FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hrekkjóttur Pajeró

by Ágúst Úlfar Sigurðsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hrekkjóttur Pajeró

This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson Ágúst Úlfar Sigurðsson 20 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 14.09.2004 at 20:44 #194636
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant

    Sælir díselfræðingar.
    Ég á í basli við Pajeróinn minn, 1990 módel, 2500 ccm vél og leita nú ráða hjá ykkur.
    Svo er mál með vexti að þegar tankurinn er minna en 3/4 fullur fer að bera á eldsneytissvelti ef vélin er á lágum snúningi. Á hægagangi dregur smám saman niður í henni þar til hún fer að hökta og stoppar svo alveg. Ef ég held henni á snúningi, 1500 og þar yfir þá virðist hún ná að sækja nægju sína af eldsneyti og allt í lagi. Með fullan tank gengur hún fínt, jafnvel þótt halli upp á við í brattri brekku.
    Ég er búinn að skipta um olíusíu, setja rakaeyði á tankinn, blása í aðfærslurörið frá tankinum að síunni og allt virðist vera ofur eðlilegt.
    Þekkið þið eitthvað til svona kúnsta – og hvað er helst til ráða ?

    Ágúst

  • Creator
    Topic
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Replies
  • 14.09.2004 at 23:15 #505808
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Það var einhvern tímann sem bíllinn lét svona svipað hjá mér og þegar ég lét ath þetta þá kom í ljós að sía jafn stór og saumnála fingurbjörg á olíuverkinu var kolstífluð eftir að hún var skoluð út virkaði allt fínt.

    kv,JÞJ





    15.09.2004 at 17:25 #505810
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Sælir félagar

    Ég hef 3 á ævinni lent í svona gangtruflunum og farið yfir síur og annað sem venjulega er gert en ekki fundið ástæðuna,þar til ég lét bílinn ganga þangað til að hann drap á sér og opnaði þá lokið á tankinum og þá kom í ljós að það var öndunin á tankinum sem var stífluð.þetta skeði 2 á bensínbílum og 1 sinni á diesel.
    gæti líka verið yfirfallið á dieselbílum

    Kv Klakinn





    15.09.2004 at 23:11 #505812
    Profile photo of Andri Guðmundsson
    Andri Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 60

    Hljómar líka dálítið eins og falskt loft,skoðaðu lögnina mjög vel aftan úr tank,bæði ryð og eins öll samskeyti.
    Annars veit ég voða lítið um bíla sko….
    Kveðja, Andri G





    16.09.2004 at 07:53 #505814
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll Ágúst Þú ættir að ath. rörið ofan í tankinn
    það gæti verið farið að tærast. Kveðja Orri





    16.09.2004 at 09:00 #505816
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Þegar ég lyfti boddíinu af greindinni á mínum bíl, þá fjögurra vetra, kom í ljós að rörin ofan á tanknum voru orðin mjög tærð, þó héldu þau bæði vatni og vindi, voru þau að sjálfsögðu vel ryðvarinn eftir að þetta uppgötvaðist. Ég var bara að spá í hvernig rörin lýta út hjá þeim sem aldrei hafa gert neitt til að verja tankinn að ofan verður, ég tala nú ekki um þegar um eldri bíla er um að ræða.

    kv. vals.





    20.09.2004 at 19:17 #505818
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Ég þakka öll góðu ráðin sem bárust í baráttu minni við hrekkjótta Pajeróinn.
    Orsökin reyndist vera tæring í eldsneytisröri, rétt við afturhásingu. Þar tókst honum að draga inn loft þegar lækkaði á tankinum, en gatið var svo lítið að ekkert smit var sjáanlegt fyrr en ég var búinn að blása í rörið.

    Nú malar hann sem aldrei fyrr.

    Kveðjur

    Wolf





  • Author
    Replies
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.