Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hreggviður Jónsson, fv. alþm.
This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 20 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
27.04.2004 at 16:05 #194271
…var að senda bréf til ráðuneytisdómsmála, sem aftur sendi til Umferðarstofu um breytta jeppa sem einn mesta skaðvald og hættu í umferðinni. Ekki er sá góði maður beinlínis vinsamlegur í garð jeppamanna og notar um okkur ýmis orðtæki, sem maður heyrir stundum á götunni í bréfi sínu, ef rétt er hermt í Mogganum.
Eruð þið búnir að lesa þetta, félagar?
kv. ólsarinn -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.04.2004 at 09:05 #500421
Sælt veri fólkið,
Það mætti halda að menn væru að vakna upp úr Þyrnirósar svefni og allt í einu eru breyttir jeppar orðnir hættulegari en allt sem hættulegt getur verið í umferðinni. Það gefur auga leið að stór bíll sem lendir í óhappi við minni bíl veldur væntalega meira tjóni.. og stærri bíllinn verndar farþega betur. Það gefur ekki augaleið að þeir valdi slysum frekar en aðrir bílar, reyndar ef ég man rétt nýleg könnun sem benti alls ekki til þess!
Og kannast ekki við að það sé konungleg tilskipun um að allir séu á jafnstórum bílum!
Það er mjög eðlilegt að bifreiðarskoðun (sérskoðun) hafi eftirlit með öryggisþáttum í breyttum bifreiðum. Það er líka mjög eðlilegt að sá þáttur sé endurskoðaður og reglum breytt í samræmi við reynslu og þróun í bíla og breytingasmíði.
EN ég hef það alltaf á tilfynningunni að þeir sem tala mest og hæst um "Viðurkennd verkstæði" og "Viðurkennda fagaðila" séu þeir sem hafi hagsmuna að gæta! Ég vil benda á að í gegnum tíðina voru það bílskúrskallar "þúsundþjalasmiðir" sem þróuðu breytingar og eða komu með jeppana sýna á "Viðurkennd verkstæði" og báðu um breytingar sem voru unnar á einhverju þróunarstigi á þessum ágætu verkstæðum. Ath.. það voru jeppakallarnir sem borguðu fyrir þetta! Þ.e. borguðu fyrir þróunina og sem betur fer eru jeppadellukarlar meðal þeirra sem reka viðurkennd verkstæði og hafa tekið þátt í þessari þróun!
En hversu langt nær ábyrgð þessa viðurkennda verkstæðis? Ekki ýkja langt.. kanski viku eða tvær.. hvort suðan haldi eða ekki!
Ekki miskilja mig ég held að þau séu mörg mjög góð! reyndar nauðsynleg! en að þau ein geti breytt bíl á öruggan hátt er hreynt og klár vitleysa! eftirlitsþátturinn á að vera í höndum annara! Eins og t.d. Bifreiðarskoðunar fyrirtækja.
Ég eins og flestir jeppadellukallar leggja metnað sinn í að hafa jeppan í lagi.. jú okkur leiðist flestum gera við bilun á fjöllu. Þetta þýðir að við erum flestir mjög meðvitaðir um jeppann, og erum uppteknir af fyrirbyggjandi viðhaldi, og þekkjum bílana okkar mjög vel.
Ég leyfi mér að fullyrða að svona viðhald og eftirlit er frekar fáttít á óbreyttum fólksbílum!
Nóg í bili…
kv,
Viðar
01.05.2004 at 21:18 #500425Smá viðbót í umræðuna.
Litlir hræddir við stóra!
Sumir hræddir við að mæta öðrum, aðrir hræddir við að mæta hormónatröllum (breyttum jeppa) á þá bara að banna breytta jeppa?
Þegar ég er í umferðinni hvort heldur á mínum fjallajeppa eða mínum fólksbíl finnst mér ekkert mál að mæta hormónatröllum eða fullvöxnum flutningabílum.
Það er eitt sem mér finnst hrikalegt að mæta á þjóðvegum landsins. Það er þegar bændurnir skríða úr púpunum sínum á vorin og æða um alla vegi fram eftir sumri á sínum "traktorum", sumir hverjir hrikalega stórir og ná töluverðum hraða, með gálga (ámoksturstæki) framan á þessum vélum og þar framaná heykló, heyrúllugaffla, eða annað ógnvekjandi og keyra með þetta fulla ferð, gafflana beint fram og í framrúðuhæð á mínum bíl.
Sem betur fer eru ekki allir sem haga sér svona en það skeður samt of oft.
Þetta finnst mér hrikalegt og á ég þá ekki bara að fara fram á að banna "traktora" á þjóðvegum landsins, eða þarf ég að hafa einhverja ráðherratign til þess að það það sé hlustað á mig. :0)Kveðja Halli.
es.Held áfram að vera í góðu skapi. :0)
02.05.2004 at 01:51 #500429
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er allt að verða vitlaust????
Strákarnir í útlöndum geta alveg klikkað á sínum reikningsdæmum, eins og dæmin sanna.Það er altaf annað slagið verið að innkalla bíla sem eru gallaðir frá verksmiðju,ss.ónýtar vélar,bremsur,stýrisgangur og fleira þrátt fyrir miljarðana sem er eitt í hönnun og prófanir.En af gefnu tilefni er ekki verið að auglýsa það,en í staðinn er hrópað? úlfur úlfur ,, ef einhver breytir bíl .Bílstjórar breyttra jeppa eru líka lifandi verur og ég hef ekki trú á að þeir fari út að veiða og keyri yfir 1-2 Polo eða yaris svona fyrir egoið á leiðinni heim.Það er ekker nýtt að það sé verið að naga jeppamenn í hælana,ég var að lesa Farið afmælisritið okkar og þá sá ég að 1986 var Ómar Ragnarsson eithvað að pirrast út í jeppabreytingar í þætti sem hét Á líðandi stundu.(bls18) en ekki kemur fram hvað það var, en það þótti ástæða til að ræða það við hann.Ekki kemur fram hver eða hverjir gerðu það en það hafa verið sterkir trúboðar,því fáir okkar þrusa meira á breyttum bíl enn hann. Kanski er þetta ráðið við Hreggvið og félaga því vanþekking leiðir af sér ótta við hið óþekkta. Hraðakstur er hættulegur á hvaða bíl sem er í umferðinni vegan þess að enginn er svo góður bílstjóri að hann sjái fyrir viðbrögð annara vegfarenda altaf. Það er eitt sem við þurfum að hafa í huga að það eru ekki allir bílstjórar góðir bílstjórar og er þá sama hvernig bíl þeir aka.
Kv H.P.
02.05.2004 at 21:02 #500433
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ERU MENN ORÐNIR SPINN ÞAÐ VEIT ÞAÐ HVER HEIBRIGÐUR MAÐUR AÐ ÞEGAR JEPPA ER BREYTT ÞÁ SKERÐAST AKSTUREIGINLEIKAR ÞÓ MISMIKIÐ, MENN VERÐA BARA AÐ KEYRA BILANA EFTIR ÞVÍ. OG HVAÐ ERU MENN AÐ TALA UM AÐ SKOÐUNARSTÖÐVARNAR STANDI SIG EKKI EG FOR EKKI FYRIR SVO LÖNGU MEÐ GAMLAN BRONCO 38" BREYTTAN ÁRG 77 TAKK FYRIR OG HANN VAR SKOÐAÐUR HÁTT OG LÁGT TEKIÐ Á ÖLLUM STÖNGUM OG SKÖFTUM OG ÞAÐ EINA SEM AÐ FANNST VAR AÐ HERÐA ÞURFTI Á BOLTUNUM SEM HELDU STYRISVELINNI, OG EKKI ÞAÐ MIKIÐ AÐ HUN GENGI TIL ÞANNIG AÐ MER FANNST BARA VEL AÐ VERKI STAÐIÐ OG EG VEIT ÞAÐ FYRIR VIST AÐ FOLKSBILAR ERU YFIRLEITT EKKI SONA VEL SKOÐAÐIR OG ÞAÐ LEYSIR ENGAN VANDA AÐ TROÐA ÖKURITUM I ÞESSA BILA DYRT OG ÓÞARFT FLESTIR MIKIÐ BREYTTIR JEPPAR ERU BARA EKKERT SKEMTTILEGIR ÞEGAR ÞAÐ ER KOMIÐ YFIR 100KM HRAÐA OG ÞEKKI EG ÞAÐ SJALFUR EFTIR AKSTUR BJÖRGUNARSVEITABIFREIÐA. I HEILDINA HELD EG AÐ FLESIT KEYRI NU SKYNSAMLEGA OG VERÐA MENN AÐ ÁTTA SIG Á ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER EITT AÐ MÆTA POLO A 100 ENN 44" BREYTTUM SURBERBAN UTA ÞJÓÐVEGI AUÐVITAÐ FINNUR MAÐUR MEIRA FYRIR JEPPANUM OG PERSONULEGA FINNST MER MIKLU BETRA AÐ KEYRA BIL Á 38" ENN TD 31" EG EK HÆGAR OG ER MEÐ HUGAN MEIRA VIÐ AKSTURINN Á STÆRRI BILNUM EINS OG FLESTIR HELD EG EG SKORA Á STJORN 4X4 AÐ SVARA SVONA FJÖLMIÐLAFÁRI ÞEGAR ÞAÐ KEMUR UPP OG FÆRA MALEFNALEG RÖK Á MOTI ÞESSARI VITLEYSU OG BJOÐA ÞÁ ÞESSUM MÖNNUM I GOÐA JEPPAFERÐ OG SYNA FRAM A AÐ VIÐ FLESITR ERUM HEILIR I KOLLINUM MEÐ GÓÐA BILA SEM VIÐ ERUM MEÐVITAÐIR UM.
03.05.2004 at 07:13 #500437Þetta fer nú að verða ansi langur þráður og líklega á maður ekki að fara að bæta við. En mig langar til að taka undir með Dittó hér litlu ofar hvað varðar dráttarvélarnar með klærnar og gaddana fram úr ámoksturstækjunum, nú eða á afturendanum. Þetta er nú eitthvað það ónotalegasta sem maður mætir á þjóðvegunum og makalaust að það skuli látið óátalið. Svo er það þetta með hraðann. Menn mega nú ekki gleyma því að hámarkshraði á þjóðvegum hér á landi er 90 km á klst. Enda eru fæstir vegir hannaðir fyrir meiri hraða. Allir sem ferðast hafa erlendis þekkja, að a.m.k. hér í Evrópu væru sambærilegir vegir við það sem t.d. vegurinn norður í land frá Hvalfjarðargöngum, væru með 80 km hámarkshraða í mesta lagi. Nú, og svo farið sé vestur um haf til USA, þá skilst manni að þar sé óvíða leyfilegt að aka SUV´s á stærri börðum en 33". Flesta breytta bíla verður að flytja á vögnum á sérstök svæði, þar sem akstur torfærutækja er leyfður. Þeim svæðum fer reyndar mjög fækkandi að manni skilst og þar í landi er í gangi linnulítil styrjöld milli eigenda torfærutækja og mismunandi samtaka um náttúruvernd, sem sum er ansi öfgakennd. Má þar nefna t.d. The Sierra Club, sem vill ekki einu sinni leyfa fjallareiðhjól utan malbiksins. Sá klúbbur hefur meira að segja talið gagnrýnivert að fara um á gönguskóm með grófu mynstri á sóla! Ætli við förum að fá slíka umræðu hér?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.