit Ferðaklúbbsins 4×4. Hlutverk hennar er að vera félagsmönnum innan handar, lendi þeir í vandræðum með farartæki sín og þurfi aðstoðar við. Kjósa skal fimm menn í hana.
Einnig á hjálparsveitin að vera með _______ námskeið á hverjum vetri um ýmislegt er kemur að vetrarferðum t.d. útbúnað bíls, fatnað, spil og krókar, rötun, dekkjaviðgerðir. Sjá um eina skipulagða ferð fyrir félagsmenn í _______mánuði og skipa einn fastann tengilið við stjórn.
Svipað skipunarit til um allar nefndir 4×4 og hlutverk þeirra, t.d á tækninefnd að miðla upplýsingum um tækninýjungar til félagsmanna.
16.04.2006 at 09:01 #549522Ég hjó eftir einu hjá Klakanum, þar sem honum fannst formaðurinn ekki flagga Litludeildinni nægilega mikið. Þetta held ég að sé ekki réttmæt ásökun í garð formansins, því ég held að hann hafi verið mikill stuðningsmaður Litludeildarinnar frá upphafi og hversu oft hann hefur komið nefndinni á framfæri, þá hef ég ekki talið það. En ég man þó eftir því að við Skúli vorum í morgunsjónvarpinu eitt sinn og þá tróð hann inn umfjöllun um Litludeildina, sem þó var á skjön við það sem við vorum að ræða um. Man ekki betur en við höfum komið nefndinni á framfæri í einhverjum útvarpsviðtölum.
Hvað varðar svona viðtöl í sjónvarpi, útvarpi eða blöðum. Sem ég hef lent í nokkrum tugum sinnum á undanförnum misserum. Þá hef ég lært eitt, það er að reina ekki að koma öllu í einu á framfæri, þá fer viðtali bara í klúður. Svo má líka geta þess að oft eru fjölmiðlamenn að fókusera á ákveðin mál og vilja fá inn sína vinkla þó við höfum getað stundum snúið ofan af því og komið þeim á aðrar brautir.Hafsteinn segir að Kaldidalur sé ekki hálendi íslands, því er ég nú ekki sammála. Við þurfum alls ekki að fara langt frá byggðu bóli til þessa að lenda í hremmingum. Og þá getur hver km verið ansi langur ef það þarf að ganga til byggða. Það væri t.d ekkert auðveldara en að festa sig í krapa inni á Esjuleið. Og að þurfa svo að ganga til byggða blautur í -10 gráðum og snjókófi. 5-10 km, það er bara einfaldlega ekki á færi allra að gera það.
Núna um helgina voru farnar tvær ferðir, sem voru til umfjöllunar hérna á spjallinu. Þ.a.s önnur á Langjökul og hin á Vatnajökul. Í báðum þessum ferðum voru jeppar með í för sem voru vanbúnir til jöklaferða. Þeir voru semsagt ekki með þann lámarksbúnar sem þarf til þess að fara á jökul. Þeim vantaði g.p.s. og fjarskiptabúnað. Ég lít svo á að enginn eigi að fara á jökul nema með gps-nmt og vhf sem algjöran lámarksbúnað.
Þeir sem þekkja jöklaferðir vita að skyggni getur breyst einsog hendi sé veifað og ferðalangar þurfa ekki að vera komnir langt inn á jökul þegar fer að teygjast á röðinni, eða einn tefst vegna þess að hann er að hleypa úr dekkjunum og getur ekki látið vita af sér vegna skorts á fjarskiptabúnaði. Hvernig ætlar fararstjórinn þá að halda utanum hópinn ef hann getur ekki verið í fjarskiptasambandi. Hvernig ætlar hann af finna þann sem hugsanlega hefur villst út úr hópnum.
Það virðist einhvernvegin vera lögmál þeirra sem tapa áttum ( sem er auðvelt á jökli ) að fara að beygja til vinstri. Og hefur maður hreinlega mætt félögum sýnum sem voru hætti að fylgjast með tækjunum.
Því á enginn að fara á jökul eða inn á hálendið, nema hann sé þannig útbúinn að hann sé sjálfstæð eining og að mestu sjálfbjarga að koma sér einn til byggða. Ég tek því undir hjá Hauk hérna að ofan, með listann langa að listinn er lámarkslist, og þetta er bara það sem þarf að hafa ef menn eru að fara á fjöll á annað borð.
16.04.2006 at 09:22 #549524Sælir
Vissulega hafa menn rætt um hvernig skuli ná til manna í ferðahugleiðingum en að mínu mati var sniðugasta uppástungan að koma örlítilli fræðslu í ökunám þ.e. búnaður bíla og notkun þeirra í akstri um fjallvegi.
Hitt er bundið við við tiltölulega fámennann hóp sem er einfalt að ná til með einföldum skilaboðum. Það þýðir ekkert að reyna að kenna tutuguþúsund manns með langri ræðu það verður að hugsa upp eina setningu sem dugar næstu 20 árin.
Án GPS OG eins langdrægs fjarskiptatækis ferðu ekki á fjöll.
Þessi setning gæti átt við bæði að sumar og vetrarlagi.
Þá gæti klubburinn opinberað leyndarmál sitt um litlubílana. Sá flokkur opnar gátt til að hleypa inn nýjum meðlimum og leyft óvönum og illa búnum þáttakendum að prófa alvöru jeppaferð. Þeir sem áhuga hafa á slíkum ferðum ganga til liðs við klúbbinn, endurnýja eða breyta bílunum sínum og græja þá upp.
Jóhannes litludeildarforrystusauður finnst mér afbragðsgott dæmi um þessa þróun (ásamt mér sjálfum)
Það er annað sem klúbburinn getur gert og það er að opinbera leyndarmálið um hvernig búnað menn þurfi að eiga, t.d. er betra að eiga tuttuguþúsund króna teygjuspotta en doldið sver kaðall dugar, eins er besta að eiga áttatíuþúsund króna gps tæki með kortagrunni og tvöhundruðþúsundkróna fartölvu tengt við en fimmtánþúsund króna handtæki dugar bara fínt.
Ef menn lærði það í ökunámi að fara ekki úr byggð nema með skóflu, spotta og startkapla og 4×4 hvettu menn til að eiga Gps og Vhf eða Nmt þá eru bílar orðnir sæmilega búnir. Annað kemur með reynslunni, felgujárn, dekkjatappar, drullutjakkar, jarnkallar, varahlutir, ljós o.s.frv.
Kv Izan
P.s. svo mætti klúbburinn stuðla að því leynt og ljóst að kenna fólki, bæði félagsmönnum og öðrum, að bera virðingu fyrir náttúrunni. Þó að hún sé viðkvæm og falleg er hún líka grimm og stórhættuleg…..
16.04.2006 at 09:55 #549526og ekki að ástæðulausu. Við vorum einmitt að spjalla saman tveir félagar seinast í gær, hvernig stæði á því hvað óskaplega væri mikið um að fólk væri á ferðinni kunnáttu- og getulaust til að bjarga sér sjálft. Við spurðum hvorn annan: Hvernig fórum við að? Við höfðum báðir lent í því oftar en við höfðum tölu á að við hefðum ekki getað haldið áætlun. Stundum, líklega oftast, gátum við látið vita og kannski var munurinn helstur sá, að þá vorum við með gömlu, góðu millibylgjutalstöðvarnar – "Gufunessstöðvarnar" sem sjaldan brugðust. En kannski var mesti munurinn sá, að við og líklega ekki síst þeir sem kenndu okkur, kunnu að umgangast náttúruna og umfram allt, að bera virðingu fyrir henni og þeim öfgum, sem einkenna hana hér á landi. Eins og fram kom hér að ofan, er alltof mikið um að fólk telji sig ekki þurfa neinar leiðbeiningar, nóg sé að hafa öflug tæki og fín merki. En það er ekki nóg að hafa fína útgáfu af GPS – tæki ef maður hefur ekki lært að nota það. Sú kunnátta kemur heldur ekki á einu fjögurra tíma námskeiði.
16.04.2006 at 10:17 #549528Haldi þið ekki að Ofsinn hafi vaknað til að svara mér eða var hann ekki farinn að sofa.????
en að það sé best varðveitta leyndarmál 4×4 er rétt og var ég ekki að skamma formanninn nema af því að hann sagði þessi orð sjálfur í beinni.
En það er engu að síður rétt að í ferðum okkar er leitast við að kenna mönnum og er þá tekið það sem kemur upp í ferðinni og sýnt hvernig skuli bera sig að.
Það eru einföld sannindi að við getum litið okkur nær og gert eitthvað innann okkar raða og er ég til í að leggja það fram sem hægt er,það að lenda í hremmingum á hálendinu er ekkert nýtt eða gamalt og mun verða áfram,það sem við getum gert er að leggja okkar af mörkum til að minnka áföllin og það má alls ekki vanþakka mönnum eins og Gund eða Jóhannes, Óskari, og fleirrum sem fengið hafa skot sem myndu gera suma netverja nægilega vonda til að tjá sig með stóryrðum og er skemmst að minnast þess sem Óskar fékk þegar hann vildi kaupa stuðtæki fyrir okkur gömlu kallana svo við værum nú almennilega rafmagnaðir í skálum og í stuði,Og það er einfaldlega ekki nóg að hósta upp í fréttum rauður og skömmustulegur að innann okkar raða sé nú til hópur sem kallast litladeild og þar séu allir velkomnir og helst þeir sem eru nýgræðingar og ekki gerðar neina kröfur um að viðkomandi sé félagi,þegar farnar eru dagsferðir.Ég er ekki með þessum orðum að gera lítíð úr eldri félögum sem eru fjallvanir því þeir hafa reynst hver öðrum betri í að leggja okkur lið,einfaldlega að benda á þá staðreynd að það sé auðveldlega hægt að gera meira og efla fræðslu innann þegar skipulagðra ferða og uppákoma (lá við að ég skrifaði ferða) tækifærin eru til staðar og það er okkar að nýta þau,og ég hreinlega kref klúbbinn um aðgerðir í þessum málum,Ekki bara sitja á sínum baunarass og dæma hina, við höfum sumarið til að gera eitthvað í fræðslumálum og legg ég til að það verði notað til að koma upp bækling og öðru fræðsluefni sem hægt er að nýta og munum við í Litlunefnd nota það mikið ef til verður.
Kv Klakinnps Góðann daginn Ofsarottan eruð þér búinn að fara í morgunþvott og hvers vegna er tíkin mín svona undarleg er ég minnist á rottur????????? hvað gerðir þú henni ?????????
16.04.2006 at 13:15 #549530Það er kannski rétt að það komi fram í þessari umræðu að í bígerð er samningur við Flugbjörgunarsveitina um gagnkvæma fræðslu. Það er ekki komið endanlegt form á þennan samning, en meðal annars gefur hann 4×4 félögum tækifæri til að sækja námskeið í fjallamennsku og rötun. Á móti aðstoðar klúbburinn við kennslu í jeppamennsku. Þetta verður væntalega kynnt nánar þegar nöfn verða komin undir samninginn.
Þetta leysir að vísu ekki það vandamál sem hefur verið rætt um hér sem er að menn fari vanbúnir á fjöll og án þess að afla sér þekkingar eða upplýsinga um leiðir. Ég held að það sé rétt sem hér hefur verið sagt að það er hægt að kaupa fullbúinn jeppa þó menn kunni ekki að ferðast. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir að aðstæður eru aðrar á fjöllum en í 101.
Kv – Skúli
16.04.2006 at 15:47 #549532Ég held að þið/við þurfum ekki að finna upp hjólið. Ég er nýr í þessu sporti frá því fyrr í vetur og hef ég safnaði þeirri reynslu sem ég bý yfir með því að lesa þennan vef sundur og saman (og þar á meðal barnalegt þras gammalla hunda hér inni) ásamt því að ferðast með mér reyndari mönnum og að síðustu kynna mér ýmislegt efni um fjallamennsku sem ég hef komist yfir.
Nr.1 finnst mér ekki nægjanlega mikið af fræðlsuefni hér á vefnum – það má vera að félagið eigi ekki mikið af efni – en Landsbjörg á mikið af kensluefni sem ég hef orðið mér út um og lesið, þetta ætti að mínu mati að liggja hér á þessum vef svo hægt væri með einföldum hætti að kynna sér efnið. Þetta er efni sem að Landsbjörg notar til kennslu nýliða hjá sér en ég veit ekki hvort þeir eru að selja þetta til sinna félagsmanna.
Nr.2 námskeið er eitthvað sem að menn virðast vera spá í og er að mínu mati ákaflega nauðsynlegt – til að njóta réttinda til að sigla skemmtibátum um sundinn blá þarf að vera með "pungapróf" þegar að bátur hefur náð ákveðinni stærð. Að mínu mati væri ekki vitlaust að þegar bíll hefur náð ákveðiðinni "stærð" eða "getu" til fjallaferða sé álitið sjálfsagt að viðkomandi ökumaður sé með undir belti grunnámskeið í fjallamennsku líkt og pungapróf. Alla vega myndi ég stoltur bera límmiða í afturrúðunni á mínum jeppa sem segði td. – ég hef likið 1. stigi í fjallamensku" og svo framvegis.
Pungaprófið hefur nýst mér vel á fjöllum þar sem margir samligjandi þættir eru í að sigla um sundinn og að krúsa um jökul, siglingafræði (vinna með landakort) – fjarkskipti – notkun leiðsögutækja skyndihjálp og þar með að læra um ofkælingu – ásamt grunn þekkingu á veðurfræði.
Það á ekki bara við Jeppamenn að þeir séu að vaða á fjöll og gera gloríur – þetta á við um allar tegundir fjallamennsku og ættu því þau samtök sem að málunum koma að taka sig saman og reyna koma á skóla þar sem hægt er að sækja námskeið sér til fræðslu.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.