This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Magnússon 14 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Kæru félagar
Um helgina má búast við að kallað verði eftir aðstoð okkar við hreinsunarstarf. Enn gýs og en fellur aska yfir bæina undir Eyjafjöllum og fólkið sem þar býr berst hetjulega við að halda sínum híbýlum öskufríum og sínum býlum búvænlegum. Ástandið er þó þannig að ekki er á neinn leggjandi að halda þessu án utanaðkomandi aðstoðar. Við hjá klúbbnum höfum boðið fram aðstoð okkar svo eftir hefur verið tekið, en til að það gangi þurfum við duglega og viljuga félagsmenn (og aðra) til að leggja hönd á plóg.
Á forsíðunni er frétt um málið
Og einnig er skráningarform undir Klúbburinn og Skráning í ferðir, eða hér, en þar eru allir hvattir til að skrá sig.
Þetta snýst um stuðning við fólkið sem býr í sortanum undir Eyjafjöllum og einnig um gott orðspor klúbbsins. Tökum öll þátt og sýnum hvað við getum !!!
Kv. Óli, Litlunefnd
You must be logged in to reply to this topic.