This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Ágúst Úlfar Sigurðsson 20 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Sælir díselfræðingar.
Ég á í basli við Pajeróinn minn, 1990 módel, 2500 ccm vél og leita nú ráða hjá ykkur.
Svo er mál með vexti að þegar tankurinn er minna en 3/4 fullur fer að bera á eldsneytissvelti ef vélin er á lágum snúningi. Á hægagangi dregur smám saman niður í henni þar til hún fer að hökta og stoppar svo alveg. Ef ég held henni á snúningi, 1500 og þar yfir þá virðist hún ná að sækja nægju sína af eldsneyti og allt í lagi. Með fullan tank gengur hún fínt, jafnvel þótt halli upp á við í brattri brekku.
Ég er búinn að skipta um olíusíu, setja rakaeyði á tankinn, blása í aðfærslurörið frá tankinum að síunni og allt virðist vera ofur eðlilegt.
Þekkið þið eitthvað til svona kúnsta – og hvað er helst til ráða ?Ágúst
You must be logged in to reply to this topic.